Færslur: Bóluefni við Covid-19

Lyfjastofnun Evrópu samþykkir sjötta covid-bóluefnið
Lyfjastofnun Evrópu(EMA) hefur mælt með veitingu markaðleyfis fyrir covid-bóluefnið Valneva sem er framleitt af franska líftæknifyrirtækinu Valneva. Lyfið er áætlað til notkunar hjá fólki á aldrinum 18-50 ára en það inniheldur óvirkjaðar agnir upprunalegu SARS-CoV-2 veirunnar sem geta ekki valdið sjúkdómi.
Halda áfram að rannsaka röskun á tíðahring
Sérfræðinefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja, hefur ákveðið að halda áfram að rannsaka aukaverkanir covid-bólusetninga á tíðahring kvenna.
23.06.2022 - 21:19
Skyldubólusetning samþykkt á austurríska þinginu
Neðri deild austurríska þingsins samþykkti í kvöld skyldubólusetningu gegn Covid-19. Efri deildin greiðir atkvæði um skyldubólusetningu 3. febrúar og er búist við að hún verði einnig samþykkt þar. Fari svo, taka lögin gildi 4. febrúar.
Myndskeið
Áhersla á sem besta upplifun barna í bólusetningu
Það var létt yfir Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, þegar fréttastofa leit við í Laugardalshöll í hádeginu á fyrsta degi bólusetningarátaks 5-11 ára barna.
Sjónvarpsfrétt
Smitgát gæti komið í stað sóttkvíar hjá þríbólusettum
Sóttvarnalæknir skoðar nú að hætta að krefja þríbólusetta um sóttkví verði þeir útsettir fyrir smiti. Smitgát gæti komið í stað sóttkvíar hjá þessum hópi. Langflest smit af delta-afbrigðinu eru hjá börnum undir tólf ára aldri, segir læknir hjá landlæknisembættinu. Því geta fylgt alvarlegir fylgikvillar. Þá sé einangrunin börnunum afar erfið. Hún biðlar til foreldra að þiggja bólusetningu í næstu viku. 
Kennari handtekinn vegna gruns um ólöglega bólusetningu
Líffræðikennari við skóla í New York í Bandaríkjunum var handtekin á gamlársdag grunuð um að hafa gefið 17 ára nemanda sínum sprautu með bóluefni gegn COVID-19.
Viðtal
Vel yfir 200 hafa smitast tvisvar af covid
Vel yfir tvö hundruð Íslendingar hafa smitast tvisvar sinnum af kórónuveirunni. Sérfræðingur í smitsjúkdómum segir flesta veikjast minna í seinna skiptið. „Það virðist vera þannig að ónæmissvarið sem framkallast við frumsýkingu það nær ekki að vernda fólk fyllilega fyrir sýkingum í framtíðinni, kannski eftir einhverja mánuði eða ár,“ segir Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum á Landspítala.
Segir að börn fái síður aukaverkanir af bóluefnum
Yfirmaður bólusetninga hjá sóttvarnalækni segir að ákaflega lítil áhætta sé fólgin í því að bólusetja börn á aldrinum 5 til 11 ára. Rannsóknir bendi til þess að börn fái síður aukaverkanir af bóluefnum en fullorðnir.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Fundað um bólusetningu barna
Velferðarnefnd Alþingis fundar í dag um bólusetningu barna 5-11 ára gegn COVID-19. Meðal gesta á fundinum eru Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Kamilla Sigríður Jósefsdóttir frá Embætti landlæknis. 
Sjónvarpsfrétt
Nýgengi óbólusettra 13 sinnum meira
Um þrettánfaldur munur er á nýgengi kórónuveirusmita hjá óbólusettum og hjá fólki sem hefur fengið örvunarskammt. Hátt í helmingur þeirra sem hefur verið lagður inn á Landspítala með COVID-19  í fjórðu bylgju faraldursins er óbólusettur, heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að virða sjónarmið þeirra sem ekki þiggja bólusetningu. Nokkur hundruð lítrum af kórónuveirubóluefni hefur verið sprautað í Íslendinga síðan bólusetningar hófust hér á landi fyrir tæpu ári.   
Hugmyndir um að bólusetja börnin í skólunum
Undirbúningi fyrir kórónuveirubólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára er að ljúka. Beðið er ákvörðunar sóttvarnalæknis um framkvæmdina. Hugmyndir eru um að hefja bólusetningar í skólum upp úr áramótum. Líklegt er að þau verði álíka mörg og fullorðnir.
Vísbendingar um að omíkron hafi verið í Evrópu fyrir
Ný gögn frá Hollandi benda til þess að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar var að finna í Evrópu áður en greint var frá fyrstu tilfellum smits af þess völdum í Suður-Afríku.
