Færslur: bólusetningar barna

Mikilvægt að halda bólusetningum barna áfram
Sóttvarnalæknir segir viðbúið að færri innanlandssmit greinist nú, þegar færri fari í sýnatöku en áður. Bólusetning barna halda áfram í dag og hann segir að vel sé fylgst með aukaverkunum. Mikilvægt sé að halda áfram að bólusetja.
31.01.2022 - 13:17
Sjónvarpsfrétt
Bólusetningar innan um brunabíla á Akureyri
Bólusetning barna er langt á veg komin um land allt. Á Akureyri er bólusett á slökkvistöðinni innan um brunabíla og gervielda. 
Varaþingmaður sendi „ósmekklegt“ bréf um bólusetningar
Arnar Þór Jónssson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður, sendi bréf á dögunum, fyrir hönd Samtakanna frelsi og ábyrgðar, um bólusetningar barna til fjölda einstaklinga og stofnana. Bréfið má túlka sem einskonar viðvörun um að þau verði kölluð til ábyrgðar vegna bólusetninganna. Formaður skólastjórafélagsins segir þeim þykja bréfið „ósmekklegt“ og ekki hafi hvarflað að honum að undirrita mótttöku þess, líkt og krafist er í bréfinu.
Lyfjastofnun ítrekar öryggi bóluefnis eftir kæru
Forstjóri Lyfjastofnunar ítrekaði í fréttatilkynningu í dag að niðurstöður rannsókna liggi alltaf fyrir áður en lyf er heimilað hjá nýjum sjúklingahópi. Frjáls félagasamtök hafa kært markaðsleyfi bóluefnis Pfizer fyrir 5-11 ára börn til heilbrigðisráðuneytisins.
Viðtal
Þórólfur vildi bólusetningu áður en skólar hæfust
„Ég held að það hefði verið ákjósanlegt að bíða með að setja skólana af stað núna meðan við erum að átta okkur á útbreiðslunni í þessari viku og síðan að hefja bólusetningu. Ég held að það hefði verið ágætt fyrirkomulag. En auðvitað þarf að taka tillit til annarra sjónarmiða í því,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Segir að börn fái síður aukaverkanir af bóluefnum
Yfirmaður bólusetninga hjá sóttvarnalækni segir að ákaflega lítil áhætta sé fólgin í því að bólusetja börn á aldrinum 5 til 11 ára. Rannsóknir bendi til þess að börn fái síður aukaverkanir af bóluefnum en fullorðnir.
Heimilislæknar bólusetja börn í Færeyjum
Færeyskum börnum á aldrinum fimm til ellefu ára býðst nú bólusetning gegn COVID-19. Til að byrja með annast heimilislæknar bólusetninguna.
Hvetur fertuga og eldri til örvunarbólusetningar
Landlæknir Grænlands hvetur alla fertuga og eldri til að þiggja örvunarskammt enda sé hætta á talsverðum veikindum þess aldurshóps af völdum Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Bólusetningar barna hefjast innan skamms.
Sjónvarpsfrétt
Börn finni frekar aukaverkanir af Covid en af bóluefnum
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir það sé algengara að börn fái aukaverkanir eftir að smitast af kórónuveirunni, en af bólusetningu gegn veirunni. Bólusetningar fimm til ellefu ára barna hefjast eftir áramót og er bóluefni frá Pfizer væntanlegt í lok mánaðar. Bólusett verður í grunnskólum landsins.
Ástralir veita bráðabirgðaleyfi til bólusetningar barna
Áströlsk heilbrigðisyfirvöld hafa veitt bráðabirgðaleyfi til bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára. Ætlunin er að hefjast handa við bólusetningar snemma á nýju ári fáist fullnaðarleyfi.
2% þeirra sem smitast þurfa sjúkrahúsinnlögn
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað undanfarið, í gær greindust 144 innanlands og rúmlega þúsund eru smitaðir og í einangrun. Af þeim sem greindust í gær voru fimmtíu á Akranesi þar sem hópsmit hjá unglingum hefur breiðst hratt út í skóla í bænum. Faraldurinn er í línulegum vextir segir Alma Möller, landlæknir og bendir á að um 2% þeirra sem smitast nú þurfi að leggjast inn á sjúkrahús og hafi ekki lækkað frá því sumar en hlutfallið var 4% fyrir bólusetningu.
Bólusetningar barna hefjast vestanhafs í vikunni
Ekkert er að vanbúnaði að gefa bandarískum börnum á aldrinum fimm til ellefu ára bóluefni Pfizer og BioNthech gegn COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu þarlendra heilbrigðisyfirvalda í dag. Bandaríkjaforseti fagnar niðurstöðunni.
Ráðleggja að bólusetningar 5 til 11 ára verði leyfðar
Bandarísku lyfjastofnuninni hefur verið ráðlagt að leyfa notkun COVID-19 bóluefnis frá Pfizer/BioNTech fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. Yfirgnæfandi meirihluti sérfræðinga sem voru beðnir að ráðleggja stofnuninni, voru sammála um að kostir bólusetningar vægju þyngra en áhætturnar. Lyfjastofnunin er sögð fylgja oftast ráðum sérfræðinga, en ber þó ekki lagaleg skylda til þess.
Bólusetning 5-11 ára hugsanleg í næsta mánuði
Lyfjaframleiðandinn Pfizer hefur óskað eftir því við Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna heimili að bóluefni fyrirtækisins gegn kórónuveirunni verði gefið börnum á aldrinum fimm til ellefu ára. Í frétt New York Times kemur fram að búist sé við að stofnunin tilkynni um ákvörðun sína um mánaðamótin. Viðbúið er að brátt verði sótt um leyfi til slíkra bólusetninga í Evrópu.
33 tilkynningar um aukaverkanir hjá börnum
Lyfjastofnun hefur borist 33 tilkynningar um grun um aukaverkanir eftir bólusetningu við covid-19 hjá 12 til 17 ára börnum. Fjórar þeirra teljast alvarlegar, að því er fram kemur í skriflegu svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn fréttastofu. Fáar tilkynningar hafa borist um röskun á tíðahring sem möguleg aukaverkun í kjölfar bólusetningar í aldurshópnum.
Boðið upp á séraðstöðu fyrir kvíðin eða hrædd börn
Bólusetningar barna á Höfuðborgarsvæðinu hefjast í Laugardalshöll í dag. Bólusett verður með bóluefni Pfizer en það er fyrsta bóluefnið sem fékk markaðsleyfi fyrir börn 12-15 ára.
Sjónvarpsfrétt
Bólusetningar barna hafnar
Byrjað er að bólusetja börn gegn COVID-19 á landsvísu. Hjúkrunarfræðingur segir að foreldrar upplifi ákveðið óöryggi gagnvart bólusetningunum en telur kvíða þó almennt hvorki ríkja hjá foreldrum né börnum.
Bólusetning barna mun öruggari en sjúkdómurinn
Lektor í líftölfræði segir ekki hægt að tala um að engar takmarkanir verði á skólastarfi þegar viðbúið er að nemendur og starfsfólk verði send í sóttkví. Það muni gerast fljótlega eftir að skólastarf hefst en að bólusetning barna minnki líkurnar á því.