Færslur: Borgarlína

Hönnunarsamkeppni um Fossvogsbrú í október
Ákveðið hefur verið að hönnunarsamkeppni varðandi brú yfir Fossvog verði haldin í október, í kjölfar þess að ákveðið var að draga val á fyrri þátttakendum til baka. Brúin verður hluti af fyrsta áfanga uppbyggingar vegna Borgarlínu milli Hamraborgar í Kópavogi og Hlemms. 
22.09.2020 - 18:13
Segir meirihlutann í borginni „ulla á ríkisstjórnina“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina hafa látið plata sig út í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, borgarlínuna. Hún hafi ekki fyrr verið búin að skrifa undir sáttmálann en að meirihlutinn í borginni „ulli á ríkisstjórnina“ og segi að ekki standi til að standa við þann hluta samkomulagsins sem snúi að Sundabraut. „Hvernig hyggst fjármálaráðherra bregðast við?“
04.09.2020 - 11:08
Halda þarf aðra hönnunarkeppni um brú yfir Fossvog
Úrskurðarnefnd kærunefndar útboðsmála felldi í júlí úr gildi hönnunarsamkeppni sem Vegagerðin, Reykjavíkurborg og Kópabogsbær stóðu fyrir um hönnun brúar yfir Fossvog. Því þarf að halda aðra hönunarkeppni, sem kemur til með að fresta framkvæmdinni. Verkefnastjóri borgarlínunnar telur þó að uppsetningu Borgarlínunnar á svæðinu verði lokið 2023, líkt og til stóð.
03.08.2020 - 16:17
Nær helmingur fylgjandi Borgarlínu
Tæplega helmingur svarenda í skoðanakönnun Zenter og Fréttablaðsins er hlynntur Borgarlínu, en tæpur þriðjungur segist mótfallinn henni. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Könnunin náði til fólks um land allt og var stuðningurinn langmestur í Reykjavík þar sem 57 prósent þeirra sem afstöðu tóku voru fylgjandi Borgarlínu en um fjórðungur mótfallinn.
28.07.2020 - 06:21
Myndskeið
Blankur borgarstjóri og sjálfsvorkunn vegna veðurfars
Hvað gerir blankur borgarstjóri þegar hann sér ekki fram á að hafa efni á að standa við kosningaloforðin, spurði þingmaður Miðflokksins, í viðræðum um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Þingmaður Pírata sagði að sér sýndist umræður um borgarlínu hvorki snúast um kostnað eða afstöðu til strætisvagna heldur um tíðaranda og menningu, þar sem fólk væri fast í gömlum hugmyndum um almenningssamgöngur og sjálfsvorkunn vegna veðurfars.
Samgönguáætlun rædd á Alþingi
Þingfundur hófst á Alþingi klukkan ellefu í morgun. Samgönguáætlun hefur verið til umræðu og hafa þingmenn Miðflokksins gagnrýnt áform um uppbyggingu Borgarlínu og almenningssamgangna.
20.06.2020 - 13:15
Myndskeið
Hægt að fræðast um Borgarlínuna á nýrri sýningu
Hönnun borgarlínunnar og legu hennar eru gerð skil á gagnvirkri sýningu á Hönnunarmars í Ráðhúsi Reykjavíkur næstu sjö daga.
18.06.2020 - 22:00
Þingmenn Miðflokksins andmæla borgarlínu
Þingmenn Miðflokksins hafa gagnrýnt mjög áform um uppbyggingu borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu, í umræðum um samgönguáætlanir fyrir næstu fjórtán árin. Þeir hafa sagt að verkefnið sé dýrt, ólíklegt til að skila árangri og þrengi að annarri umferð en almenningssamgangna. Þeir hafa einnig fundið að því að ekki sé lögð meiri áhersla á Sundabraut. Þingmaður Samfylkingarinnar sagði ræður Miðflokksmanna keimlíkar, líkt og þeir væru í fílabeinsturni að ræða málin.
18.06.2020 - 20:59
Stakkaskipti hjá Strætó í Hafnarfirði
Leiðakerfi Strætó í Hafnarfirði verður breytt í dag. Á ferðinni er veruleg uppstokkun og umskipti frá eldra kerfi. Alls verða fimm akstursleiðir lagðar af og tvær teknar upp í staðinn.
14.06.2020 - 03:36
Átta fyrirtæki vilja hanna fyrsta áfanga Borgarlínu
Átta fyrirtæki hafa sótt um að hafa yfirumsjón með for- og verkhönnun á fyrsta áfanga Borgarlínunnar. Sjö þeirra eru erlend, en öll eru þó með íslenska hönnuði eða verktaka á sínum snærum. Skilafrestur í útboði Ríkiskaupa um fyrsta áfanga verkefnisins rann út á hádegi í dag.
08.06.2020 - 19:33
Vilja samráð um legu Borgarlínu meðfram Nauthólsvegi
Landhelgisgæslan vill vera með í ráðum við frekari ákvörðun um legu Borgarlínunnar meðfram flugskýli gæslunnar í Vatnsmýri. Tryggja verði að flugrekstur stofnunarinnar skerðist ekki. Þetta kemur fram í umsögn Landhelgisgæslunnar um kynningu á breytingum á aðalskipulagi Kópavogs og Reykjavíkur er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
29.05.2020 - 08:42
Borgarlínan enn á áætlun þrátt fyrir verri efnahag
Ríkisstjórnin hyggst leita allra leiða til að fara í umfangsmiklar samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir að efnahagsaðstæður hafi versnað til muna eftir að ríki og sex sveitarfélög gerðu með sér samgöngusáttmála í haust. Helmingur 120 milljarða er enn ófjármagnaður en áður en kórónuveirufaraldurinn braust út var stefnt að því að að fjármagna þann hluta með söluandvirði Íslandsbanka.
