Færslur: Borgun

Hópuppsögn hjá SaltPay sú eina í apríl
Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í apríl þegar 55 starfsmönnum færslu­hirðinga­fyr­ir­tæk­isins SaltPay/Borgun, var sagt upp. SaltPay keypti ráðandi hlut í Borgun í fyrra og síðan þá hefur tugum starfsmanna verið sagt upp og tugir nýir ráðnir.
04.05.2021 - 14:52
Borgun segir upp nærri 30 manns
29 starfsmönnum hjá fjármálafyrirtækinu Borgun hefur verið sagt upp. Þetta er hluti hópuppsagnar sem tilkynnt var um fyrir helgi.
30.11.2020 - 10:50
Engar breytingar á skilmálum Borgunar
Borgun segir engar breytingar hafa verið gerðar á viðskiptaskilmálum sínum. Veltutryggingunni sem tekur gildi 1. október verði einungis beitt í tilfelli ferðaþjónustufyrirtækja þar sem nauðsynlegt er að tryggja að hægt sé að standa við skuldbindingar við korthafa sem keypt hafa vörur og þjónustu fram í tímann.
06.08.2020 - 08:44
Landsbankinn stefnir Borgun
Landsbankinn er búinn að stefna Borgun, forstjóra félagsins og eignarhaldsfélögunum BPS og Eignarhaldsfélaginu Borgun vegna sölu bankans á hlutabréfum sínum í Borgun. Salan er einhver sú umdeildasta á Íslandi eftir hrun. Bankinn seldi bréfin í lokuðum viðskiptum án þess að aðrir fengju að bjóða. Ríkisendurskoðun felldi þungan dóm yfir viðskiptunum í skýrslu sem kom út síðla vetrar.
30.12.2016 - 13:15
Höfða mál vegna sölu á hlut í Borgun
Bankaráð Landsbankans ætlar að höfða mál vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun. Það er mat bankaráðs að bankinn hafi farið á mis við fjármuni í viðskiptunum þar sem bankanum voru ekki veittar nauðsynlegar upplýsingar.
12.08.2016 - 13:51
 · Borgun
Bankaráðið samþykkti sölu á Borgunarhlut
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í gær að skipta ætti út bankastjóra og yfirstjórn Landsbankans vegna Borgunarmálsins. Meirihluti og formaður bankaráðs hefðu sagt af sér en það væri ekki ráðið sem hefði selt hlut bankans í lokuðu söluferli, heldur bæri yfirstjórn bankans ábyrgð á því.
30.04.2016 - 16:24
Vill skipta út yfirstjórn Landsbankans
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins vill að yfirstjórn og bankastjóra Landsbankans verði skipt út vegna Borgunarmálsins. Þorsteinn sagði á Alþingi í morgun að meirihluti bankaráðsins hefði sagt af sér en það hefði ekki verið það sem seldi hlutinn í Borgun í lokuðu söluferli fyrir verð sem kom í ljós að var óviðunandi.
29.04.2016 - 13:21
Frestuðu kjöri nýs bankaráðs Landsbankans
Samþykkt var á aðalfundi Landsbankans í dag að greiða 28,5 milljarða í arðgreiðslur, sem samsvarar um 80% af hagnaði bankans í fyrra. Fresta þurfti aðalfundinum til að ljúka kjöri nýs bankaráðs.
14.04.2016 - 22:13
„Erum að skoða hvað við getum gert í stöðunni“
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans sagði í viðtali í Kastljósi nú í kvöld að til skoðunar væri að rifta sölunni á Borgun og leggja fram kæru vegna málsins. Ekki liggi þó fyrir hvað gert verði. Aðspurður hvort forsvarsmenn bankans líti svo á að þeir hafi verið blekktir, sagði Steinþór: „Það er sterkt orð. Okkur hefði þótt eðlilegt að það hefði verið gert grein fyrir þessu á þessum tíma. Það var ekki gert.“
15.02.2016 - 20:40
Ný og öðruvísi útrás fjármálafyrirtækja
Í sókn á Evrópumarkaði hafa Borgun og Valitor notað sömu Evróputilskipanir og Landsbankinn nýtti á sínum tíma til að reka Icesave, það er svokölluðu „passport“-ákvæði Evrópska efnahagssvæðisins. Fyrirtækin eru flokkuð sem lánafyrirtæki, lúta eftirliti Fjármálaeftirlitsins en taka hins vegar ekki á móti innlánum.
15.02.2016 - 18:42
Landsbankinn vissi af valréttinum
Landsbankinn vissi af valréttargreiðslum sem Valitor átti von á en ekki Borgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum í kvöld. Bankinn vissi því af valréttinum en treysti á söguleg tengsl Valitor við Visa í Evrópu og yfirburða markaðshlutdeild félagsins í útgáfu Visa-korta. Því myndi Valitor, eitt íslenskra kortafyrirtækja, eiga tilkall til ávinnings ef valrétturinn yrði nýttur.
11.02.2016 - 21:00
Segir stjórn Landsbankans rúna trausti
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokks gerði siðferðisbresti við stjórnun fjármálastofnana hér á landi að umtalsefni í umræðum um störf þingsins í dag. Ljóst væri að yfirmenn Landsbankans hefðu brugðist í Borgunarmálinu, þeir hafi ekki axlað ábyrgð og í augum fólks væri bankinn kominn í ruslflokk.
27.01.2016 - 16:25
Bankastjórinn mætti mótmælendunum
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, ræddi við mótmælendur í höfuðstöðvum bankans í Austurstræti í dag. Um 100 manns komu saman í hádeginu til að mótmæla sölu bankans á hlut sínum í Borgun.
26.01.2016 - 14:20
Landsbankinn skýrir sölu á Borgun
Landsbankinn ætlar að afhenda Alþingi samantekt um sölu bankans á hlut hans í Borgun. Í tilkynningu sem send var frá Landsbankanum í morgun segir að það geri hann að eigin frumkvæði.
25.01.2016 - 10:30