Færslur: Borgarnes

Bresku braggarnir hverfa úr Borgarnesi
Verið er að rífa tvo bragga sem standa við Egilsholt í Borgarnesi, til að rýma fyrir nýju skipulagi. Nú munu þeir skipta um aðsetur.
„Eitthvað sagði mér að ég yrði að koma heim“
Katrín Huld Bjarnadóttir var í Bandaríkjunum þegar hún heyrði rödd hvísla því að sér að hún ætti að flýta heimferð. Hún hlýddi innsæinu sem var mikið happ því skömmu síðar veiktust báðir foreldrar hennar alvarlega. Katrín rekur Blómasetrið í Borgarnesi ásamt foreldrum sínum, Svövu og Unnsteini.
16.06.2020 - 09:46
Plan – B þrýstir á þolmörk listarinnar
Samtímalistahátíðin Plan – B fer fram í fjórða sinn í Borgarnesi um helgina. Dagskrá helgarinnar er af fjölbreyttu tagi og inniheldur meðal annars gjörninga, veggmyndir og gígantískan skúlptúr.
08.08.2019 - 13:17
Mjög ölvaður maður ók á ferðamenn í Borgarnesi
Lögreglan í Borgarnesi handtók á tíunda tímanum í morgun ölvaðan mann sem hafði misst stjórn á litlum jeppa á Brúartorgi, ekið inn á bílastæði og á tvo erlenda ferðamenn á fertugsaldri. Gert var að sárum fólksins á spítala og þurfti að sauma annað þeirra. Margt fólk var á gangi á svæðinu. „Það er guðs mildi að ekki fór verr,“ segir Sigurður Jónasson hjá lögreglunni í Borgarnesi. Maðurinn gekk síðan burt af vettvangi en vegfarendur veitti honum eftirför og hann var síðan handtekinn í nágrenninu.
06.08.2018 - 16:47
Væntumþykja í verki
Hildur Aðalbjörg Ingadóttir, sjúkraþjálfari, upplifði það oft í starfi sínu að aðstandendur hrökkluðust burt þegar hún kom til að gera æfingar með öldruðum eða veikum. „Mamma, ég er þá bara farin" er setning sem hún heyrði ósjaldan meðan hún gerði einfaldar æfingar. Hún sá þarna kjörið tækifæri til að saxa aðeins á biðlistana sem hrannast upp hjá sjúkraþjálfurum og auðga samverustundir með aðstandendum. Hugmyndina kallar hún „Væntumþykju í verki".
15.03.2016 - 08:58
 · landinn · Borgarnes
Gott samtal á hringferð RÚV um landið
RÚV efndi til opinnar umræðu á sex stöðum á landinu um þjónustu og starfssemi Ríkisútvarpsins og hlutverk fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu.
12.10.2015 - 15:48