Færslur: Borgarstjórnarkosningar 2022

Ólíklegt að meirihlutinn í Reykjavík skýrist í dag
Ólíklegt þykir að dragi til tíðinda í viðræðum um myndun nýs meirihluta í Reykjavík í dag.  Þetta er samdóma álit þeirra borgarfulltrúa sem fréttastofa náði tali af í morgun.  Oddvitar flestra flokka svara ekki símtölum fréttamanna.
Sjónvarpsfrétt
Meirihlutaviðræður gengið hratt í sögulegu samhengi
Langar meirihlutaviðræður hafa sjaldan tíðkast í Reykjavík. Aðalástæðan er sú að í sex áratugi þurfti engar viðræður því Sjálfstæðisflokkur var með hreinan meirihluta.
Stærsti sigur Framsóknar - versta tap Sjálfstæðismanna
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn biðu sinn versta ósigur í Reykjavík í sögunni á sama tíma og Framsóknarflokkurinn og Píratar vinna sinn stærsta sigur.
Myndband
Margar dyr opnar í meirihlutaviðræðum
Oddvitar flokkanna sem náðu inn í borgarstjórn lýstu allir vilja á að komast í meirihlutasamstarf í umræðum í sjónvarpssal en voru misjafnlega opinskáir um hvert væri óskasamstarfið. Oddviti Framsóknarflokksins sagðist engan hafa rætt við um hugsanlegt samstarf. Forystumenn núverandi meirihluta lýstu áhuga á að halda því samstarfi áfram í einhverri mynd og oddviti Sósíalista kallaði eftir félagshyggjustjórn vinstrimanna.
Spegillinn
Gjörólíkt réttri undirskrift Birgittu
Undirskriftin sem fylgdi yfirlýsingu um að Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, tæki sæti á lista framboðsins Reykjavíkur; bestu borgarinnar, er gjörólík undirskriftinni sem Birgitta ritaði þegar hún sór drengskapareið að stjórnarskránni árið 2009. „Það er engum vafa undirorpið að þessar undirskriftir koma ekki frá sömu hendi,“ segir Ingi Vífill, grafískur hönnuður og sérfræðingur um undirskriftir.
Leiðarahöfundur segir könnun eigin blaðs lítt marktæka
Kolbrún Bergþórsdóttir, menningarritstjóri Fréttablaðsins og leiðarahöfundur, er nokkuð gagnrýnin á skoðanakönnun á fylgi flokka sem blaðið hennar birti í vikunni. Kolbrúnu þótti nokkuð skondið að sjá könnun eigin blaðs slengt fram sem stórfrétt því flest benti til þess að hún væri lítt marktæk. Fréttastjóri Fréttablaðsins segir blaðið skipta við könnunarfyrirtæki sem þau treysti og könnunin hafi verið gerð eftir réttum vísindalegum aðferðum.
13.05.2022 - 08:30
Meirihlutinn heldur í Reykjavík og Samfylkingin stærst
Meirihlutinn heldur í Reykjavík og Samfylkingin er stærsti flokkurinn í borginni, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu. Greint var frá niðurstöðum könnunarinnar í oddvitaumræðum Stöðvar 2 í kvöld.
Hafa vísað undirskriftamálinu til héraðssaksóknara
Yfirkjörstjórn í Reykjavík hefur vísað undirskriftarmáli E-listans, Reykjavík; besta borgin til héraðsaksóknara. Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður er á 24. sæti listans. Hún fullyrti í gær að undirskrift hennar á framboðsgögnum listans væri fölsuð.
Sjónvarpsfrétt
Reykjavík; besta borgin - vill flugvöllinn burt
Aðalstefnumál framboðsins Reykjavík; besta borgin, er að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri. Oddvitinn segir milljarðatugi sparast verði byggt í Vatnsmýri og auk þess dragi það verulega úr útblæstri.
Sjálfstæðisflokkur dalar og meirihlutinn heldur
Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mælist 19,4 prósent í skoðanakönnun Prósents fyrir Fréttablaðið og hefur ekki mælst lægra á þessu kjörtímabili. Verði úrslit kosninganna í þessa veru tapar flokkurinn þremur borgarfulltrúum. Fylgi Framsóknarflokksins eykst hins vegar verulega, og fær hann þrjá menn kjörna samkvæmt þessu. Meirihluti Samfylkingar, Pírata, Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Viðreisnar heldur naumlega velli samkvæmt þessari könnun.
Sjónvarpsfrétt
Í forgangi að auka jöfnuð og bregðast við samgönguvanda
Oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík segir það vera forgangsverkefni að auka jöfnuð meðal borgarbúa. Til þess að svo megi verða þurfi að skattleggja fjármagnstekjur til jafns við laun. Þá þurfi að bregðast strax við samgönguvanda, en ekki bíða eftir Borgarlínu.
Kjósendur leggja aukna áherslu á skipulagsmál
Vaxandi áhersla er á skipulagsmál og minni á húsnæðismál hjá kjósendum samkvæmt nýrri könnun, þótt húsnæðismál séu enn meðal helstu mála.
