Færslur: Bólusetning

Óvissa um afhendingu bóluefna veldur töfum
Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að óvissa um afhendingu bóluefna þýði að ekki verði búið að bólusetja alla forgangshópa fyrir lok marsmánaðar eins og vonast var til.
24.01.2021 - 19:15
Egyptar hefja fjöldabólusetningu í dag
Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, tilkynnti í gær að fjöldabólusetning gegn COVID-19 myndi hefjast í landinu í dag, sunnudag. Bóluefnið sem notað verður er frá kínverska lyfjaframleiðandanum Sinopharm.
24.01.2021 - 04:08
Spánn
Bólusetningarhneyksli hrekur hershöfðingja frá völdum
Yfirhershöfðingi Spánarhers sagði af sér í dag eftir að upp komst að hann hafði verið bólusettur gegn COVID-19 þótt hann tilheyri engum forgangshópi í bólusetningaráætlun heilbrigðisyfirvalda. Hershöfðinginn, Migual Angel Villaroya, er einn af mörgum háttsettum spænskum embættismönnum sem hafa orðið uppvísir að því að svindla sér framfyrir röðina í bólusetningaraðgerðum stjórnvalda og vakið með því réttláta reiði almennings.
24.01.2021 - 02:45
Ungverjar fyrstir ESB-þjóða til að leyfa Sputnik V
Ungverjaland er fyrsta Evrópusambandsríkið sem heimilar innflutning og notkun rússneska bóluefnisins Sputnik V í baráttunni við COVID-19. Ráðuneytisstjóri Viktors Orbans, forsætisráðherra, staðfesti í gær að heilbrigðisyfirvöld hefðu gefið grænt ljós á notkun hvorutveggja Sputnik V og bóluefnisins frá Oxford-AstraZeneca.
Örskýring
Er verið að bólusetja alla nema okkur?
Bóluefni hafa verið milli tannanna á fólki síðustu vikur, aðallega vegna þess hversu hægt það gengur að sprauta því í vöðva fólks. Hvorki Kára né Þórólfi hefur tekist að komast fram fyrir röðina hjá lyfjarisanum Pfizer og upplýsingar frá stjórnvöldum hafa verið misvísandi. 
21.01.2021 - 13:24
Myndskeið
Fjórir af hverjum tíu 90 ára og eldri bólusettir
Meira en fjórir af hverjum tíu sem eru 90 ára og eldri hafa verið bólusettir gegn COVID-19. Bólusetning er ýmist hafin eða henni lokið hjá samtals 6200 samkvæmt nýrri upplýsingasíðu á covid.is
Metfjöldi COVID-dauðsfalla í Bretlandi í gær
1.610 dauðsföll voru rakin til COVID-19 í Bretlandi í gær, fleiri en nokkru sinni á einum sólarhring þar í landi. Þar með hafa yfir 91.000 manns dáið af völdum sjúkdómsins í Bretlandi frá upphafi faraldursins, og tæplega 3,5 milljónir manna greinst með kórónaveiruna sem veldur honum.
20.01.2021 - 04:40
Fauci telur unnt að bólusetja 100 milljónir á 100 dögum
Anthony Fauci forstjóri ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, segir það markmið Joe Bidens viðtakandi forseta Bandaríkjanna raunhæft að bólusetja 100 milljónir á fyrstu 100 dögum valdatíðar sinnar.
„Óþægileg óvissa að vita ekki hvar við erum í röðinni“
Ísak Sigurðsson, formaður FSMA, samtaka einstaklinga með sjúkdóminn SMA (Spinal Muscular Atrophy) og aðstandenda þeirra, segir ekki alveg ljóst hvort hópurinn tilheyri áhættuhópi þegar kemur að bólusetningu vegna COVID-19.
Tollverðir ósáttir við að vera ekki í forgangshópi
Tollverðir á Keflavíkurflugvelli eru afar ósáttir við að vera ekki skilgreindir í forgangshóp fyrir bólusetningu gegn COVID-19. Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður segir vettvangsmenn tollsins vera áhyggjufulla vegna nándar við veiruna á landamærunum. Sóttvarnalæknir segir augljóst að sé forgangshópum fjölgað fái helstu áhættuhópar síðar bólusetningu.
Spegillinn
Covid, matarpakkar og hjólaferð
Covid heldur Bretlandi í heljargreipum en matarpakkar, bólusetning og hjólaferð forsætisráðherra setja líka sinn svip á pólitíska umræðu í landinu.
13.01.2021 - 20:33
Vonast til að rannsókn á andlátum ljúki í vikunni
Athugun sérfræðinga vegna mögulegra alvarlegra aukaverkana af bóluefni Pfizer við Covid-19 hófst 6. janúar og vonir standa til að niðurstöður liggi fyrir í lok vikunnar. Lyfjastofnun hefur fengið nokkrar tilkynningar um mögulegar alvarlegar aukaverkanir eftir bólusetningar hjá öldruðu fólki og í ljósi þess að um nýtt bóluefni er að ræða var ákveðið að fá óháða sérfræðinga til að rannsaka möguleg tengsl.
Páfinn: „Sjálfseyðandi afneitun" að hafna bólusetningu
Efasemdir um ágæti bólusetningar bera vott um sjálfseyðandi afneitun, að mati Frans páfa. Hann hvetur fólk til að láta bólusetja sig hið fyrsta og ætlar sjálfur að láta bólusetja sig í komandi viku.
