Færslur: Bóluefni gegn COVID-19

Trump býst við bóluefni innan mánaðar
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að bóluefni gegn Covid-19 kunni að verða tilbúið innan mánaðar. „Það gætu verið þrjár til fjórar vikur í að bóluefni verði tilbúið sagði forsetinn í svörum til gesta í sal á ABC sjónvarpsstöðinni.
Stefna á bóluefni fyrir lok árs eða í byrjun næsta
Lyfjafyrirtækið AstraZenica vonast til að bóluefni þess gegn COVID-19 verði tilbúið fyrir lok þessa árs eða í byrjun næsta árs. Níu fyrirtæki eru langt komin í þróun á bóluefni.
13.09.2020 - 08:45
Viðtal
Fagnaðarefni að rannsóknir á bóluefni geti haldi áfram
Sérfræðingur í smitsjúkdómum fagnar því að lyfjaframleiðandinn AstraZenica fái að halda áfram tilraunum með bóluefni við COVID-19. Viðbúið sé að fleiri rannsóknir lendi í viðlíka töfum.
12.09.2020 - 17:17
Talið óhætt að halda áfram rannsóknum á bóluefni
Lyfjaframleiðandinn AstraZenica hefur fengið leyfi til þess að halda áfram tilraunum sínum með bóluefni gegn COVID-19. Fyrirtækið vinnur í samstarfi við Oxford-háskóla, en bóluefnið var komið að lokastigum prófana.
„Verðum komin með bóluefni í byrjun næsta árs“
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist enn vera mjög bjartsýnn á að bóluefni við COVID-19 verði komið á markað í byrjun næsta árs, þrátt fyrir að lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafi ákveðið að fresta tilraunum vegna veikinda eins sjálfboðaliða.
09.09.2020 - 19:10
Spegillinn
„Það eru nokkrar grindur eftir í þessu hlaupi“
Þróun bóluefnis við Covid-19 hefur gengið fádæma vel til þessa, segir Magnús Gottfreðsson prófessor í smitsjúkdómalækningum. Hann er enn bjartsýnn á að bóluefni verði tekið í notkun á fyrri hluta næsta árs, þótt tilraunir AstraZeneca tefjist. Pólitískur þrýstingur, til dæmis í Bandaríkjunum, kunni þó að trufla verkefnið.
09.09.2020 - 16:44
Þórólfur: Verðum að vera viss um að bóluefni sé öruggt
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að Íslendingar eins og aðrir verði að vera vissir um að bóluefni séu virk og örugg og rannsóknir eigi að tryggja það eins og hægt er. Bóluefni AstraZeneca er eitt þeirra bóluefna sem Ísland fær gegn kórónuveirunni.
Óútskýrð veikindi valda frestun á tilraunum á bóluefni
Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca ákvað í dag að fresta frekari tilraunum með bóluefni gegn COVID-19. Í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu segir að tilraunum hafi verið frestað vegna óútskýrðra veikinda eins sjálfboðaliðanna. Óháð nefnd vísindamanna fer yfir öll gögn rannsóknarinnar.
Bóluefnishópur skoðar færar leiðir fyrir Ísland
Vinnuhópur um kaup á bóluefni gegn COVID-19 hefur tekið til starfa og er nú að skoða hvaða leiðir eru færar í þessum efnum. Ákvarðanir um samninga og kaup á bóluefni við COVID-19 geta orðið óhefðbundnar vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar í heiminum.