Færslur: Bólusetningar

Lömunarveikiveira greinist í skolpi í Lundúnum
Veira sem valdið getur mænusótt, öðru nafni lömunarveiki, hefur greinst í óvenjumörgum sýnum sem tekin hafa verið úr skolpkerfi Lundúnaborgar, höfuðborgar Bretlands að undanförnu. Breska ríkisútvarpið BBC hefur þetta eftir heilbrigðisyfirvöldum.
23.06.2022 - 01:33
Evrópusambandið undirbýr viðbrögð við apabólunni
Evrópusambandið hefur hafið undirbúning að kaupum á bóluefnum og lyfjum gegn apabólu. Fulltrúi framkvæmdastjórnar sambandsins greindi fréttaritara AFP-fréttaveitunnar frá þeirri fyrirætlan í gær.
Austurríkisforseti staðfestir lög um skyldubólusetningu
Alexander Van der Bellen forseti Austurríkis staðfesti í dag lög varðandi upptöku almennrar bólusetningarskyldu. Læknir býst við að fleiri þiggi bólusetningu í kjölfarið.
Sjónvarpsfrétt
Atvinnurekendur þurfa að upplýsa um bólusetningar
Forstöðumaður farsóttahúsa segir að margir sem vinna tímabundið á Íslandi búi við óviðunandi aðstæður og séu meðal þeirra sem þurfa forgang í sóttvarnahús. Fjöldi verkamanna sem kom með leiguflugvél í síðustu viku greindist með covid. Atvinnurekendur þurfi að upplýsa starfsfólk sitt um að það hafi aðgengi að bólusetningu hér á landi.
08.01.2022 - 20:33
Varaþingmaður sendi „ósmekklegt“ bréf um bólusetningar
Arnar Þór Jónssson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður, sendi bréf á dögunum, fyrir hönd Samtakanna frelsi og ábyrgðar, um bólusetningar barna til fjölda einstaklinga og stofnana. Bréfið má túlka sem einskonar viðvörun um að þau verði kölluð til ábyrgðar vegna bólusetninganna. Formaður skólastjórafélagsins segir þeim þykja bréfið „ósmekklegt“ og ekki hafi hvarflað að honum að undirrita mótttöku þess, líkt og krafist er í bréfinu.
Rýmka sóttkvíarreglur fyrir þríbólusetta
Heilbrigðisráðherra samþykkti síðdegis rýmkaðar reglur um sóttkví fyrir þá sem fengið hafa þrjár bólusetningar, í samræmi við tillögur sóttvarnarlæknis. Reglurnar gilda einnig fyrir þá sem hafi fengið tvær bólusetningar og hafa jafnað sig af staðfestu covid-smiti. Reglurnar hafa þegar tekið gildi.
07.01.2022 - 17:55
Danir slaka á kröfum um sóttkví
Danir sem hafa umgengist covid-smitaða sjúklinga þurfa ekki að fara í sóttkví nema að þeir hafi orðið útsettir fyrir smiti á heimili sínu. Dönsk heilbrigðisyfirvöld kynntu nýja reglugerð í dag.
20.12.2021 - 16:51
Sjónvarpsfrétt
Börn finni frekar aukaverkanir af Covid en af bóluefnum
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir það sé algengara að börn fái aukaverkanir eftir að smitast af kórónuveirunni, en af bólusetningu gegn veirunni. Bólusetningar fimm til ellefu ára barna hefjast eftir áramót og er bóluefni frá Pfizer væntanlegt í lok mánaðar. Bólusett verður í grunnskólum landsins.
Vel gengur að bólusetja á landsbyggðinni
Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni eru komnar mislangt með að bólusetja með örvunarskammti. Á Austurlandi hafa hlutfallslega flestir fengið örvunarskammt en fæstir á Suðurnesjum.
Ætla að bólusetja sex þúsund manns á Akureyri í vikunni
Raðir hafa myndast í morgun fyrir utan slökkvistöðina á Akureyri þar sem von er á um sex þúsund manns fái örvunarbólusetningu næstu tvo daga. Yfirhjúkrunarfræðingur segir mætinguna góða það sem af er degi.
08.12.2021 - 13:30
Ellefu andvana fæðingar í Danmörku tengdar COVID-19
Ellefu andvana fæðingar eru skráðar í Danmörku undanfarna sex mánuði sem taldar eru tengjast kórónuveirusmiti móðurinnar. Fyrsta árið sem faraldurinn geisaði voru fjögur slík tilfelli skráð í landinu. Sérfræðingur í kvensjúkdómalækningum hvetur danskar konur til bólusetningar.
Nýgengi sjúkrahúsinnlagna óbólusettra 68 sinnum hærra
Samkvæmt nýjustu tölum Covid.is er nýgengi sjúkrahúsinnlagna meðal óbólusettra 68 sinnum hærra en þeirra sem hafa fengið örvunarbólusetningu. 14 daga nýgengi þeirra sem ekki eru fullbólusettir er nú 34, fullbólusettra er 5,9 en nýgengi þeirra sem hlotið hafa örvunarbólusetningu er 0,5.
