Færslur: Bólusetningar

Léttir að fá bólusetningu
Það er ákveðinn léttir að fá bólusetningu segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúss Rauða krossins. Starfsmenn hússins og fleiri framlínustarfsmenn verða bólusettir í dag með efninu sem kom frá Moderna í gær.
Indverjar hefja bólusetningar næstkomandi laugardag
Indverjar hyggjast hefja bólusetningar gegn COVID-19 næstkomandi laugardag. Það er flókið og viðamikið verkefni enda telja Indverjar 1,3 milljarðar talsins, næstfjölmennasta þjóð heims.
11.01.2021 - 06:41
Biden bólusettur öðru sinni í dag
Joe Biden, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, verður bólusettur öðru sinni gegn COVID-19 í dag, mánudag. Nú eru liðnar þrjár vikur frá því að sjónvarpað var beint frá fyrri bólusetningu Bidens, til að auka tiltrú almennings á öryggi bóluefnanna.
Ein tilkynning til viðbótar um mögulegar aukaverkanir
Lyfjastofnun hefur borist ein tilkynning til viðbótar um mögulega alvarlega aukaverkun Comirnaty, bóluefnis Pfizer og BioNTech gegn COVID-19. Tilkynnt var um andlát aldraðrar manneskju, sem fékk bólusetningu í lok síðasta árs, og lést fyrir skömmu. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að metið verði hvort andlátið geti tengst bólusetningunni, þar sem meira en vika hafi liðið á milli hennar og andlátsins.
Sérfræðilæknar rannsaka andlátin og aukaverkanirnar
Tveir sérfræðilæknar á sviði öldrunar rannsaka fimm tilvik, þar af fjögur andlát, sem hugsanlega gætu tengst alvarlegum aukaverkunum bólusetningar við kórónuveirunni. Jafnframt hefur verið kallað eftir upplýsingum annars staðar af Norðurlöndunum og frá Lyfjastofnun Evrópu um hvort sjá megi aukna tíðni dauðsfalla hjá eldra fólki sem hefur verið bólusett í öðrum Evrópulöndum undanfarna daga og vikur. Rannsóknin er á vegum landlæknis, sóttvarnalæknis og forstjóra Lyfjastofnunar.
Fimm tilkynningar um mögulegar alvarlegar aukaverkanir
Fimm tilkynningar hafa nú borist Lyfjastofnun um mögulegar alvarlegar aukaverkanir í kjölfar bólusetningar við COVID-19. Fjórir hafa látist, allt gamalt fólk með undirliggjandi sjúkdóma en Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir litlar líkur á orsakasambandi milli bólusetningar og andlátanna.
05.01.2021 - 12:31
Óráðlegt að kljúfa sig út úr bóluefnasamningum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra hefur trú á því að búið verði að bólusetja Íslendinga fyrri hluta ársins. Bráðaleyfi fyrir bóluefnum hafi ekki komið inn á borð ríkisstjórnarinnar en það hafi verið mat Lyfjastofnunar og sóttvarnalæknis að ekki sé ráðlegt að kljúfa sig út úr samningum.
Bóluefni Moderna ekki samþykkt í Evrópu í dag
Lyfjastofnun Evrópu hefur ekki komist að niðurstöðu um hvort kórónuveirubóluefni Moderna fái markaðsleyfi í álfunni. Búist hafði verið við að ákvörðun um það yrði tekin á fundi sérfræðinganefndar stofnunarinnar í dag, en vonast er til þess að komist verði að niðurstöðu á fundi hennar á miðvikudaginn.
Þórólfur: Óvíst hvort andlátin tengist bólusetningum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að afla þurfi meiri upplýsinga um heilsufar þeirra þriggja sem látist hafa hér á landi í kjölfar kórónuveirubólusetninga áður en hægt sé að taka ákvörðun um framhald fyrirkomulags bólusetninga hér á landi. Hann segir að hafa verði í huga að um sé að ræða aldrað fólk með undirliggjandi sjúkdóma.
