Færslur: borgarstjórn

Boðar breytingar á þjónustu borgarinnar út af COVID
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að gera þurfi breytingar á þjónustu borgarinnar út af fjölgun smita á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli borgarstjóra á borgarstjórnarfundi í dag.
06.10.2020 - 14:52
„Aðeins vottað fyrir ágreiningi um ýmis mál“
Borgarstjórinn í Reykjavík segir mikilvægt að hefja sig yfir flokkspólitískar línur þegar áföll ganga yfir. Það hafi hins vegar „vottað fyrir ágreiningi um ýmis mál í borgarstjórn Reykjavíkur“. Oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn segir að meirihlutinn ráði því hvort hann vinnur með minnihlutanum, en Sjálfstæðisflokkurinn sé opinn fyrir samstarfi.
24.09.2020 - 08:50
Kemur á óvart í hvaða hverfum börnum fjölgar í borginni
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að mönnun leikskóla í borginni hafi ekki gengið eins vel og við var búist miðað við núverandi atvinnuástand. Þá gangi illa veita öllum 18 mánaða börnum leikskólapláss þrátt fyrir átak í fjölgun ungbarnadeilda.
18.09.2020 - 13:11
Felldu tillögu um húsnæði í Keldum og Örfirisey
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um uppbyggingu hagkvæms húsnæðis fyrir almennan markað í Keldum og Örfirisey var felld á borgarstjórnarfundi í gær.
16.09.2020 - 14:21
Silfrið
Sundabraut verði með 50 km hámarkshraða
Verði Sundabraut lögð sem hraðbraut mun það kosta mörg mislæg gatnamót og hún mun skera hverfi í sundur. Þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Eyþór Laxdal Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir Sundabraut ekki vera einkamál borgarinnar.
13.09.2020 - 13:43
Hagstæðasta lausnin á Sundabraut „gerð ómöguleg“
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, segir að hagstæðasta leið Sundabrautar hafi verið gerð ómöguleg vegna skipulags borgarinnar við Vogabyggð. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hins vegar að sú leið hafi reynst umdeild, bæði á meðal íbúa í Laugardal og Grafarvogi, og því komi nú helst til greina að Sundabraut verði í jarðgöngum.
Vigdís: Ég vík ekki
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að allar leiðir hafi verið reyndar til að leysa úr samskiptavanda þeirra Vigdísar Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins og Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra. Vigdís segir einu lausnina vera að staðgengill verði fenginn fyrir Helgu á fundi ráðsins. Dagur segir að það komi ekki til greina, með því væri verið að setja slæmt fordæmi.
Meirihlutinn bætir við sig samkvæmt könnun
Flokkarnir fjórir sem mynda meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur mælast með 58% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem mælist með mest fylgi í borginni. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þar segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að þetta séu gríðarlega sterkar niðurstöður fyrir meirihlutann.
Fjölga kjörstöðum um fjóra – kosið í Kringlunni
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að fjölga kjörstöðum í Reykjavík um fjóra, fyrir forsetakosningarnar sem fara mögulega fram í sumar. Nýju kjörstaðirnir eru Vesturbæjarskóli, Breiðholtsskóli, Dalskóli og Kringlan. Fulltrúar meirihlutans, Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins lögðu fram bókun þar sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er hvattur til þess að gera íbúum höfuðborgarsvæðisins kleift að kjósa utan kjörfundar í Reykjavík, en ekki bara í Smáralind.
07.05.2020 - 18:33
Búa borgina undir verstu vikurnar
„Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar hefur undanfarnar vikur verið að búa borgina undir þyngstu vikur Covid-faraldursins. Þær sem framundan eru,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, í færslu á Facebooksíðu sinni í morgun. Dagur segir að búið sé að vinna álagspróf, þar sem kannað var hvaða áhrif það hefði ef fjórðungur eða helmingur starfsfólks í tiltekinni þjónustu kæmist ekki til vinnu.
04.04.2020 - 10:39
Braggamálið tilkynnt til lögreglu og héraðssaksóknara
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, og Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sendu í gær beiðni um rannsókn á braggamálinu svokallaða til lögreglu og héraðssaksóknara. Vigdís segir að þær geri þetta fyrir hönd kjósenda í Reykjavík sem hafi margir óskað eftir rannsókn á málinu.
05.03.2020 - 11:39
Ræða styttingu opnunartíma leikskóla áfram í borgarráði
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fallið verði frá skerðingu á þjónustutíma leikskóla Reykjavíkur var vísað frá á fundi borgarstjórnar í dag. 
21.01.2020 - 20:42
Marta ósátt og spurði hvort Dagur væri Ráðherrasleikir
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins í borgarstjórn hafa gagnrýnt harðlega samkomulag Reykjavíkurborgar og ríkisins um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni. Samkomulagið er fyrsta mál á dagskrá borgarstjórnarfundar sem hófst klukkan tvö í dag. 
