Færslur: Bólusetningar

Ekkert kórónuveirusmit innanlands í gær
Enginn greindist með kórónuveirusmit innanlands í gær enn fimm greindust á landamærunum. Beðið er mótefnamælingar úr öllum sýnum þaðan.
Bóluefnið nær fullri virkni viku eftir síðari sprautuna
Um 5.000 manns, íbúar hjúkrunarheimila og heilbrigðisstarfsfólk í framlínu sem fengu fyrri bólusetninguna af bóluefni Pfizer/BioNTech í lok síðasta árs fá nú síðari skammtinn. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á höfuðborgarsvæðinu segir meiri líkur á að fá aukaverkanir við síðari bólusetningu en þá fyrri. Það tekur bólusetninguna um eina viku að ná fullri virkni eftir síðari bólusetninguna.
Lokið við seinni bólusetningu fyrsta hópsins í dag
Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að í dag verði lokið við seinni bólusetningu fyrsta hópsins.
Um 10. hvert barn á höfuðborgarsvæðinu fær ekki MMR
Þátttaka í bólusetningum barna er mismikil eftir landsvæðum. Þrátt fyrir mislingafaraldur árið 2019 náði bólusetning við sjúkdómnum ekki tilskyldu viðmiði. Um 9% barna á höfuðborgarsvæðinu fá ekki MMR bólusetninguna.
19.01.2021 - 13:42
Fjölmargir vilja komast framar í forgangsröðina
Ef orðið yrði við beiðni allra um að vera framar í forgangsröðinni eftir bólusetningu myndu eldri og viðkvæmari hópar færast aftar í röðina. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Fjölmargir hafi gert tilkall til þess að vera í forgangi.
18.01.2021 - 15:45
Víðtæk bólusetning getur dregið úr ótta við ferðalög
Víðtæk og trygg bólusetning er talin geta orðið til að draga úr þeim ótta við flugferðir og ferðalög sem vart hefur orðið í faraldrinum. Þetta kemur fram í nýrri lokaskýrslu starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um sóttvarnir og efnahagsbata. Enn sé þó óvíst hvort nægilega hratt gangi að bólusetja fólk til að ferðaþjónustan fái næga viðspyrnu á komandi sumri.
Biden lofar að bæta í við bólusetningar
Joe Biden, viðtakandi forseti Bandaríkjanna, hét því í dag að ríkisstjórn hans myndi veita auknu fjármagni til uppbyggingar á sérstökum bólusetningarstöðvum.
„Þar gildir sama fyrir Jón og séra Jón“
Farsóttarnefnd Landspítala hefur fengið fjölmargar beiðnir frá ýmsum hópum innan spítalans um að þeir fái forgang í bólusetningu við kórónuveirunni. Forstjóri spítalans segir að ekki hafi verið orðið við slíkum beiðnum, virða verði þá forgangsröðun sem sett hafi verið fram sem byggi á því að þeir sem séu í mestri áhættu gangi fyrir.
Bólusetning gengur mishratt á Norðurlöndunum
Stjórnvöld margra ríkja eru gagnrýnd fyrir hægagang í bólusetningum gegn kórónuveirunni. Ýmislegt hefur orðið til að tefja bólusetningar þó að bóluefni sé til staðar. Þetta gildir til dæmis um Noreg, þar var í gær aðeins búið að bólusetja rúmlega 20 þúsund á sama tíma og Danir hafa bólusett um 130 þúsund manns, hlutfallslega fleiri en önnur Norðurlönd eða rúmlega tvö prósent landsmanna.
14.01.2021 - 12:06
Trump ákærður öðru sinni, bólusetningar ganga víða hægt
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur nú ákært Donald Trump forseta öðru sinni til embættismissis. Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson ræddu í Heimsglugga dagsins mest um stöðuna í stjórnmálum í Bandaríkjunum. Þau ræddu einnig um bólusetningar gegn kórónuveirunni sem ganga afar misjafnlega.
Einn fékk bráðaofnæmi eftir bólusetningu
Einn fékk bráðaofnæmi eftir bólusetningu efnisins frá Moderna í dag og er það í fyrsta sinn sem sílkt gerist hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að slík viðbrögð séu sjaldgæf. Sjúkraflutningamenn, lögreglumenn og fl. voru bólusettir. Frábær dagur, segir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Léttir að fá bólusetningu
Það er ákveðinn léttir að fá bólusetningu segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúss Rauða krossins. Starfsmenn hússins og fleiri framlínustarfsmenn verða bólusettir í dag með efninu sem kom frá Moderna í gær.
Indverjar hefja bólusetningar næstkomandi laugardag
Indverjar hyggjast hefja bólusetningar gegn COVID-19 næstkomandi laugardag. Það er flókið og viðamikið verkefni enda telja Indverjar 1,3 milljarðar talsins, næstfjölmennasta þjóð heims.
11.01.2021 - 06:41
Biden bólusettur öðru sinni í dag
Joe Biden, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, verður bólusettur öðru sinni gegn COVID-19 í dag, mánudag. Nú eru liðnar þrjár vikur frá því að sjónvarpað var beint frá fyrri bólusetningu Bidens, til að auka tiltrú almennings á öryggi bóluefnanna.