Þrjú dauðsföll tilkynnt í kjölfar COVID-bólusetninga
Þrír eru látnir eftir að hafa fengið bólusetningu við kórónuveirunni í síðustu viku. Þetta staðfestir Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar. Hún segir að þetta muni ekki hafa áhrif á framhald bólusetninganna hér á landi.
Óvissa um bólusetningu fyrir íslenska námsmenn erlendis
Haukur Logi Karlsson formaður SINE, sambands íslenskra námsmanna erlendis, segir að mikil óvissa sé um bólusetningu fyrir íslenska námsmenn í námslöndum þeirra. SINE sendi erindi til sóttvarnasviðs landlæknis í desember þar sem spurt var hvort íslenskir námsmenn erlendis, sem væru heima í jólafríi, gætu fengið bólusetningu áður en þeir snúa til baka. 
04.01.2021 - 11:10
Íhuga að helminga skammta bóluefna
Bandarísk heilbrigðisyfirvöld velta nú fyrir sér að hraða bólusetningum með því að gefa einhverjum hálfan skammt af bóluefni Moderna.
03.01.2021 - 22:43
Daglega eru slegin met í kórónuveirusmitum vestra
Alls greindust 277 þúsund ný kórónuveirusmit í Bandaríkjunum á laugardag. Enn einu sinni er slegið met, en aldrei hafa fleiri greinst með COVID-19 þar í landi á einum degi.
Viðtal
„Þetta er æðisleg upplifun"
Ute Helma Stelly, íbúi á dvalarheimilinu Hlíð, var fyrst Akureyringa til að fá bólusetningu við COVID-19. Uta var bólusett um klukkan hálf þrjú í dag og var hæstánægð með áfangann. Hún hvetur alla landsmenn til að þiggja bólusetningu þegar að því kemur. Það var Bryndís Björg Þórhallsdóttir, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður hjá stofnuninni, sem sprautaði Ute.
29.12.2020 - 15:23
Sóttvarnalæknir býður í bólusetningu með SMS
Þeir tæplega 800 starfsmenn Landspítala, sem eru í fyrsta forgangi í bólusetningu gegn kórónuveirunni sem hefst á morgun, hafa fengið sms frá sóttvarnalækni. Skilaboðunum fylgir strikamerki sem þarf að sýna til að fá bólusetninguna. Í skilaboðunum virðist fólk vera boðað á rangan stað, en áður hefur komið fram að bólusetningin eigi að fara fram í Skaftahlíð 24 sem er skristofuhúsnæði Landspítala en í skilaboðunum er fólk aftur á móti boðað að Suðurgötu 24.
Ekki hægt að gera áætlanir fyrir fleiri bóluefni núna
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir allt vera uppi á borðum varðandi komu bóluefna hingað til lands. Undirbúningur bólusetninga hafi gengið vel og að ekkert sé óljóst í þessum efnum. Ekki hefur verið ákveðið hver fær fyrstu bólusetninguna hér á landi. Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Alþingi komi saman á milli jóla og nýárs vegna óvissu um komu bóluefna. Aðrir stjórnarandstöðuflokkar taka undir þetta. 
Mexíkóar byrja að bólusetja á aðfangadag
Bólusetningar gegn COVID-19 hefjast í Mexíkó á morgun, aðfangadag, daginn eftir að fyrstu skammtar bóluefnisins frá Pfizer-BioNTech berast þangað. Hugo Lopez-Gatell, aðstoðarheilbrigðisráðherra Mexíkós, greindi frá því á Twitter í gærkvöld, að fyrsta sendinging af bóluefninu væri væntanleg til landsins í dag, Þorláksmessu. Nær 1.340.000 manns hafa greinst með COVID-19 í Mexíkó og tæp 120.000 dáið úr sjúkdómnum svo vitað sé.