Bóluefni fyrir börn fær væntanlega markaðsleyfi í dag
Pfizer bóluefnið fyrir börn á aldrinum 5 til 11 ára fær væntanlega markaðsleyfi hér á landi í dag. Þetta segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar.
Skoða ýmsar leiðir til að ná til óbólusettra
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins skoðar nú ýmsar leiðir til að ná til þeirra sem ekki hafa þegið boð um kórónuveirubólusetningu. Verið er að greina þennan hóp og til greina kemur að aka um og bjóða fólki bólusetningu. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir brýnt að ná til þessa hóps sem fyrst.
Viðtal
3000 komið í örvunarbólusetningu í hádeginu
Fjögurra vikna bólusetningartörn með örvunarskammti gegn covid hófst í Laugardalshöll í Reykjavík í morgun. Bólusett verður um allt land. Yfir þrjú þúsund manns höfðu fengið örvunarskammtinn í hádeginu.
15.11.2021 - 12:36
Viðtal
Þrír skammtar heppilegri og sá fjórði ekki ólíklegur
Prófessor í smitsjúkdómafræði segir eðlilegt að mótefnasvar eftir bólusetningu gegn kórónuveirunni dvíni með tímanum. Hann telur ekki ólíklegt að fleiri sprautur þurfi til að auka mótefnasvarið enn frekar, og jafnvel þurfi að bólusetja reglulega gegn covid líkt og gert er með árstíðabundna inflúensu. 
36 smit í gær – 201 barn í einangrun
36 kórónuveiruveirusmit greindust innanlands í gær, 19 þeirra sem greindust eru óbólusettir. Smitin voru 27 í fyrradag. Rúmlega fimmtán hundruð eru í sóttkví og 451 í einangrun með virkt smit.
Flestir smitaðir í hópi Janssen-þega
Flestir þeirra sem greinst hafa með Covid-19 í yfirstandandi bylgju faraldursins og voru bólusettir höfðu fengið bóluefni frá Janssen.
Unnið að þróun bóluefnis í töfluformi gegn COVID-19
Ísraelska lyfjafyrirtækið Oramed vinnur nú að þróun lyfs við COVID-19 sem hægt væri að taka í pilluformi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir lyf á töfluformi hafa marga kosti umfram þau sem gefin eru með sprautu.
Önnur ríki fylgjast með þróun veirunnar á Íslandi
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að alþjóðasamfélagið fylgist með þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Það sé vegna þess að engin forskrift sé til að því hvernig bregðast eigi við covid-smitum í bólusettu þjóðfélagi og því geti þróunin á Íslandi næstu vikur haft mikil áhrif á hvernig þjóðir kjósi að haga sóttvörnum sínum til framtíðar.
Sjónvarpsfrétt
Nokkrir til rannsóknar vegna gruns um endursýkingu
Vísindamenn Landspítalans rannsaka nú nokkur tilvik þar sem grunur leikur á að fólk hafi sýkst af COVID-19 í annað sinn. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar spítalans segir veiruna svo útbreidda að hún gæti sett starfsemi margra stofnana og fyrirtækja í uppnám.
Býst við hertum aðgerðum á landamærum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðuna í dag svipaða og hún hefur verið síðustu daga. Ljóst sé á smitrakningu að veirusmit séu farin að dreifa sér nokkuð víða. Hann minnir á að fullbólusettir geti eftir sem áður smitast og veikst alvarlega.
Veiran fer mikinn í Danmörku, Grænlandi og Færeyjum
Kórónuveirusmitum fjölgar nú talsvert í Danmörku, Færeyjum og Grænlandi. Bólusetning gengur vel en stjórnvöld hvetja íbúa til varkárni í ljósi aðstæðna.
Rúmlega tvö þúsund tilkynningar um aukaverkanir
Rúmlega tvö þúsund tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun vegna gruns um aukaverkanir vegna Covid-19 bóluefna. Þar af eru 132 flokkaðar sem alvarlegar.
Myndskeið
Endurheimti heilsuna í kjölfar COVID-bólusetningar
Það er eins og hulu hafi verið lyft af mér. Þetta segir kona sem hefur glímt við eftirköst COVID-19 í heilt ár, en hefur endurheimt heilsu sína í kjölfar kórónuveirubólusetningar. Sérfræðingur í sóttvörnum segir að þessi áhrif hafi ekki verið rannsökuð að fullu en kannanir bendi til þess að bólusetning geti bætt heilsu fólks í kjölfar COVID.