Rúmlega þrjú hundruð utankjörfundaratkvæði
Fyrsta vika utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar er að baki. Kosningarnar eru eftir rúmar þrjár vikur, laugardaginn 14. maí.
Sjónvarpsfrétt
Píratar kynna stefnumál í borginni
Píratar kynntu í dag stefnumál sín fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Oddviti þeirra, Dóra Björt Guðjónsdóttir, segir hafa sýnt sig að rödd Pírata skipti miklu máli í borgarstjórn. Píratar komu saman á Kjarvalsstöðum til að hleypa af stað kosningabaráttunni.
Sjónvarpsfrétt
Sjálfstæðisflokkurinn kynnir stefnumál í borginni
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar kynntu í dag helstu stefnumál sín, undir heitinu Reykjavík sem virkar. Þau vilja meðal annars búa betur að barnafólki, ráðast í kröftuga uppbyggingu húsnæðis og gera borgarkerfið skilvirkara. 
Sjónvarpsfrétt
Ábyrg framtíð kynnir stefnumálin í Reykjavík
Samgöngu- og húsnæðismál eru helstu stefnumál Ábyrgrar framtíðar sem býður fram lista í Reykjavík í kosningunum eftir rúmar þrjár vikur. Lögð er til Viðeyjarleið í stað Sundabrautar. 
Dóra Björt leiðir Pírata í Reykjavík
Dóra Björt Guðjónsdóttir verður oddviti Pírata í borgarstjórnarkosningunum þann 14. maí næstkomandi. Listinn var kynntur í kvöld en 20 efstu sætin voru ákveðin í prófkjöri. Rúmlega hundrað voru tilnefnd í sætin 26 sem eftir standa.
Sanna leiðir lista Sósíalista í borginni
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, leiðir lista Sósíalista í borginni.
Líf Magneudóttir leiðir lista VG í borginni
Framboðslisti Vinstri grænna í Reykjavík var samþykktur á félagsfundi hreyfingarinnar í kosningamiðstöðinni í Bankastræti nú í kvöld. Fyrr á árinu var haldið forval um þrjú efstu sætin og er Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi, oddviti listans.
01.04.2022 - 22:48
Framboðslistar í Reykjavík taka á sig mynd
Farið er að skýrast að mestu hverjir leiða framboðslista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Þrír flokkar sem allir eru með fulltrúa í núverandi borgarstjórn eiga þó eftir að samþykkja framboðslista eða vera með félagaprófkjör.
Hildur: Það eru breyttir tímar í Sjálfstæðisflokknum
Hildur Björnsdóttir nýr oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eftir prófkjörið í gær segist ganga óbundin til kosninga. Greiða þurfi úr samgöngum og endurskoða þurfi ýmis atriði sem varði uppbyggingu Borgarlínu. Hún segir nýja tíma runna upp í Sjálfstæðisflokknum.
Hildur efst eftir aðrar tölur
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi er efst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar búið er að telja 3.313 atkvæði, með 1.605 atkvæði í fyrsta sætið. Í öðru sæti er Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir varaborgarfulltrúi með 1.464 atkvæði í 1. – 2. sæti. Í þriðja sæti er Kjartan Magnússon með 1.185 atkvæði í 1. – 3. sæti.
Meginlínur og óvissuþættir í nýjum könnunum í borginni
Hlutskipti flokkanna í borginni er misjafnt í nýjum skoðanakönnunum, sumir haggast vart úr stað milli kannana meðan miklar sveiflur mælast í fylgi annarra. Þrjár nýjar kannanir um fylgi framboðanna í borginni hafa birst undanfarið, frá Gallup sem RÚV birti, Maskínu fyrir Stöð 2 og Prósenti fyrir Fréttablaðið. Af þeim má draga nokkrar meginlínur, svo sem um fylgistap stóru flokkanna og stórsókn Framsóknar en miklu munar á öðru.
Einar Þorsteinsson leiðir lista Framsóknar í Reykjavík
Aukakjördæmaþing Framsóknarflokksins í Reykjavík samþykkti í kvöld framboðslista fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Einar Þorsteinsson, fyrrverandi fjölmiðlamaður og stjórnmálafræðingur, skipar efsta sæti á lista flokksins. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, rithöfundur og dósent í viðskiptafræði, skipar annað sæti listans. Magnea Gná Jóhannsdóttir, MA-nemi í lögfræði og formaður Ung Framsókn í Reykjavík, er í þriðja sæti og Aðalsteinn Haukur Sverrisson, framkvæmdastjóri og varaþingmaður, í fjórða.
Vigdís Hauksdóttir hættir í borgarstjórn
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur ákveðið að geta ekki kost á sér til að leiða lista flokksins áfram. Hún hættir í borgarstjórn í vor. Vigdís gagnrýnir meirihlutann í borgarstjórn en segist ekki sjá að gagnrýni hennar fái neinu breytt.