Færslur: Bólusetning

Smit enn víða - 150 ný tilfelli daglega
Daglega greinast nú um 150 ný kórónuveirutilfelli og enn er töluvert um smit víða úti í samfélaginu. Veiran getur áfram reynst skæð, sérstaklega í eldri aldurshópunum, segir sóttvarnalæknir.
Heimild til bólusetningar barna staðfest
Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru konu sem kærði synjun Embættis landlæknis, um að barn hennar yrði ekki bólusett gegn Covid-19.
Hætta á stórum inflúensufaraldri þegar covid sleppir
Hætta er á að stór inflúensufaraldur taki við nú þegar kórónuveirufaraldurinn er á niðurleið. Sóttvarnalæknir hvetur fólk með undirliggjandi sjúkdóma til að fá bólusetningu við flensunni.
25.03.2022 - 07:38
Kennari handtekinn vegna gruns um ólöglega bólusetningu
Líffræðikennari við skóla í New York í Bandaríkjunum var handtekin á gamlársdag grunuð um að hafa gefið 17 ára nemanda sínum sprautu með bóluefni gegn COVID-19.
Sjónvarpsfrétt
Vitum hvað delta getur gert
Þrátt fyrir hraða útbreiðslu omíkron-afbrigðisins eru enn að greinast jafn mörg smit af delta-afbrigðinu og fyrir tveimur vikum. Í því ljósi segir sóttvarnalæknir brýnt að bólusetja yngri aldurshópa enda leggist delta-afbrigðið þyngra á börn.
Ættu að vera viðbúin sóttkví eða einangrun í janúar
Flestir ættu að vera við því búnir að lenda í sóttkví eða einangrun í janúar, segir Víðir Reynisson, og gerir ráð fyrir sama ástandi jafnvel fram í febrúar. Ekki hafa eins margir covid sjúklingar legið á gjörgæslu síðan í ágúst. 
Sjónvarpsfrétt
Nýgengi smita hæst í heimi í Danmörku
Nýgengi smita er hvergi í heiminum hærra en í Danmörku og spítalainnlögnum hefur fjölgað. Sérfræðingur þakkar bólusetningum að innlagnir séu ekki fleiri.
27.12.2021 - 18:44
Örvunarskammtur líklega öflugur gegn omíkron
Um 130 af þeim 18 þúsundum sem greinst hafa með omíkron afbrigði kórónuveirunnar hafa þurft spítalainnlögn, eða um 0,7 prósent. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í pistli sínum á covid.is að það líti út fyrir að spítalainnlagnir séu fátíðari hjá þeim sem sýkjast af omíkron afbrigðinu en delta. Hins vegar breiðist omíkron hraðar út, og með meiri útbreiðslu sé hætt við að heildarfjöldinn sem þurfi á innlögn að halda geti orðið meiri en af völdum delta. 
Þegar grunur lék um falsað bólusetningarvottorð Sölva
Rafrænu bólusetningarvottorðin sem landsmenn hafa kynnst í covid-faraldrinum eru all frábrugðin þeim sem gefin voru út á nítjándu öld þegar bólusetningar hófust á Íslandi. Þjóðskjalasafnið birtir á facebook-síðu sinni í dag mynd af einu þeirra fjölbreyttu skjala sem þar er að finna: vottorð Sölva Helgasonar um að hann hafi verið bólusettur gegn kúabólu. Vottorðið virðist Sölvi meðal annars hafa notað sem skilríki og grunur vaknaði um að hann hefði falsað vottorðið.
08.12.2021 - 14:48
Ríkisstjóri Texas bannar skyldubólusetningar
Gregg Abbott, ríkisstjóri Texas í Bandaríkjunum, hefur gefið út tilskipun þess efnis að óheimilt sé að skylda nokkurn til bólusetningar gegn COVID-19. Það er í andstöðu við tilskipun Joe Bidens Bandaríkjaforseta frá í september.
Bætur samþykktar í einu máli vegna bólusetningar
Sjúkratryggingar Íslands hafa samþykkt bótaskyldu í einu máli vegna líkamstjóns af völdum bólusetningar við COVID-19. Bæturnar hafa þó ekki enn verið greiddar, að því er fram kemur í skriflegu svari stofnunarinnar við fyrirspurn fréttastofu. Þrettán umsóknir um bætur hafa borist vegna covid-bólusetningar.
Bólusetning 5-11 ára hugsanleg í næsta mánuði
Lyfjaframleiðandinn Pfizer hefur óskað eftir því við Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna heimili að bóluefni fyrirtækisins gegn kórónuveirunni verði gefið börnum á aldrinum fimm til ellefu ára. Í frétt New York Times kemur fram að búist sé við að stofnunin tilkynni um ákvörðun sína um mánaðamótin. Viðbúið er að brátt verði sótt um leyfi til slíkra bólusetninga í Evrópu.