Ein tilkynning til viðbótar um mögulegar aukaverkanir
Lyfjastofnun hefur borist ein tilkynning til viðbótar um mögulega alvarlega aukaverkun Comirnaty, bóluefnis Pfizer og BioNTech gegn COVID-19. Tilkynnt var um andlát aldraðrar manneskju, sem fékk bólusetningu í lok síðasta árs, og lést fyrir skömmu. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að metið verði hvort andlátið geti tengst bólusetningunni, þar sem meira en vika hafi liðið á milli hennar og andlátsins.
Sérfræðilæknar rannsaka andlátin og aukaverkanirnar
Tveir sérfræðilæknar á sviði öldrunar rannsaka fimm tilvik, þar af fjögur andlát, sem hugsanlega gætu tengst alvarlegum aukaverkunum bólusetningar við kórónuveirunni. Jafnframt hefur verið kallað eftir upplýsingum annars staðar af Norðurlöndunum og frá Lyfjastofnun Evrópu um hvort sjá megi aukna tíðni dauðsfalla hjá eldra fólki sem hefur verið bólusett í öðrum Evrópulöndum undanfarna daga og vikur. Rannsóknin er á vegum landlæknis, sóttvarnalæknis og forstjóra Lyfjastofnunar.
Fimm tilkynningar um mögulegar alvarlegar aukaverkanir
Fimm tilkynningar hafa nú borist Lyfjastofnun um mögulegar alvarlegar aukaverkanir í kjölfar bólusetningar við COVID-19. Fjórir hafa látist, allt gamalt fólk með undirliggjandi sjúkdóma en Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir litlar líkur á orsakasambandi milli bólusetningar og andlátanna.
05.01.2021 - 12:31
Óráðlegt að kljúfa sig út úr bóluefnasamningum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra hefur trú á því að búið verði að bólusetja Íslendinga fyrri hluta ársins. Bráðaleyfi fyrir bóluefnum hafi ekki komið inn á borð ríkisstjórnarinnar en það hafi verið mat Lyfjastofnunar og sóttvarnalæknis að ekki sé ráðlegt að kljúfa sig út úr samningum.
Bóluefni Moderna ekki samþykkt í Evrópu í dag
Lyfjastofnun Evrópu hefur ekki komist að niðurstöðu um hvort kórónuveirubóluefni Moderna fái markaðsleyfi í álfunni. Búist hafði verið við að ákvörðun um það yrði tekin á fundi sérfræðinganefndar stofnunarinnar í dag, en vonast er til þess að komist verði að niðurstöðu á fundi hennar á miðvikudaginn.
Þórólfur: Óvíst hvort andlátin tengist bólusetningum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að afla þurfi meiri upplýsinga um heilsufar þeirra þriggja sem látist hafa hér á landi í kjölfar kórónuveirubólusetninga áður en hægt sé að taka ákvörðun um framhald fyrirkomulags bólusetninga hér á landi. Hann segir að hafa verði í huga að um sé að ræða aldrað fólk með undirliggjandi sjúkdóma.
Þrjú dauðsföll tilkynnt í kjölfar COVID-bólusetninga
Þrír eru látnir eftir að hafa fengið bólusetningu við kórónuveirunni í síðustu viku. Þetta staðfestir Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar. Hún segir að þetta muni ekki hafa áhrif á framhald bólusetninganna hér á landi.
Óvissa um bólusetningu fyrir íslenska námsmenn erlendis
Haukur Logi Karlsson formaður SINE, sambands íslenskra námsmanna erlendis, segir að mikil óvissa sé um bólusetningu fyrir íslenska námsmenn í námslöndum þeirra. SINE sendi erindi til sóttvarnasviðs landlæknis í desember þar sem spurt var hvort íslenskir námsmenn erlendis, sem væru heima í jólafríi, gætu fengið bólusetningu áður en þeir snúa til baka. 
04.01.2021 - 11:10
Íhuga að helminga skammta bóluefna
Bandarísk heilbrigðisyfirvöld velta nú fyrir sér að hraða bólusetningum með því að gefa einhverjum hálfan skammt af bóluefni Moderna.
03.01.2021 - 22:43
Daglega eru slegin met í kórónuveirusmitum vestra
Alls greindust 277 þúsund ný kórónuveirusmit í Bandaríkjunum á laugardag. Enn einu sinni er slegið met, en aldrei hafa fleiri greinst með COVID-19 þar í landi á einum degi.
Viðtal
„Þetta er æðisleg upplifun"
Ute Helma Stelly, íbúi á dvalarheimilinu Hlíð, var fyrst Akureyringa til að fá bólusetningu við COVID-19. Uta var bólusett um klukkan hálf þrjú í dag og var hæstánægð með áfangann. Hún hvetur alla landsmenn til að þiggja bólusetningu þegar að því kemur. Það var Bryndís Björg Þórhallsdóttir, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður hjá stofnuninni, sem sprautaði Ute.
29.12.2020 - 15:23