Færslur: Boris Johnsson

Skattahækkun í Bretlandi veldur deilum
Hvenær er í lagi að brjóta kosningaloforð? Þessi spurning heyrist ákaft í Bretlandi eftir að Boris Johnson forsætisráðherra Breta tilkynnti skattahækkun í vikunni. Skatturinn á að fjármagna umönnun eldri borgara og fatlaðra, sem er langvarandi breskur vandi, og einnig efla heilbrigðiskerfið eftir Covid.
08.09.2021 - 20:00
Spegillinn
Delta, bólusetning og misskipting
Delta-afbrigði Covid er á góðri leið með að orsaka þriðju Covid-bylgjuna í Bretlandi. Það er þakkað bólusetningu að dauðsföllum þar af völdum Covid hefur ekki fjölgað að sama marki, alla vega ekki enn sem komið er. Bretland er ekki eina Evrópulandið þar sem delta-afbrigðið hefur farið á flug, en ekki einhlítt að eina ástæðan fyrir fjölgun tilfella í Bretlandi sé delta-afbrigðinu að kenna.
22.06.2021 - 17:00
Enn ein Brexit úrslitastund
Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins hittast í dag í Brussel. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, hefur sagt að þessi leiðtogafundur sé síðasta tækifærið til að ganga frá viðskiptasamningi bandalagsins og Breta, sem fara endanlega út úr ESB um áramótin. Bretar eru með á innri markaði bandalagsins og í tollabandalagi til áramóta. Þrennt stendur í aðallega í vegi viðskiptasamnings, fiskveiðar, samkeppnisstaða fyrirtækja og með hvaða hætti eigi að leysa úr deilum sem upp kunna að koma.
15.10.2020 - 13:20
Krám verði lokað svo opna megi skóla
Hugsanlegt er að öldurhúsum og sambærilegri starfsemi verði gert að loka fljótlega að nýju á Englandi.
Tilslökunum frestað á Englandi
Fjölgun kórónuveirutilfella á Englandi undanfarið verður til þess að fyrirhuguðum tilslökunum verður slegið á frest í tvær vikur hið minnsta.
01.08.2020 - 01:47
Fréttaskýring
Glímt við Brexit og kvennafarssögur
Boris Johnson forsætisráðherra hefur ekki meirihluta til að ákveða hvenær verður efnt til þingkosninga en á yfirstandandi flokksþing þarf hann helst að sannfæra flokksmenn um leiðtogahæfileika sína. Forsætisráðherra talar einkum til Brexit-sinna og eykur þannig sundrung, bæði í flokknum og með þjóðinni. Hvort subbulegar fréttir um einkalíf hans hafa áhrif á kjósendur á eftir að koma í ljós. Stjórnarandstaðan treystir Johnson alls ekki og það gæti brýnt hana til að sameinast um að koma honum frá.
01.10.2019 - 09:42
Myndskeið
„Jafn líklegt og að finna Elvis á Mars“
Boris Johnson fékk enn og aftur meirihluta atkvæða í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins í dag. Hann fékk 160 atkvæði en nú standur valið einungis á milli hans og Jeremy Hunt, sem fékk í dag 77 atkvæði.
20.06.2019 - 22:10