Færslur: Bóluefni gegn COVID-19

Ráðleggja að bólusetningar 5 til 11 ára verði leyfðar
Bandarísku lyfjastofnuninni hefur verið ráðlagt að leyfa notkun COVID-19 bóluefnis frá Pfizer/BioNTech fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. Yfirgnæfandi meirihluti sérfræðinga sem voru beðnir að ráðleggja stofnuninni, voru sammála um að kostir bólusetningar vægju þyngra en áhætturnar. Lyfjastofnunin er sögð fylgja oftast ráðum sérfræðinga, en ber þó ekki lagaleg skylda til þess.
Sjónvarpsfrétt
Skoða þurfi bólusetningar barna með opnum huga
Sóttvarnalæknir segir að skoða þurfi bólusetningar ungra barna við kórónuveirusmiti með opnum huga. Sextugum og eldri verður nú boðin þriðja sprautan og til skoðunar er að bjóða hana yngra fólki.
Handtekin fyrir að selja fölsuð bólusetningarvottorð
Starfsmaður apóteks í München í Þýskalandi hefur verið handtekinn ásamt vitorðsmanni, vegna gruns um að hafa selt yfir fimm hundruð fölsuð bólusetningarvottorð.
Ræða bóluefnisgjöf fyrir börn 5 til 11 ára á þriðjudag
Ráðgjafarnefnd á vegum matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna hyggst á þriðjudag ræða hvort óhætt sé að samþykkja að gefa bandarískum börnum bóluefni Pfizer.
Pfizer gæti fengið leyfi fyrir yngri börn í desember
Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu hefur hafist handa við að meta umsókn sem varðar notkun COVID-19 bóluefnis Pfizer og BioNTech hjá börnum 5-11 ára. Nefndin metur gögn sem berast úr klínískri rannsókn sem nú stendur yfir í þessum aldurshópi.
19.10.2021 - 14:44
Bjartsýni á virkni nýs bóluefnis Valneva eftir prófanir
Helsti rannsakandi  fransk-austurríska lífefnafyrirtækisins Valneva kveðst vongóður um að nýtt bóluefni þess gegn COVID-19 leiki stórt hlutverk í að binda endi á kórónuveirufaraldurinn. Þriðja stigs prófanir lofa góðu.
41 smit í gær – þrír landshlutar nær alveg COVID-lausir
41 kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Af þeim sem greindust voru tuttugu og fjórir utan sóttkvíar við greiningu. Rúmlega fimmtán hundruð manns eru nú í sóttkví á landinu öllu og 470 í einangrun með virkt smit. Fjórir COVID-sjúklingar liggja á Landspítalanum, einn þeirra á gjörgæslu.
14.10.2021 - 14:25
Hefja aftur rannsókn á uppruna COVID-19
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ætlar að hefja aftur rannsókn á uppruna COVID-19 og hefur skipað til þess hóp tuttugu og sex sérfræðinga. Michael Ryan, yfirmaður neyðardeildar stofnunarinnar, segir að sérfræðingar séu að falla á tíma til að finna upptök faraldursins. Einu og hálfu ári eftir að hann tók sig upp í Wuhanborg í Kína er enn óljóst hver kveikjan að því var.
RS-veira og inflúensa gætu sett strik í reikninginn
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hugsanlegt að RS-veira og inflúensa setji strik í reikninginn við afléttingar á sóttvarnatakmörkunum. Hann vill að áfram verði takmarkanir rýmkaðar smám saman og segir mikilvægt að draga lærdóm af bakslaginu sem varð í kjölfar hraðra afléttinga í sumar.
13.10.2021 - 15:45
50 smit í gær
50 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær en þau voru 36 í fyrradag. Helmingur þeirra sem greindust voru í sóttkví og helmingur fullbólusettur.
13.10.2021 - 11:46
Þrjú börn lögð inn síðustu vikur en fáar aukaverkanir
Börn sem eru of ung til að fá bólusetningu eru nú 40% einstaklinga í einangrun en eru innan við 15% af íbúum landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni á vef landlæknis.
Drög lögð að tilslökunum
Ríkisstjórnin telur að aðgerðir til styrktar heilbrigðiskerfinu verði til þess að hægt verði að slaka enn frekar á sóttvarnatakmörkunum, meðal annars á þeirri þjónustu sem einkennalitlir eða -lausir covid-sjúklingar fá.
Moderna-efnið áfram notað fyrir 60 ára og eldri
Bóluefni Moderna við COVID-19 verður áfram notað í örvunarbólusetningu fólks sem er 60 ára og eldra. Sóttvarnalæknir tilkynnti um þetta síðdegis en ákvörðunin verður endurskoðuð ef upplýsingar koma fram um örugga notkun þess hjá yngra fólki. Í síðustu viku var notkun á Moderna-efninu stöðvuð að fullu hér á landi á meðan beðið var frekari upplýsinga um tengsl við hjartavöðvabólgu.
