Færslur: borgarastríð

Viðtal
Óttaðist um líf sitt hvern dag í Bosníu-stríðinu
Fórnarlamba þjóðarmorðanna í Srebrenica í Bosníu var minnst í dag, þegar 25 ár eru liðin frá voðaverkunum. Jasmina Crnac sem bjó í Bosníu sem barn segir að ástandið í landinu á tímum stríðsins hafi verið hreint helvíti.
11.07.2020 - 20:27
Ekkert vopnahlé í Líbíu
Líbíski stríðsherrann Khalifa Haftar er farinn frá Moskvu eftir margra klukkustunda samningaviðræður um vopnahlé án þess að tekist hafi að komast að samkomulagi. Vonir stóðu til að viðræðurnar í dag yrðu til þess að binda enda margra ára átök í Líbíu.
14.01.2020 - 08:18
Stríð gegn börnum
Í Jemen, einu fátækasta ríki heims, ríkir gífurleg neyð, þá sérstaklega meðal barna. Nýjasta söfnunarátak UNICEF á Íslandi mun hefjast með einskonar gjörningi í Listasafni Reykjavíkur þar sem að sögur barnanna munu fá að heyrast.
09.05.2018 - 09:00
Ráðist á sjúkrahús í Sýrlandi
Sex sjúkrahús í Austur-Ghouta nálægt Damaskus í Sýrlandi hafa orðið fyrir sprengjum í ítrekuðum loftárásum sýrlenska hersins undanfarna daga. Austur Ghouta er eitt af fáum svæðum í landinu þar sem uppreisnarmenn hafa enn á valdi sínu. Talið er að á þriðja hundað almennir borgarar hafi fallið síðustu þrjá daga, þar af tugir barna. Alþjóðleg hjálparsamtök hafa fordæmt framferði sýrlenska hersins og mannréttindasamtök segja að rússneskar flugvélar hafi tekið þátt i árásunum.
20.02.2018 - 19:01
Hafnar ásökunum um efnavopnaárás
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands hafnar ásökunum um að sýrlenski herinn hafi gert árás með efnavopnum í byrjun apríl þar sem næstum níutíu manns létust. Þetta sagði hann í viðtal sem AFP fréttaveitan birti í dag. Assad segir að sýrlenski herinn hafi látið öll efnavopn af hendi árið 2013, og myndi þar að auki aldrei nota vopn sem væru á bannlista.
13.04.2017 - 15:51