Færslur: Borgarskipulag

Falla frá áformum um þéttingu við Bústaðaveg
Borgarstjórn hefur ákveðið að leggja til hliðar hugmyndir um þéttingu byggðar við Bústaðaveg vegna óánægju íbúa sem birtist í könnun sem Gallup gerði fyrir borgina. Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir að reynt verði að leita nýrra leiða. 
12.01.2022 - 17:52
Samkeppni um byggingu aukahæðar ofan á lyftulaus hús
Efnt verður til samkeppni um byggingu hæðar ofan á nokkur lyftulaus fjölbýlishús í eigu Félagsbústaða. Þar yrði einnig bætt við lyftu. Samkvæmt nýju hverfisskipulagi er heimilt að byggja inndregna hæð ofan á fjölbýlishús í Árbæjarhverfi og jafnframt verður hægt að bæta við lyftu.
Ákvörðun ekki verið tekin um Sundabrú eða Sundagöng
Stefnt er að því að framkvæmdir við Sundabraut hefjist árið 2026 og að brautin verði tekin í notkun árið 2031. Sundabraut verður lögð alla leið á Kjalarnes í einni samfelldri framkvæmd. Þó er ekki ljóst hvort Kleppsvík verði brúuð eða undir hana grafin göng. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík undirrituðu í dag.
06.07.2021 - 16:51
Ótímabært að tala um framúrkeyrslu
Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi og formaður skipulagsráðs hjá Reykjavíkurborg, sagði í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 að hann teldi að ekki væri enn komið að því að tala um framútkeyrslu í kaupum borgarinnar á húsnæði við Kleppsveg, sem til stendur að breyta í leikskóla. Hann vill ekki meina að þarna sé nýtt braggamál í uppsiglingu.
06.07.2021 - 11:13
Reisa á íbúðir í stað verslunarkjarnans í Arnarbakka
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að verslunarkjarni við Arnarbakka í neðra-Breiðholti verði rifinn og í stað hans reistar níutíu nýjar íbúðir, almennar jafnt sem námsmannaíbúðir. Þetta kemur fram í fundargerð.
Tillögur um hönnun umferðarstokka kynntar
Fimm hópar arkitekta, landslagsarkitekta, hönnuða og verkfræðinga kynntu tillögur sínar um hönnun Miklubrautarstokks og Vogabyggðarstokks á opnum fundi borgarstjóra Reykjavíkur undir yfirskriftinni Reykjavík á tímamótum: Miklabraut og Sæbraut í stokk. 
Niðurrif á húsi Íslandsbanka tefst fram á haust
Vinna stendur enn yfir við deiliskipulag reitsins þar sem fyrrum höfuðstöðvar Íslandsbanka við Kirkjusand standa. Sótt hefur verið um leyfi til að rífa húsið en líklegast verður ekki af því fyrr en í haust.
Borgin mátti takmarka útleigu íbúða til ferðamanna
Reykjavíkurborg var í fullum rétti að takmarka útleigu íbúða í miðbæ Reykjavíkur til gistiþjónustu með breytingum á aðalskipulagi, samkvæmt dómi Landsréttar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þetta tímamótadóm sem staðfesti sterkan rétt borgarinnar til að ráða skipulagsmálum sínum.
Hús Íslandsbanka varla rifið fyrr en síðsumars
Stórbyggingin sem áður hýsti höfuðstöðvar Íslandsbanka á Kirkjusandi verður að öllum líkindum ekki rifin fyrr en í lok sumars. Mikil uppbygging hefur verið allt umhverfis húsið en skipulagning svæðisins stendur enn yfir.
Mótmæla atvinnusvæði í suðurhlíðum Úlfarsfells
Um þúsund manns hafa skrifað undir mótmæli við breytingu á skipulagi á svokölluðum reit M22 undir Úlfarsfelli. Breyta á notkun reitsins úr blandaðri byggð íbúða og verslana í atvinnusvæði.
12.01.2021 - 09:26
Skortur á lóðum og lágir vextir hækka fasteignaverð
Páll Pálsson fasteignasali segir mjög hátt verð á lóðum og takmarkað framboð nýrra íbúða vera meðal þess sem veldur því að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu sé mun hærra en það þyrfti að vera. Sögulega lágir vextir hafi einnig áhrif á verðið.
Um 100 íbúðir og atvinnuhúsnæði á Kirkjusandsreitnum
Blanda af íbúða- og atvinnuhúsnæði verður byggt á Kirkjusandsreitnum, þar sem hús fyrrverandi höfuðstöðva Íslandsbanka stendur. Tillaga að nýju skipulagi á svæðinu verður væntanlega kynnt á næstu vikum og þar verða fjölbýlishús með um eitt hundrað íbúðum. Fyrirhugað er að framkvæmdir hefjist á næsta ári.
