Færslur: Bóluefni við Covid-19

Flestir smitaðir í hópi Janssen-þega
Flestir þeirra sem greinst hafa með Covid-19 í yfirstandandi bylgju faraldursins og voru bólusettir höfðu fengið bóluefni frá Janssen.
Unnið að þróun bóluefnis í töfluformi gegn COVID-19
Ísraelska lyfjafyrirtækið Oramed vinnur nú að þróun lyfs við COVID-19 sem hægt væri að taka í pilluformi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir lyf á töfluformi hafa marga kosti umfram þau sem gefin eru með sprautu.
Önnur ríki fylgjast með þróun veirunnar á Íslandi
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að alþjóðasamfélagið fylgist með þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Það sé vegna þess að engin forskrift sé til að því hvernig bregðast eigi við covid-smitum í bólusettu þjóðfélagi og því geti þróunin á Íslandi næstu vikur haft mikil áhrif á hvernig þjóðir kjósi að haga sóttvörnum sínum til framtíðar.
Sjónvarpsfrétt
Nokkrir til rannsóknar vegna gruns um endursýkingu
Vísindamenn Landspítalans rannsaka nú nokkur tilvik þar sem grunur leikur á að fólk hafi sýkst af COVID-19 í annað sinn. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar spítalans segir veiruna svo útbreidda að hún gæti sett starfsemi margra stofnana og fyrirtækja í uppnám.
Býst við hertum aðgerðum á landamærum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðuna í dag svipaða og hún hefur verið síðustu daga. Ljóst sé á smitrakningu að veirusmit séu farin að dreifa sér nokkuð víða. Hann minnir á að fullbólusettir geti eftir sem áður smitast og veikst alvarlega.
Veiran fer mikinn í Danmörku, Grænlandi og Færeyjum
Kórónuveirusmitum fjölgar nú talsvert í Danmörku, Færeyjum og Grænlandi. Bólusetning gengur vel en stjórnvöld hvetja íbúa til varkárni í ljósi aðstæðna.
Rúmlega tvö þúsund tilkynningar um aukaverkanir
Rúmlega tvö þúsund tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun vegna gruns um aukaverkanir vegna Covid-19 bóluefna. Þar af eru 132 flokkaðar sem alvarlegar.
Myndskeið
Endurheimti heilsuna í kjölfar COVID-bólusetningar
Það er eins og hulu hafi verið lyft af mér. Þetta segir kona sem hefur glímt við eftirköst COVID-19 í heilt ár, en hefur endurheimt heilsu sína í kjölfar kórónuveirubólusetningar. Sérfræðingur í sóttvörnum segir að þessi áhrif hafi ekki verið rannsökuð að fullu en kannanir bendi til þess að bólusetning geti bætt heilsu fólks í kjölfar COVID.
Yfir hundrað tilkynningar um breytingar á tíðahring
Lyfjastofnun hafa borist samtals hundrað og ellefu tilkynningar sem snúa að tíðahring kvenna í kjölfar bólusetningar með öllum fjórum bóluefnunum sem notuð hafa verið við kórónuveirunni hérlendis. Tilkynningarnar varða óreglulegar tíðablæðingar eða breytingar á þeim, milliblæðingar, seinkun blæðinga, blettablæðingar eða blæðingar eftir breytingaskeið. Þegar tilkynningar berast Lyfjastofnun er ekki vitað hvort um orsakasamhengi milli bólusetningar og tilkynntra tilvika sé að ræða.
24.06.2021 - 16:56
Allir velkomnir í Janssen-bólusetningu í dag
Allir þeir sem ekki hafa fengið bólusetningu fyrir kórónuveirunni og vilja þiggja hana eru velkomnir í Laugardalshöll frá hádegi í dag á meðan birgðir endast. Þetta staðfestir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, við fréttastofu.
Vill fara varlega í afléttingar á landamærum
Ráðherranefnd fundar um tilhögun Covid-varna á landamærunum á næstu dögum. Ferðaþjónustan kallar eftir frekari tilslökunum en heilbrigðisráðherra vill fara varlega og segir að verja þurfi góða stöðu innanlands.
Eitt smit innanlands, tvö á landamærum
Eitt kórónuveirusmit greindist innanlands í gær og var viðkomandi í sóttkví. Þá greindust tvö smit við landamæraskimun en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar. Tíu dagar eru síðan smit greindist síðast utan sóttkvíar.
13.06.2021 - 11:24
Smitum fjölgar um 47% milli vikna í Rússlandi
Kórónuveirutilfellum fjölgar ört í Rússlandi um þessar mundir en um 47% aukning hefur orðið frá síðasta laugardegi. Um 13.500 smit voru greind síðastliðinn sólarhring.
12.06.2021 - 13:10
Engin smit greindust hér á landi í gær
Ekkert kórónuveirusmit greindist hér á landi í gær, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Almannavörnum, hvorki innanlands né á landamærunum. Slakað verður á samkomutakmörkunum á þriðjudaginn en þá mega 300 koma saman í stað 150 eins og nú er. Grímuskylda verður áfram t.d. í leikhúsum og á íþróttaviðburðum og veitingastaðir mega hafa opið til miðnættis.
