Færslur: Borgarholtsskóli

Sjónvarpsfrétt
Eðalvagn Nóbelsskáldins í allsherjar yfirhalningu
Ljóskremuð Jagúar-bifreið Halldórs Laxness er í allsherjar yfirhalningu. Nemendur við Borgarholtsskóla í Reykjavík eru í óða önn að pússa burtu ryð og sparsla í dældir.
Segir kennara hafa komið í veg fyrir manndráp
Starfsmenn Borgarholtsskóla komu hugsanlega í veg fyrir dauðsföll með því að fara á svig við það sem þeir lærðu á sjálfsvarnarnámskeiði og grípa inn í vopnuð átök sem brutust út í skólanum í janúar, þetta er mat Ársæls Guðmundssonar, skólameistara sem flutti erindi um atburðinn á námsstefnu Landssambands slökkviliðsmanna í dag. Mikill viðbúnaður var vegna árásarinnar og sérsveitin meðal annars kölluð til. 
23.10.2021 - 14:41
Sex með stöðu sakbornings eftir árás í Borgarholtsskóla
Sex hafa stöðu sakbornings í rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hnífaárás í Borgarholtsskóla þann 13. janúar. Þetta staðfestir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Hann segir að rannsóknin gangi vel en að enn þurfi að yfirfara mikið af gögnum.
Myndskeið
Menntamálaráðherra: „Við fordæmum allt ofbeldi“
Menntamálaráðherra fordæmir ofbeldi á borð við það sem sást í Borgarholtsskóla í vikunni. Hún segir að til skoðunar sé að auka öryggisgæslu í framhaldsskólum. Formaður Skólameistarafélagsins segir að skólarnir verði að vera undirbúnir undir fleiri slíkar árásir.
Viðtal
„Litla Ísland er ekki svo öruggt lengur“
Móðir drengs sem varð fyrir árás í Borgarholtsskóla í gær segir að efla þurfi öryggi nemenda í framhaldsskólum. Það snerti foreldrahjörtu illa að sjá myndbönd af ofbeldi í garð barnanna sinna. Hún vonar að þeir sem voru þar að verki fái aðstoð og komist á beinu brautina í sínu lífi.
14.01.2021 - 20:13
Einn í gæsluvarðhald eftir árásina í Borgarholtsskóla
Einn piltur var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hnífaárás í Borgarholtsskóla um hádegisbil í gær. Fallist var á gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem rannsakar nú málið.
Myndskeið
Vopnaðir hafnaboltakylfu, hnífi og skiptilykli
Nemandi í Borgarholtsskóla sem varð vitni að árásinni í dag segir að árásarmennirnir hafi verið vopnaðir hafnaboltakylfu, hnífi og skiptilykli.
13.01.2021 - 15:04
Viðtal
Sex fluttir á sjúkrahús eftir hnífaárás í Borgó
Framhaldskólanemar í Borgarholtsskóla urðu fyrir hnífaárás í hádeginu af völdum utanaðkomandi árásarmanna. Sex voru fluttir burt í fjórum eða fimm sjúkrabílum og eru ekki taldir alvarlega særðir. „Við erum öll bara í áfalli,“ sagði Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla.
13.01.2021 - 14:52
Tugir þurfa að hætta námi
Framhaldsskólar sem bjóða upp á iðn- og verknám ráða ekki við aukna aðsókn að óbreyttu. Skólameistari segir starfsnámsskóla lengi hafa reynt að vekja athygli stjórnvalda á þessu, en 45 nemar í bíliðnum gætu þurft að hætta námi.
19.11.2020 - 12:20
„Nei, þú ert með svo góðar einkunnir, farðu í Verzló!“
Ríkið greiðir að meðaltali eina og hálfa milljón króna á ári með hverjum framhaldsskólanema. Það segir sig því sjálft að það er mjög dýrt fyrir samfélagið að ýta ungu fólki í nám sem það hefur ekki endilega áhuga á - en fer í fyrir orð foreldra sinna eða til að fylgja félögunum.
19.11.2020 - 07:00
Myndskeið
Skrítið að vera í meters fjarlægð — kynnast á netinu
Nýnemar í framhaldsskóla segja skrítið að þurfa að halda meters fjarlægð í skólum. Fjarnám að hluta verði krefjandi en þau kynnist betur í gegnum samfélagsmiðla. Sumum skólum hefur verið skipt upp í sóttvarnarhólf og kennararnir eiga fullt í fangi með að spritta stóla og borð eftir hvern tíma.
18.08.2020 - 18:50
Mynd með færslu
Úrslitin ráðast í Gettu betur
Ljóst verður í kvöld hvaða skóli stendur uppi sem sigurvegari í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, þegar lið Borgarholtsskóla og Menntaskólans í Reykjavík mætast í úrslitum.
Gettu betur
Sökktu andstæðingi kvöldsins
Lið Borgarholtsskóla og Menntaskólans í Reykjavík áttust við í sundlaugarþraut í aðdraganda úrslita Gettu betur sem fram fara í kvöld.
Mynd með færslu
Undanúrslit Gettu betur hefjast í kvöld
Undanúrslit Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, hefjast í kvöld með viðureign Borgarholtsskóla og Fjölbrautaskólans við Ármúla.
Gettu betur
Yfirvaraskeggið er aðal fókusinn
Yfirvaraskegg Magnúsar Hrafns er liðsfélögum hans í Gettu betur liði Borgarholtsskóla ofarlega í huga. Liðið spreytti sig á teikniáskorun í undirbúning fyrir viðureign kvöldsins gegn Tækniskólanum.
31.01.2020 - 20:30
Gettu betur
Svona er lífið í Borgarholtsskóla
Átta liða úrslit Gettu betur hefjast í sjónvarpinu í kvöld, 30. janúar, með viðureign Borgarholtsskóla og Tækniskólans. Í aðdraganda keppninnar fáum við að kynnast lífinu í skólunum betur.
31.01.2020 - 11:51
Borgó og Kvennó í kvöld
Í kvöld kemur í ljós hvaða fjórir skólar keppa í undanúrslitum Gettu betur. Síðasta viðureign átta liða úrslitanna er á milli Borgarholtsskóla og Kvennaskólans í Reykjavík. Áður hafa lið MR, MA og FSu tryggt sér sæti í undanúrslitum keppninnar.
22.02.2019 - 15:28