Færslur: Borgarastyrjöld
Hútar í Jemen íhuga framlengingu vopnahléssamnings
Uppreisnarmenn Húta í Jemen íhuga nú hvort þeir séu tilbúnir að framlengja vopnahléssamning þann sem Sameinuðu þjóðirnar komu á við stjórnvöld í landinu. Samningurinn tók gildi í byrjun apríl og var ætlað að gilda í tvo mánuði eða til 2. júní.
19.05.2022 - 01:15
Forseti Jemen færir leiðtogaráði völd sín
Abedrabbo Mansour Hadi, forseti Jemen, tilkynnti í morgun að hann hefði myndað sérstakt ráð sem ætlað er að stjórna stríðshrjáðu landinu. Í sjónvarpsávarpi sagðist forsetinn færa ráðinu öll þau völd sem forseti áður hafði.
07.04.2022 - 06:15
Vopnahlé hafið milli stríðandi fylkinga í Jemen
Stríðandi fylkingar í Jemen lögðu niður vopn sín í dag í fyrsta skipti síðan árið 2016. Tveggja mánaða vopnahléð er að undirlagi Sameinuðu þjóðanna en vonir standa til að nú sjái fyrir endann á langvinnri og blóðugri borgarastyrjöld í landinu.
02.04.2022 - 23:31
Tveggja mánaða vopnahlé boðað í Jemen
Stríðandi fylkingar borgarastyrjaldarinnar í Jemen hafa sæst á tveggja mánaða vopnahlé sem tekur gildi á morgun, laugardag. Vonir standa til að nú sjái fyrir endann á langvinnri og blóðugri borgarastyrjöld í landinu.
01.04.2022 - 17:25
Hútar boða þriggja daga vopnahlé í Jemen
Leiðtogi uppreisnarmanna Húta í Jemen hefur boðað þriggja daga vopnahlé í átökum við fjölþjóðaherinn sem styður ríkisstjórn landsins. Hann gefur jafnvel í skyn að varanlegur friður kunni að vera í boði. Með skilyrðum.
27.03.2022 - 03:10
Kínverjar andæfa samanburði Taívan við Úkraínu
Talsmaður kínverska sendiráðsins á Íslandi segir rangt að draga megi upp líkindi með málefnum Úkraínu og Taívan. Slík samlíking sýni fram á vanþekkingu og grunnhyggið viðhorf til heimssögulegra staðreynda.
25.03.2022 - 06:16
Næstum fimmtíu börn látin eða limlest í Jemen
Næstum fimmtíu börn létust eða voru limlest fyrstu tvo mánuði ársins í borgarastyrjöldinni í Jemen en átökin hafa harðnað þar. UNICEF, Barnahjálparsjóður Sameinuðu þjóðanna, greinir frá þessu.
12.03.2022 - 01:17
Fáar konur á ferli í Kabúl
Íbúar í Kabúl hafa brugðist varfærnislega við nærveru sveita Talibana í borginni. Fátt er um konur á ferli en Talibanar segja opinberum starfsmönnum að snúa aftur til starfa. Fólk reynir enn að forða sér úr landi.
17.08.2021 - 13:50
Tuttugu ára saga blóðugra bardaga í Afganistan
Talibanar hafa náð að sölsa undir sig mikilvægustu borgir Afganistan á ótrúlega skömmum tíma. Svo virðist sem mótstaða stjórnarhersins sé lítil og ekkert útlit fyrir að hætt verði við brotthvarf alþjóðahers NATÓ úr landinu.
13.08.2021 - 11:29
Þriðja stærsta borg Afganistan fallin í hendur Talibana
Hersveitir Talibana náðu Herat, þriðju stærstu borg Afganistan, á sitt vald í dag. Hún er höfuðborg samnefnds héraðs í vesturhluta landsins og er því sú ellefta sem Talibanar sölsa undir sig. Borgin er nærri landamærum Írans við hina fornu Silkileið.
12.08.2021 - 16:38
Afgönum sem störfuðu fyrir alþjóðaherinn boðið hæli
Ríki sem hafa haft herliði á að skipa í Afganistan bjóða nú þarlendum starfsmönnum hæli í ljósi mikillar framsóknar hersveita Talibana í landinu.
12.08.2021 - 12:24
Hernaðarlega mikilvæg borg fallin í hendur talibana
Herveitir talibana hertóku héraðshöfuðborgina Ghazni í austurhluta Afganistan í gær, þá tíundu sem þeir ná á sitt vald. Borgin er hernaðarlega mikilvæg enda stendur hún við þjóðbrautina sem tengir Kandahar í suðurhlutanum við höfuðborgina Kabúl.
12.08.2021 - 10:44
Fjórðungur héraðshöfuðborga Afganistan á valdi talibana
Forseti Afganistan ræddi við héraðshöfðingja og illræmdan vígamann í héraðshöfuðborg Balkh-héraðs í dag. Hersveitir talibana hafa náð meira en fjórðungi héraðshöfuðborga landsins á sitt vald.
11.08.2021 - 16:45
Utanríkisráðherra segir framrás talibana vera vonbrigði
Stjórnarherinn í Afganistan á sífellt erfiðara með stöðva þungann í árásum talíbana. Á innan við viku hafa þeir náð sex héraðshöfuðborgum á sitt vald. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir framrás tailbana mikil vonbrigði.
11.08.2021 - 12:11
Talíbanar sitja um þrjár lykilborgir í Afganistan
Harðir bardagar geysa nú milli stjórnarhers Afganistan og Talibana um borgir í suður og vesturhluta landsins. Á síðustu vikum hafa Talibanar lagt undir sig stór svæði í Afganistan en stjórnarhernum gengur illa að verjast ásókn þeirra.
01.08.2021 - 01:09
Ísraelskar herþotur gerðu árás í Sýrlandi
Ísraelski herinn gerði loftárásir á írönsk og sýrlensk skotmörk innan landamæra Sýrlands í nótt. Í yfirlýsingu frá yfirstjórn hersins segir að ástæða árásanna hafi verið að sprengiefni fannst meðfram landamærunum að Ísrael.
18.11.2020 - 02:54
Sex ára safna fé til aðstoðar Jemenum
Tveir ungir breskir drengir hafa náð að safna sem nemur 6,5 milljónum íslenskra króna með því að selja límonaði úti á götu.
03.08.2020 - 02:43
Vopnahlé í Afganistan
Lýst hefur verið yfir þriggja daga vopnahléi í Afganistan. Þetta er í þriðja sinn á nítján árum sem það gerist og alltaf í tengslum við trúarhátíðir múslíma, að þessu sinni Eid al-Adha-hátíðina.
31.07.2020 - 03:29
Sjálfstæðisyfirlýsing afturkölluð
Umbreytingarráð suðursins, aðskilnaðarsinnar sem vilja aukið sjálfræði fyrir suðurhluta Jemens, hefur afturkallað sjálfstæðisyfirlýsingu sína frá því í apríl síðastliðnum.
29.07.2020 - 04:46
Þingkosningar í Sýrlandi
Búist er við að Baath flokkur Bashars al-Assad Sýrlandsforseta og bandamenn hans fái meirihluta atkvæða í þingkosningum sem haldnar eru í landinu í dag.
19.07.2020 - 08:02