Færslur: Bólusetningar

Pútín fékk seinni bólusetningu við COVID í dag
Þrátt fyrir að þrjár tegundir af bóluefni við COVID-19 séu framleiddar í Rússlandi, þar á meðal Sputnik, eru aðeins um sex prósent landsmanna fullbólusettir. Forseti landsins var bólusettur í dag og hvatti fólk til gera það sama.
14.04.2021 - 21:54
Stór bólusetningardagur í Danmörku
Bólusetja á 100 þúsund manns í Danmörku við COVID-19 í dag með bóluefnum frá Pfizer og Moderna. Í byrjun árs greindu dönsk heilbrigðisyfirvöld frá því að stefnt væri að því að bólusetja 100 þúsund á dag og á það reynir núna.
12.04.2021 - 09:11
Sjónvarpsfrétt
Markmið um bólusetningu gætu náðst fyrir miðjan júlí
Fyrstu skammtar af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Miðað við fyrirliggjandi dreifingaráætlanir lyfjaframleiðenda og væntingar um aukna framleiðslu ætti markmið stjórnvalda um að bólusetja 280 þúsund manns fyrir miðjan júlí að nást. 
Annasöm vika framundan í bólusetningum
Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er bjartsýnn að bólusetning 280 þúsund Íslendinga náist á tilsettum tíma. Hann sagði í kvöldfréttum sjónvarps að framundan væri annasöm vika í bólusetningum.
Finna ekki tengsl milli bóluefnis Janssen og blóðtappa
Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið segist ekki hafa fundið orsakasamhengi á milli bólusetningu með bóluefni Janssen og blóðtappa. Evrópska lyfjaeftirlitið rannsakar fjögur tilfelli blóðtappa sem mynduðust eftir að viðkomandi voru bólusettir með efninu.
10.04.2021 - 04:30
AstraZeneca afhendir helmingi færri skammta en til stóð
Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur tilkynnt að um það bil helmingi færri skammtar bóluefnis þess verði afhentir ríkjum Evrópusambandsins í næstu viku en til stóð. Það eigi einnig við um Noreg og Ísland.
Trudeau hvetur til hertra sóttvarnaraðgerða
Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hvetur til þess að sóttvarnaraðgerðir verði hertar í öllum fylkjum landsins þar sem bólusetningar ná ekki að halda í við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins þar í landi.
Myndskeið
Telur hann tilheyra viðkvæmasta hópnum
Móðir manns með fjölþætta fötlun furðar sig á því að fá ekki svör um hvaða forgangshópi hann tilheyri, margir í svipaðri stöðu hafi þegar verið bólusettir. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fullyrðir að enginn hafi gleymst.
Spegillinn
Of fljótt slakað á aðgerðum víða í Evrópu
Jóhanna Jakobsdóttir lektor í líftölfræði við Háskóla Íslands segir að þrátt fyrir að mörg lönd í Evrópu hafi gripið til harðra sóttvarnaraðgerða í Covidfaraldrinum, og náð góðum tökum á honum, þá hafi stjórnvöld gert þau mistök að slaka of fljótt á. Þess vegna sé staðan eins og hún er í álfunni.
Tékkum heimilt að skylda börn í bólusetningu
Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp þann úrskurð í dag að yfirvöldum í Tékklandi væri heimilt að skylda ung, börn í bólusetningu við ýmsum sjúkdómum. Málið höfðuðu fjölskyldur sem höfðu hlotið sekt fyrir að neita að mæta með börn sín til bólusetningar. 
Myndskeið
Mæta og biðja um sprautu
Talsvert er um að fólk, sem ekki er skráð í kórónuveirubólusetningu, mæti á bólusetningarstaði og biðji um sprautu. Ekki er orðið við slíkum beiðnum, en þegar bóluefni verður afgangs er það boðið fólki á lista farsóttarnefndar Landspítala.
Myndskeið
Fullbólusettir gengu út úr Höllinni í dag
Von er á um 4.000 manns í kórónuveirubólusetningu með bóluefni Pfizer í Laugardalshöll í dag. Sumir eru að fá sína fyrstu sprautu og aðrir þá síðari. Þetta er 58. dagurinn sem er bólusett gegn COVID-19 hér á landi síðan bólusetningar hófust hér í lok desember.
Tilkynna um niðurstöður rannsókna á AstraZeneca í dag
Lyfjastofnun Evrópu ætlar í dag klukkan 14:00, að íslenskum tíma, að halda upplýsingafund og tilkynna um niðurstöður rannsóknar á mögulegum tengslum bóluefnis AstraZeneca við COVID-19 og blóðtappa. Komið hafa upp nokkur tilfelli þar sem nýlega bólusett fólk hefur fengið blóðtappa.