Það gefi ekki síðri vörn að blanda bóluefnum
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir segir ekki síðri vörn gegn kórónuveirusmiti að fá örvunarskammt með öðru bóluefni en fólk hafi fengið í fyrsta eða öðrum skammti. Hann telji ekki aukna áhættu á aukaverknunum með því að blanda bóluefnum, heldur sé fremur horft til áhættu aukaverkana hvers bóluefnis með tilliti til aldurs.
Strætisvagn notaður í bólusetningarátaki
Á næstunni verður strætisvagni ekið um götur höfuðborgarinnar og fólki boðið inn til að þiggja bólusetningu gegn COVID-19. Vagninn fer víða um höfuðborgarsvæðið og á mismunandi tímum. Þangað getur það fólk leitað sem ekki hefur þegar fengið bólusetningu.
Örvunarbólusetningar viðbragðsaðila komnar vel á veg
Stefnt er að því að ljúka bólusetningum viðbragðsaðila með þriðja skammti bóluefnis gegn COVID-19 í næstu viku. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að bólusetningarnar gangi vel. Von bráðar verði lögreglumenn, slökkvilið, heilbrigðisstarfsfólk og allir landsmenn yfir sjötugt búnir að fá boð í þriðja skammt bóluefnis.
COVID-19 smitum fjölgar og takmarkanir hertar til muna
Heimsfaraldur kórónaveirunnar geisar sem aldrei fyrr í Þýskalandi. þar sem fleiri smit greindust í gær en nokkru sinni áður. Yfirvöld boða hertar aðgerðir og mjög auknar skorður við ferða- og athafnafrelsi óbólusettra þar í landi.
Öllum Þjóðverjum boðinn örvunarskammtur
Öllum Þjóðverjum á bólusetningaraldri mun bjóðast örvunarskammtur, eða þriðja sprautan af bóluefni gegn COVID-19, áður en langt um líður. Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, tilkynnti þetta eftir fund með heilbrigðisráðherrum hinna 16 sambandsríkja Þýskalands á föstudag.
2% þeirra sem smitast þurfa sjúkrahúsinnlögn
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað undanfarið, í gær greindust 144 innanlands og rúmlega þúsund eru smitaðir og í einangrun. Af þeim sem greindust í gær voru fimmtíu á Akranesi þar sem hópsmit hjá unglingum hefur breiðst hratt út í skóla í bænum. Faraldurinn er í línulegum vextir segir Alma Möller, landlæknir og bendir á að um 2% þeirra sem smitast nú þurfi að leggjast inn á sjúkrahús og hafi ekki lækkað frá því sumar en hlutfallið var 4% fyrir bólusetningu.
Leyfa bólusetningar 5-11 ára með Pfizer
Lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa bólusetningar fyrir börn eldri en fimm ára með bóluefni Pfizer/BioNTech. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að meirihluti sérfræðinga sem ráðleggja stofnuninni gáfu út að kostir bólusetningarinnar vægju þyngra en ókostir.
Ólga vegna bólusetningarskyldu í New York
Ráðamenn New York borgar í Bandaríkjunum, búa sig undir manneklu meðal lögreglu- og slökkviliðsmanna, sem og annarra opinberra starfsmanna. Ástæðan er að starfsfólki stéttanna hefur verið gefinn frestur til mánudags til þess að láta bólusetja sig gegn COVID-19. Þeir sem kjósi að láta ekki bólusetja sig verða sendir í launalaust leyfi.
Tæp 98% starfsmanna Sjúkrahússins á Akureyri bólusettir
Nær allir starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri eru fullbólusettir. Forstjóri sjúkrahússins segir þá sem ekki hafi þegið bólusetningu hafa fyrir því góðar ástæður. Spítalinn er viðbúinn fjölgun smita.
28.10.2021 - 14:25
Sjónvarpsfrétt
Skoða þurfi bólusetningar barna með opnum huga
Sóttvarnalæknir segir að skoða þurfi bólusetningar ungra barna við kórónuveirusmiti með opnum huga. Sextugum og eldri verður nú boðin þriðja sprautan og til skoðunar er að bjóða hana yngra fólki.
Spegillinn
Bólusetning leysir ekki allan COVID-vandann
Eftir að vera í fararbroddi í að bólusetja gegn COVID-19 hafa Bretar nú tapað þeirri forystu. Ensk heilbrigðisyfirvöld felldu niður varnir í sumar, aðrir landshlutar hafa farið sér hægar. Vonir um að víðtæk bólusetning myndi eins og sér ráða niðurlögum veirufaraldursins hafa ekki gengið eftir. Nýjum tilfellum fjölgar mjög, nýtt breskt Delta-afbrigði komið upp. Vetrarhorfurnar eru því heldur kvíðvænlegar þó vísindamenn búist ekki að það verði þörf á lokunum líkt og í fyrravetur.
Skoða hópmálsókn vegna óreglulegra blæðinga
Konur sem telja að bólusetning gegn kórónuveirunni hafi breytt tíðahring þeirra, skoða hvort fara skuli í hópmálsókn gegn íslenska ríkinu. ­Þær segja rannsókn á málinu hafa verið ófullkomna og engu svarað.
Þú veist betur
Von um að baráttan við COVID-19 færi okkur HIV-bóluefni
Kristjana Ásbjörnsdóttir, lektor í faraldsfræði við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, segir að rannsóknir og framþróun á sviði bólusetninga í heimsfaraldri COVID-19 geti leitt til þess að hægt verði að bólusetja fólk gegn HIV-veirunni.