Færslur: Bolungarvík

Forsætisráðherra sendi Helgu blóm á 103 ára afmælinu
Helga Guðmundsdóttir í Bolungarvík hefur aldeilis lifað tímana tvenna. Þann 17. maí síðastliðinn fagnaði hún 103. afmælisdegi sínum og því að hún hefði náð sér af kórónuveirusýkingu. Hún greindist með veiruna í byrjun apríl en að sögn aðstandenda hennar fleytti meðfædd jákvæðni henni í gegnum veikindin.
18.05.2020 - 17:25
Skýrslutökur vegna bakvarðarmálsins standa enn
„Rannsókninni miðar mjög vel,“ segir Þórir Guðmundsson hjá lögreglunni á Vestfjörðum um mál konunnar sem er grunuð um að hafa svindlað sér inn í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar og starfað réttindalaus á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Þórir segir að búast megi við því að rannsókninni ljúki innan fáeinna vikna.
15.04.2020 - 15:00
Staðfest smit í Bolungarvík og grunur um fleiri
Eitt tilfelli Kórónuveiru hefur verið staðfest í Bolungarvík og grunur er um fleiri. Kennsla á mið- og unglingastigi Grunnskólans í Bolungarvík verður felld niður frá og með morgundeginum vegna þessa og öllum kennurum og nemendum verður gert að fara í úrvinnslusóttkví á meðan sýni eru greind.
31.03.2020 - 19:59
Ætla að fjölga íbúum í stað þess að sameinast
Bolungarvík stefnir að því að fjölga íbúðum til þess að ná lágmarksíbúafjölda, í stað í þess að sameinast öðrum sveitarfélögum. Sveitarstjórnarráðherra ætlar að leggja til að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi verði þúsund árið 2026. Í Bolungarvík búa nú um 950 manns.
Tilraunaborhola lofar góðu
„Ég veit ekki hverju má líkja þessu við. Þetta er eins og vera í vestra að bora eftir olíu. Svo finnur maður gullið eða ekki“, segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur um tilraunaboranir fyrir neysluvatni í Bolungavík.
12.08.2019 - 12:05
Vilja vetnisvæða Vestfirði
Verkfræðistofan Efla vinnur nú að því að kanna hvort raunhæft er að vetnisvæða smábátaflotann á Vestfjörðum og flutningabíla sem flytja fiskinn. Til greina kemur að reisa vetnisframleiðslustöð við Mjólkárvirkjun og dreifa vetninu til sjávarplássanna.
26.06.2019 - 17:00
Þingholtin sjö sinnum dýrari en Bolungarvík
Þingholtin í Reykjavík eru með hæsta heildarmat fasteigna á landinu, eða samanlagt verðmat fasteignar og lóðar, þar sem sambærilegar fasteignir á hvorum stað eru bornar saman. Lægsta verðmatið er í Bolungarvík, annað árið í röð. Heildarmatið munar um 85 milljónum króna milli þessara staða. Þingholtin eru metin á 99 milljónir en Bolgunarvík 14,5.
Vilja Jón Pál áfram sem bæjarstjóra
Þrír listar bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga í Bolungarvík á laugardaginn. D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra, K-listi Mátts meyja og manna og nýtt framboð sem kallar sig Framlag og er með bókstafinn Y. Allir listar eru fylgjandi því að starfandi bæjarstjóri, Jón Páll Hreinsson, haldi starfi sínu áfram en hann var ráðinn af Sjálfstæðismönnum árið 2016.
Vill sjómanninn á ráðhúsvegginn í Bolungarvík
„Sjómaðurinn á heima í Bolungarvík,“ segir bæjarstjórinn Jón Páll Hreinsson um umdeilt veggmálverk af sjómanni sem prýddi austurvegg Sjávarútvegshússins við Skúlagötu þar til nýverið. Málað var yfir verkið eftir tíðar umkvartanir Hjörleifs Guttormssonar, fyrrverandi alþingismanns og ráðherra, þótt enginn kannist við að hafa gefið beina skipun um að það skyldi gert.
16.08.2017 - 17:46
Bæjarstjórinn leit eftir leikskólabörnum
Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, bauðst til þess að líta eftir leikskólabörnum sem ekki voru sótt klukkan hálf þrjú þegar starfsfólk leikskólans í bænum, allt konur, lagði niður vinnu. Þegar fréttastofa ræddi við Jón Pál voru fimm börn eftir á leikskólanum, en svo vildi til að leikskólakennarar voru enn í húsinu þar þar sem ekki náðist að finna annan tíma fyrir tiltekin verkefni.
24.10.2016 - 15:28
Íslands-Nashville-kántrí
Bjössi í Ameríku -
14.09.2016 - 11:27