Færslur: Bóluefni gegn COVID-19

Moderna sækir um leyfi fyrir bóluefni
Bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna sækir í dag um leyfi hjá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna fyrir bóluefni við kórónuveirunni. Tilraunir á sjálfboðaliðum sýna að það veitir vörn gegn veirunni í 94,1 prósenti tilvika. Í yfirlýsingu frá Moderna segir að einnig verði sótt um skilyrt leyfi fyrir bóluefninu hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Myndskeið
Taka ákvörðun um markaðsleyfi bóluefna fyrir jól
Ákvörðun um hvort bóluefni við COVID-19 fái markaðsleyfi í Evrópu verður tekin rétt fyrir jól. Þau þurfa að uppfylla sömu skilyrði og önnur lyf og bóluefni. Hjá Lyfjastofnun er verið að undirbúa flutning og dreifingu bóluefna hérlendis.
Spegillinn
Hugsanlega bólusett gegn COVID í stórum skemmum
Forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að byrjað sé að undirbúa hvernig staðið verður að bólusetningu gegn Covid-19. Til greina komi að leigja stórar skemmur til að auðvelda verkið. Ljóst sé að áhersla verði lögð á að bólusetja aldraða.
Skólabyggingar líklega nýttar fyrir bólusetningu
Skólabyggingar og íþróttahús verða líklega nýtt til þess að bólusetja marga á skömmum tíma þegar bóluefni við kórónuveirunni berst til landsins. Forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og borgarstjórinn í Reykjavík ræddu saman í gær um húsnæði fyrir bólusetningu. Starfsfólk heilsugæslunnar býr sig nú undir að geta með skömmum fyrirvara hafið bólusetningu.
Ekkert lát virðist á útbreiðslu kórónuveirufaraldursins
Alls létust 2.400 Bandaríkjamenn af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum undanfarinn sólarhring. Ekki hefur sjúkómurinn lagt fleiri í valinn á einum degi undanfarna sex mánuði.
Á Spáni býðst öllum bólusetning án endurgjalds
Framlínustarfsfólk, íbúar og starfsfólk elli- og hjúkrunarheimila og sambýla mikið fatlaðs fólks verða í forgangi þegar bólusetning við COVID-19 hefst á Spáni. Öllum mun þó standa bólusetning til boða með tíð og tíma, og verður hún gjaldfrjáls. Þetta tilkynnti Salvador Illa, heilbrigðisráðherra Spánar að loknum ríkisstjórnarfundi í gær, þar sem farið var yfir bólusetningaráætlun stjórnarinnar.
25.11.2020 - 05:43
Rússneskt bóluefni með 95 prósenta virkni
Rússneska bóluefnið Sputnik V gegn kórónuveirunni virkaði vel við prófanir í 95 prósentum tilvika, að því er framleiðendur þess greindu frá í dag. Niðurstaðan byggist á gögnum sem lágu fyrir eftir að lyfið hafði verið prófað í 42 daga. Ekki er gefið upp hversu margir tóku þátt í að prófa bóluefnið.
24.11.2020 - 14:31
Fylgjast grannt með hugsanlegum aukaverkunum
Magnús Gottfreðsson yfirlæknir og prófessor í smitsjúkdómum segir að fylgst verði grannt með aukaverkunum bóluefna við COVID-19. Hann segir ekkert benda til þess að sérstök áhætta sé fólgin í bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla við COVID-19.
24.11.2020 - 13:22
Bólusetning skilyrði þess að ferðast með Quantas
Farþegum sem ætla að ferðast með ástralska flugfélaginu Quantas í framtíðinni verður gert að sýna fram á að þeir hafi verið bólusettir gegn COVID-19. Þetta segir Alan Joyce forstjóri flugfélagsins.
24.11.2020 - 02:20
Mikilvægara að fá gott mótefni núna en fullkomið seinna
Yfirlæknir og prófessor í smitsjúkdómum við Háskóla Íslands fagnar nýjustu fréttum um þróun bóluefnis. Mikilvægara sé að hafa fljótlega aðgang að bóluefni sem virkar vel, heldur en að hafa seint og síðar meir aðgang að bóluefni sem virkar fullkomlega.
