Færslur: Bóluefni gegn COVID-19

Moderna gefur grænt ljós á notkun bóluefnisins
Óhætt er að hefjast handa við dreifingu og bólusetningu með bóluefni Moderna gegn COVID-19. Moderna er búið að yfirfara gögn frá Distica um flutning bóluefnisins hingað til lands og leggja blessun sína yfir að það verði notað til bólusetninga.
12.01.2021 - 15:54
Pfizer skoðar hvort til sé nóg bóluefni fyrir rannsókn
Bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer skoðar nú hvort til sé nóg bóluefni í bólusetningarrannsókn hér á landi. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann vonast eftir svörum frá Pfizer í vikunni.
12.01.2021 - 12:35
Vonast til að rannsókn á andlátum ljúki í vikunni
Athugun sérfræðinga vegna mögulegra alvarlegra aukaverkana af bóluefni Pfizer við Covid-19 hófst 6. janúar og vonir standa til að niðurstöður liggi fyrir í lok vikunnar. Lyfjastofnun hefur fengið nokkrar tilkynningar um mögulegar alvarlegar aukaverkanir eftir bólusetningar hjá öldruðu fólki og í ljósi þess að um nýtt bóluefni er að ræða var ákveðið að fá óháða sérfræðinga til að rannsaka möguleg tengsl.
Heilsugæslan fær 500 skammta og Landspítalinn fær 700
Af þeim 1.200 skömmtum af Moderna-bóluefninu sem komu til landsins í morgun fær Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins 500 skammta og Landspítalinn 700 skammta.
12.01.2021 - 10:39
Myndskeið
Fyrstu skammtar Moderna-bóluefnis komnir til landsins
1.200 skammtar af bóluefni við COVID-19 frá lyfjafyrirtækinu Moderna komu til landsins með fraktflugi Icelandair frá Belgíu rétt fyrir klukkan átta í morgun. Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri dreifingarfyrirtækisins Distica, segir að efnið verði nú flutt í höfuðstöðvar Distica þar sem starfsfólk fer yfir gæðavottorð og les á svokölluð hitasírit.
12.01.2021 - 08:50
Moderna: Stærri skammtur og lengri tími á milli
Viðbótarmagn er í hettuglösum með bóluefni Moderna en það er eingöngu hugsað til að hægt sé að tryggja tíu skammta í hverju glasi. Þeir sem verða bólusettir með Moderna-bóluefninu fá 0,5 ml en ekki 0,3 ml eins og hjá Pfizer. Í stað þess að bíða þrjár vikur með seinni sprautuna eins og hjá Pfizer fær viðkomandi hana 28 dögum eftir fyrstu sprautuna með bóluefni Moderna.
ESB vill fleiri skammta frá Moderna sem vill hærra verð
Evrópusambandið á viðræðum við bandaríska lyfjaframleiðandann Moderna um kaup á fleiri skömmtum af bóluefni fyrirtækisins. Ísland fylgir Evrópusambandinu að málum þegar kemur að kaupum á bóluefnum og ef samningar nást þýðir það fleiri skammta fyrir Ísland. Heimildarmenn Reuters-fréttastofunnar segja að Moderna vilji meira en tvöfalt hærra verð fyrir viðbótarskammtana.
BioNTech eykur afköstin
Þýska líftæknifyrirtækið BioNTech áformar að framleiða á þessu ári tvo milljarða bóluefnisskammta gegn kórónuveirunni, sem vísindamenn þess þróuðu í samvinnu við starfsfélaga sína hjá bandaríska lyfjarisanum Pfizer. Bóluefnið er hið fyrsta sem heimilað var að nota á Vesturlöndum.
11.01.2021 - 14:19
Framlínustarfsfólk fær Moderna-bóluefni á miðvikudag
Tólf hundruð skammtar af bóluefni Moderna eru væntanlegir til landsins á morgun. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að bólusett verði á miðvikudag, framkvæmdin sé einfaldari en með Pfizer-bóluefnið þar sem það þurfi ekki að blanda efnið frá Moderna.
11.01.2021 - 12:33
Telja að fimmti hver Englendingur hafi fengið COVID-19
Fimmti hver Englendingur gæti hafa sýkst af COVID-19 samkvæmt nýrri greiningu bresku hugveitunnar Edge Health. Þar kemur fram að þeir Englendingar sem hafa smitast gætu verið fimm sinnum fleiri en áður var talið.
11.01.2021 - 07:33
Indverjar hefja bólusetningar næstkomandi laugardag
Indverjar hyggjast hefja bólusetningar gegn COVID-19 næstkomandi laugardag. Það er flókið og viðamikið verkefni enda telja Indverjar 1,3 milljarðar talsins, næstfjölmennasta þjóð heims.
11.01.2021 - 06:41
Biden bólusettur öðru sinni í dag
Joe Biden, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, verður bólusettur öðru sinni gegn COVID-19 í dag, mánudag. Nú eru liðnar þrjár vikur frá því að sjónvarpað var beint frá fyrri bólusetningu Bidens, til að auka tiltrú almennings á öryggi bóluefnanna.
Myndskeið
Færeyingar meðal fárra sem mega fara á barinn á kvöldin
Kórónuveirusmitum fjölgar hratt í löndunum í kringum okkur og sums staðar eru í gildi hörðustu sóttvarnaaðgerðir frá upphafi faraldursins. En ekki alls staðar, og Færeyingar eru nú meðal fárra Evrópubúa sem mega fara á barinn á kvöldin. Fréttastofa kannaði í sjónvarpsfréttum í kvöld hvað má og má ekki í löndunum í kringum okkur.