25.11.2020 - 09:35
Leikskóli í stað kynlífstækjabúðar
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í morgun að festa kaup á húsnæði við Kleppsveg þar sem áður var til húsa kynlífstækjaverslunin Adam og Eva. Til stendur að koma þar upp nýjum 120 barna leikskóla.
Göngugötur í Kvosinni til framtíðar
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur lagt til breytingar á umferðarskipulagi í Kvosinni. Þar er gert ráð fyrir að kjarni Kvosarinnar verði göngugötusvæði til framtíðar og að göturnar í kring verði vistgötur. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að hugmyndin sé að gefa mannlífi meira pláss í Kvosinni.
23.09.2020 - 16:52
Myndskeið
Íbúar hvattir til að skoða nýjar tillögur um Breiðholt
Í Breiðholti er nú verið að kynna vinnutillögur fyrir hverfisskipulag Seljahverfis, Efra- og Neðra Breiðholts. Óskað er eftir ábendingum og athugasemdum frá íbúum.
19.08.2020 - 22:49
Fá ekki að breyta verslunum í íbúðir
Eigendur fá ekki leyfi til að breyta verslunarhúsnæði sínu á Rauðarárstíg í íbúðir. Þau segja að rekstur hafi ekki gengið í húsunum síðustu tíu ár og nú stefni í að þau standi auð á ný.
Myndskeið
Vatnsstígsreitur tekur stakkaskiptum
Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svokölluðum Vatnsstígsreit á mótum Laugavegar og Vatnsstígs í miðborg Reykjavíkur. Gömul hús víkja fyrir allt að 4.000 fermetra nýbyggingum og önnur fá andlitslyftingu. Gert er ráð fyrir allt að 56 hótelíbúðum.
Öruggt húsnæði getur skipt sköpum
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær fyrsta deiliskipulag smáhýsa fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda. „Þetta er lítið en mikilvægt skref í átt að fjölgun búsetuúrræða þessa hóps,“ segir Ragna Sigurðardóttir, fulltrúi í ráðinu, á Twitter.
04.07.2019 - 17:29
Segir rangfærslur um þjónustukaup borgarinnar
Ásmundur V. Brynjólfsson skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg segir rangt farið með staðreyndir í frétt Fréttablaðsins í dag sem RÚV sagði frá um fjárútlát umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Þar segir að sviðið hafi greitt 395 milljónir vegna þjónustukaup án útboðs til sérfræðinga.
24.05.2019 - 12:12
Gagnrýnir 395 milljóna sérfræðikaup
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur keypti sérfræðiþjónustu fyrir 395 milljónir á fyrstu þremur mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði gagnrýnir þessi kaup. Arkitektastofan sem sá um hönnun og verkstjórn braggaverkefnisins umdeilda fékk 1.5 milljónir án útboðs. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
24.05.2019 - 07:13
Meira en þúsund nýjar íbúðir í Skerjafirði
Borgarráð hefur samþykkt nýtt rammaskipulag fyrir byggð í nýja Skerjafirði en hverfið mun tengjast við áframhaldandi uppbyggingu í Vatnsmýri þegar Reykjavíkurflugvöllur hverfur þaðan. Gert er ráð fyrir 1200 íbúðum, nýjum skóla, verslun og annarri þjónustu og byggingu brúar yfir Fossvog.
04.07.2018 - 14:53
Segir að Kringlusvæðið muni breytast töluvert
Gert er ráð fyrir allt að 1000 nýjum íbúðum á svokölluðum Kringlureit. Þá á einnig að stækka verslunarmiðstöðina sjálfa samkvæmt nýju rammaskipulagi borgarinnar. Vonast er til að framkvæmdir hefjist á næstu 12 til 24 mánuðum.
30.06.2018 - 15:45
Hin freka borg
Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt fjallar um vindana sem leika um borgina, saltfisk, lýsi og uppbyggingu.
11.03.2018 - 13:15
Hvað er góð borg?
Sigrún Alba Sigurðardóttir menningarfræðingur veltir fyrir sér af hverju Kaupmannahöfn er jafn vel heppnuð borg og raun ber vitni í pistlaröð þar sem tvinnast saman borgarfræði og persónuleg reynsla.
Myndskeið
Missa sjávarsýn og gagnrýna byggingafulltrúa
Byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar láðist að gefa íbúum við Freyjugötu andmælarétt vegna hækkunar húss, sem skerðir útsýni þeirra til Bessastaða. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um umhverfismál. Íbúarnir gagnrýna stjórnsýsluna í málinu.
29.01.2018 - 20:04