Færslur: Bóluefni gegn COVID-19

Boða nær grímulaust líf í Bandaríkjunum
Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa gefið grænt ljós á nær grímulaust líf fyrir fullbólusetta Bandaríkjamenn. Grímuskylda hefur víða verið í gildi í Bandaríkjunum síðustu mánuði. Reglur um grímunotkun eru nokkuð misjafnar á milli ríkja en skylt hefur verið að bera grímur í öllum alríkisbyggingum og almenningssamgöngum hvers konar. Þá hefur bandaríska sóttvarnastofnunin eindregið hvatt til grímunotkunar í fjölmenni, innan dyra jafnt sem utan, jafnvel þótt það sé ekki skylda í viðkomandi ríki.
Norðmenn taka AstraZeneca endanlega úr umferð
Norska ríkisstjórnin ákvað í gær að hætta skuli alfarið notkun á bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19 í Noregi og hefur það verið fjarlægt úr bólusetningaráætlun heilbrigðisyfirvalda. Erna Solberg, forsætisráðherra, tilkynnti þetta síðdegis á miðvikudag. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um framtíð Janssen-bóluefnisins í Noregi, en notkun þess verður hætt í bili.
14.05.2021 - 00:29
Umboðsmaður óskar upplýsinga um bólusetningar
Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur óskað eftir upplýsingum frá embætti Landlæknis hvernig upplýsingum og leiðbeiningum er komið til almennings, einkum þeirra sem hafa fengið boð í bólusetningu með efni sem þeir telja ekki öruggt að þiggja af heilsufarsástæðum.
Bólusettir Danir mega heimsækja Þýskaland
Bólusettir Danir og sem hafa jafnað sig af COVID-19 mega nú heimsækja Þýskaland án kröfu um skimun og dvöl í sóttkví. Þýsk stjórnvöld líta þó enn á Danmörku sem áhættusvæði. 
Vill tvöfalt meira bóluefni og réttlátari dreifingu
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallar eftir því að lyfjaframleiðendur tvöfaldi framleiðslu sína á bóluefnum gegn COVID-19 og hvetur til réttlátari dreifingar á þvi bóluefni sem til er. Yfirgnæfandi meirihluti þess fer til ríkustu landa heims, en þróunarríki og önnur lönd sem ekki standa jafnfætis þeim allra ríkustu sitja eftir með sárt enni. Þetta segir Guterres bæði óréttlátt gagnvart fátækari ríkjunum og skaðlegt fyrir heimsbyggðina alla.
Myndskeið
Sóttvarnalæknir fagnar bólusetningaöfund
Sóttvarnalæknir fagnar þeirri bólusetningaröfund sem virðist sprottin upp hjá óbólusettu fólki. Það sé ánægjulegt að fólk vilji bólusetningu. Ekki liggur fyrir hverjir verða bólusettir í næstu viku. 
Rúmlega þúsund bólusett á Austurlandi
Rúmlega þúsund verða bólusett á Austurlandi á morgun, á Egilsstöðum og Eskifirði. Til stendur að klára að bólusetja 1966-árganginn með bóluefni AstraZeneca, halda áfram að bólusetja fólk á aldrinum 18-65 ára með undirliggjandi áhættuþætti með bóluefni Pfizer og Janssen, og einnig á að bólusetja þó nokkurn fjölda starfsfólks leikskóla og grunnskóla.
11.05.2021 - 21:07
Sagði „sérstakt“ að hætta bólusetningum með Janssen
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, forðaðist að gagnrýna ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að taka bóluefni Janssen út úr bólusetningaáætlun landsins en sagði hana „sérstaka“. Leiðtogi Íhaldsflokksins lagði til að forystumenn stjórnmálaflokkanna á danska þinginu yrðu bólusettir með bóluefninu í beinni útsendingu.
Spegillinn
Telur rétt að hinkra með að bólusetja unglinga
Lyfjastofnun Bandaríkjanna heimilaði í gær að bóluefni Pfizer verði notað á börn allt niður í tólf ára aldur. Valtýr Stefánsson barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala Hringsins býst við ekki við að ungmenni undir 16 ára aldri verði bólusett hér fyrr en í haust í fyrsta lagi.
11.05.2021 - 16:33
Forsætisráðherra bólusett með Pfizer
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, bættist í hádeginu í hóp ráðherra sem hafa fengið bóluefni við COVID-19. Hún mætti í gulum bol í Laugardalshöll og fær seinni sprautuna eftir þrjár vikur. Aðrir ráðherra sem hafa fengið bóluefni eru meðal annars Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sem bæði voru bólusett með AstraZeneca.
Gefa grænt ljós á bólusetningar barna í Bandaríkjunum
Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur veitt lyfjafyrirtækinu Pfizer leyfi fyrir bóluefni við COVID-19 fyrir börn á aldrinum 12-15 ára. Stofnunin segir leyfið marka tímamót í baráttunni við faraldurinn. Matvæla- og lyfjastofnunin hafði áður gefið bráðabirgðaleyfi fyrir því að efnið yrði gefið börnum niður í sextán ára aldur.
10.05.2021 - 22:10
Óttast að fólk flýti sér að fá Janssen eða AstraZeneca
Sérfræðinganefnd á vegum norsku ríkisstjórnarinnar klofnaði í afstöðu sinni til þess hvernig hægt væri að óska eftir bólusetningu með bóluefni frá Janssen eða AstraZeneca. Meirihlutinn vildi setja notkun á þessum bóluefnum ströng skilyrði og óttaðist að ungt fólk myndi flykkjast í bólusetningu til að geta ferðast í sumar. Minnihlutinn vildi leyfa fólki að njóta vafans.