10.01.2021 - 20:13
Minnst 38 þúsund skammtar af bóluefni næstu þrjá mánuði
Minnst 38 þúsund skammtar af bóluefni Pfizer og bóluefni Moderna eru væntanlegir hingað til lands næstu þrjá mánuði. 5.000 frá Moderna í janúar og febrúar og 33 þúsund frá Pfizer í janúar, febrúar og mars. Heilbrigðisráðherra telur þó að skammtar frá Pfizer verði fleiri á þessu tímabili vegna viðbótarsamninga sem Evrópusambandið hefur gert og Moderna er að auka framleiðslugetu sína og skammtarnir gætu því orðið fleiri eftir febrúar.
Þórólfur: Ekki sanngjarnt að skammast út í ráðherra
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki sanngjarnt að skammast út í heilbrigðisráðherra eða ráðuneyti hans varðandi stöðu á bóluefnum. Ekkert land sé með dreifingaráætlun og tímaplan varðandi komu þeirra. „Ég vildi gjarnan að við hefðum betra plan og meira bóluefni en þetta á sér allt sínar eðlilegu skýringar. Við verðum að skoða bakgrunninn og sjá af hverju þetta er svona.“
Veikindi heilbrigðisstarfsfólks hægja á bólusetningu
Bretum miðar hægt að hemja faraldurinn og veikindi heilbrigðisstarfsfólks farin að hægja á bólusetningu. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Breta, segir til skoðunar að herða aðgerðir enn frekar.
10.01.2021 - 12:17
Páfinn: „Sjálfseyðandi afneitun" að hafna bólusetningu
Efasemdir um ágæti bólusetningar bera vott um sjálfseyðandi afneitun, að mati Frans páfa. Hann hvetur fólk til að láta bólusetja sig hið fyrsta og ætlar sjálfur að láta bólusetja sig í komandi viku.
Myndskeið
Spáir því að hjarðónæmi náist á Íslandi strax í sumar
Um mitt sumar verður bólusetningu lokið á Íslandi. Þetta segir umboðsmaður Íslands, Svíþjóðar og Noregs í bóluefnamálum. Evrópusambandið hefur eyrnamerkt  Íslandi yfir milljón skammta af bóluefni gegn Covid-19.  Íslendingar fá hlutfallslega jafnmarga skammta og önnur Evrópuríki. 
09.01.2021 - 18:46
Elísabet og Filippus fengu kórónuveirubólusetningu
Elísabet Englandsdrottning og eiginmaður hennar Filippus prins fengu kórónuveirubólusetningu í dag og slást þar með í hóp um einnar og hálfrar milljónar Breta sem hafa þegið fyrri bólusetninguna. 
Segir raunhæft að Ísland klári bólusetningar í sumar
Það er raunhæft markmið að Ísland, Svíþjóð og Noregur verði búin að klára að bólusetja um mitt sumar. Þetta segir Richard Bergström, yfirumsjónarmaður bóluefnamála í Svíþjóð, í samtali við fréttastofu. Bergström segir að þótt það gangi hægt að fá bóluefni til landsins núna verði miklar breytingar á því strax í mars.
Ein tilkynning til viðbótar um mögulegar aukaverkanir
Lyfjastofnun hefur borist ein tilkynning til viðbótar um mögulega alvarlega aukaverkun Comirnaty, bóluefnis Pfizer og BioNTech gegn COVID-19. Tilkynnt var um andlát aldraðrar manneskju, sem fékk bólusetningu í lok síðasta árs, og lést fyrir skömmu. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að metið verði hvort andlátið geti tengst bólusetningunni, þar sem meira en vika hafi liðið á milli hennar og andlátsins.
Metfjöldi greindist með COVID-19 í Bandaríkjunum í gær
Aldrei hafa fleiri COVID-19 tilfelli verið staðfest á einum degi í Bandaríkjunum en í gær, þegar nær 290.000 manns greindust með kórónaveiruna sem veldur sjúkdómnum. Daginn áður voru nær 4.000 dauðsföll rakin til COVID-19 vestra, fleiri en nokkru sinni fyrr.
Ríkustu ríki heims snupruð fyrir að hamstra bóluefni
Tedros Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, var ómyrkur í máli þegar hann snupraði ríkari þjóðir heims fyrir að hamstra bóluefni gegn COVID-19 á sama tíma og fátækari ríki fá lítið eða ekkert í sinn hlut. Segir hann þetta alvarlegt vandamál og hvetur stjórnvöld í auðugum ríkjum til að láta af þessari hegðan.
Fleiri COVID-19 dauðsföll í Bretlandi en nokkru sinni
1.325 dauðsföll af völdum COVID-19 voru færð til bókar í Bretlandi á föstudag og hafa aldrei verið fleiri á einum sólarhring. Ríflega 68.000 ný smit greindust þennan sama dag. Í yfirlýsingu heilbrigðisyfirvalda segir að dauðsföllum muni óhjákvæmilega halda áfram að fjölga í landinum uns böndum verður komið á útbreiðslu veirunnar.
09.01.2021 - 02:36
Spegillinn
Uggur um Covid-neyðarástand í London
Í byrjun desember var Bretland fyrsta Evrópulandið til að taka upp bólusetningu gegn Covid-19 veirunni. Enn sem komið er gengur þó hægt að koma bóluefni í gagnið. Bretland er nú verst stadda Evrópulandið í Covid-efnum og í dag lýsti borgarstjóri höfuðborgarinnar yfir neyðarástandi á sjúkrahúsum borgarinnar.
08.01.2021 - 20:13