17.12.2019 - 16:00
Segir borgarfulltrúa geta greitt fyrir matinn sinn
Borgarfulltrú Sósóalistaflokksins segir að Reykjavíkurborg ætti að rukka borgarfulltrúa fyrir matinn sem framreiddur er á borgarstjórnarfundum.  Greint hefur verið frá því að kostnaður við síðustu tuttugu fundi borgarstjórnar nemur rúmum 17 milljónum eða 850 þúsund krónum á hvern fund. Inni í þeirri upphæð er matur frá Múlakaffi upp á 5,8 milljónir eða 295 þúsund á hvern fund og svo aðrar veitingar uppá 1,3 milljónir.
03.12.2019 - 09:20
Myndband
Segir borgina hafa staðið illa að framkvæmdum
Framkvæmdir borgarinnar í miðborg Reykjavíkur hafa verið illa skipulagðar, segir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi. Þær hafi bitnað illa og harkalega á fyrirtækjum í miðborginni.
03.11.2019 - 13:41
Ætlar að taka ummæli Dóru upp í forsætisnefnd
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, ætlar að fara fram á að forsætisnefnd Reykjavíkurborgar taki til skoðunar ummæli sem Dóra Björt Guðjónsdóttir viðhafði í hans garð. Eyþór segir borðleggjandi að ummæli hennar brjóti gegn siðareglum kjörinna fulltrúa borgarinnar.
„Þetta er einfaldlega skrípaleikur“
Tekist var á í borgarstjórn Reykjavíkur í kvöld þegar deiliskipulag um að hluti Laugavegs verði gerður að göngugötu allt árið var til umræðu. Samþykkja átti að senda deiliskipulagið í auglýsingu svo íbúar geti látið skoðun sína í ljós.
01.10.2019 - 23:28
Tillaga um samferðabrautir í Reykjavík felld
Borgarstjórn felldi í dag tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að nýta forgangsakreinar fyrir almenningssamgöngur í Reykjavík sem samferðabraut fyrir einkabíla ef þrír eða fleiri væru um borð í bílunum. Markmiðið með tillögunni var að nýta bílferðir betur og draga samhliða úr bílaumferð sem hefur aukist síðustu ár með tilheyrandi umferðartöfum og lengingu á ferðatíma. Álíka samferðabrautir hafa verið settar upp víða, til dæmis í Bandaríkjunum og í Bretlandi.
01.10.2019 - 19:43
Kæru Vigdísar um lögmæti kosninga vísað frá
Kjörnefnd sýslumanns telur að kærur Vigdísar Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins og Gunnars Kristins Þórðarsonar um ógildingu sveitastjórnarkosninga hafi borist of seint. Þeim hefur því verið vísað frá. Kærufrestur er vika frá kosningum.
Persónuvernd skoðar hagsmunaskráningu
Beðið er eftir mati Persónuverndar á nýjum reglum um skráningu fjárhagslegra hagsmuna borgarfulltrúa. Dóra Björt Guðjónsdóttir, fráfarandi forseti borgarstjórnar segir nýju reglurnar ganga enn lengra en ný endurskoðaðar reglur Alþingis um hagsmunaskráningar.
18.06.2019 - 23:09
Vigdís ræddi dóm Hildar á borgarstjórnarfundi
Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi nefndi Hildi Lilliendahl Viggósdóttur og dóm sem hún hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í umræðum um siðareglur kjörinna fulltrúa á borgarstjórnarfundi í dag. Hildur starfar hjá borginni og Vigdís spurði hvort engar siðareglur giltu um starfsmenn borgarinnar.
18.06.2019 - 15:52
Kanna kæru Vigdísar um gildi kosninga
Dómsmálaráðherra hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu sem vísaði frá kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, vegna lög­mæt­is borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna í Reykja­vík í maí í fyrra.
05.06.2019 - 00:46
Ráðuneyti gagnrýnir fundarboð borgarstjórnar
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að fundarboð í samgöngu- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar 15. ágúst síðastliðinn hafi ekki verið í samræmi við reglur borgarinnar. Fundarboðið barst einum aðalfulltrúa nefndarinnar og einum áheyrnarfulltrúa of seint.
08.03.2019 - 17:01
Gagnrýnir veru Stefáns á borgarráðsfundi
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði við upphaf fundar borgarráðs í gær að það væri óeðlilegt að Stefán Eiríksson, borgarritari sæti fund með kjörnum fulltrúum sem hann hefur gagnrýnt opinberlega. Sagði hún alla fulltrúa minnihlutans liggja undir grun vegna ásakana hans í garð kjörinna fulltrúa, auk þess sem hann hafi opinberlega lýst því yfir að hann sækist ekki eftir að njóta trausts þeirra.
08.03.2019 - 08:03
Segir ummæli Eyþórs ekki svaraverð
Stefán Eiríksson, borgarritari, segir ummæli Eyþórs Arnalds, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun ekki svaraverð. Eyþór sagði að færsla Stefáns á Facebook-síðu starfsfólks Reykjavíkurborgar á dögunum væri „tiltölulega illa ígrunduð smjörklípa“ og skrifuð til þess að ýta óþægilegum málum meirihlutans út af borðinu, svo sem umræðu um brot á persónuverndarlögum með sendingu bréfa og smáskilaboða fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.
25.02.2019 - 10:28