Rúmenar bólusetja í Drakúla-kastala
Í kastalanum sem talið er að Bram Stoker hafi fengið innblástur sinn af fylgsni vampírunnar blóðþyrstu, Drakúla, geta vegfarendur nú fengið bólusetningu við kórónuveirunni. Heilbrigðisstarfsfólk með vígtennur í klæðum sínum tekur á móti gestum í Bran-kastalanum í miðri Rúmeníu. Er þetta liður í aðgerðum stjórnvalda þar í landi til að hvetja fólk til láta bólusetja sig. 
10.05.2021 - 11:53
Noregur: Vilja sleppa Janssen og bólusetja yngra fólk
Sérfræðinganefnd á vegum norsku ríkisstjórnarinnar mælir með því að bóluefni frá Janssen og Astra-Zeneca verði ekki hluti af bólusetningaáætlun yfirvalda. Þeir sem vilji geti látið bólusetja sig með þeim. Nefndin mælir jafnframt með að fólki á aldrinum 18-25 ára verði hleypt framar í röðina. Lýðheilsustofnun Noregs, sem vill ekki nota Astra-Zeneca, leggur einnig til að Janssen-bóluefnið verði sett til hliðar.
Þurfum fleiri sprautur til að verjast nýjum afbrigðum
Prófessor í ónæmisfræðum segir ekki ólíklegt að sprauta þurfi fólk oftar en tvisvar til að verja það fyrir nýjum veiruafbrigðum. Nýr samningur Evrópusambandsins um kaup á 1,8 milljörðum skammta frá Pfizer hefur það einmitt að markmiði að tryggja Evrópubúum slíka viðbótarskammta næstu þrjú árin. Af þeim fær Ísland 1,4 milljónir skammta. Þeir eiga að koma til landsins á næsta ári og því þarnæsta.
09.05.2021 - 18:18
ESB hefur ekki pantað meira bóluefni frá AstraZeneca
Bóluefnasamningur Evrópusambandsins við lyfjaframleiðandann AstraZeneca rennur út í júní og ESB hefur ekki sóst eftir því að samningurinn verði framlengdur. Þetta hefur Deutsche Welle eftir Thierry Breton, viðskiptafulltrúa ESB. „Við framlengdum ekki samninginn, við sjáum hvað setur,“ segir hann.
09.05.2021 - 14:50
Indverska afbrigðið gæti verið ónæmt fyrir mótefni
Það afbrigði kórónuveirunnar sem nú fer sem eldur í sinu um Indland virðist meira smitandi en önnur. Auk þess telja vísindamenn sig sjá vísbendingar um að það komist framhjá þeim vörnum sem bóluefni veita.
WHO veitir bóluefninu Sinopharm neyðarleyfi
Alþjóðaheilbrigðissstofnunin veitti í dag neyðarleyfi til notkunar kínverska bóluefnisins Sinopharm. Bóluefnið er þegar notað víðsvegar um heim, en gefa þarf tvo skammta af því til að ná fullri virkni.
Bjóða Íslendingum Spútnik V fyrir 200 þúsund manns
Framleiðendur rússneska bóluefnisins Spútnik V hafa boðið Íslendingum skammta fyrir 200 þúsund manns til kaups. Íslensk stjórnvöld skoða möguleika á að kaupa skammta fyrir 100 þúsund manns að því gefnu að stærstur hluti þeirra verði afhentur fyrir 2. júní og að bóluefnið verði komið með markaðsleyfi á sama tíma.
07.05.2021 - 14:25
Bretar undir fertugu fá annað en AstraZeneca
Bresk yfirvöld hafa ákveðið að hætta að gefa bóluefni AstraZeneca til Breta undir fertugu, vegna hættu á blóðtappa. 242 tilkynningar um blóðtappa hafa borist bresku lyfjastofnuninni en alls hafa 28,5 milljónir skammta af AstraZeneca verið gefnir í Bretlandi.
07.05.2021 - 10:52
Þjóðverjar mótfallnir afnámi hugverkaverndar
Þýsk stjórnvöld eru mótfallin hugmyndinni um að afnema hugverkaréttindi bóluefna við COVID-19. Bandaríkjastjórn er meðal þeirra sem vilja afnema réttindin til þess að fleiri geti átt kost á að framleiða bóluefni. Þjóðverjar, og aðrir gagnrýnendur hugmyndarinnar, segja hugverkaréttinn fjarri því að vera stærstu hindrunina í framleiðsluferlinu.
07.05.2021 - 07:08
COVAX pantar 350 milljón skammta af bóluefni Novavax
COVAX-samstarfið, alþjóðlega bólusetningarátakið gegn COVID-19, hefur samið um kaup á 350 milljónum skammta af bóluefni bandaríska líftæknifyrirtækisins Novavax.
Viðtal
Hátt í 13.000 fengu sprautuna í Höllinni í dag
Hátt í þrettán þúsund fengu bólusetningu í Laugardalshöll í dag og þetta er mesti fjöldi sem hefur verið sprautaður á einum degi. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni höfuðborgarsvæðisins segir að vel hafi gengið að bólusetja þennan fjölda.
Heimilislæknar gefa fullorðnum Þjóðverjum AstraZeneca
Öllum fullorðnum Þjóðverjum verður gefið bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19 að því er fram kemur í máli Jens Spahn heilbrigðisráðherra. Áður var ákveðið að efnið skyldi gefið fólki eldra en sextugu en nú hafa ríkisstjórnin og stjórnir hvers ríkis fyrir sig sammælst um þessa nýju tilhögun.
Röð eins og fyrir stórtónleika eða risalandsleik
Gríðarleg aðsókn hefur verið í bólusetningu í dag og því hefur löng röð fólks myndast sem nær allt frá Laugardalshöll upp á Suðurlandsbraut. Dúndrandi danstónlist bíður fólksins þegar inn í Laugardalshöll er komið.