Færslur: Bólusetningar

Hundrað komast í bólusetningu í höfuðborginni á dag
Ásókn í bólusetningu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist mikið síðustu daga. Framkvæmdastjóri lækninga segir að líklega verði fólki sem fékk Janssen-efnið ekki gefin önnur sprauta fyrr en í ágúst, en heilsugæslan bíði fyrirmæla sóttvarnalæknis. 
Heimastjórn Grænlands íhugar upptöku bólusetningarpassa
Heimastjórnin á Grænlandi íhugar nú að taka upp bólusetningarvegabréf. Þeim sem ekki hafa fengið bólusetningu verður þá óheimilt að heimsækja fjölmenna staði á borð við kaffihús og líkamsræktarstöðvar. Ungmennum verður boðið upp á bólusetningu nú í vikunni.
Ráðherrar sýna landsmönnum virðingarleysi
Þingflokksformenn Samfylkingar og Pírata styðja hertar sóttvarnaaðgerðir á landamærum. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir það virðingarleysi gagnvart landsmönnum að ráðherrar rífist innbyrðis í fjölmiðlum í stað þess að tryggja stuðning við aðgerðir ríkisstjórnarinnar.
Sextán innanlandssmit í gær þar af tíu utan sóttkvíar
Sextán greindust með COVID-19 innanlands í gær, tíu þeirra voru utan sóttkvíar. Þá greindist eitt kórónuveirusmit á landamærunum í gær. Smitrakning stendur yfir en eftir daginn í gær eru 124 í einangrun og 385 í sóttkví.
Mótmæla reglum um bólusetningar í Frakklandi
Fjölmenn mótmæli hafa farið fram í Frakklandi í vikunni eftir að ríkisstjórn Emmanuels Macron ákvað á mánudag að öllu heilbrigðisstarfsfólki bæri að fara í bólusetningu.
18.07.2021 - 12:15
Milljónir barna missa af mislingasprautu vegna COVID-19
Sameinuðu þjóðirnar greina frá áhyggjum sínum yfir því að heimsfaraldurinn hafi hægt á almennum bólusetningum barna á heimsvísu. Óttast samtökin að milljónir barna séu þar með berskjaldaðar gegn mislingum og öðrum hættulegum sjúkdómum.
Myndskeið
Kátt í höllinni frá morgni til kvölds
Síðasti stóri bólusetningardagurinn var í Laugardalshöll var í dag. Það var létt stemning í höllinni, bæði meðan á bólusetningu stóð og að henni lokinni. Vel á tíunda þúsund mættu í Laugardalshöll í dag, þennan síðasta stóra bólusetningardag, og var hálfgerð karnivalstemning í höllinni.
Myndskeið
Stjórnvöld hugi að bólusetningum barna eftir rannsóknir
Ekki er ástæða til að bólusetja börn á aldrinum 12 til 15 ára gegn Covid-19 á meðan smittíðni á Íslandi er lág segir prófessor í ónæmisfræði. Hins vegar eru börn óvarin fyrir delta-afbrigði veirunnar og því ættu stjórnvöld að íhuga bólusetningar þegar frekari niðurstöður úr rannsóknum liggja fyrir.
Beðið með bólusetningar fyrir börn
Með nýrri reglugerð er heimilt að bólusetja börn hér á landi sem náð hafa 12 ára aldri, óski foreldrar þess. Allnokkur aðsókn er hjá foreldrum í slíka bólusetningu fyrir börn sín en þar sem frekari rannsókna er beðið hefur verið ákveðið að bíða átekta til hausts.
Mikil aðsókn í Pfizer: Aðeins 1000 skammtar eftir
Mikill fjöldi fólks stendur nú í röð við Laugardalshöll þar sem bólusett er með bóluefni Pfizer í dag. Þegar fréttin er skrifuð voru aðeins þúsund skammtar eftir af bóluefninu og því ekki víst að nóg sé til fyrir alla. Eftir klukkan þrjú í dag var öllum velkomið að freista þess að fá Pfizer-sprautu.
23.06.2021 - 15:30
„Engin ástæða til að ætla að fólk sé að svindla“
Á samfélagsmiðlum hefur komið upp sú umræða að ungt fólk mæti í Laugardalshöll, láti skrá sig inn en láti sig svo hverfa. Það sleppi þá út óbólusett en með vottorð upp á bólusetningu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir enga ástæðu til að ætla að fólk sé að svindla á þennan hátt. Vörður sé við dyrnar í Laugardalshöll og sé fólk afskráð ætli það að snúa við.
