Færslur: Bóluefni við Covid-19

Fengu Astra Zeneca en fá líklega Pfizer eða Moderna
Líklegt er að þeir sem fengið hafa fyrri skammt af Astra Zeneca en eru nú í hópi sem ekki er talið öruggt að fái það bóluefni fái efni frá Pfizer eða Moderna sem seinni skammt, segir sóttvarnalæknir. Hann gerir sér vonir um að búið verði að bólusetja vel yfir 200 þúsund manns í júní eða júlí.
14.04.2021 - 17:56
Myndskeið
Hátt í 200 þúsund skammtar frá Pfizer fyrir júnílok
Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandins tilkynnti í morgun að bóluefnaframleiðandinn Pfizer muni afhenda um 50 milljónum fleiri bóluefnaskammta til Evrópuþjóða en áður hafði verið reiknað með á öðrum ársfjórðungi.
14.04.2021 - 13:24
Janssen bóluefnið komið og er í geymslu
Fyrstu skammtarnir af Janssen bóluefninu komu til landsins í morgun, alls 2.400 skammtar. Þeir eru nú í geymslu þar til ákveðið verður hvort og hvenær þeir verða notaðir.
14.04.2021 - 09:53
Vill herða aðgerðir á landamærum vegna nýs afbrigðis
Herða þarf aðgerðir á landamærum vegna nýs afbrigðis veirunnar sem ekki hefur sést hér á landi áður, að mati Kára Stefánssonar. Skima verði alla sem koma til landsins, bæði fyrir og eftir sóttkví, líka þá með vottorð um fyrra smit eða bólusetningu.
08.04.2021 - 13:03
Myndskeið
Mæta og biðja um sprautu
Talsvert er um að fólk, sem ekki er skráð í kórónuveirubólusetningu, mæti á bólusetningarstaði og biðji um sprautu. Ekki er orðið við slíkum beiðnum, en þegar bóluefni verður afgangs er það boðið fólki á lista farsóttarnefndar Landspítala.
Myndskeið
Bólusetningin eins og ferming og jól
Þetta er eins og að vera nýfermd, sagði kona sem fékk seinni kórónuveirubólusetninguna í dag. Um tíu þúsund verða bólusett í vikunni með þremur bóluefnum og aldrei hafa fleiri verið bólusettir á einum degi á Akureyri. Um 4.000 fengu bólusetningu með bóluefni Pfizer í Laugardalshöll.
Myndskeið
Fullbólusettir gengu út úr Höllinni í dag
Von er á um 4.000 manns í kórónuveirubólusetningu með bóluefni Pfizer í Laugardalshöll í dag. Sumir eru að fá sína fyrstu sprautu og aðrir þá síðari. Þetta er 58. dagurinn sem er bólusett gegn COVID-19 hér á landi síðan bólusetningar hófust hér í lok desember.
Bólusetningu hjá 2.000 manns frestað
Bólusetja á átti tvö þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu næsta miðvikudag með bóluefni AstraZeneca. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að bólusetningunni verði frestað í ljósi þess að í dag hafi verið ákveðið að hætta í bili með bólusetningar með bóluefninu.
Allt starfsfólk fær bóluefnaskammt fyrir mánaðarlok
579 starfsmenn Landspítalans voru bólusettir gegn COVID-19 í dag en forráðamenn spítalans búast við að allt starfsfólk verði fullbólusett eða búið að fá fyrri skammt bóluefnis í mánuðinum.
10.03.2021 - 18:12
ESB fær 4 milljónir aukaskammta af Pfizer
Evrópusambandið fær fjórar milljónir skammta af bóluefni Pfizer/BioNTech til viðbótar við þá skammta sem þegar var vitað að myndu skila sér. Bóluefnið er væntanlegt úr verksmiðjum fyrir lok þessa mánaðar.Forseti framkvæmdastjórnar ESB hvatti ríki Evrópusambandsins til að nýta þessa skammta í landamærahéröðum í aðildarríkjum sambandsins þar sem kórónuveirufaraldurinn er hvað skæðastur.
Myndskeið
Bagalegt að dreifingaráætlun skorti eftir mars
Sóttvarnalæknir segir að ekki sé rétti tíminn til að létta á sóttvarnaaðgerðum á meðan jörð skelfur á Reykjanesskaga, þrátt fyrir að einungis eitt smit hafi greinst undanfarna tólf daga. Hann segir bagalegt að áætlun fyrir dreifingu bóluefna eftir mars liggi ekki fyrir. Ljóst sé að bóluefnasamstarf Evrópuríkjanna hafi þróast með öðrum hætti en vonir stóðu til. 
Óvíst hvenær bóluefni Janssen kemur til landsins
Óvíst er hvenær kórónuveirubóluefni Janssen kemur hingað til lands. Búist er við að það  fái markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu fljótlega, en framleiðsluáætlun fyrirtækisins hefur ekki gengið eftir, að sögn Rúnu Hauksdóttur Hvannberg forstjóra Lyfjastofnunar.
Myndskeið
Bólusetningardagatalið liggur fyrir
Heilbrigðisráðuneytið hefur, í samvinnu við sóttvarnalækni, útbúið bólusetningardagatal vegna COVID-19, miðað við fyrirliggjandi upplýsingar og áætlanir um afhendingu bóluefna.Því er ætlað að gefa fólki vísbendingu um hvenær líklegt er að bólusetning hefjist í einstökum forgangshópum. Dagatalið verður uppfært eftir því sem nýjar upplýsingar berast.
