Færslur: Bólusetningar

Mislingar meðal óbólusettra í Los Angeles
Að minnsta kosti 18 tilfelli mislinga hafa greinst í Los Angeles og nágrenni undanfarið. Þetta staðfestu heilbrigðisyfirvöld borgarinnar í gær. Flestir hinna smituðu hafa ekki verið bólusettir.
24.01.2017 - 04:56
Hagkvæmt að bólusetja öll börn gegn inflúensu
Tíu til þrjátíu prósent barna fá inflúensu á hverju ári, þau liggja kannski í sjö til tíu daga og oft fá þau ýmsa aðra kvilla samhliða eða í kjölfarið; eyrnabólgu, lungnabólgu eða alvarlegar bakteríusýkingar. Börnin eru helstu smitberar flensunnar. Síðastliðin tvö ár hafa öll bresk börn verið bólusett við inflúensu. Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, telur að það gæti verið mjög gagnlegt og þjóðhagslega hagkvæmt að gera það sama hér.
04.03.2016 - 16:57
  •