Færslur: Bólusetningar

Svíar hyggjast hefja bólusetningar í ársbyrjun 2021
Svíar vonast til að geta hafið bólusetningar gegn kórónuveirunni á fyrsta fjórðungi næsta árs. Þetta kom fram á blaðamannafundi sænsku ríkisstjórnarinnar og heilbrigðisyfirvalda í dag. Lena Hallengren, félagsmálaráðherra Svíþjóðar, sagðist ekki vita hvaða bóluefni væri hægt að nota né hversu mikill árangur yrði að bólusetningunni.
31.08.2020 - 17:18
Bóluefni gegn Covid-19 gefið framlínustarfsfólki í Kína
Kínverjar segjast hafa gefið fólki í áhættustörfum bóluefni gegn Covid-19 síðan í júlí.
„Alltaf miklar vonir bundnar við Oxford-rannsóknina“
Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, segir að niðurstöður prófana vísindamanna við Oxford-háskóla á nýju bóluefni við kórónuveirunni lofi mjög góðu.
Hvatt til notkunar andlitsgríma
Fjöldi skráðra tilfella Covid-19 í heiminum fór yfir 13,4 milljónir í gær og hátt í sex hundruð þúsund hafa látist.
16.07.2020 - 01:37
Börn síður bólusett í faraldrinum
Milljónir barna á heimsvísu fengu ekki lífsnauðsynlegar bólusetningar á árinu. Ástæðan er rakin til COVID-nítján faraldursins. Í 68 löndum, hið minnsta, höfðu takmarkanir tengdar faraldrinum þær afleiðingar að ekki var farið með ungabörn í bólusetningu við sjúkdómum eins og barnaveiki, mislingum, stífkrampa og kíghósta.
Enn fjölgar smituðum vestra
Á hverjum degi greinast nú fimm þúsund ný kórónuveirusmit í Texas. Þar til nýlega var meðaltalið um tvö þúsund á dag.
29.06.2020 - 03:13
Heimskviður
Farsóttir fyrri tíma, spænska veikin og COVID-19
COVID-19 er sennilega alvarlegasta farsótt sem hefur herjað á mannkynið í rúmlega öld eða frá því að spænska veikin svokallaða varð tugum milljóna að aldurtila 1918-19. Veikin var þó ekki upprunninn á Spáni, hún átti að öllum líkindum uppruna sinn í Bandaríkjunum.
30.03.2020 - 15:00
Ætla að bólusetja 45 milljónir barna gegn mislingum
Gavi, alþjóðleg baráttusamtök fyrir bólusetningum, tilkynntu í gær að þau hygðust standa fyrir bólusetningu allt að 45 milljóna barna í Asíu og Afríku gegn mislingum á næstu sex mánuðum. Samtökin starfa náið með heilbrigðisyfirvöldum víða um heim og alþjóðastofnunum á borð við Alþjóðaheilbrigðsstofnunina og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Höfuðáhersla verður lögð á bólusetningu viðkvæmasta hópsins; barna undir fimm ára aldri.
05.02.2020 - 05:43
Jessica Biel berst gegn bólusetningum
Myndir af bandarísku leikkonunni Jessica Biel, sem þekktust er fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Illusionist, Texas Chainsaw Massacre og endurgerð Total Recall, birtust í gær á Instragram-síðu Robert F. Kennedy yngri, baráttumanns gegn bólusetningum.
13.06.2019 - 09:43
Myndskeið
Samfélagið sparar milljarð á bólusetningu
Bólusetning við pneumókokkum hefur sparað íslensku samfélagi um milljarð á fimm árum, þrátt fyrir að bóluefnið sé eitt hið dýrasta í heimi. Elías Eyþórsson, læknir segir að röra-aðgerðum við eyrnabólgu hafi þó ekki fækkað.
08.06.2019 - 21:11
Viðtal
Bólusetning við hlaupabólu hefst 2020
Til stendur að hefja almenna bólusetningu við hlaupabólu á næsta ári. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf Guðnason sóttvarnarlækni í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Undirbúningur undir bólusetninguna er hafin hjá sóttvarnarlækni.
07.06.2019 - 12:10
Tapaði bólusetningamáli - Nú með hlaupabólu
18 ára bandarískur drengur sem höfðaði mál gegn menntaskólanum sínum fyrir að vera rekinn úr honum eftir að hafa neitað að vera bólusettur gegn hlaupabólu er nú með hlaupabólu. BBC hefur þetta eftir lögmanni drengsins. 
09.05.2019 - 04:53
Viðtal
Besta jólagjöfin þegar dóttirin læknaðist
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lýst því yfir að þegar kemur að heilbrigðismálum séu engar aðgerðir eins hagkvæmar og árangursríkar og bólusetningar. Dóttir Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð smitaðist af kíghósta áður en hún hafði náð aldri til að fá sína fyrstu bólusetningu og mæðgurnar gengu í gegnum erfitt tímabil.
