Færslur: Borgarlína

Sjónvarpsfrétt
Hundleiðinlegt að Borgarlína frestist
Fyrsta lota Borgarlínu frestast um allt að tvö ár. Forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu segir að fyrri áætlanir hafi verið full bjartsýnar. Formaður skipulagsráðs Borgarinnar segir hundleiðinlegt að framkvæmdin frestist. 
30.06.2022 - 22:35
Sjónvarpsfrétt
Öll uppbygging næstu áratugi innan eldri byggðar
Öll íbúðauppbygging á höfuðborgarsvæðinu næstu áratugi verður innan eldri byggðar samkvæmt nýju aðalskipulagi Reykjavíkurborgar sem tekur gildi á næstu dögum. Mest verður byggt í Vatnsmýri og Elliðaárvogi.
Vilja út fyrir nýja Fossvogsbrú
Bygging nýrrar brúar yfir Fossvog þýðir að siglingafélagið Brokey þarf að finna sér nýja aðstöðu. Formaðurinn vill helst fara út fyrir brú og standa viðræður þess efnis yfir við borgina.
09.12.2021 - 18:31
Sjónvarpsfrétt
Áætlað að brú yfir Fossvog verði tilbúin í lok árs 2024
Áætlað er að brúin yfir Fossvog verði tilbúin í lok árs 2024. Framkvæmdir hefjast um leið og hönnunarvinnu er að fullu lokið. Kostnaðurinn liggur ekki fyrir.
08.12.2021 - 20:07
Framtíð Keldna í óvissu
Framtíð rannsóknarstofunnar á Keldum er í óvissu vegna samninga ríkis og borgar um uppbyggingu í Keldnalandi.
Reykjavíkurflugvöllur á skipulagi til 2032
Íbúðamagn er aukið á ýmsum reitum í borginni og nýr stokkur fyrir bílaumferð um Sæbraut er settur inn í skipulag. Þá er landnotkun vegna flugvallar framlengd til ársins 2032.
Kastljós
Ólíkar áherslur varðandi lækkun hámarkshraða í borginni
Meirihlutinn í Reykjavík hefur samþykkt að lækka hámarkshraða víða í borginni niður í 30 til 40 kílómetra á klukkustund. Umferðaröryggi eru helstu rökin fyrir lækkun hámarkshraðans. Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna og Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar tókust á um þessi mál í Kastljósi kvöldsins.
Artelia Group leiðir hönnun fyrstu lotu borgarlínu
Alþjóðlega verkfræðistofan Artelia Group hannar fyrstu lotu borgarlínunnar, í samstarfi við verkfræðistofurnar MOE og Hnit og arkitektastofurnar Gottlieb Paludan og Yrki arkitekta.
19.02.2021 - 08:44
Græn borg: Miklabraut og Sæbraut í stokk
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segir stefnt að því á næstu tíu árum að borgin verði framúrskarandi hjólreiðaborg á alþjóðamælikvarða. Þetta kom fram á kynningarfundi borgarstjórnar um græna borg í morgun.
Viðtal
Sjálfkeyrandi strætisvagnar framtíðin
Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, kveðst vonast til að hægt verði að gera tilraun með sjálfkeyrandi strætisvagna á götum innan tveggja ára. 
Myndskeið
Gera ráð fyrir fyrstu vögnunum í byrjun árs 2025
Fyrstu áfangar Borgarlínu kosta um þrjátíu milljarða króna og stefnt er að því að fyrstu vagnarnir leggi af stað eftir fjögur ár. Almenningi býðst nú að gera athugasemdir við þessi áform.
05.02.2021 - 17:45
Grænt plan samþykkt í borgarstjórn
Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021 og fimm ára áætlun sem gildir til 2025 var samþykkt í borgarstjórn í kvöld. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að rekstur A-hluta borgarsjóðs verði neikvæður um 11,3 milljarða vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins.
Hliðsjón höfð af umsögnum um Borgarlínu
Umsagnir um Borgarlínu og breyttar ferðavenjur á höfuðborgasvæðinu sem bárust gegnum samráðsgátt voru að mestu jákvæðar. Til stendur að kynna drög að breytingum á aðalskipulagi Reykjavíkur og Kópavogs næsta vor.
Borgarlína ábatasöm en tefur umferð einkabíla
Fyrsti áfangi borgarlínunnar skilar 26 milljarða króna ábata umfram stofn- og rekstrarkostnað á þrjátíu árum, samkvæmt nýrri greiningu. Búist er við að línan valdi auknum umferðartöfum fyrir einkabíla á höfuðborgarsvæðinu, en að dauðsföllum í umferðinni fækki.
09.10.2020 - 16:14
Hönnunarsamkeppni um Fossvogsbrú í október
Ákveðið hefur verið að hönnunarsamkeppni varðandi brú yfir Fossvog verði haldin í október, í kjölfar þess að ákveðið var að draga val á fyrri þátttakendum til baka. Brúin verður hluti af fyrsta áfanga uppbyggingar vegna Borgarlínu milli Hamraborgar í Kópavogi og Hlemms. 
