Færslur: Bólusetning

Hraðinn í útbreiðslu og fjöldi smita kemur á óvart
Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir það hafa áhrif á útbreiðslu smita að fólk sé í sumarfríi og á faraldsfæti. Síðustu fjóra daga hafa samtals 248 greinst með COVID-19 innanlands og á tíunda þúsund hefur mætt í sýnatöku.
Þrír af fjórum sem veiktust alvarlega eru bólusettir
Enn fjölgar á COVID-göngudeild Landspítalans, en spítalinn var í gærkvöld færður á hættustig. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar segir það vonbrigði en að minna virðist um alvarleg veikindi en í fyrri bylgjum.
Grikkland
Táragas og háþrýstidælur gegn bólusetningarandstæðingum
Lögregla í Aþenu beitti í gær táragasi og háþrýstidælum til að leysa upp fjölmenn mótmæli fólks sem mótfallið er bólusetningum og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda.
22.07.2021 - 03:22
Viðtal
Telur fólk hafa áttað sig eftir smittölur síðustu daga
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir smitrakningu ganga ágætlega. Hann segir fólk almennt hafa skilning á að það þurfi að fara í sóttkví.
Yfir milljón skammtar af bóluefni sem ekki á að nota
Sóttvarnastofnun Danmerkur er með rúmlega milljón skammta af COVID-bóluefni frá Janssen og AstraZeneca á lager, þrátt fyrir að dönsk stjórnvöld hafi ákveðið að þau efni skuli ekki notuð til bólusetninga þar í landi. Frá þessu er greint á vef Danmarks Radio, DR, sem hefur upplýsingarnar frá heilbrigðisráðuneytinu.
07.07.2021 - 06:59
AstraZeneca og Pfizer er hættulaus kokkteill
Bóluefni AstraZeneca er uppurið í Laugardalshöll en það kláraðist nú á öðrum tímanum. Framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk almennt hafa tekið því vel að vera boðið bóluefni Pfizer í staðinn.
AstraZeneca uppurið og boðið upp í Pfizer í staðinn
Bóluefni AstraZeneca er uppurið í Laugardalshöll en það kláraðist nú á öðrum tímanum.
Sá smitaði var bólusettur
Tveir greindust með COVID-19 innanlands í gær. Annar þeirra var utan sóttkvíar og var hann bólusettur. Smitin tvö eru sögð tengjast en sá smitaði sem var í sóttkví við greiningu hafði komið erlendis frá. Búið er að ná utan um smitið og er rakningu nú lokið. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, við fréttastofu. Nánari upplýsingar um tegund bóluefnis, sem hinn bólusetti hafði fengið, liggja ekki fyrir að svo stöddu.
01.07.2021 - 12:30
Sýnatöku þörf finni bólusettir fyrir COVID einkennum
Fullbólusettu fólki með einkenni sem gætu bent til COVID-19 smits ber að fara í sýnatöku svo fljótt sem verða má. Sömuleiðis skal halda sig heima, ekki fara til vinnu eða skóla og fara heim verði einkenna vart þar.
Sjónvarpsfrétt
Fullbólusettur - húllum hæ í höllinni á morgun
Ellefu þúsund manns fengu seinni skammtinn af bóluefni AztraZeneca í Laugardalshöllinni í dag. Sóttvarnalæknir var meðal þeirra og hvetur hann alla, sem boðaðir eru í bólusetningu á morgun, að mæta. 
Bandaríkin
99,9 prósent COVID-sjúklinga á spítölum eru óbólusett
99,9 prósent þeirra sem enda á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum vegna COVID-19 eru óbólusett og í hópi þeirra sem deyja úr sjúkdómnum er hlutfallið litlu lægra. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar á vegum AP-fréttastofunnar, sem byggð er á opinberum gögnum frá sjúkrahúsum og heilbrigðisyfirvöldum. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna flaggar nú þessum niðurstöðum í von um að sannfæra enn fleiri um að láta bólusetja sig gegn COVID-19.
Norðmenn gefa 450 þúsund bóluefnaskammta
Noregur ætlar að gefa 450 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni til lágtekjuþjóða í gegnum COVAX-samstarfið. Nú ríður þriðja bylgja faraldursins yfir fjölda þjóða þar sem mikill skortur er á bóluefnum.
24.06.2021 - 12:05
Heróp í bólusetningu Pfizer og fólk hvatt til að mæta
Tilkynnt var um mikinn fjölda fólks í röð við Laugardalshöll upp úr klukkan þrjú og þá leit út fyrir að ekki yrði til nóg fyrir alla. Nú um klukkan fjögur er þó staðan önnur. Engin röð sé lengur við Laugardalshöllina og um þúsund skammtar eru enn eftir.
23.06.2021 - 16:06
„Engin ástæða til að ætla að fólk sé að svindla“
Á samfélagsmiðlum hefur komið upp sú umræða að ungt fólk mæti í Laugardalshöll, láti skrá sig inn en láti sig svo hverfa. Það sleppi þá út óbólusett en með vottorð upp á bólusetningu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir enga ástæðu til að ætla að fólk sé að svindla á þennan hátt. Vörður sé við dyrnar í Laugardalshöll og sé fólk afskráð ætli það að snúa við.
