Færslur: bólusetningadagatal

Myndskeið
Sóttvarnalæknir fagnar bólusetningaöfund
Sóttvarnalæknir fagnar þeirri bólusetningaröfund sem virðist sprottin upp hjá óbólusettu fólki. Það sé ánægjulegt að fólk vilji bólusetningu. Ekki liggur fyrir hverjir verða bólusettir í næstu viku. 
Norðlendingar fá 4.000 skammta af bóluefni í næstu viku
Heilbrigðisstofnun Norðurlands fær fjögur þúsund skammta af bóluefni í byrjun næstu viku. Ætlunin er að fara langt með að klára að bólusetja alla sem eru fæddir 1961 eða fyrr. Bólusett verður með efnum frá Pfizer og Astra Zeneca.
23.04.2021 - 14:30
Þórólfur fór ekki í bólusetningu
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir afþakkaði bólusetningu sem heilbrigðisstarfsmaður utan stofnana og ætlar að bíða þar til kemur að aldurshópi hans. "Ég vil fara eftir mínum eigin tilmælum,“ segir hann. Búast má við að slakað verði á sóttvarnatakmörkunum á föstudaginn. Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að skila minnisblaði í dag.