Færslur: bólusetningardagatal

AstraZeneca afhendir helmingi færri skammta en til stóð
Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur tilkynnt að um það bil helmingi færri skammtar bóluefnis þess verði afhentir ríkjum Evrópusambandsins í næstu viku en til stóð. Það eigi einnig við um Noreg og Ísland.
Aldrei fleiri bólusett á einum degi
Aldrei hafa fleiri verið bólusett gegn COVID-19 á einum degi hér á landi en í gær þegar 6.630 fengu bóluefni. Um 2,4% þeirra 280 þúsunda sem til stendur að bólusetja fengu því sprautu í gær.
Myndskeið
Mæta og biðja um sprautu
Talsvert er um að fólk, sem ekki er skráð í kórónuveirubólusetningu, mæti á bólusetningarstaði og biðji um sprautu. Ekki er orðið við slíkum beiðnum, en þegar bóluefni verður afgangs er það boðið fólki á lista farsóttarnefndar Landspítala.
Bóluefni fyrir 193 þúsund manns væntanlegt næstu mánuði
Standist áætlun um afhendingu bóluefna næstu mánuði hefur fengist bóluefni fyrir 86% þeirra 280 þúsunda sem fyrirhugað er að bólusetja. Bólusetningardagatal heilbrigðisráðuneytisins hefur verið uppfært í samræmi við nýjust upplýsingar um afhendingu bóluefna.
Þreifingar hafnar við Rússa um kaup á Spútnik V
Ríkisstjórnin skoðar nú hvort Ísland geti samið við Rússa um kaup á Spútnik V- bóluefninu framhjá Evrópusamstarfinu. Forsætisráðherra segir Ísland standa nokkuð vel með tilliti til bólusetningar, af Norðurlöndunum séu hlutfallslega flestir fullbólusettir hér og í Danmörku. Afhendingaráætlun Janssen sé farin að skýrast og aftur farið að bólusetja með Astra Zeneca. 
26.03.2021 - 12:44
Myndskeið
Bólusetningar tefjast um fjórar vikur
Gert er ráð fyrir að um það bil fjögurra vikna tafir verði á bólusetningaráætlun stjórnvalda vegna tafa á afhendingu bóluefnis frá AstraZeneca til Evrópusamstarfsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Þjóðin verði þá fullbólusett gegn COVID-19 í lok júlí í stað lok júní.
Myndskeið
Bólusetningardagatalið - 167 þúsund í forgangshópum
Bretar stefna að því að bólusetja alla fyrir júlílok, Danir stefna að því að klára bólusetningu mánuði á undan en Íslendingar ganga ekki eins langt en stefna að minnsta kosti að ná 190 þúsund manns. Margar þjóðir birta nú bólusetningadagatöl. 
21.02.2021 - 18:45