25 stoppistöðvar í fyrsta áfanga Borgarlínu
25 stoppistöðvar verða í fyrsta áfanga Borgarlínu, samkvæmt fyrstu tillögum. Fyrsti áfangi línunnar verður 13 kílómetra langur og er áætlað að taka hann í notkun árið 2023.
Um 850 ábendingar bárust um nýtt leiðakerfi Strætó
Um 850 ábendingar bárust um nýtt leiðakerfi Strætó, en umsagnafresturinn rann út í gær. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að nú verði farið yfir ábendingarnar, þær flokkaðar og unnin áfangaskýrsla sem gert sé ráð fyrir að verði tilbúin 13.desember og lögð fyrir stjórn Strætó. „Við höfum sagt fólki að þetta séu fyrstu hugmyndir, samráðsferli og alls ekki lokatillögur.“
14.11.2019 - 22:07
Bjóða íbúum að spyrja út í nýtt leiðakerfi
Strætó hefur opið hús á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu þar sem drög að nýju leiðakerfi verða kynnt.
21.10.2019 - 14:44
Fyrstu hugmyndir að nýju leiðaneti Strætó
Strætó kynnti í dag fyrstu hugmyndir að nýju leiðaneti sem innleiða á næstu árin með tilkomu Borgarlínu og breyttum áherslum í uppbyggingu leiðakerfisins. Samkvæmt þessum fyrstu hugmyndum verða sjö stofnleiðir á höfuðborgarsvæðinu og ellefu almennar leiðir. Vagnar á stofnleiðum aka samkvæmt þessu á sjö til tíu mínútna fresti á annatímum en fimmtán til tuttugu mínútna fresti þess utan.
09.10.2019 - 22:10
Myndskeið
Óttast tvísköttun á höfuðborgarsvæðinu
Formenn stjórnarandstöðuflokka á Alþingi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn lýsa áhyggjum af því hvernig hugmyndir um gjaldtöku á höfuðborgarsvæðinu verða útfærðar. Þeir lýstu á hyggjum af tvísköttun á höfuðborgarsvæðinu. Hugmyndirnar er að finna í samkomulagi stjórnvalda og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu í samgöngumálum. Samgönguráðherra sagði gjaldtökuna vera með öðrum hætti en þá sem hann hafnaði fyrir síðustu kosningar.
29.09.2019 - 12:51
Myndskeið
Opnað á lagningu Sundabrautar
Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu samgöngumannvirkja og borgarlínu liggur fyrir og verður undirritað á fimmtudaginn í næstu viku. Þar er opnað fyrir möguleikann á að leggja Sundabraut.
20.09.2019 - 19:55
Óvissa um trúnað eftir fund með ráðherra
Óvíst er hvort kjörnir fulltrúar séu bundnir trúnaði yfir upplýsingum sem þeim voru kynntar varðandi endurbætur á samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Efni fundarins er nú í raun úrelt og á meðan koma misvísandi upplýsingar fram í fjölmiðlum án þess að hægt sé að bregðast við.
20.09.2019 - 14:32
„Nauðbeygð til að gjörbreyta allri gjaldtöku“
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir nauðsynlegt að stjórnvöld fylgi þeirri þróun sem nú eigi sér stað í orkuskiptum í samgöngum. Gjaldtaka sé þar á meðal, þar sem bílar sem ekki eru knúnir jarðefnaeldsneyti keyri um göturnar án þess að leggja nokkuð til varðandi kostnað.
19.09.2019 - 14:30
Funda um ný drög að samgöngusamkomulagi
Drög að breyttu samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu var sent bæjarstjórum á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segist ekki hafa umboð til að skrifa undir samkomulagsdrögin eins og þau líta út núna. 
19.09.2019 - 07:59
Segir þverpólitíska sátt um veggjöld
Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis fagnar fyrirætlunum ríkis og sveitarfélaga um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og segir þverpólitíska samstöðu hafa myndast fyrir því að taka upp veggjöld.
12.09.2019 - 13:10
Fyrsti áfangi borgarlínu kallar á tvær brýr
Það mun koma í ljós næsta vor hvenær fyrsti áfangi borgarlínu verður tekinn í notkun, en stefnt er að því að áfanginn muni ná frá miðborg til Ártúnshöfða annars vegar og frá miðborg og að Hamraborg í gegnum Vatnsmýri hins vegar. 
10.09.2019 - 06:27
Nýjar stofnleiðir Strætó langt komnar
Vinna við nýtt leiðanet Strætó er nú á samráðsstigi eftir að fyrsta tillaga að drögum þess var kynnt í síðasta mánuði. Vinnan er langt komin er varðar stofnleiðir á höfuðborgarsvæðinu.
03.09.2019 - 12:14
Ákvörðun um Borgarlínu vísað til bæjarstjórnar
Ákvörðun um þátttöku Seltjarnarnesbæjar samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um Borgarlínu og undirbúningsvinnu við framtíðaruppbyggingu samgöngumannvirkja var vísað til bæjarstjórnar á fundi bæjarráðs í morgun.