Færslur: Borgarstjóri

Hæst laun í Garðabæ og Kópavogi en lægst í Hafnarfirði
Bæjarstjóri Garðabæjar er launahæstur bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu, bæjarstjóri Kópavogs fylgir þar á eftir, samkvæmt samantekt fréttastofu á mánaðarlaunum borgar- og bæjarstjóra. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar er launalægstur.
Sjónvarpsfrétt
Ráðuneyti setur áform um Nýjan Skerjafjörð á ís
Innviðaráðuneytið telur að ný byggð í Skerjafirði ógni rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar og krefst þess að framkvæmdum verði frestað.
Undirrita viljayfirlýsingu um þjóðarhöll
Menntamálaráðherra, forsætisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík undirrita í dag viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar. Skrifað verður undir utandyra í Laugardalnum. Fyrir þremur vikum fór Guðmundur Guðmundsson, þjálfari landsliðs karla í handbolta, afar hörðum orðum um stjórnvöld og sagði það þjóðarskömm að ekki sé til þjóðarhöll.
Kannast ekki við að niðurstaða liggi fyrir
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir niðurstöðu úr viðræðum ríkisins og Reykjavíkurborgar um nýja þjóðarhöll fyrir innanhússíþróttir liggja fyrir.
Hátt í 200 milljarða króna ábati af Sundabraut
Ný félagshagfræðileg greining um lagningu Sundabrautar, leiðir í ljós 186-238 milljarða króna ábata fyrir samfélagið af framkvæmdunum. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir að niðurstöðurnar staðfesti þá sannfæringu hans að Sundabrautin muni umbylta umferð á höfuðborgarsvæðinu.
Sjónvarpsfrétt
Baráttan um borgina að hefjast
Samgöngu-, húsnæðis- og dagvistarmál verða í forgrunni í kosningabaráttunni í borginni að mati oddvita stærstu flokkanna. Að minnsta kosti 20 af 23 núverandi borgarfulltrúum vilja sitja áfram á næsta kjörtímabili.
Sjónvarpsfrétt
Borgin kaupir allt Hafnarhúsið
Reykjavíkurborg hyggst koma á fót safni Nínu Tryggvadóttur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. 2,2 milljörðum króna verður varið í kaup á húsnæðinu en ráðast þarf í töluverðar endurbætur á því.
Ekki gripið til niðurskurðar þrátt fyrir hallarekstur
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að ekki verði gripið til niðurskurðar og gjaldskrárhækkana út af hallarekstri borgarinnar. Hann segir að þétting og uppbygging nýrra hverfa muni skila ágóða á komandi árum.
03.11.2021 - 18:30
Eric Adams nýr borgarstjóri í New York
Demókratinn Eric Adams hafði betur í dag gegn Curtis Sliwa framjóðanda Repúblikanaflokksins í kjöri um nýjan borgastjóra New York borgar í Bandaríkjunum. Adams verður 110. borgarstjórinn en aðeins einn forvera hans var hörundsdökkur.
Nýkjörinn borgarstjóri Jóhannesarborgar lést í bílslysi
Jolidee Matongo, nýkjprinn borgarstjóri Jóhannesarborgar í Suður-Afríku lést í bílslysi í gær á leið heim af kosningafundi í Soweto með Cyril Ramaphosa forseta landsins.
19.09.2021 - 05:22
Dagur mótfallinn styttingu opnunartíma skemmtistaða
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík telur ekki rétt að opnunartími skemmtistaða verði styttur varanlega. Lögregla hefur kallað eftir slíkum breytingum.
Nýbygging við FB bylting fyrir nemendur og kennara
Þörf Fjölbrautaskólans í Breiðholti fyrir stærri og betri verknámsaðstöðu verður uppfyllt með 2.100 fermetra nýbyggingu. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samning um byggingu hennar í gær. 
Lækka hámarkshraða á fleiri götum
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri telur ekki einboðið að lækkun hámarkshraða á götum leiði til aukinna umferðartafa. Til stendur að fjölga þeim götum í borginni þar sem ekki má keyra hraðar en 30 kílómetra á klukkustund.
