Færslur: Bólusetningar

Spegillinn
Bólusetning leysir ekki allan COVID-vandann
Eftir að vera í fararbroddi í að bólusetja gegn COVID-19 hafa Bretar nú tapað þeirri forystu. Ensk heilbrigðisyfirvöld felldu niður varnir í sumar, aðrir landshlutar hafa farið sér hægar. Vonir um að víðtæk bólusetning myndi eins og sér ráða niðurlögum veirufaraldursins hafa ekki gengið eftir. Nýjum tilfellum fjölgar mjög, nýtt breskt Delta-afbrigði komið upp. Vetrarhorfurnar eru því heldur kvíðvænlegar þó vísindamenn búist ekki að það verði þörf á lokunum líkt og í fyrravetur.
Skoða hópmálsókn vegna óreglulegra blæðinga
Konur sem telja að bólusetning gegn kórónuveirunni hafi breytt tíðahring þeirra, skoða hvort fara skuli í hópmálsókn gegn íslenska ríkinu. ­Þær segja rannsókn á málinu hafa verið ófullkomna og engu svarað.
Þú veist betur
Von um að baráttan við COVID-19 færi okkur HIV-bóluefni
Kristjana Ásbjörnsdóttir, lektor í faraldsfræði við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, segir að rannsóknir og framþróun á sviði bólusetninga í heimsfaraldri COVID-19 geti leitt til þess að hægt verði að bólusetja fólk gegn HIV-veirunni.
Kveikur
Tala um hræðslu og þöggunartilburði meðal lækna
Tveir læknar sem hafa gagnrýnt sóttvarnayfirvöld segja hálfgerða þöggunartilburði viðgangast innan læknasamfélagsins á Íslandi. Skoðanaskipti lækna á opinberum vettvangi séu talin ógna trausti fólks til bóluefna.  
05.10.2021 - 09:45
Tilkynningum um aukaverkanir fækkar með haustinu
Fjöldi tilkynninga um aukaverkanir lyfja hefur verið nokkuð stöðugur milli mánaða frá því í maí, eða frá 560-600. Gögn lyfjastofnunar sýna þó að þeim fer lítillega fækkandi með haustinu og bárust stofnuninni 547 tilkynningar tengdar bóluefnum gegn COVID-19 í ágúst.
Stökkbreytt afbrigði draga úr vonum um hjarðónæmi
Umdæmisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu er efins um að viðnám bóluefna dugi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Ný stökkbreyttt afbrigði veirunnar draga úr vonum um að hjarðónæmi náist.
Sjónvarpsfrétt
„Heilt yfir hefur staðan batnað mjög mikið”
Yfirlæknir COVID-göngudeildar Landspítalans býst við afléttingum takmarkana í takt við þróun faraldursins sem er á niðurleið. Skimanir með hraðprófum hefjast við Suðurlandsbraut á næstunni. Fjórða bylgja faraldursins er í rénun og allt á réttri leið. Smitum, innlögnum og alvarlegum veikindum fækkar.
Smitum heldur áfram að fjölga í Eyjaálfu
COVID-19 smitum heldur áfram að fjölga í Ástralíu og á Nýja Sjálandi, þar sem heilbrigðisyfirvöld eru tekin að efast um að svokölluð „Núll-covid"-stefna þeirra sé raunhæfur möguleiki eftir tilkomu hins bráðsmitandi delta-afbrigðis kórónaveirunnar. Öll smit sumarsins í ríkjunum tveimur eru af þeim skæða stofni.
175 tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir
Alls hafa Lyfjastofnun borist 175 tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir eftir bólusetningar við COVID-19, þar af flestar í kjölfar bólusetningar með Pfizer. Stofnunin segir mikilvægt að hafa í huga að ekki sé hægt enn að segja til um orsakasamhengi milli tilvikanna og bólusetninga.
Á taugadeild Landspítalans degi eftir bólusetningu
Nítján ára kona liggur á taugadeild Landspítalans eftir að hafa skyndilega lamast fyrir neðan mitti á föstudag.
Fjórðungur sjúklinga á Vogi og Vík ekki fullbólusettur
SÁÁ hóf á dögunum samstarf við Heilsugæsluna um bólusetningar skjólstæðinga sinna. Þetta var ákveðið þegar í ljós kom að aðeins fjórðungur þeirra sem lágu inni á Vogi og Vík var ekki bólusettur, eða aðeins hálfbólusettur. Þóra Björnsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Vogi, segir að margir þeirra séu í áhættuhópum og því hafi verð byrjað að keyra þá í bólusetningu.
Gæta þurfi að orðræðu um þriðju bólusetningu
Víða í Evrópu hefur verið rætt um þriðju umferð bólusetninga að undanförnu eða svokallaða örvunarskammta. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur þá hvatt ríki til þess að bíða með þriðju bólusetninguna. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði meðal annars í umræðuþættinum Sprengisandi í morgun að nú væri helsta áskorun okkar að hefja örvunarbólusetningar hjá ákveðnum hópum. Þó sé ekki í forgangi að bjóða almenningi upp á þriðju bólusetninguna.