Elísabet og Filippus fengu kórónuveirubólusetningu
Elísabet Englandsdrottning og eiginmaður hennar Filippus prins fengu kórónuveirubólusetningu í dag og slást þar með í hóp um einnar og hálfrar milljónar Breta sem hafa þegið fyrri bólusetninguna. 
Spegillinn
Uggur um Covid-neyðarástand í London
Í byrjun desember var Bretland fyrsta Evrópulandið til að taka upp bólusetningu gegn Covid-19 veirunni. Enn sem komið er gengur þó hægt að koma bóluefni í gagnið. Bretland er nú verst stadda Evrópulandið í Covid-efnum og í dag lýsti borgarstjóri höfuðborgarinnar yfir neyðarástandi á sjúkrahúsum borgarinnar.
08.01.2021 - 20:13
Sjötíu ára og eldri í forgang við bólusetningu
Lögð verður áhersla á að bólusetja fólk sem er sjötíu ára og eldra þegar næsta sending af bóluefni Pfizer kemur til landsins, 21. janúar, samkvæmt Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni. Hún mun innihalda skammta sem eiga að duga fyrir um 5.000 manns.
06.01.2021 - 16:32
Spegillinn
Ekki ráðlagt að blanda saman úr glösum
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins fór að öllu leyti eftir leiðbeiningum og fyrirmælum Lyfjastofnunar og Landlæknis við blöndun og meðhöndlun bóluefnisins Comirnatys að því segir í tilkynningu frá henni. Ekki sé ráðlagt að safna bóluefni milli glasa en náist heill skammtur úr lyfjaglasi sé notkun hans leyfð, enn fremur að umræðan eigi ekki að snúast um færni heldur hvort farið sé að leiðbeiningum.
Myndskeið
Leita leiða til að ná fleiri skömmtum úr hverju glasi
Heilbrigðisráðherra segir ástæðu til að skoða hvort samræma eigi aðferðir til að ná fleiri skömmtum úr hverri sendingu af bóluefnum. Starfsfólki Landspítala tókst að ná 5,4 skömmtum úr hverju mæliglasi af bóluefni Pfizer með því að blanda afgöngum saman. Það gerir heilsugæslan ekki og þar náðust því fimm skammtar.
05.01.2021 - 19:50
Fimm tilkynningar um mögulegar alvarlegar aukaverkanir
Fimm tilkynningar hafa nú borist Lyfjastofnun um mögulegar alvarlegar aukaverkanir í kjölfar bólusetningar við COVID-19. Fjórir hafa látist, allt gamalt fólk með undirliggjandi sjúkdóma en Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir litlar líkur á orsakasambandi milli bólusetningar og andlátanna.
05.01.2021 - 12:31
Þórólfur: Óvíst hvort andlátin tengist bólusetningum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að afla þurfi meiri upplýsinga um heilsufar þeirra þriggja sem látist hafa hér á landi í kjölfar kórónuveirubólusetninga áður en hægt sé að taka ákvörðun um framhald fyrirkomulags bólusetninga hér á landi. Hann segir að hafa verði í huga að um sé að ræða aldrað fólk með undirliggjandi sjúkdóma.
Óvissa um bólusetningu fyrir íslenska námsmenn erlendis
Haukur Logi Karlsson formaður SINE, sambands íslenskra námsmanna erlendis, segir að mikil óvissa sé um bólusetningu fyrir íslenska námsmenn í námslöndum þeirra. SINE sendi erindi til sóttvarnasviðs landlæknis í desember þar sem spurt var hvort íslenskir námsmenn erlendis, sem væru heima í jólafríi, gætu fengið bólusetningu áður en þeir snúa til baka. 
04.01.2021 - 11:10
Milli sjö og átta hundruð í sýnatöku í dag
Fjöldi fólks fer í sýnatöku á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þá er verið að mæla hvort mótefni fyrir kórónuveirunni greinist í þeim fjórtán farþegum sem greindust með smit í gær og fyrradag. Hver einasti nanódropi af bóluefni var nýttur á Landspítalanum í bólusetningunni í vikunni.
03.01.2021 - 12:21
4875 landsmenn fengu bólusetningu
Bóluefnið sem kom frá Pfizer á mánudag dugði alls fyrir 4.875 landsmenn. Um helmingur þeirra er á höfuðborgarsvæðinu. Þar er bólusetningu lokið og fóru síðustu skammtarnir frá Suðurlandsbraut í Reykjavík fyrir hádegið. Annars staðar á landinu er einnig ráðgert að ljúka bólusetningu í dag. Gert er ráð fyrir að næsta sending frá Pfizer berist í kringum 20. janúar.
Viðtal
„Maður vill ekki vera sá sem kemur með smit inn"
Reiknað er með að bólusetningu úr fyrsta skammti ljúki í dag. Á sjúkrahúsinu á Akureyri verða rúmlega 120 starfsmenn bólusettir í þessari fyrstu lotu. „Þetta munar öllu fyrir okkur," sagði, Jón Pálmi Óskarsson, forstöðulæknir sem fékk fyrsta skammtinn á sjúkrahúsinu nú í morgun.
30.12.2020 - 13:34
Fimm skammtar en ekki sex náðust úr hverju glasi
Bólusetning á höfuðborgarsvæðinu ætti að klárast í dag. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna og framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að vel hafi gengið að bólusetja í gær. Fimm skammtar náðust úr hverju glasi bóluefnis en ekki sex eins og vonast hafði verið til.