Færslur: borgarleikhús

Ljósmyndarinn ósáttur við breytinguna á Bubba-myndinni
„Það var kveikt í sígarettunni sérstaklega fyrir myndatökuna. Það er rangt að hann hafi keðjureykt sérstaklega. Þetta var stíll sem við vildum hafa,“ segir Björgvin Pálsson ljósmyndari. Björgvin tók myndina af Bubba Morthens sem notuð hefur verið til að kynna söngleikinn Níu líf, um feril Bubba, sem á að sýna í Borgarleikhúsinu.
08.05.2020 - 10:30
Gagnrýni
Dramatísk lagkaka ungra sviðshöfunda
Borgarleikhúsið leitar til ungra sviðshöfunda í verkefninu Núna – 2019 þar sem þrjú stutt leikverk eru sett á svið. Verkin eru ólík innbyrðis, segir leikhúsgagnrýnandi Víðsjár en mynda þó sterka heild. „Á Borgarleikhúsið hrós skilið fyrir að standa fyrir jafn metnaðarfullu verkefni sem fært hefur grasrót leikritunar yfir á svið stærsta íslenska atvinnuleikhússins.“
17.01.2019 - 15:18
Gagnrýni
Einleikur um lífið fyrir dauðann
Charlotte Bøving er höfundur og hugmyndasmiður einleiksins Ég dey, þar sem hún skoðar lífið frá sjónarhóli dauðans og dauðann frá sjónarhóli lífsins. „Hugrekki, hæfileika og húmor hefur Charlotte Bøving í ríkum mæli,“ segir María Kristjánsdóttir gagnrýnandi, „og það sannaði hún enn einu sinni á frumsýningu á einleik sínum á Nýja sviði Borgarleikhússins.“
16.01.2019 - 12:53
Svo gott að hlæja saman, þá slaka allir á
„Ef maður er eitthvað miður sín er gott að eiga nýja sokka og skella sér í þá. Þá er maður klár í slaginn,“ segir Ólafur Egilsson leikstjóri verksins Allt sem er frábært eftir Duncan Mcmillan. Verkið fjallar um strák sem tekst á við veikindi móður sinnar með því að gera lista yfir allt sem honum finnst frábært við lífið.
„Þetta var bara sprengikvöld“
Hlín Agnarsdóttir fjallar um Mávinn eftir Anton Tsjekhov í Menningunni í Kastljósi. Sýningin var frumsýnd í Borgarleikhúsinu fyrir helgi.
Menningarveturinn - Borgarleikhúsið
Kolbrún Vaka Helgadóttir talaði við Kristínu Eysteinsdóttur um það sem koma skal í Borgarleikhúsinu í vetur og fór með okkur baksviðs í þann mund er frumsýningin á Billy Elliott var að hefjast.