Forsendur til að draga enn úr höftum
Allar forsendur eru til þess að auka tilslakanir vegna faraldursins, að mati sóttvarnalæknis. Staðan hér á landi sé góð. Útbreiddur faraldur verði ekki en hópsmit geti komið upp hjá óbólusettum og gott að fara með gát.
Lítill Janssen-dagur á fimmtudag eða ekkert bólusett
Allsendis óvíst er hvort bóluefnið AstraZeneca berst fyrir fimmtudag. Hugsanlega verður lítill Janssen-dagur þá ef eftirspurn er næg en annars engin bólusetning.
21.06.2021 - 10:25
Líklega frestast seinni bólusetning með AstraZeneca
Farið er að hilla undir lok fjöldabólusetninga víða um land enda helmingur þjóðarinnar fullbólusettur og þriðjungur til viðbótar kominn með fyrri skammtinn. Líklega verða tafir á afhendingu síðustu sendingarinnar af bóluefni AstraZeneca. 
20.06.2021 - 12:00
Sjónvarpsfrétt
Margir svangir og þyrstir eftir bólusetningu
Ungir frumkvöðlar voru með mat og drykk til sölu fyrir utan Laugardalshöll í dag til að safna fyrir kostnaði við parkour-mót. Þeir segja að margir séu svangir og þyrstir eftir bólusetningu
Fyrri bólusetningu brátt lokið á Norðurlandi
Í dag fékk Heilbrigðisstofnun Norðurlands stærstu bóluefnasendingu sem þangað hefur komið í einu, eða 6.500 skammta. Áætlað er að fyrri bólusetningu á Norðurlandi ljúki í næstu eða þarnæstu viku.
Örskýring
Er virkni bóluefna góður mælikvarði?
Aðeins um helmingur þeirra sem fékk boð í bólusetningu með bóluefni Janssen í Laugardalshöll á fimmtudag mætti á svæðið.
11.06.2021 - 14:55
„Allir sem voru boðaðir í dag verða bólusettir“
Síðustu skammtarnir af bóluefni AstraZeneca voru að klárast um þrjú leytið í dag. Þá voru um 1.300 skammtar eftir en hægt er að bólusetja fimm hundruð í einu, segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hver dropi af bóluefninu verði nýttur.
Bólusettir sleppa við skimun og sóttkví á Spáni
Bólusettir ferðamenn frá Evrópu eru velkomnir til Spánar samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi í dag. Spánverjar búa sig undir fjölgun ferðamanna eftir magurt ár í ferðaþjónustu í fyrra. 
07.06.2021 - 22:00
Vona að Janssen-skammtarnir komi fyrir stóra daginn
Óvíst er hvort hægt verður að bólusetja alla árgangana sem til stendur að bólusetja á höfuðborgarsvæðinu í þessari viku því skammtarnir frá Janssen hafa enn ekki skilað sér til landsins. Nokkuð hefur verið um að fólk hafi afþakkað bóluefnið.
Hyggjast bólusetja unglinga með undirliggjandi sjúkdóma
Sóttvarnalæknir segir til skoðunar að bólusetja unglinga með undirliggjandi sjúkdóma. Skortur á bóluefni AstraZeneca kann að leiða til þess að þau sem fengu fyrri skammt af því fái seinni skammtinn frá Pfizer. Línur skýrast um árgangabólusetningu á höfuðborgarsvæðinu á morgun. 
03.06.2021 - 21:56
Myndskeið
Eru í forgangshópi en hafa samt ekki fengið sprautuna
Framhaldsskólakennarar eru ósáttir við að boðað hafi verið í handahófskenndar bólusetningar við kórónuveirunni áður en búið var að klára þann forgangshóp sem þeir tiheyra. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að mörg dæmi séu um að vikið sé frá skilgreindum forgangshópum í bólusetningum.
Dásamlegt að vera eini bólusetti þéttbýlisstaðurinn
Flogið var með sextán skammta af bóluefni Jansen til Grímseyjar í gær og allir eyjarskeggjar sem það vildu bólusettir. Kona sem býr í eynni segir dásamlegt að vera bólusett en um leið sorglegt að það hafi ekki gerst fyrr.
02.06.2021 - 11:59
Þrjú smit og einn utan sóttkvíar
Þrjú COVID-19 smit greindust innanlands síðastliðinn sólarhring, þar af var einn utan sóttkvíar við greiningu. Nú eru 211 einstaklingar í sóttkví og 44 í einangrun.
Nýtt loftborið afbrigði kórónuveiru kennt við Víetnam
Nguyen Thanh Long, heilbrigðisráðherra Víetnam, tilkynnti í dag að þar í landi hefði uppgötvast nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Það er sagt vera blendingur þess breska og indverska sem berist auðveldlega í andrúmsloftinu.