Færslur: Borgarbyggð

Borgarbyggð gert að greiða starfsmanni 6 milljónir
Borgarbyggð hefur verið gert að greiða starfsmanni í búsetuþjónustu á vegum sveitarfélagsins tæplega sex milljónir króna í bætur vegna líkamstjóns sem fatlaður maður olli starfsmanninum. Dómur þess efni féll í dag í Héraðsdómi Vesturlands.
08.06.2022 - 17:26
Þórdís ekki endurráðin sem sveitastjóri Borgarbyggðar
Nýkjörinn meirihluti í Borgarbyggð hefur ákveðið að endurráða ekki Þórdísi Sif Sigurðardóttur sem sveitarstjóra. Hún var faglega ráðin sveitarstjóri í Borgarbyggð fyrir tveimur árum.
Guðveig efst á lista þriðju kosningarnar í röð
Guðveig Eyglóardóttir sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar í Borgarbyggð leiðir lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, þriðju kosningarnar í röð. Framboðslisti Framsóknar í Borgarbyggð var kynntur í gærkvöld.
Sagt upp eftir að hafa kvartað og höfðað dómsmál
Guðrúnu Jónsdóttur, forstöðumanni Safnahúss Borgarfjarðar til fimmtán ára, var í gær tilkynnt af forseta sveitarstjórnar að henni yrði sagt upp störfum. Uppsögnin kemur í kjölfar þess að Guðrún kvartaði undan einelti af hálfu sveitarstjóra og höfðaði dómsmál gegn Borgarbyggð í byrjun mánaðarins til að ógilda áminningu sem henni var veitt í mars á þessu ári.
Tjá sig ekki um eineltisásökun á hendur sveitarstjóra
„Ég hef verið ásökuð um einelti í starfi mínu sem sveitarstjóri gagnvart starfsmanni. Mér þykir miður að starfsmaðurinn hafi upplifað einelti af minni hálfu,“ segir í nýrri Facebook-færslu Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, sveitarstjóra Borgarbyggðar. Síðar í færslunni segist hún alfarið hafna ásökuninni. Hvorki forseti sveitarstjórnar né formaður byggðarráðs vilja tjá sig um málið.
22.09.2021 - 15:13
Ánafnar Brák milljónabótum vegna Húsafellsmálsins
Björgunarsveitinni Brák í Borgarnesi barst höfðingleg gjöf í vikunni, heilar fimm milljónir króna, sem koma sér vel við fjármögnun nýrrar björgunarmiðstöðvar sem verið er að byggja. Frá þessu er greint á Facebook-síðu sveitarinnar. Þar segir að Sæmundur Ásgeirsson, sem átti í harðvítugum deilum við Pál Guðmundsson á Húsafelli, hafi ánafnað björgunarsveitinni þær fimm milljónir króna sem honum voru greiddar í liðinni viku vegna Húsafellsmálsins svokallaða.
18.08.2021 - 01:51
Aftur leitað til Borgarbyggðar vegna legsteinaskála
Leitað hefur verið til Borgarbyggðar um að taka upp sáttaumleitanir á ný milli Páls á Húsafelli, eiganda legsteinasafnsins á Húsafelli í Borgarfirði, og Sæmundar Ásgeirssonar, sem rekur gistiheimilið Gamla bæ á næstu lóð.
Myndskeið
Gekk vel að slökkva eldinn í Hyrnunni
Eldur kom upp í söluskála N1 í Borgarnesi, þekkt sem Hyrnan, upp úr klukkan tíu í morgun. Talið er að eldurinn hafi kviknað þegar verið var að bræða þakpappa við framkvæmdir á þaki hússins.
27.04.2021 - 12:21
Mygla í grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum
Nokkrir nemendur grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum hafa sýnt einkenni sem mögulega má rekja til myglu. Dæmi eru um að foreldrar hafi fært börn sín í annan skóla af þeim sökum. Davíð Sigurðsson sveitarstjórnarfulltrúi í Borgarbyggð staðfestir að veruleg rakavandamál séu í skólahúsinu.
Áfall að sjá húsið umflotið á eftirlitsmyndavélinni
Hvítá í Borgarfirði flæddi hressilega yfir bakka sína í dag og yfir Hvítárvallaveg á stórum kafla. Ólafur Gunnarsson, eigandi gistiheimilisins Hvítár til sjö ára, hefur aldrei séð annað eins. 