07.05.2019 - 19:30
Bólusetning ekki skilyrði fyrir leikskólavist
Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að gera bólusetningar að skilyrði fyrir innritun barna í leikskóla borgarinnar var felld á borgarráðsfundi í gær. Fjórir borgarráðsfulltrúar meirihlutans greiddu atkvæði gegn tillögunni en þrír borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með henni.
Bóluefni við inflúensu uppurið í landinu
Bólusetningar við inflúensu hafa aldrei verið fleiri, allir 65.000 skammtar sem komu til landsins eru búnir. Flensan virðist ekki enn hafa náð sér á flug hér á landi, að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis.
23.01.2019 - 12:33
Stór hluti óbólusettra barna útlendingar
Erfitt getur reynst að ná í foreldra barna sem ekki mæta í bólusetningar. Stór hluti þeirra er af erlendum uppruna. Skýringuna gæti verið að finna í rangri skráningu í Þjóðskrá. Börn geti verið brottflutt án þess að það sé skráð.
05.09.2018 - 22:00
Gleyma að mæta í bólusetningar með börn sín
Tillaga Sjálfstæðisflokksins um að gera bólusetningar skilyrði fyrir inntöku barna í leikskóla var felld í borgarstjórn í gærkvöld. Sóttvarnarlæknir segir að gripið hafi verið til aðgerða til þess að auka hlutfall bólusettra barna - en lausnin felist helst í bættu verklagi hjá heilsugæslunni.
05.09.2018 - 12:13
Bólusetningarmálið mikla
Bólusetningar, eins spennandi og þær hljóma, hafa verið mikið í umræðunni undanfarið. Sú tillaga var lögð fram í borgarstjórn Reykjavíkur að gera ætti það sem skyldu að barn sé bólusett til þess að það fái inngöngu í leikskóla.
05.09.2018 - 11:41
Mikilvægt að bólusetja börn á réttum aldri
Mjög mikilvægt er að börn séu bólusett á réttum aldri, að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sérstaklega er mikilvægt að átján mánaða börn séu bólusett gegn mislingum þar sem mislingatilvikum hafi fjölgað í Evrópu.
27.07.2018 - 14:20
Engin bólusettra fékk leghálskrabbamein
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Norðurlöndum sýna fram á góðan árangur af bólusetningum gegn leghálskrabbameini og forstigsbreytingum þess. Niðurstöðurnar voru nýlega birtar í læknatímaritinu Clinical Infectious Diseases.
15.11.2017 - 14:00
Órökrétt og ruglandi niðurstaða Evrópudómstóls
Dómstólar Evrópuríkja mega úrskurða að bólusetningar valdi sjúkdómum, þrátt fyrir að engar vísindalegar sannanir séu fyrir tengslum á milli bóluefnisins og sjúkdómsins. Evrópudómstóllinn komst að þessari niðurstöðu í dag.
22.06.2017 - 01:39
Mislingafaraldur í Bandaríkjunum
34 hafa veikst af mislingum í Minnesota í Bandaríkjunum á síðustu vikum. Washington Post segir þetta stærsta mislingafaraldur í ríkinu í þrjá áratugi. Ellefu börn hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús. Mislingum var útrýmt í Bandaríkjunum árið 2000, að sögn heilbrigðisyfirvalda.
06.05.2017 - 11:00
Mislingafaraldur í Minnesota
Yfir þrjátíu mislingatilfelli hafa greinst í Minnesotaríki Bandaríkjanna síðustu daga. Tilfellin voru einangruð við eina sýslu, en heilbrigðisyfirvöld staðfestu við CBS fréttastöðina í Minnesota að sjúkdómurinn hafi greinst í fjórum sýslum. Í öllum tilfellum eru sjúklingarnir börn upp að fimm ára aldri. Heilbrigðisyfirvöld brýna fyrir fólki að bólusetja börnin sín.
29.04.2017 - 04:48
17 börn dáin úr mislingum í Rúmeníu
Sautján börn hafa látist af völdum mislinga í Rúmeníu frá því í september í fyrra. Ekkert þeirra var bólusett gegn sjúkdómnum. 1940 smituðust af mislingum í Rúmeníu árið 2016. Árið áður, 2015, voru einungis sjö tilfelli skráð í Rúmeníu. Talið er að ástæðan sé fátækt og andstaða við bólusetningar.
13.03.2017 - 19:15
Mislingar meðal óbólusettra í Los Angeles
Að minnsta kosti 18 tilfelli mislinga hafa greinst í Los Angeles og nágrenni undanfarið. Þetta staðfestu heilbrigðisyfirvöld borgarinnar í gær. Flestir hinna smituðu hafa ekki verið bólusettir.
24.01.2017 - 04:56