Færslur: Borgarleikhúsð

Hlíðaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekks
Hlíðaskóli og Langholtsskóli komust áfram í úrslit Skrekks, hæfileikakeppni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur á öðru undankvöldinu sem fram fór í Borgarleikhúsinu í kvöld.
02.03.2021 - 22:24
Viðtal
Breyttu mynd af Bubba eftir ábendingar
Eftir að auglýsingar um leiksýninguna Níu líf, sem fjallar um ævi Bubba Morthens, voru birtar fyrst, barst Borgarleikhúsinu nokkur fjöldi af athugasemdum því að hann var með sígarettu í munnvikinu á myndinni. Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, segir að það og sú staðreynd að Facebook, leyfi ekki myndir af sígarettum hafi orðið til þess að ákveðið var að fjarlægja sígarettuna af hluta af auglýsingaefninu.
07.05.2020 - 17:02
Sjö sækja um stöðu Borgarleikhússtjóra
Sjö hafa sótt um stöðu Borgarleikhússtjóra. Stefnt er að því að nýr leikhússtjóri taki til starfa við hlið Kristínar Eysteinsdóttur, Borgarleikhússtjóra, um áramót og taki síðan alfarið við starfinu þegar síðari ráðningartímabili hennar lýkur í júlí á næsta ári. Reglum samkvæmt má Borgarleikhússtjóri ekki gegna starfi lengur en tvö tímabil.
05.02.2020 - 10:05
Menningin
Að geta hlegið að harminum og grátið með sprellinu
Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir í kvöld Vanja frænda eftir Anton Tsjekhov, einn af brautryðjendum nútímaleikritunar. Verkið er í nýrri þýðingu Gunnars Þorra Péturssonar en Brynhildur Guðjónsdóttir leikstýrir. 
11.01.2020 - 12:05