08.08.2021 - 19:09
Heilsugæslan búin að skipuleggja bólusetningar barna
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur birt skipulag bólusetningar 12-15 ára barna á höfuðborgarsvæðinu á vef sínum. Þær eiga að fara fram í Laugardalshöll 23. og 24. ágúst.
07.08.2021 - 18:17
Bólusetning barna mun öruggari en sjúkdómurinn
Lektor í líftölfræði segir ekki hægt að tala um að engar takmarkanir verði á skólastarfi þegar viðbúið er að nemendur og starfsfólk verði send í sóttkví. Það muni gerast fljótlega eftir að skólastarf hefst en að bólusetning barna minnki líkurnar á því.
Um klukkustundar bið eftir sýnatöku í dag
Nokkuð löng röð hefur verið við Heilsugæsluna á Suðurlandsbraut í dag, þar sem rúmlega 4000 manns voru boðaðir í COVID-19 sýnatökur. Röðin nær nú inn að Ármúla og hefur biðin í röðinni verið í kring um klukkustund.
Þjóðverjar ætla að bjóða upp á örvunarskammt bóluefna
Þjóðverjar hyggjast bjóða eldra fólki og fólki í áhættuhópum svokallaðan örvunarskammt af bóluefnum gegn COVID-19. Eins er ætlunin að gefa börnum á aldrinum 12 til 17 ára kost á bólusetningu.
Landamæri Sádi Arabíu opnuð að nýju
Yfirvöld í Sádi Arabíu tilkynntu í dag að landamæri ríkisins verði opnuð fullbólusettum, erlendum ferðamönnum eftir sautján mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Ströng skilyrði um aðgang óbólusettra að mannamótum verða tekin upp um mánaðamótin.
Myndskeið
Handtekin fyrir öskur og óspektir við bólusetningaröð
Lögreglan handtók konu við Suðurlandsbraut í morgun þar sem bólusetningar þungaðra kvenna hófust klukkan níu. Konan var með mikil læti og mótmælti bólusetningunum, veittist að heilbrigðisstarfsfólki og lét öllum illum látum. Konunum sem voru að mæta í bólusetningu var verulega brugðið. Konunni var sleppt úr haldi laust fyrir hádegi.
Hundrað komast í bólusetningu í höfuðborginni á dag
Ásókn í bólusetningu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist mikið síðustu daga. Framkvæmdastjóri lækninga segir að líklega verði fólki sem fékk Janssen-efnið ekki gefin önnur sprauta fyrr en í ágúst, en heilsugæslan bíði fyrirmæla sóttvarnalæknis. 
Heimastjórn Grænlands íhugar upptöku bólusetningarpassa
Heimastjórnin á Grænlandi íhugar nú að taka upp bólusetningarvegabréf. Þeim sem ekki hafa fengið bólusetningu verður þá óheimilt að heimsækja fjölmenna staði á borð við kaffihús og líkamsræktarstöðvar. Ungmennum verður boðið upp á bólusetningu nú í vikunni.
Ráðherrar sýna landsmönnum virðingarleysi
Þingflokksformenn Samfylkingar og Pírata styðja hertar sóttvarnaaðgerðir á landamærum. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir það virðingarleysi gagnvart landsmönnum að ráðherrar rífist innbyrðis í fjölmiðlum í stað þess að tryggja stuðning við aðgerðir ríkisstjórnarinnar.
Sextán innanlandssmit í gær þar af tíu utan sóttkvíar
Sextán greindust með COVID-19 innanlands í gær, tíu þeirra voru utan sóttkvíar. Þá greindist eitt kórónuveirusmit á landamærunum í gær. Smitrakning stendur yfir en eftir daginn í gær eru 124 í einangrun og 385 í sóttkví.
Mótmæla reglum um bólusetningar í Frakklandi
Fjölmenn mótmæli hafa farið fram í Frakklandi í vikunni eftir að ríkisstjórn Emmanuels Macron ákvað á mánudag að öllu heilbrigðisstarfsfólki bæri að fara í bólusetningu.
18.07.2021 - 12:15
Milljónir barna missa af mislingasprautu vegna COVID-19
Sameinuðu þjóðirnar greina frá áhyggjum sínum yfir því að heimsfaraldurinn hafi hægt á almennum bólusetningum barna á heimsvísu. Óttast samtökin að milljónir barna séu þar með berskjaldaðar gegn mislingum og öðrum hættulegum sjúkdómum.
Myndskeið
Kátt í höllinni frá morgni til kvölds
Síðasti stóri bólusetningardagurinn var í Laugardalshöll var í dag. Það var létt stemning í höllinni, bæði meðan á bólusetningu stóð og að henni lokinni. Vel á tíunda þúsund mættu í Laugardalshöll í dag, þennan síðasta stóra bólusetningardag, og var hálfgerð karnivalstemning í höllinni.