25.12.2020 - 18:33
 · Flóð · Hvítá · Borgarfjörður · Borgarbyggð · Innlent · veður
Eldur í kornþurrkara
Slökkviliðið í Borgarbyggð var kallað út skömmu eftir klukkan tíu í morgun vegna elds í kornþurrkara á bænum Laxárholti á Mýrum.
05.10.2020 - 11:37
Settu grímuskyldu vegna nálægðar við höfuðborgarsvæðið
Skólum utan höfuðborgarsvæðisins er í sjálfsvald sett hvort þeir taka upp grímuskyldu. Í skólum sem eru fjarri höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri, Egilsstöðum, Tröllaskaga og Ísafirði, er grímunotkun valkvæð.
21.09.2020 - 12:35
Viðtal
Dauður lax á víð og dreif eftir aurflóð
Gríðarlegt aurflóð varð í Hvítá í Borgarfirði aðfaranótt þriðjudags. Áin meira en þrefaldaðist á um hálfum sólarhring og rennslið fór úr 90 rúmmetrum á sekúndu upp í tæplega 260 rúmmetra.
20.08.2020 - 12:50
Laxadauði eftir aurflóð í Hvítá
Vatns- og aurflóðið sem varð í Hvítá í Borgarfirði seinni partinn á mánudag hafði töluverð áhrif á lífríki árinnar. Dauðan lax má nú finna hálfgrafinn í aurnum á bökkum árinnar neðan við Barnafoss og Hraunfossa.
19.08.2020 - 22:32
Vill fá að skapa list sína í friði
Páll Guðmundsson listamaður á Húsafelli hefur sótt um leyfi til Borgarbyggðar til að rífa nýlegt legsteinahús sitt.
Sveitarfélagið vinnur að því að húsið uppfylli lög
Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar, segir að lýsing á aðalskipulagi sé í farveginum sem geti gert legsteinaskála Páls á Húsafelli löglegan. „Það var alltaf markmiðið að gera þetta löglegt síðan 2016,“ sagði Ragnar.
Myndskeið
Drengurinn brattur en var kátur að sjá mömmu sína
Yfir 200 björgunarsveitarmenn voru kallaðir út á fjórða tímanum í dag til að leita að tíu ára dreng sem varð viðskila við foreldra sína við Hreðavatn. Hann fannst nokkrum tímum seinna við fjallið Grábrók eftir ábendingar frá almenningi, um 5 kílómetrum frá þeim sem stað þar sem byrjað var að leita að honum. „Hann var nokkuð brattur en var sérstaklega kátur að sjá mömmu sína,“ segir Þór Þorsteinsson, vettvangsstjóri hjá slysavarnafélaginu Landsbjörg.
23.04.2020 - 19:19
„Ekki eitthvað eitt sem kom upp“
„Í grundvallaratriðum hafa aðilar ekki gengið í takt upp á síðkastið, það var ekki eitthvað eitt sem kom upp,“ segir Lilja Björg Ágústsdóttir, forseti sveitarstjórnar og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð, um uppsögn Gunnlaugs Júlíussonar úr starfi sveitarstjóra Borgarbyggðar.
14.11.2019 - 17:40
Meirihlutaviðræður í dag í Borgarbyggð
Fulltrúar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í Borgarbyggð ákváðu í nótt að hefja í dag viðræður um myndun meirihluta í sveitarfélaginu. Frá þessu er greint á vef Skessuhorns. 9 bæjarfulltrúar eru í bæjarstjórn Borgarbyggðar. Ef af þessum meirihluta verður, verða flokkarnir þrír með fimm fulltrúa og Framsóknarflokkur í minnihluta með fjóra.
Hús eyðileggst í bruna í Kolbeinsstaðahreppi
Gamalt íbúðarhús á Kolbeinsstöðum í Kolbeinsstaðahreppi í Borgarbyggð brann til kaldra kola í nótt. Eldsins varð ekki vart fyrr en í morgun, en þá var húsið fallið að sögn Bjarna Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra í Borgarbyggð. Húsið var mannlaust og ekki búið í því lengi, en hafnar voru endurbætur á því.
17.10.2016 - 07:50
Mikil fráveituumsvif við Borgarnes
Talsverð umsvif eru nú á vegum Veitna við Borgarnes og hafa þrír dráttarbátar verið þar að störfum við nýja fráveitu bæjarins. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur er verið að fleyta sjólögnum, samanlagt tæpum 700 metrum á lengd, út á sjó og sökkva þeim í lagnastæðin.
08.08.2016 - 14:05