13.04.2021 - 21:58
Myndskeið
Ætla að reisa um 800 íbúðir á tveimur reitum
Reykjavíkurborg hefur gengið frá samningum sem ganga út á að um eða yfir 800 íbúðir verði reistar á Heklureitnum við Laugaveg og á Orkureitnum við Suðurlandsbraut. Borgarstjóri segir að þessir samningar séu til marks um það hversu mikill áhugi sé á uppbyggingu á lóðum meðfram borgarlínunni.
09.03.2021 - 19:29
Myndskeið
Reisa 700 íbúðir í Gufunesi á sex árum
Fyrsta skóflustungan að nýrri 700 íbúða byggð í Gufunesi var tekin í gær. Búist er við því að fyrstu íbúar geti flutt inn eftir eitt og hálft ár.
05.03.2021 - 19:52
Myndskeið
Stór fyrirtæki verða flutt af Ártúnshöfða
Flytja þarf stór fyrirtæki á borð við Malbikunarstöðina, Steypustöðina og BM Vallá burt frá Ártúnshöfða, svo hægt sé að byggja þar íbúðir. Forstjóri BM Vallár segist hafa skilning á stöðunni. Borgarstjóri segir að fermetrum atvinnuhúsnæðis á svæðinu fækki nánast ekkert.
Viðtal
Dagur segir ábyrgðarhluta að rýma allt höfuðborgarsvæði
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og formaður almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins segir það ábyrgðarhluta að ætla sér að rýma allt höfuðborgarsvæðið. Áríðandi sé þó að áætlun um slíkt sé til.
Vilja þegar hefja lagningu Sundabrautar að norðanverðu
Í yfirlýsingu sveitarfélaga á Vesturlandi í gær kemur fram kemur vilji þeirra til að flýta undirbúningsvinnu við Sundabraut. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi er bjartsýnn á að verkinu muni vinda hratt áfram.
Rannsókn lýkur í fyrsta lagi um næstu mánaðarmót
Ekki er gert ráð fyrir að rannsókn á skotárás á bíl fjölskyldu Dags B Eggertssonar borgarstjóra ljúki fyrr en í fyrsta lagi um næstu mánaðarmót. Þetta segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari. Rannsóknin gangi ágætlega.  
„Verðum að hafna öllum öfgum og ofbeldi“
„Við, sem búum í þessu landi, verðum að hafna öllum öfgum og ofbeldi á vettvangi þjóðmála. Heimili þeirra, sem gefa sig að störfum á því sviði, verða að vera friðhelg, rétt eins og önnur híbýli.“ Þetta skrifar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í stöðuuppfærslu á Facebook í dag, í tilefni af því að skotið var á bíl Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra.
Bolli biður borgarstjóra afsökunar á rangfærslu
Bolli Kristinsson, kaupmaður sem oft er kenndur við 17, hefur beðist afsökunar á rangfærslu í myndbandi sem Bolli gerði ásamt fleirum, og fjallar um framkvæmdir á Óðinstorgi og heimili Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Bolli hefur óskað eftir því að myndbandið verði fjarlægt.
Óvíst hvort krafist verði lengra gæsluvarðhalds
Óvíst er hvort farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni á sextugsaldri sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær vegna gruns um aðild að skotárás á bíl fjölskyldu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn málsins sé enn í gangi.Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir manninum rennur út á morgun.
Myndskeið
Dagur segir heimili sitt hafa verið gert að skotskífu
Líklega var skotið á fjölskyldubíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á bílastæði aftan við heimili hans. Hann segir að atvikinu fylgi erfiðar tilfinningar, hann og fjölskylda hans horfi aðeins öðru vísi út um gluggann nú en áður. Heimili hans hafi verið gert að skotskífu í myndbandi aðgerðahópsins Björgum miðbænum. 
Viðtal
Vonar að árásin sé ekki merki um breytta framtíð
Forsætisnefnd borgarstjórnar fordæmir árásir á höfuðstöðvar stjórnmálaflokka og bifreið borgarstjóra. Pawel Bartoszek forseti borgarstjórnar vonar að árásirnar séu ekki merki um varanlegar breytingar í þjóðfélaginu þannig að kjörnir fulltrúar þurfi brynvarða bíla og öryggisverði.
Yfirfara öryggisráðstafanir í kjölfar skotárásar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ætlar í samráði við ríkislögreglustjóra að yfirfara öryggisráðstafanir í kringum embættismenn í ljósi skotárásarinnar á bíl borgarstjóra. Hún segist líta málið alvarlegum augum.
28.01.2021 - 22:10