Færslur: Bólusetning

Þórólfur fór ekki í bólusetningu
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir afþakkaði bólusetningu sem heilbrigðisstarfsmaður utan stofnana og ætlar að bíða þar til kemur að aldurshópi hans. "Ég vil fara eftir mínum eigin tilmælum,“ segir hann. Búast má við að slakað verði á sóttvarnatakmörkunum á föstudaginn. Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að skila minnisblaði í dag.
Ekkert innanlandssmit í Færeyjum síðan í lok janúar
Ekkert innanlandssmit kórónuveiru hefur greinst í Færeyjum frá 25. janúar síðastliðnum. Tvær vikur eru síðan tilkynnt var um að ekkert virkt smit væri í eyjunum í annað skipti á árinu. Seinasta smitið greindist í ferðamanni um flugvöllinn í Vogum 12. mars samkvæmt upplýsingum þarlendra heilbrigðisyfirvalda.
Aldrei fleiri bólusett á einum degi
Aldrei hafa fleiri verið bólusett gegn COVID-19 á einum degi hér á landi en í gær þegar 6.630 fengu bóluefni. Um 2,4% þeirra 280 þúsunda sem til stendur að bólusetja fengu því sprautu í gær.
Myndskeið
Mæta og biðja um sprautu
Talsvert er um að fólk, sem ekki er skráð í kórónuveirubólusetningu, mæti á bólusetningarstaði og biðji um sprautu. Ekki er orðið við slíkum beiðnum, en þegar bóluefni verður afgangs er það boðið fólki á lista farsóttarnefndar Landspítala.
Bólusetja 2.300 manns á Norðurlandi á næstu dögum
Metmagn bóluefnis barst Heilbrigðisstofnun Norðurlands í morgun en til stendur að bólusetja 2.300 manns næstu daga. Í Slökkvistöðinni á Akureyri verða þeir bólusettir í dag sem eru fæddir árið 1951 og fyrr og hafa ekki fengið bólusetningu. Þeir fá bóluefni AstraZeneca, en klukkan tvö í dag hefur Lyfjastofnun Evrópu boðað til blaðamannafundar þar sem tilkynnt verður hvort stofnunin hafi fundið tengsl milli bóluefnisins og blóðtappamyndunar.
Viðtal
Forsætisráðherra sér ekki fyrir sér að loka landinu
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að fari svo að Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að lagastoð skorti fyrir reglugerð ráðherra um dvöl fólks frá áhættusvæðum í sóttkvíarhúsi þurfi annað hvort að breyta sóttvarnarlögum eða reglugerðinni þannig að hún rúmist innan laga.
Boðar opnun ensks samfélags í næstu viku
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði á fréttamannafundi í gærkvöld að mjög verði dregið úr hvers kyns hömlum og lokunum vegna COVID-19 í Englandi, frá og með mánudeginum næsta. Verslanir, hársnyrtistofur og líkamsræktarstöðvar landsins geti þá hafið starfsemi á ný og fólk sest að mat sínum og drykk á útiveitingastöðum.
06.04.2021 - 04:25
Bólusetja um tíu þúsund á höfuðborgarsvæðinu í vikunni
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur boðað bólusetningu um það bil tíu þúsund manns í vikunni. Öll þrjú bóluefnin sem hafa borist hingað til lands verða notuð, frá Pfizer, AstraZeneca og Moderna.
05.04.2021 - 10:21
Indverjar herða á bólusetningu vegna fjölgunar smita
Kórónaveirusmitum fer nú aftur fjölgandi á Indlandi, þar sem yfir 100.000 greindust með COVID-19 í gær, fleiri en nokkru sinni á einum sólarhring. Yfirvöld brugðust við þessari nýju bylgju faraldursins með því að herða á bólusetningaráætlun sinni svo um munar.
05.04.2021 - 03:48
COVID-smit Argentínuforseta staðfest
Svokallað PCR-próf staðfesti það sem Alberto Fernandez, Argentínuforseta grunaði eftir mótefnapróf, nefnilega að hann er smitaður af COVID-19, þrátt fyrir að vera fullbólusettur með hinu rússneska Spútnik-bóluefni.
Þórólfur bjartsýnn á að bylgjan dvíni fljótt
Sóttvarnalæknir vonar að hægt verði að kveða fjórðu bylgjuna niður á næstu tveimur vikum. Það sé fullt tilefni til bjartsýni þrátt fyrir smit utan sóttkvíar.
Ísland komið skammt á veg í bólusetningum en þó ekki
Stefnt er að því að bólusetja stóran hluta landsmanna á fyrri hluta þessa árs. Það hefur verið markmið stjórnvalda allt frá því að bóluefni við COVID-19 kom fyrst til landsins á milli jóla og nýárs. Nú þegar 3 mánuðir eru liðnir af árinu 2021 er búið að bólusetja um 13 prósent þjóðarinnar.
Enn syrtir í álinn í Brasilíu - nær 3.800 dauðsföll
Í Brasilíu geisar heimsfaraldur kórónaveirunnar af meiri þunga en nokkru sinni. 3.780 manns dóu þar úr COVID-19 í gær, þriðjudag, fleiri en nokkru sinni fyrr á einum sólarhring. Dauðsföllum hefur fjölgað dag frá degi síðustu vikur og ný smit greinast í tugþúsunda tali á degi hverjum Skortur er á bóluefni og í nágrannaríkinu Bólivíu er allt kapp lagt á að bólusetja fólk sem býr nærri brasilísku landamærunum.