Hægt að skrá sig í COVID-bólusetningu á Heilsuveru
Síðasti hópurinn á höfuðborgarsvæðinu fær í dag fyrri sprautu af bóluefni. Þeir sem hafa fengið COVID-19 skila sér nokkuð vel í bólusetningu, segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hægt verður að skrá sig í bólusetningu með bóluefni Janssen á netspjallinu á Heilsuveru.is en 5.000 skammtar gengu af í gær.
Evrópusambandið afléttir ferðabanni íbúa átta ríkja
Evrópusambandið samþykkti í gær að aflétta ferðabanni sem í gildi hefur verið gagnvart Bandaríkjamönnum. Þeir, ásamt borgurum sjö ríkja og svæða til viðbótar, komast þar með á hvítlista sambandsins sem heimilar ferðalög til ríkja þess að nýju.
Sjónvarpsfrétt
Einn blóðtappi tengdur AstraZeneca
Af tíu alvarlegum tilfellum í kjölfar bólusetninga er eitt líklegt til að vera af völdum hennar. Það var blóðtappi sem er sjaldgæf aukaverkun AstraZenca. Þetta er niðurstaða tveggja óháðra sérfræðilækna. 
Tekist á um bólusetningarskyldu í skemmtiferðaskipum
Nokkrar stórútgerðir skemmtiferðaskipa, með bækistöðvar í Bandaríkjunum, iða í skinninu eftir að fá að hefja siglingar frá Flórídaströndum að nýju, nú þegar heimsfaraldur kórónaveirunnar er á hröðu undanhaldi vestanhafs. Siglingar eiga að hefjast í júlí og bókanir ganga vel - en þó er einn hængur á: Ríkisstjórinn í Flórída, Ron DeSantis, bannar skipafélögunum að gera bólusetningu gegn COVID-19 að skilyrði fyrir því að fólk fái að fara í siglingu með þeim, eins og til stóð.
Sjónvarpsfrétt
Bóluefni verja jafn vel gegn alvarlegum COVID-veikindum
Öll bóluefni sem notuð eru hérlendis verja jafn vel gegn alvarlegum veikindum af völdum COVID. Tilkynningar um 23 andlát í kjölfar COVID-bólusetningar hafa borist Lyfjastofnun
10.06.2021 - 19:00
Myndskeið
Fólk beðið á annan tíma í röðinni
Langar raðir hafa verið í bólusetningu gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í morgun. Dæmi eru um að fólk hafi beðið í á annan tíma. Fólk sem fréttastofa tók tali í röðinni í morgun var flest í ágætis skapi þrátt fyrir að sjá ekki fram á að komast að í boðaðan tíma.
09.06.2021 - 12:39
Ýmsum menningarviðburðum frestað í Færeyjum um helgina
Hætt var við að halda nokkrar skemmtanir og menningarviðburði í Færeyjum um helgina eða þeim frestað vegna aukinnar útbreiðslu breska afbrigðis COVID-19 í eyjunum.
Myndskeið
Lést eftir bólusetningu – fjölskyldan vill rannsókn
Fjölskylda konu sem lést sólarhring eftir að hafa verið bólusett með AstraZeneca vill að rannsakað verði hvort bóluefninu sé um að kenna. Ekkillinn og hin látna fengu bæði boð í seinni sprautuna núna á miðvikudaginn. Andlátið var strax tilkynnt til Lyfjastofnunar. Stofnunin, landlæknir og sóttvarnalæknir láta nú gera rannsókn á fimm andlátum. 
06.06.2021 - 19:20
Bandaríkjamenn óttast að ná ekki bólusetningarmarkmiði
Bandarísk heilbrigðisyfirvöld óttast að þau nái ekki settu markmiði um að bólusetja 70 prósent fullorðinna fyrir 4. júlí, ekki síst sökum tregðu fólks til að láta bólusetja sig. Sóttvarnalæknir Bandaríkjanna varar landsmenn við kæruleysi og segir stórar hópsýkingar enn geta komið upp. Ríkisstjórar víða um Bandaríkin hvetja bóluefnahrædda borgara til að þiggja bólusetningu.
Sjö kórónuveirusmit utan sóttkvíar í gær
Sjö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær öll utan sóttkvíar. Samkvæmt upplýsingum Hjördísar Guðmundsdóttur almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra býr fólkið allt á höfuðborgarsvæðinu. Fimm bíða eftir mótefnamælingu eftir komuna til landsins.
04.06.2021 - 11:06
Myndskeið
Eru í forgangshópi en hafa samt ekki fengið sprautuna
Framhaldsskólakennarar eru ósáttir við að boðað hafi verið í handahófskenndar bólusetningar við kórónuveirunni áður en búið var að klára þann forgangshóp sem þeir tiheyra. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að mörg dæmi séu um að vikið sé frá skilgreindum forgangshópum í bólusetningum.