Danir senda 500 þúsund bóluefnaskammta til Úkraínu
Danir ætla að senda 500 þúsund skammta af bóluefni Astra Zeneca við kórónuveirunni til Úkraínu. Danska utanríkisráðuneytið staðfesti þetta við fréttamiðilinn DR í kvöld.
11.06.2021 - 21:21
Bandaríkjamenn óttast að ná ekki bólusetningarmarkmiði
Bandarísk heilbrigðisyfirvöld óttast að þau nái ekki settu markmiði um að bólusetja 70 prósent fullorðinna fyrir 4. júlí, ekki síst sökum tregðu fólks til að láta bólusetja sig. Sóttvarnalæknir Bandaríkjanna varar landsmenn við kæruleysi og segir stórar hópsýkingar enn geta komið upp. Ríkisstjórar víða um Bandaríkin hvetja bóluefnahrædda borgara til að þiggja bólusetningu.
Myndskeið
20 þúsund skammtar dregnir út í bólusetningalottóinu
Það skýrist í dag hvenær árgangar fæddir 1975 og síðar fá bólusetningu en dregið verður í svokölluðu bólusetningarlottói í húsakynnum heilsugæslunnar í Mjóddinni klukkan tíu í dag. 20 þúsund skammtar verða gefnir í næstu viku.
Hátt í þriðjungur 16 ára og eldri fullbólusettur
Hátt í 30% Íslendinga eru nú fullbólusettir og mismunandi er eftir landshlutum hvaða árgöngum hefur verið boðin bólusetning. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að handahófskennd bólusetning hefjist í næstu viku.
Spegillinn
Rúmlega 170 þúsund skammtar í maí og júní
Frá því að byrjað var að bólusetja hér á landi gegn COVID-19 hafa verið fluttir inn um 185 þúsund skammtar af bóluefni. Þegar liggur fyrir áætlun um að hingað komi um 174 þúsund skammtar í maí og júní. Þeir gætu orðið fleiri því ekki eru staðfestar tölur um afhendingu bóluefna frá AstraZeneca og Janssen.
07.05.2021 - 16:30
Viðtal
Hátt í 13.000 fengu sprautuna í Höllinni í dag
Hátt í þrettán þúsund fengu bólusetningu í Laugardalshöll í dag og þetta er mesti fjöldi sem hefur verið sprautaður á einum degi. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni höfuðborgarsvæðisins segir að vel hafi gengið að bólusetja þennan fjölda.
Myndskeið
Svandís bólusett: „Þetta er smá eins og söngleikur“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var meðal þeirra 14.000 sem voru boðuð í bólusetningu með bóluefni AstraZeneca í Laugardalshöll í dag, á stærsta bólusetningardeginum síðan bólusetningar við kórónuveirunni hófust hér á landi í lok síðasta árs. Ráðherra lét vel af sér að lokinni bólusetningu. „Þetta var bara æðislegt - mér finnst þetta svo magnað,“ sagði Svandís.
Spegillinn
Veiran grasserar áfram vegna misskiptingar bóluefna
Gífurleg misskipting á bóluefnum í heiminum verður líklega til þess að veiran verður með okkur í ár og áratugi. Þetta er mat Arnars Pálssonar, erfðafræðings og prófessors lífupplýsingafræðings við Háskóla Íslands og 77 fremstu faraldsfræðinga í heiminum.
Ungar konur geta afþakkað seinni skammt af AstraZeneca
Þau sem fengu fyrri skammt af AstraZeneca í febrúar hafa nú fengið boð um að koma í bólusetningu á fimmtudaginn til að fá seinni skammtinn. Þeirra á meðal eru heilbrigðisstarfsmenn og starfsfólk hjúkrunarheimila og í mörgum tilfellum eru það konur fæddar 1967 eða síðar. Framkvæmdastjóri lækninga á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir þetta skrifast á boðunarkerfið.
04.05.2021 - 13:30
Alma bólusett ásamt um 10.000 öðrum
Stærsta bólusetningarvikan til þessa er runnin upp og stríður straumur fólks á leið í Laugardalshöll í Reykjavík. Þar er verið að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma og heilbrigðisstarfsfólk með Pfizer, alls tíu þúsund manns í dag. Um helmingurinn fær fyrri sprautuna en hinn helmingurinn gengur út, því sem næst fullbólusettur. Alma Dögg Möller, landlæknir, var meðal þeirra sem voru bólusett í dag.
04.05.2021 - 13:09
Fjölgar í hópi fólks með undirliggjandi sjúkdóma
Leikskólastarfsmenn, fólk í jaðarhópum og áhafnir skipa og flugvéla eru meðal þeirra sem byrjað verður að bólusetja í vikunni. Haldið verður áfram að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Sá hópur stækkaði töluvert fyrir helgi. Sóttvarnalæknir hvetur alla boðaða til að mæta. Alls fá 25 þúsund landsmenn sprautu í vikunni, litlu færri en í síðustu viku sem var sú stærsta til þessa.
03.05.2021 - 13:23