Ísland sagt hafa tryggt sér lítið af bóluefni
Ísland er eina landið meðal Vesturlanda sem hefur ekki tryggt sér kórónuveirubóluefni sem dugar fyrir alla íbúa landsins. Þetta fullyrðir Bloomberg fréttaveitan, en samkvæmt úttekt hennar hafa Íslendingar tryggt sér bóluefnaskammta fyrir 103.000 manns, sem er 29% af íbúafjölda landsins. Það er talsvert lægra hlutfall en heilbrigðisyfirvöld hér á landi hafa greint frá, en þau hafa tryggt sér bóluefni sem dugar fyrir 350.000 manns.
Svíar fá meira bóluefni fyrir áramót en búist var við
Svíar fá meira kórónuveirubóluefni frá lyfjafyrirtækjunum Pfizer/BioNtech í fyrstu afhendingu bóluefnisins í löndum Evrópusambandsins en áður hafði verið búist við. Auk þeirra 10.000 skammta, sem öll Evrópulönd munu fá, Ísland þar með talið, fá Svíar tugþúsundir skammta til viðbótar.
Helmingi færri skammtar frá Pfizer en til stóð
Áætlun Pfizer um afhendingu bóluefna hingað til lands um áramótin hefur raskast og ljóst að færri skammtar koma hingað en samningar gerðu ráð fyrir. Miðað var við að Ísland fengi þá rúmlega 21.000 skammta en þeir verða um 10.000. Í janúar og febrúar er von á um 17.500 skömmtum til viðbótar. Samtals dugir þetta bóluefni fyrir tæplega 14.000 manns.
Hjúkrunarfræðingur fékk fyrstu sprautuna
Sandra Lindsay, hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild Long Island Jewish Medical Center sjúkrahússins í New York ríki í Bandaríkjunum, fékk fyrstu kórónuveirusprautuna í bólusetningunum vestanhafs sem hefjast í dag. Þetta er ein stærsta heilbrigðisaðgerð sögunnar, en í þessari fyrstu afhendingu bóluefnis lyfjaframleiðandanna Pfizer og BioNTech eru þrjár miljónir skammta.
16 milljónir staðfestra COVID-smita í Bandaríkjunum
Síðdegis í gær, 12. desember, fóru staðfest kórónaveirusmit í Bandaríkjunum yfir 16 milljónir og hafði þá fjölgað um fjórar milljónir á þremur vikum, því tólf milljóna múrinn var rofinn þann 21. nóvember. Dauðsföll nálgast óðum að vera 300.000 og farsóttin geisar enn af miklum þunga í landinu, þar sem bólusetning heilbrigðisstarfsfólks og annarra forgangshópa á að hefjast á morgun.
Víðar er bólusett en í Bretlandi
Bólusetning gegn kórónuveirusmiti hófst í Bretlandi í morgun, en nokkur lönd hafa þegar hafið bólusetningar gegn veirunni. Bóluefnin koma víða að og mismunandi er hversu viðamiklar bólusetningarnar eru og hverjum bjóðast þær.
Meir en ein og hálf milljón látin úr COVID-19
Meir en ein og hálf milljón hefur nú látist úr COVID 19 farsóttinni, samkvæmt tölum Johns Hopkins-háskólans í Bandaríkjunum. Um 65 milljónir hafa greinst með kórónuveiruna um heim allan. Faraldurinn er enn að breiðast út í fjölmörgum löndum. Sums staðar hefur tekist að hægja á útbreiðslunni, annars staðar fjölgar smitum með sívaxandi hraða. Það gildir um mörg ríki í Bandaríkjunum en þar hafa langflest dauðsföllin orðið, rúmlega 276 þúsund.
Ekkert bóluefni fyrir ungt fólk fyrr en 2022
Þótt unnið sé að þróun bóluefnis gegn COVID-19 víðar og af meiri krafti en áður hefur þekkst, þá er óvarlegt að áætla að fjöldabólusetningar verði í boði alveg í bráð. Þetta er mat Soumya Swaminathan, sem stýrir vísindastarfi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.