22.09.2020 - 18:13
Segir meirihlutann í borginni „ulla á ríkisstjórnina“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina hafa látið plata sig út í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, borgarlínuna. Hún hafi ekki fyrr verið búin að skrifa undir sáttmálann en að meirihlutinn í borginni „ulli á ríkisstjórnina“ og segi að ekki standi til að standa við þann hluta samkomulagsins sem snúi að Sundabraut. „Hvernig hyggst fjármálaráðherra bregðast við?“
04.09.2020 - 11:08
Halda þarf aðra hönnunarkeppni um brú yfir Fossvog
Úrskurðarnefnd kærunefndar útboðsmála felldi í júlí úr gildi hönnunarsamkeppni sem Vegagerðin, Reykjavíkurborg og Kópabogsbær stóðu fyrir um hönnun brúar yfir Fossvog. Því þarf að halda aðra hönunarkeppni, sem kemur til með að fresta framkvæmdinni. Verkefnastjóri borgarlínunnar telur þó að uppsetningu Borgarlínunnar á svæðinu verði lokið 2023, líkt og til stóð.
03.08.2020 - 16:17
Nær helmingur fylgjandi Borgarlínu
Tæplega helmingur svarenda í skoðanakönnun Zenter og Fréttablaðsins er hlynntur Borgarlínu, en tæpur þriðjungur segist mótfallinn henni. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Könnunin náði til fólks um land allt og var stuðningurinn langmestur í Reykjavík þar sem 57 prósent þeirra sem afstöðu tóku voru fylgjandi Borgarlínu en um fjórðungur mótfallinn.
28.07.2020 - 06:21
Myndskeið
Blankur borgarstjóri og sjálfsvorkunn vegna veðurfars
Hvað gerir blankur borgarstjóri þegar hann sér ekki fram á að hafa efni á að standa við kosningaloforðin, spurði þingmaður Miðflokksins, í viðræðum um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Þingmaður Pírata sagði að sér sýndist umræður um borgarlínu hvorki snúast um kostnað eða afstöðu til strætisvagna heldur um tíðaranda og menningu, þar sem fólk væri fast í gömlum hugmyndum um almenningssamgöngur og sjálfsvorkunn vegna veðurfars.
Samgönguáætlun rædd á Alþingi
Þingfundur hófst á Alþingi klukkan ellefu í morgun. Samgönguáætlun hefur verið til umræðu og hafa þingmenn Miðflokksins gagnrýnt áform um uppbyggingu Borgarlínu og almenningssamgangna.
20.06.2020 - 13:15
Myndskeið
Hægt að fræðast um Borgarlínuna á nýrri sýningu
Hönnun borgarlínunnar og legu hennar eru gerð skil á gagnvirkri sýningu á Hönnunarmars í Ráðhúsi Reykjavíkur næstu sjö daga.
18.06.2020 - 22:00
Þingmenn Miðflokksins andmæla borgarlínu
Þingmenn Miðflokksins hafa gagnrýnt mjög áform um uppbyggingu borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu, í umræðum um samgönguáætlanir fyrir næstu fjórtán árin. Þeir hafa sagt að verkefnið sé dýrt, ólíklegt til að skila árangri og þrengi að annarri umferð en almenningssamgangna. Þeir hafa einnig fundið að því að ekki sé lögð meiri áhersla á Sundabraut. Þingmaður Samfylkingarinnar sagði ræður Miðflokksmanna keimlíkar, líkt og þeir væru í fílabeinsturni að ræða málin.
18.06.2020 - 20:59
Stakkaskipti hjá Strætó í Hafnarfirði
Leiðakerfi Strætó í Hafnarfirði verður breytt í dag. Á ferðinni er veruleg uppstokkun og umskipti frá eldra kerfi. Alls verða fimm akstursleiðir lagðar af og tvær teknar upp í staðinn.
14.06.2020 - 03:36
Átta fyrirtæki vilja hanna fyrsta áfanga Borgarlínu
Átta fyrirtæki hafa sótt um að hafa yfirumsjón með for- og verkhönnun á fyrsta áfanga Borgarlínunnar. Sjö þeirra eru erlend, en öll eru þó með íslenska hönnuði eða verktaka á sínum snærum. Skilafrestur í útboði Ríkiskaupa um fyrsta áfanga verkefnisins rann út á hádegi í dag.
08.06.2020 - 19:33
Vilja samráð um legu Borgarlínu meðfram Nauthólsvegi
Landhelgisgæslan vill vera með í ráðum við frekari ákvörðun um legu Borgarlínunnar meðfram flugskýli gæslunnar í Vatnsmýri. Tryggja verði að flugrekstur stofnunarinnar skerðist ekki. Þetta kemur fram í umsögn Landhelgisgæslunnar um kynningu á breytingum á aðalskipulagi Kópavogs og Reykjavíkur er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
29.05.2020 - 08:42