12.10.2021 - 16:34
Tveggja ára barn loks útskrifað eftir COVID-sýkingu
Tveggja ára barn sem var lagt inn á Landspítala með COVID-19-sýkingu um miðjan september hefur verið útskrifað af spítalanum eftir þriggja vikna legu. Barnið var flutt á gjörgæsludeild að minnsta kosti í tvígang.
12.10.2021 - 15:52
Samþykktu bætur vegna meðhöndlunar en ekki bóluefnis
Eina málið sem Sjúkratryggingar Íslands hafa samþykkt bótaskyldu í vegna líkamstjóns af völdum bólusetningar við COVID-19 varðar ekki bóluefnið sjálft heldur bólusetninguna. Sjúkratryggingar bæta tjón sem hlýst af eiginleikum bóluefnisins, svo sem fylgikvilla bólusetningar, eða rangri meðhöndlun þess.
12.10.2021 - 12:32
36 smit í gær – 201 barn í einangrun
36 kórónuveiruveirusmit greindust innanlands í gær, 19 þeirra sem greindust eru óbólusettir. Smitin voru 27 í fyrradag. Rúmlega fimmtán hundruð eru í sóttkví og 451 í einangrun með virkt smit.
Ríkisstjóri Texas bannar skyldubólusetningar
Gregg Abbott, ríkisstjóri Texas í Bandaríkjunum, hefur gefið út tilskipun þess efnis að óheimilt sé að skylda nokkurn til bólusetningar gegn COVID-19. Það er í andstöðu við tilskipun Joe Bidens Bandaríkjaforseta frá í september.
Þúsundir mótmæltu heilsupössum í Róm
Um tíu þúsund manns tóku þátt í mótmælum gegn heilsupössum í miðborg Rómar í gær. Mótmælin voru skipulögð af öfgasamtökum hægri manna að sögn AFP fréttastofunnar. Átök urðu á milli mótmælenda og lögreglu, og notaði lögregla öflugar vatnsbyssur og táragas til að halda aftur af hópi mótmælenda.
Skoða hópmálsókn vegna óreglulegra blæðinga
Konur sem telja að bólusetning gegn kórónuveirunni hafi breytt tíðahring þeirra, skoða hvort fara skuli í hópmálsókn gegn íslenska ríkinu. ­Þær segja rannsókn á málinu hafa verið ófullkomna og engu svarað.
Faraldurinn orðið 600.000 að bana í Brasilíu
Yfir 600 þúsund hafa nú látið lífið í Brasilíu af völdum COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá brasilíska heilbrigðisráðuneytinu. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látist af völdum veirunnar, rúmlega 730 þúsund. Þá fóru dauðsföll í allri rómönsku Ameríku yfir eina og hálfa milljón í gær. 
Óbólusettur reyndi að fá sóttkví hnekkt fyrir dómstólum
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að óbólusettur karlmaður, sem var að koma frá Svíþjóð til landsins, skuli sæta fimm daga sóttkví. Maðurinn taldi lagastoð skorta fyrir þessu úrræði og sagði ákvæði í reglugerð sóttvarnalæknis mismuna óbólusettum með ómálefnalegum og ólögmætum hætti. Því voru dómstólarnir ósammála.
Vilja að 5-11 ára börn verði bólusett
Bandaríski lyfjarisinn Pfizer óskaði í dag eftir því við Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna, FDA, að gefið verði út bráðabirgðaleyfi fyrir því að bóluefni þess og BioNTech gegn kórónuveirunni verði gefið börnum á aldrinum fimm til ellefu ára.
44 ný smit
44 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, þau voru 31 í fyrradag og 25 daginn þar áður. Af þeim sem greindust í gær voru 27 fullbólubólusettir og átján voru ekki í sóttkví.
06.10.2021 - 11:04
Yfir 900 létust úr covid á síðasta sólarhring
Rúmlega 900 létust vegna Covid-19 í Rússlandi í gær en það er í fyrsta sinn sem svo margir deyja vegna sjúkdómsins í landinu á einum sólarhring. Rússar, eins og mörg önnur ríki, glíma nú við Delta-afbrigði veirunnar en það hefur dreift sér hratt meðal Rússa og valdið miklu álagi á heilbrigðiskerfið, meira en víðast hvar annars staðar.
06.10.2021 - 09:40
Segir ákvörðun sína um örvunarskammt réttlætanlega
Sóttvarnalæknir segir ákvörðun sína um að gefa fólki sem fékk Janssen-bóluefnið örvunarskammt hafa verið réttlætanlega. Í heimsfaraldri sé ekki alltaf hægt að bíða eftir skotheldum, vísindalegum niðurstöðum