Færslur: Bóndadagur

Lestin
Rangt almanak hefur áhrif á allt samfélagið
Elsta íslenska almanakið sem enn er reiknað og gefið út er Almanak Háskóla Íslands sem hefur komið út árlega frá 1837. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur hefur unnið að almanakinu í meira en hálfa öld – en hann segir það vera mikið nákvæmnisverk að reikna út og setja fram hinar fjölbreyttu upplýsingar sem finna má í almanakinu. Sjávarföll, helgidaga, gang himintungla, mælieiningar, tímabelti jarðar, og ríki heims.