Færslur: Borgarafundur

John Kerry ávarpar borgarafund um loftslagsmál
John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ávarpar borgarafund Kastljóss um loftslagsmál í sjónvarpinu í kvöld. Þátturinn hefst klukkan 19:40 í beinni útsendingu. Upptaka af ávarpi Kerry var gerð á Arctic Circle – Hringborði Norðurslóða í Hörpu í haust.
Borgarafundur um málefni eldri borgara
Kastljós heldur borgarafund í beinni útsendingu í sjónvarpssal frá klukkan 19:40 í kvöld, en þar verða málefni eldri borgara til umræðu. Horft verður til hinnar breyttu samfélagsgerð sem fylgir auknu langlífi og betri heilsu.
01.10.2019 - 16:30
Mynd með færslu
Borgarafundur: Geðheilsa ungs fólks
Hvers vegna líður ungu fólki illa? Hvers vegna er ekki gripið fyrr inn í líf barna og unglinga og þeim hjálpað að glíma við tilfinningar sínar? Borgarfundur um geðheilsu ungs fólks er í beinni útsendingu á RÚV. Útsendingin hefst klukkan 19:40.
26.03.2019 - 19:33
Geðheilsa ungs fólks í brennidepli
Borgarafundur um geðheilsu ungs fólks verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV í kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 19.40.
26.03.2019 - 13:55
Borgarbókasafnið reynir að mæta útigangsfólki
Það eru allir velkomnir á Borgarbókasafnið við Tryggvagötu svo framarlega sem þeir neyta ekki áfengis eða vímuefna inni á safninu, eru ekki áberandi ölvaðir eða lyfjaðir, ekki með háreysti og ekki leggur af þeim stækan óþef. Það getur stundum reynst krefjandi fyrir bókaverði að mæta útigangsmönnum sem sækja bókasafnið og samræma þarfir þeirra þörfum annarra gesta en það er eitthvað sem miðborgarsöfn um allan heim kannast við. Sumir kvarta öðrum finnst fallegt að þessi hópur eigi skjól á safninu.
Sex borgarafundir í beinni útsendingu á Rás 2
Eftir nokkrar vikur ganga kjósendur um allt land til kosninga. Hvað brennur á fólki í héraði? Fréttastofa RÚV og Rás 2 beina sjónum sínum að stjórnmálunum á sex borgarafundum með oddvitum flokkanna úr hverju kjördæmi næstu þrjár vikurnar. Fundirnir verða allir sendir út í beinni útsendingu á Rás 2.