„Það vék sér að mér brosmild kona“
Fjögur þúsund manns fengu bólusetningu í Laugardalshöll í dag með bóluefni Astra Zeneca. Á meðal þeirra var Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 
26.03.2021 - 19:15
Delta byrjar að fljúga til Íslands að nýju
Bandaríska flugfélagið Delta hefur þann 1. maí daglegt flug milli Íslands og þriggja borga í Bandaríkjunum. Boston bætist nú við New York og Minneapolis en þangað hefur Delta flogið undanfarin ár að undanskildu 2020.
Þreifingar hafnar við Rússa um kaup á Spútnik V
Ríkisstjórnin skoðar nú hvort Ísland geti samið við Rússa um kaup á Spútnik V- bóluefninu framhjá Evrópusamstarfinu. Forsætisráðherra segir Ísland standa nokkuð vel með tilliti til bólusetningar, af Norðurlöndunum séu hlutfallslega flestir fullbólusettir hér og í Danmörku. Afhendingaráætlun Janssen sé farin að skýrast og aftur farið að bólusetja með Astra Zeneca. 
26.03.2021 - 12:44
Mikill fjöldi bólusettur í Laugardalshöll í dag
Sex greindust innanlands í gær, þar af var einn utan sóttkvíar. Mikið hefur fjölgað í sóttkví frá í gær. Stefnt er að því að bólusetja 4000 manns í Laugardalshöllinni í dag með bóluefni Astra Zeneca, fyrrverandi landlæknir var þar á meðal. 
Lokaatlagan í glímunni við faraldurinn er framundan
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir baráttuna við heimsfaraldur vera eins og að klífa mjög hátt fjall. Straumhvörf séu um þessar mundir með bólusetningum og leiðarendinn nálgist. Á síðari hluta ársins taki því við allt annar veruleiki. 
Jansen bóluefnið væntanlegt 16. apríl
Fyrstu skammtarnir af Jansen bóluefninu eiga að berast í næsta mánuði að sögn umsjónarmanns bóluefnadreifingar hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Aðeins þarf að bólusetja einu sinni með Jansen bóluefninu frá Johnson og Johnson.
Spegillinn
Eitt ár síðan veiran lokaði Bretlandi
Það er ár síðan Covid-19 lokaði Bretlandi og Bretar horfa yfir farinn veg. Bólusetningin gengur vel, þó efasemdir um hvenær lífið komist aftur í samt horf og svo er það sorglegt met Breta í dauðsföllum, sem var minnst á hádegi í dag með klukknahljómi.
23.03.2021 - 18:52
Viðtal
Telur ýmsu ósvarað um litakóðunarkerfið
Magnús Gottfreðsson, læknir og prófessor í smitsjúkdómum, setur spurningamerki við ýmislegt tengt litakóðunarkerfinu sem taka á upp á landamærunum 1. maí. Samkvæmt kerfinu verða mis strangar reglur í gildi um komufarþega eftir því hver staða faraldursins er í því landi sem þeir koma frá. Tilkynnt var í vikunni að slíkt kerfi myndi taka gildi 1. maí.
20.03.2021 - 16:53
Heimsglugginn: Úlfúð og illindi í alþjóðasamskiptum
Úlfúð og illindi ríkja nú víða í alþjóðasamskiptum. Rússar hafa kallað sendiherra sinn heim frá Washington eftir að Bandaríkjaforseti svaraði játandi spurningu um hvort Vladimír Pútín Rússlandsforseti væri morðingi. Þá sökuðu Bandaríkjamenn Rússa um afskipti af kosningunum vestra í fyrra. Í Evrópu ganga hnútur á milli Breta og Evrópusambandsins.
Spegillinn
Faraldurinn hefur áhrif á kosningar í Þýskalandi
Covid-19 faraldurinn, viðbrögðin við honum og tafir á bólusetningu setja svip sinn á þýsk stjórnmál um þessar mundir. Kosið verður til sambandsþingsins í september, en kosningaúrslti í tveimur ríkjum af sextan á sunnudag eru taldar gefa vísbendingar um hvað gerist í haust.
16.03.2021 - 09:06
Spegillinn
Fresta að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma
Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að ákvörðun um að hætta í bili að gefa bóluefni frá AstraZeneca sé áfall. Fresta verður að bólusetja 2000 einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma sem áttu að fá sprautu á miðvikudaginn.
Spegillinn
Rofar til á bóluefnamarkaði
Forstjóri Lyfjastofnunar segir að með aukinni framleiðslugetu stærstu lyfjaframleiðendanna sé að rofa til á bóluefnamarkaðinum. Stutt sé í að markaðsleyfi verði gefið út fyrir bóluefni frá Janssen. Ísland hefur samið um kaup á bóluefni frá Janssen fyrir 235 þúsund manns. Aðeins þarf eina sprautu af Janssen-bóluefninu.
08.03.2021 - 17:00