Færslur: Borgarstjórnarkosningar

Tiltölulega lítill munur á afstöðu kynja - en munur þó
Hlutfall karla og kvenna sem segjast ætla að kjósa Samfylkinguna í borgarstjórnarkosningunum í dag er jafnt, og það á líka við kynjahlutfall þeirra sem ætla að kjósa Sósíalistaflokkinn og Flokk fólksins. Fleiri karlar en konur ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, Viðreisn og Miðflokkinn, en Framsóknarflokkurinn, Píratar og Vinstri græn njóta meiri hylli meðal kvenna en karla.
Kosningahlaðvarp
Borgarlína: já eða nei?
Skiptar skoðanir eru um Borgarlínu milli oddvita flokkanna sem bjóða fram í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í nýjasta þætti Kosningahlaðvarps RÚV er Borgarlínan til umfjöllunar. Er hægt að hætta við hana? Eru oddvitarnir fylgjandi útfærslunni sem nú er stefnt að?
Sjónvarpsfrétt
Í forgangi að auka jöfnuð og bregðast við samgönguvanda
Oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík segir það vera forgangsverkefni að auka jöfnuð meðal borgarbúa. Til þess að svo megi verða þurfi að skattleggja fjármagnstekjur til jafns við laun. Þá þurfi að bregðast strax við samgönguvanda, en ekki bíða eftir Borgarlínu.
Kannaði ekki fylgi áður en hann tók ákvörðun
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, ætlar ekki að gefa kost á sér á framboðslista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Eyþór segir að persónulegar ástæður liggi að baki, ekki pólitískar.
Eyþór Arnalds gefur ekki kost á sér í vor
Eyþór Laxdal Arnalds oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á framboðslista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hann segir ákvörðun sína tekna af persónulegum en ekki pólítískum ástæðum.
Segir leiðtogaslaginn snúast um sigurlíkur í vor
Leiðtogaslagur Sjálfstæðismanna í borginni snýst um það hver er líklegastur til þess að vinna kosningarnar og leiða flokkinn inn í meirihlutasamstarf. Þetta sagði Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi, sem sækist eftir oddvitasæti á lista flokksins, í Silfrinu.
12.12.2021 - 13:11
Vill halda oddvitasætinu
Eyþór Arnalds segist fagna því að fólk vilji leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi borgarstjórnarkosningum. Hildur Björnsdóttir tilkynnti í gær að hún ætlaði að bjóða sig fram til að leiða listann en hún skipaði annað sæti flokksins í síðustu kosningum.