Færslur: Borgarskipulag

Göngugötur í Kvosinni til framtíðar
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur lagt til breytingar á umferðarskipulagi í Kvosinni. Þar er gert ráð fyrir að kjarni Kvosarinnar verði göngugötusvæði til framtíðar og að göturnar í kring verði vistgötur. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að hugmyndin sé að gefa mannlífi meira pláss í Kvosinni.
23.09.2020 - 16:52
Myndskeið
Íbúar hvattir til að skoða nýjar tillögur um Breiðholt
Í Breiðholti er nú verið að kynna vinnutillögur fyrir hverfisskipulag Seljahverfis, Efra- og Neðra Breiðholts. Óskað er eftir ábendingum og athugasemdum frá íbúum.
19.08.2020 - 22:49
Fá ekki að breyta verslunum í íbúðir
Eigendur fá ekki leyfi til að breyta verslunarhúsnæði sínu á Rauðarárstíg í íbúðir. Þau segja að rekstur hafi ekki gengið í húsunum síðustu tíu ár og nú stefni í að þau standi auð á ný.
Myndskeið
Vatnsstígsreitur tekur stakkaskiptum
Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svokölluðum Vatnsstígsreit á mótum Laugavegar og Vatnsstígs í miðborg Reykjavíkur. Gömul hús víkja fyrir allt að 4.000 fermetra nýbyggingum og önnur fá andlitslyftingu. Gert er ráð fyrir allt að 56 hótelíbúðum.
Öruggt húsnæði getur skipt sköpum
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær fyrsta deiliskipulag smáhýsa fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda. „Þetta er lítið en mikilvægt skref í átt að fjölgun búsetuúrræða þessa hóps,“ segir Ragna Sigurðardóttir, fulltrúi í ráðinu, á Twitter.
04.07.2019 - 17:29
Segir rangfærslur um þjónustukaup borgarinnar
Ásmundur V. Brynjólfsson skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg segir rangt farið með staðreyndir í frétt Fréttablaðsins í dag sem RÚV sagði frá um fjárútlát umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Þar segir að sviðið hafi greitt 395 milljónir vegna þjónustukaup án útboðs til sérfræðinga.
24.05.2019 - 12:12
Gagnrýnir 395 milljóna sérfræðikaup
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur keypti sérfræðiþjónustu fyrir 395 milljónir á fyrstu þremur mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði gagnrýnir þessi kaup. Arkitektastofan sem sá um hönnun og verkstjórn braggaverkefnisins umdeilda fékk 1.5 milljónir án útboðs. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
24.05.2019 - 07:13
Meira en þúsund nýjar íbúðir í Skerjafirði
Borgarráð hefur samþykkt nýtt rammaskipulag fyrir byggð í nýja Skerjafirði en hverfið mun tengjast við áframhaldandi uppbyggingu í Vatnsmýri þegar Reykjavíkurflugvöllur hverfur þaðan. Gert er ráð fyrir 1200 íbúðum, nýjum skóla, verslun og annarri þjónustu og byggingu brúar yfir Fossvog.
04.07.2018 - 14:53
Segir að Kringlusvæðið muni breytast töluvert
Gert er ráð fyrir allt að 1000 nýjum íbúðum á svokölluðum Kringlureit. Þá á einnig að stækka verslunarmiðstöðina sjálfa samkvæmt nýju rammaskipulagi borgarinnar. Vonast er til að framkvæmdir hefjist á næstu 12 til 24 mánuðum.
30.06.2018 - 15:45
Hin freka borg
Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt fjallar um vindana sem leika um borgina, saltfisk, lýsi og uppbyggingu.
11.03.2018 - 13:15
Hvað er góð borg?
Sigrún Alba Sigurðardóttir menningarfræðingur veltir fyrir sér af hverju Kaupmannahöfn er jafn vel heppnuð borg og raun ber vitni í pistlaröð þar sem tvinnast saman borgarfræði og persónuleg reynsla.
Myndskeið
Missa sjávarsýn og gagnrýna byggingafulltrúa
Byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar láðist að gefa íbúum við Freyjugötu andmælarétt vegna hækkunar húss, sem skerðir útsýni þeirra til Bessastaða. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um umhverfismál. Íbúarnir gagnrýna stjórnsýsluna í málinu.
29.01.2018 - 20:04
Hreinni vötn og grænni borg
Sigrún Alba Sigurðardóttir menningarfræðingur hefur flutt þrisvar sinnum til Kaupmannahafnar síðustu þrettán ár. Hún rekur þær breytingar sem orðið hafa á borginni frá síðustu aldamótum í pistli, þeim fjórða í röðinni um ljóðrænt rými Kaupmannahafnar.
Samspil náttúru og borgar í Kaupmannahöfn
Sigrún Alba Sigurðardóttir menningarfræðingur veltir hún fyrir sér af hverju Kaupmannahöfn er jafn vel heppnuð borg og raun ber vitni í pistlaröð þar sem tvinnast saman borgarfræði og persónuleg reynsla.
Fordómar staðfestast meðan aðrir leysast upp
Sigrún Alba Sigurðardóttir menningarfræðingur veltir hún fyrir sér af hverju Kaupmannahöfn er jafn vel heppnuð og raun ber vitni í fimm pistla röð. Í öðrum pistli sínum fjallar hún um eyjuna Amager, sem hefur að geyma eitt stærsta íbúðarhverfi borgarinnar.
Ljóðrænt rými stórborgarinnar
Í fimm pistlum fjallar Sigrún Alba Sigurðardóttir, menningarfræðingur og lektor við Listaháskóla Íslands, um Kaupmannahöfn sem góðan íverustað og leitar svara við því hvers vegna Kaupmannahöfn sé vel heppnuð borg. Útgangspunkturinn eru gönguferðir hennar og 8 ára barns um stórborgina – í bland við kenningar borgarfræðinnar.