Færslur: Borgarnes

Morgunútvarpið
Boccia og púttkeppni stærstu greinar Landsmótsins
Undirbúningur fyrir Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri gengur vel en mótið hefst í Borgarnesi á morgun. Mótinu var frestað síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins.
23.06.2022 - 08:11
Kviknaði í bíl á Borgarfjarðarbrú
Eldur kviknaði í bíl um fjögur leytið í dag á syðri enda Borgarfjarðarbrúar. Bílinn var á miðjum veginum og þurfti að loka brúnni í báðar áttir. Miklar umferðartafir eru vegna þessa.
12.06.2022 - 17:10
Karl Gauti kærir lögregluna á Vesturlandi
Karl Gauti Hjaltason hefur kært lögreglustjórann á Vesturlandi til ríkissaksóknara fyrir að hætta rannsókn á hendur yfirkjörstjórn á Vesturlandi vegna talningar atkvæða í Borgarnesi að loknum alþingiskosningum í haust.
Myndskeið
Þrjátíu slökkviliðsmenn slökktu eld í íbúðarhúsi
Nýreist íbúðarhús í Borgarnesi er mikið skemmt eftir að eldur kviknaði í því í nótt. Ekki er vitað um orsök eldsins.
18.01.2022 - 12:23
Undirbúa uppbyggingu Latabæjar í Borgarnesi
Nýsköpunarfyrirtækið Upplifunargarðurinn hefur um fjögurra ára skeið skoðað möguleika á uppbyggingu miðstöðvar heilsu og hollustu í anda Latabæjar í Borgarnesi. Þar er ætlunin að rísi matsölustaður, torg og myndver með Latabænum sjálfum inni í húsi.
Gasmengun frá Vogum til Borgarfjarðar
Möguleiki er á að gasmengun frá eldgosinu við Fagradalsfjall dreifist allt frá Vogum yfir Borgarfjörð og Borgarnes í dag. Þetta má sjá á gasmengunarspá frá Veðurstofu Íslands til miðnættis í kvöld.
Fjölbreyttar hugmyndir um uppbyggingu í Stóru-Brákarey
Hugur er í Borgnesingum um framtíðaruppbyggingu í Stóru-Brákarey. Skoðanir eru nokkuð skiptar um hvers kyns uppbygging á þar helst heima en flestir eru sammála um að nýta skuli eyjuna. Ýmis starfsemi í eyjunni var lögð af í vetur vegna ófullnægjandi brunavarna.
27.07.2021 - 21:16
Bikblæðingar í Norðurárdal og Skorradalsvegur lagaður
Vegagerðin varar við því að bikblæðinga hefur orðið vart í Norðurárdal í Borgarfirði. Því eru vegfarendur hvattir til varkárni á þeim slóðum. Í vikunni var Skorradalsvegur lagfærður svo hann gæti betur þjónað sem flóttaleið úr dalnum komi upp alvarlegir gróðureldar.
Vilja þegar hefja lagningu Sundabrautar að norðanverðu
Í yfirlýsingu sveitarfélaga á Vesturlandi í gær kemur fram kemur vilji þeirra til að flýta undirbúningsvinnu við Sundabraut. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi er bjartsýnn á að verkinu muni vinda hratt áfram.
Tveir á sjúkrahúsi eftir líkamsárás í Borgarnesi
Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir alvarlega líkamsárás í Borgarnesi á mánudag, brotaþoli á sextugsaldri og árásarmaður. Báðir hlutu alvarlega áverka. Jón Sigurður Ólason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi, segir í samtali við fréttastofu að mennirnir liggi báðir enn inni en getur ekki gefið frekari upplýsingar um líðan þeirra.
Bresku braggarnir hverfa úr Borgarnesi
Verið er að rífa tvo bragga sem standa við Egilsholt í Borgarnesi, til að rýma fyrir nýju skipulagi. Nú munu þeir skipta um aðsetur.
„Eitthvað sagði mér að ég yrði að koma heim“
Katrín Huld Bjarnadóttir var í Bandaríkjunum þegar hún heyrði rödd hvísla því að sér að hún ætti að flýta heimferð. Hún hlýddi innsæinu sem var mikið happ því skömmu síðar veiktust báðir foreldrar hennar alvarlega. Katrín rekur Blómasetrið í Borgarnesi ásamt foreldrum sínum, Svövu og Unnsteini.
16.06.2020 - 09:46
Plan – B þrýstir á þolmörk listarinnar
Samtímalistahátíðin Plan – B fer fram í fjórða sinn í Borgarnesi um helgina. Dagskrá helgarinnar er af fjölbreyttu tagi og inniheldur meðal annars gjörninga, veggmyndir og gígantískan skúlptúr.
08.08.2019 - 13:17
Mjög ölvaður maður ók á ferðamenn í Borgarnesi
Lögreglan í Borgarnesi handtók á tíunda tímanum í morgun ölvaðan mann sem hafði misst stjórn á litlum jeppa á Brúartorgi, ekið inn á bílastæði og á tvo erlenda ferðamenn á fertugsaldri. Gert var að sárum fólksins á spítala og þurfti að sauma annað þeirra. Margt fólk var á gangi á svæðinu. „Það er guðs mildi að ekki fór verr,“ segir Sigurður Jónasson hjá lögreglunni í Borgarnesi. Maðurinn gekk síðan burt af vettvangi en vegfarendur veitti honum eftirför og hann var síðan handtekinn í nágrenninu.
06.08.2018 - 16:47
Væntumþykja í verki
Hildur Aðalbjörg Ingadóttir, sjúkraþjálfari, upplifði það oft í starfi sínu að aðstandendur hrökkluðust burt þegar hún kom til að gera æfingar með öldruðum eða veikum. „Mamma, ég er þá bara farin" er setning sem hún heyrði ósjaldan meðan hún gerði einfaldar æfingar. Hún sá þarna kjörið tækifæri til að saxa aðeins á biðlistana sem hrannast upp hjá sjúkraþjálfurum og auðga samverustundir með aðstandendum. Hugmyndina kallar hún „Væntumþykju í verki".
15.03.2016 - 08:58
 · landinn · Borgarnes
Gott samtal á hringferð RÚV um landið
RÚV efndi til opinnar umræðu á sex stöðum á landinu um þjónustu og starfssemi Ríkisútvarpsins og hlutverk fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu.
12.10.2015 - 15:48