Færslur: Börn á flótta

Brýnt að ráðast í úrbætur við móttöku barna
„Þetta er líklega sá málaflokkur sem þarf á hvað mestum úrbótum að halda,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, um móttöku á fylgdarlausum börnum á flótta. Einn þeirra sem sendur var úr landi aðfaranótt fimmtudags kom hingað sem fylgdarlaust barn, en var nýorðinn sjálfráða þegar hann var sendur úr landi.
UNICEF fordæmir en stjórnvöld ítreka réttmætar aðgerðir
UNICEF á Íslandi fordæmir að ungmenni sem kom hingað til lands sem fylgdarlaust barn hafi verið vísað úr landi skömmu eftir að það varð sjálfráða. Stjórnvöld ítreka að allt hafi verið gert samkvæmt lögum við brottvísanir flóttafólks í vikunni.
UNICEF fordæmir brottflutning ungmennis til Grikklands
UNICEF á Íslandi fordæmir að ungmenni sem kom hingað til lands sem fylgdarlaust barn hafi verið vísað úr landi í gær skömmu eftir að það varð sjálfráða.
Tækifærum barna á flótta stefnt í hættu án fjármagns
Fjölgun flóttabarna á næsta ári nemur heilum grunnskóla og tveimur leikskólum. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, segir stöðuna alvarlega og að ríkið verði að grípa inn í, svo börnin geti fengið nauðsynlega þjónustu og jöfn tækifæri á við önnur börn.
Reykjavík fær flest börn á flótta en engan stuðning
Börnum á flótta hefur fjölgað töluvert í höfuðborginni. Þrátt fyrir það er Reykjavík eina sveitarfélagið á landinu sem fær ekkert greitt frá ríkinu fyrir þjónustu við börn af erlendum uppruna. Borgin hefur deilt við ríkið vegna málsins og engin lausn er í sjónmáli. Borgarstjóri segir að málið sé á leið fyrir dóm, að öllu óbreyttu.
Vilja að hætt verði við að senda börn til Grikklands
Tvö börn ásamt fjölskyldu eru meðal þeirra hælisleitenda sem íslensk stjórnvöld ætla að endursenda til Grikklands. Rauði krossinn kallar eftir að mannréttindi barnanna séu virt og hætt sé við að senda fólkið til baka.
Fleiri sýna áhuga á að gerast fósturforeldrar
Átak Barna- og fjölskyldustofu í að fjölga fósturforeldrum hefur skilað miklum og góðum árangri. Þetta segir Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri.
Sjónvarpsfrétt
Fjöldi barna á flótta fær ekki inni í skóla
Dæmi eru um að úkraínsk börn á flótta komist ekki að í grunnskólum hér á landi vegna þess að foreldrar þeirra eiga ekki rafræn skilríki. Um 1.500 flóttamenn hafa komið hingað til lands frá Úkraínu síðan stríðið hófst en spár gera ráð fyrir að þeir verði orðnir 4.000 fyrir árslok. 
15.08.2022 - 22:20
Hundruð barna fallin í Úkraínustríðinu
Ríkissaksóknari í Úkraínu segir að að minnsta kosti 349 börn hafi fallið í hernaðarátökum frá því að innrás Rússa í landið hófst í febrúar. Hundruð til viðbótar hafa særst. Yfir átta komma átta milljónir Úkraínumanna hafa flúið til annarra landa og milljónir til viðbótar flosnað upp af heimilum sínum.
15.07.2022 - 11:29
Fékk rúma 13 milljarða fyrir Nóbelsverðlaunapeninginn
Rússneski blaðamaðurinn Dmytri Muratov, handhafi friðarverðlauna Nóbels á síðasta ári, hefur selt verðlaunagripinn á uppboði. AFP-fréttaveitan greinir frá þessu og segir Muratov hafa fengið rúmar hundrað og þrjár milljónir bandaríkjadala fyrir. Peningurinn fari óskertur í styrktarsjóð barna sem hafa orðið að flýja heimili sín vegna stríðsins í Úkraínu. Það jafngildir rúmum 13 milljörðum íslenskra króna.
Ábendingar um úkraínsku systurnar skiluðu sér ekki
Úkraínskar systur, sem hafa verið á hrakhólum í þá viku sem þær hafa dvalið hér á landi, voru fyrir mistök settar í herbergi með karlmanni þeim ótengdum. Þetta kemur fram í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn fréttastofu. Þar stendur að ábendingar um málið hafi ekki skilað sér „með þeim hætti að mistökin uppgötvuðust.“
Óttarr Proppé stýrir hópi um öryggi flóttabarna
Stýrihópur verður stofnaður um rétt og öryggi flóttabarna sem hingað koma, en búist er við að þeim fari fjölgandi. Óttarr Proppé fyrrverandi heilbrigðisráðherra fer fyrir hópnum.
Rauði krossinn í Úkraínu borinn þungum sökum
Lyudmyla Denisova, umboðsmaður úkraínska þingsins, sakar Alþjóðanefnd Rauða krossins um að starfa í takt við vilja Rússa. Talsmenn samtakanna þvertaka fyrir þær ásakanir.
Flóttamönnum fjölgar hraðar en búist var við
Tæplega fimm hundruð flóttamenn frá Úkraínu er nú komnir hingað til lands, talsvert fleiri en gert var ráð fyrir. Fólkið þarf margvíslega þjónustu og vonast er til að móttökumiðstöð verði opnuð í vikunni. 
Búa sig undir móttöku 100 þúsund flóttamanna
Danir búa sig undir að taka við 100 þúsund flóttamönnum frá Úkraínu. Innflytjendaráðherra Danmerkur segir að öll sveitarfélög landsins verði að taka þátt í móttöku flóttamanna. Talið er að fjórðungur Úkraínumanna, yfir 10 milljónir, hafi hrakist að heiman vegna innrásar Rússa, sem hófst fyrir rúmum mánuði.
Hafa boðið flóttafólki 318 íbúðir í 47 sveitarfélögum
Rúmlega þrjú hundruð íbúðir í 47 sveitarfélögum hafa nú verið boðnar til að hýsa fólk á flótta. For­stöð­u­kon­a Fjöl­menn­ing­ar­set­urs sem heldur utan um skráningar segir viðbrögð landsmanna vonum framar en betur má ef duga skal.
1,5 milljónir barna á flótta
Um 1,5 milljónir barna hafa flúið Úkraínu frá því að Rússar réðust inn í landið hinn 24. febrúar. Þetta er mat sérfræðinga Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sem óttast að fjölmörg úr þeirra hópi kunni að lenda í klóm glæpamanna sem stunda mansal.
Á samviskunni
Frænka forsætisráðherra vildi bjarga börnum gyðinga
Árið 1938 fór Friðarvinafélagið þess á leit við stjórnvöld að hingað til lands kæmu börn gyðinga sem hætt voru komin á meginlandi Evrópu. Fremst í flokki fór Katrín Thoroddsen en hlaut ekki erindi sem erfiði. Í dag situr náfrænka og nafna Katrínar í embætti því er neitaði börnunum um hæli.

Mest lesið