Undirbúningur hafinn að þriðju sprautu á Grænlandi
Henrik L. Hansen, landlæknir á Grænlandi segir að öllum landsmönnum standi til boða að fá örvunarskammt eða þriðju sprautu bóluefnis gegn COVID-19 á næsta ári.
Vara við tilslökunum þar sem lítið er bólusett
Sóttvarnastofnun Evrópu varar við því að kórónuveirusmitum geti fjölgað að nýju í einhverjum löndum Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. Það eigi einkum við þau ríki þar sem bólusetningar ganga hægt.
Byrja að bólusetja við inflúensu um miðjan október
Stefnt er að því að heilsugæslustöðvar, heilbrigðisstofnanir og hjúkrunarheimili byrji að bólusetja gegn árlegri inflúensu um miðjan október. 95 þúsund skammtar af bóluefni verða tilbúnir til afhendingar 15. október. Aðrir sem sjá um bólusetningar, svo sem lyfjasalar, fá efnið afhent 1. nóvember.
23.09.2021 - 09:44
Englendingar taldir flykkjast utan eftir reglubreytingu
Búist er við að Englendingar sækist í ferðalög til útlanda eftir að ríkisstjórnin tilkynnti einfaldaðar reglur um ferðalög milli landa í gær. Fullbólusett fólk sem kemur frá löndum sem ekki eru á rauðum lista þarf ekki lengur að fara í kórónuveirupróf fyrir brottför.
Grjótharðar reglur á Ítalíu
Frá og með 15. október verður Ítölum skylt að framvísa svokölluðum "græna passa" til að staðfesta að þeir séu fullbólusettir, hafi verið neikvæðir við skimum eða eru búnir að fá kórónuveiruna.
16.09.2021 - 21:41
Rúmlega 6000 af 7000 börnum og unglingum hafa mætt
Um 80 prósent barna og unglinga hafa þegar mætt í seinni COVID sprautuna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgasvæðisins segir það svipað hlutfall og í öðrum aldurshópum. Áfram verði unnt að mæta í bólusetninguna.
Opið hús til klukkan sjö í bólusetningu
Opið verður í bólusetningu fyrir alla óbólusetta til klukkan sjö í kvöld á Suðurlandsbraut. Nokkur hundruð koma daglega. Þá hafa ónæmisbældir verið boðaðir í örvunarskammt. 
Geta átt rétt á upplýsingum um bólusetningu
Forstjóri Persónuverndar segir vinnuveitendur geti átt rétt á að fá upplýsingar um hvort starfsmenn eru bólusettir. En það fari þó alveg eftir eðli starfseminnar og þurfi að vega og meta í hverju tilfelli. Þetta geti til dæmis átt við þá sem vinni með elsta aldurshópnum. 
Bjóða 90 ára og eldri í örvunarbólusetningu
Fimmtudaginn 19. ágúst verður fólki, fæddu 1931 eða fyrr, boðinn örvunarskammtur með mRNA-bóluefni. Í þeim flokki eru bóluefni Pfizer og Moderna. Bólusett verður í Laugardalshöll milli klukkan 10 og 12.
Hægt að skylda starfsfólk til að vera bólusett
Vinnustaðir eins og skólar geta farið fram á að starfsfólk sé bólusett, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir að þegar smit koma upp í skólum sé ekki hægt að beita öðrum aðferðum en að sóttkví. 
Frakkland
Umdeild lög um heilsupassa taka gildi í dag
Lög um svokallaðan Covid- eða heilsupassa taka gildi í Frakklandi í dag. Lögin kveða á um að framvísa þurfi heilsupassa til að geta nýtt sér almenningssamgöngur og sótt kaffihús, bari, veitingastaði, söfn, leik- og kvikmyndahús og álíka staði, þar sem fjöldi fólks kemur saman. Til að fá slíkan passa þarf fólk að vera fullbólusett, hafa fengið og jafnað sig af COVID-19, eða framvísa nýlegu og neikvæðu COVID-19 prófi.
100.000 ný COVID-19 smit á dag í Bandaríkjunum
Um 100.000 manns greinast á degi hverjum með COVID-19 í Bandaríkjunum um þessar mundir. Slíkar tölur hafa ekki sést þar í landi síðan í byrjun árs. Er þetta fyrst og fremst rakið til útbreiðslu hins bráðsmitandi delta-afbrigðis annars vegar, og hins vegar til þess, að mjög hefur hægt á bólusetningu vestra að undanförnu.
Um 250.000 mótmæltu lögum um COVID-passa í Frakklandi
Allt að 250.000 manns tóku þátt í mótmælum gegn löggjöf um svokallaðan COVID- eða heilsupassa í Frakklandi í dag, fjórða laugardaginn í röð. Voru þetta fjölmennustu mótmælin hingað til og safnaðist fólk saman til mótmæla í hátt á annað hundrað borgum og bæjum landsins. Mótmælin fóru alstaðar friðsamlega fram, fyrir utan minniháttar hnippingar og pústra hér og þar.