Morgunútvarpið
Mun jákvæðari gagnvart bólusetningu en í nágrannalöndum
Viðhorf íslenskra hjúkrunarfræðinga til bólusetninga er mjög jákvætt miðað við önnur lönd, segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félags hjúkrunarfræðinga. 92% landsmanna eru talin líkleg til að þiggja bólusetningu. „Við viljum klára þetta með bólusetningum, við þurfum ekkert fleiri bylgjur,“ sagði Guðbjörg í Morgunútvarpi Rásar tvö í dag.
30.03.2021 - 10:26
Teikn á lofti um að gosið laði að sér erlenda ferðamenn
„Fjöldi þeirra sem komið hafa til Íslands frá útlöndum í mars er svipaður og mánuðina á undan þó að upp á síðkastið hafi orðið vart við örlitla fjölgun,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í samtali við fréttastofu. Tölfræði um mars liggi þó ekki endanlega fyrir.
Bóluefni fyrir 193 þúsund manns væntanlegt næstu mánuði
Standist áætlun um afhendingu bóluefna næstu mánuði hefur fengist bóluefni fyrir 86% þeirra 280 þúsunda sem fyrirhugað er að bólusetja. Bólusetningardagatal heilbrigðisráðuneytisins hefur verið uppfært í samræmi við nýjust upplýsingar um afhendingu bóluefna.
Uppfæra dagatal bólusetninga eftir tíðindi frá Janssen
Bólusetningardagatal verður uppfært í dag á grundvelli nýrra frétta frá framleiðanda Janssens bóluefnisins, sagði heilbrigðisráðherra á Alþingi. Hún sagði að Ísland fengi rúmlega þúsund fleiri skammta frá fyrirtækinu í næsta mánuði en útlit var fyrir í gær. Stóra breytingin kæmi hins vegar fram í maí og júní. Formaður Miðflokksins gagnrýndi að illa hefði verið staðið að bólusetningu og þingmaður Sjálfstæðisflokks vill fá lánuð bóluefni þeirra ríkja sem ekki eru að nota þau.
Lána Kanada og Mexíkó fjórar milljónir bóluefnaskammta
Stjórnvöld í Washington hyggjast senda fjórar milljónir skammta af bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19 til nágrannaríkjanna Kanada og Mexíkó á næstu dögum. Þetta er hluti af samkomulagi ríkjanna þriggja um samstarf í dreifingu bóluefna þar sem svigrúm gefst. 2,5 milljónir skammta verða sendar til Mexíkós og 1,5 milljónir til Kanada, sagði Jen Psaki, talskona Hvíta hússins, á fréttamannafundi í gærkvöld.
Eldra fólki hættara við að veikjast aftur af COVID-19
Eldra fólki sem veikst hefur og jafnað sig af COVID-19 er töluvert hættara við að veikjast öðru sinni af sjúkdómnum en þeim sem yngri eru. Þetta er ein meginniðurstaða rannsóknar sem gerð var á Statens serum institut í Danmörku, en niðurstöður hennar voru birtar í læknatímaritinu Lancet.
18.03.2021 - 06:16
Trump hvetur sitt fólk til að láta bólusetja sig
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hvatti í gær stuðningsfólk sitt í Repúblikanaflokknum og utan hans til að láta bólusetja sig gegn COVID-19. Skoðanakannanir hafa sýnt mikla fylgni milli stuðnings við Trump og andstöðu og tortryggni gagnvart bólusetningum.
Einn greindist með COVID innanlands, var í sóttkví
Einn greindist með COVID-19 innanlands í gær og var viðkomandi í sóttkví. Enginn greindist innanlands á laugardaginn en síðast greindist innanlandssmit á miðvikudag. Fjórir reyndust með smit á landamærum á laugardag og þrír í gær.
15.03.2021 - 11:01
Bólusetja þarf 1.830 á dag til að ná markmiðinu
Bólusetja þarf 1.830 manns á dag á hverjum degi til júlíloka eigi að takast að byrja að bólusetja alla 17 ára og eldri fyrir lok júlí. Ákveðið verður næstu daga hvort haldið verður áfram að nota AstraZeneca. Stjórnvöld hafa engar upplýsingar um hvenær bóluefni Janssens kemur. 
Fresta þurfti bólusetningu vegna óveðurs
Fimmtíu manns höfðu verið boðaðir í bólusetningu við COVID-19 á vegum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Búðardal dag en henni þurfti að fresta vegna óveðursins. Brattabrekka og Holtavörðuheiði hafa verið lokaðar í dag og ekki var hægt að flytja bóluefnið frá Akranesi til Búðardals. Ef veður og færð leyfir fer bólusetningin fram á morgun. Hún er fyrir fólk fætt frá 1937 til 1946. Gular veðurviðvaranir hafa verið framlengdar.
11.03.2021 - 14:05
Allt starfsfólk fær bóluefnaskammt fyrir mánaðarlok
579 starfsmenn Landspítalans voru bólusettir gegn COVID-19 í dag en forráðamenn spítalans búast við að allt starfsfólk verði fullbólusett eða búið að fá fyrri skammt bóluefnis í mánuðinum.
10.03.2021 - 18:12
Um 5000 skammtar á höfuðborgarsvæðinu og 450 á Akureyri
Stefnt er að því að allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu sem eru á milli áttræðs og níræðs verði komnir með fyrri sprautuna af bóluefni Pfizer fyrir vikulok. Sama á við á Akureyri. Tölur yfir hugsanleg smit um helgina, innanlands eða á landamærunum, verða birtar á morgun.