Spegillinn
Bretar klára að bólusetja í ágúst
Næst á eftir Ísrael hefur hvergi verið bólusett hærra hlutfall af landsmönnum en í Bretlandi. Í ágúst er þess vænst að búið verði að bólusetja alla Breta tvisvar sinnum. Hægt og bítandi er því að verða til bæði þekking á og reynsla af þeim bóluefnum, sem eru notuð en mörgum Bretum finnst ganga hægt að upplýsa um hvað verði svo.
280.000 manns boðið í bólusetningu
280.000 einstaklingum hér á landi verður boðið í bólusetningu gegn COVID-19 en það eru allir 16 ára og eldri. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi þegar hún flutti skýrslu sína um COVID-19 og horfurnar framundan. Hún sagði nú bólusett í hverri viku og að bólusetningar gangi vel.
Staðan orðin nokkuð góð með 190.000 bólusettum í júní
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að takist að ljúka bólusetningu 190 þúsund manns fyrir lok júní, eins og heilbrigðisráðherra kynnti í gær að væri stefnan, sé staðan orðin nokkuð góð. „Það er ánægjulegt og ég vona að það standist. Það er í takt við það sem maður bjóst við og var búinn að heyra að framleiðslugeta bóluefnaframleiðanda muni aukast. Ef við náum 190 þúsund manns í lok júní eins og talað hefur verið um erum við komin á ansi góðan stað,“ segir hann.
Fólk í dagdvöl og heimahjúkrun bólusett í dag
Stefnt er að því að bólusetja tæplega sex þúsund manns í þessari viku, en rúmlega átta þúsund alls hafa nú fengið fyrstu sprautuna. „Í dag erum við að bólusetja dagþjálfun, dagdvalir og heimahjúkrun út um alla borg. Á morgun líka, þá fáum við Moderna-efni sem verður fyrir starfsfólk hjúkrunarheimila sem er 65 ára og eldri,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
16.02.2021 - 10:45
Óvíst hvort hjarðónæmi náist í sumar
Óvíst er hvort hjarðónæmi gegn kórónuveirunni náist hér á landi gangi áætlanir eftir um að 190.000 Íslendingar verði bólusettir fyrir lok júní. Þetta segir deildarlæknir á Landspítala. Hægt sé að skilgreina hjarðónæmi á nokkra vegu.
Björn Leví spurði Katrínu hvað þorri þjóðar þýddi
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir enn töluverða óvissu um hvernig afhendingaráætlun bóluefna muni ganga eftir á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Það sé hins vegar raunhæft að reikna með því að afhending bóluefna muni aukast verulega á öðrum ársfjórðungi frá þeim fyrsta. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á Alþingi í dag út í þessa óvissu og hversu margir væru þorri þjóðarinnar.
Bóluefni Novavax og Valneva koma til greina
Raunhæft er að búast við því að talsvert meira muni berast hingað til lands af kórónuveirubóluefnum strax á næsta ársfjórðungi; á tímabilinu apríl til júní. Líklegt er að framleiðslugeta lyfjaframleiðendanna verði meiri og þess er vænst að fleiri bóluefni verði þá búin að fá markaðsleyfi, þar á meðal frá tveimur framleiðendum sem Evrópusambandið á nú í viðræðum við. Ekki liggja fyrir afhendingaráætlanir til lengri tíma en til loka marsmánaðar.
„Það hefði verið frábært ef þetta hefði gengið eftir“
„Þetta var spennandi hugmynd sem hefði verið gaman að sjá verða að veruleika, en það lá líka fyrir að það væri ekki vitað hvernig þetta færi.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að ljóst var að ekkert yrði af bóluefnarannsókn lyfjaframleiðandans Pfizer hér á landi.
Myndskeið
Kári segir að ekkert verði af rannsókn Pfizer
Ekkert verður af bólusetningarannsókn Pfizer, sem rædd var á fundi sóttvarnalæknis, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítala, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og fulltrúa Pfizer í dag. Þetta sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar eftir fundinn
COVAX að hefja bóluefnasendingar til þróunarríkja
Bólusettir einstaklingar eru nú fleiri en tilkynnt Covid 19 tilfelli. Byrjað verður að bólusetja gegn Covid nítján í fátækari ríkjum á næstu vikum á vegum Covax-samstarfsins. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur til að framleiðslu bóluefna verði hraðað.
05.02.2021 - 19:38
Rúmlega 300 bólusettir í morgun
Á fjórða hundrað íbúar á höfuðborgarsvæðinu, 90 ára og eldri, hafa verið bólusettir við COVID-19 í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að stefnt sé að því að bólusetja um það bil þúsund manns í dag.
Palestínumenn fá bóluefni frá Ísraelum
Ísraelar hyggjast gefa heilbrigðisyfirvöldum í Palestínu 5.000 skammta af kórónuveirubóluefni sem nýta á til að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk í Palestínu. Þetta verða fyrstu bólusetningarnar í Palestínu, en Ísrael er meðal þeirra landa þar sem hæsta hlutfall landsmanna hafa verið bólusettir.