Færslur: bólusetningardagatal

„Það er mjög stór Pfizer dagur í dag"
Rúmlega tólf þúsund manns manns fá bólusetningu í þessari viku með tveimur tegundum bóluefna. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma er stærsti hluti þeirra sem fá sprautu í þessari viku. Fyrstu vikuna í maí má svo búast við stóru stökki.
20.04.2021 - 12:00
Löng bið eftir bóluefni Janssen gæti seinkað áætlun
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir ekkert í þeim gögnum sem fyrir liggi, til dæmis frá Bandaríkjunum, benda til þess að bóluefni Janssen sé skaðlegra en bóluefni AstraZeneca. Hlutfall blóðsegavandamála sé mjög lágt. Hann segir að heilbrigðisstarfsfólk fái líklega ekki seinni skammt af AstraZeneca
AstraZeneca afhendir helmingi færri skammta en til stóð
Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur tilkynnt að um það bil helmingi færri skammtar bóluefnis þess verði afhentir ríkjum Evrópusambandsins í næstu viku en til stóð. Það eigi einnig við um Noreg og Ísland.
Aldrei fleiri bólusett á einum degi
Aldrei hafa fleiri verið bólusett gegn COVID-19 á einum degi hér á landi en í gær þegar 6.630 fengu bóluefni. Um 2,4% þeirra 280 þúsunda sem til stendur að bólusetja fengu því sprautu í gær.
Myndskeið
Mæta og biðja um sprautu
Talsvert er um að fólk, sem ekki er skráð í kórónuveirubólusetningu, mæti á bólusetningarstaði og biðji um sprautu. Ekki er orðið við slíkum beiðnum, en þegar bóluefni verður afgangs er það boðið fólki á lista farsóttarnefndar Landspítala.
Bóluefni fyrir 193 þúsund manns væntanlegt næstu mánuði
Standist áætlun um afhendingu bóluefna næstu mánuði hefur fengist bóluefni fyrir 86% þeirra 280 þúsunda sem fyrirhugað er að bólusetja. Bólusetningardagatal heilbrigðisráðuneytisins hefur verið uppfært í samræmi við nýjust upplýsingar um afhendingu bóluefna.
Þreifingar hafnar við Rússa um kaup á Spútnik V
Ríkisstjórnin skoðar nú hvort Ísland geti samið við Rússa um kaup á Spútnik V- bóluefninu framhjá Evrópusamstarfinu. Forsætisráðherra segir Ísland standa nokkuð vel með tilliti til bólusetningar, af Norðurlöndunum séu hlutfallslega flestir fullbólusettir hér og í Danmörku. Afhendingaráætlun Janssen sé farin að skýrast og aftur farið að bólusetja með Astra Zeneca. 
26.03.2021 - 12:44
Myndskeið
Bólusetningar tefjast um fjórar vikur
Gert er ráð fyrir að um það bil fjögurra vikna tafir verði á bólusetningaráætlun stjórnvalda vegna tafa á afhendingu bóluefnis frá AstraZeneca til Evrópusamstarfsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Þjóðin verði þá fullbólusett gegn COVID-19 í lok júlí í stað lok júní.
Myndskeið
Bólusetningardagatalið - 167 þúsund í forgangshópum
Bretar stefna að því að bólusetja alla fyrir júlílok, Danir stefna að því að klára bólusetningu mánuði á undan en Íslendingar ganga ekki eins langt en stefna að minnsta kosti að ná 190 þúsund manns. Margar þjóðir birta nú bólusetningadagatöl. 
21.02.2021 - 18:45