23.11.2020 - 19:00
Síðdegisútvarpið
Vísbendingar um að virkni bóluefnisins sé 90%
Margt bendir til þess að virkni bóluefnis,  sem vísindamenn við Oxfordháskóla hafa unnið að í samvinnu við bresk-sænska lyfjafyrirtækið Astra Zeneca, sé meiri en sú 70% vörn sem greint hefur verið frá í fréttum. Frekari prófanir munu leiða það í ljós. Þetta segir Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Spegillinn
Ekki minni kröfur þó að bóluefni fái flýtimeðferð
Yfir 60 bóluefni og lyf gegn Covid-19 eru nú á borði Lyfjastofnunar Evrópu. Stofnunin hefur gefið út að 70% virkni bóluefnis teljist ekki of lítil. Virkni bóluefna megi fara niður í 60%. Forstjóri Lyfjastofnunar segir að þó að þróun bóluefna fái flýtimeðferð sé ekkert slegið af kröfum. Með flýtimeðferð taki skráning bóluefna 70 daga í stað yfir 200 daga.
23.11.2020 - 17:24
Nýtt bóluefni ódýrara og auðveldara að flytja
Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla við COVID-19 sem nú er í þróun virkar í allt að 90 prósentum tilfella og er ódýrara í framleiðslu og auðveldara er að flytja það en önnur sem fram hafa komið. Virkni þess er hins vegar mismunandi eftir því hvernig því er skammtað.
Bóluefni AstraZeneca með 62-90 prósenta virkni
Bóluefni við kórónuveirunni, sem vísindamenn við Oxfordháskóla hafa unnið að í samvinnu við AstraZeneca lyfjafyrirtækið, gefur að meðaltali sjötíu prósenta virkni gegn veirunni. Bóluefnið er eitt þeirra sem Ísland fær.
myndband
Ætla að tryggja fátækum ríkjum bóluefni
Leiðtogar tuttugu helstu iðnríkja heims, G20, samþykktu í dag að tryggja jafnan aðgang allra jarðarbúa að bóluefni við COVID-19. Varað hefur verið við að fátækari ríki heims verði útundan þegar dreifing á bóluefni hefst. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, lýsti yfir áhyggjum af því, eftir fundinn, að ekki sé í höfn allsherjar samkomulag um bólusetningu í fátækum ríkjum.
22.11.2020 - 19:15
Yfir tólf milljón kórónuveirutilfelli í Bandaríkjunum
Kórónuveirutilfelli í Bandaríkjunum fóru yfir tólf milljónir í dag samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Alls hafa 255.414 Bandaríkjamenn endað ævina af völdum COVID-19.
Fauci segir bóluefnin traust
Anthony Fauci helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna segir óháðar prófanir sýna að tvö ný bóluefni gegn kórónuveirunni séu traust. Hann tilkynnti þetta fyrr í dag.
Upplýsingaóreiða um bóluefni byggist á misskilningi
Fregnir af bóluefnum sem nú virðast í augsýn hafa kynt undir ranghugmyndum og upplýsingaóreiðu um virkni þeirra og áhrif. Vísindafólk segir að það byggi fyrst og fremst á misskilningi, bóluefnin séu vel og ítarlega rannsökuð.
19.11.2020 - 14:51
Fjórðungur úr milljón látinn af völdum COVID-19 vestra
Yfir 250 þúsund hafa orðið COVID-19 að bráð í Bandaríkjunum. Þetta sýna nýjustu tölur frá Johns Hopkins háskólanum. Langflest dauðsföll í heiminum af völdum sjúkdómsins hafa orðið þar í landi,
19.11.2020 - 02:44
Spegillinn
Allt að 300 þúsund bólusettir
Gert er ráð fyrir að 5 til 600 þúsund skammtar af bóluefni gegn Covid-19 verði fluttir hingað til lands. Miðað er við að fólk fái sprautu tvisvar sem þýðir að allt að 300 þúsund manns verða bólusettir. Ekki verður lögð áhersla á að bólusetja yngra fólk. Enn er ekki ljóst hvenær bólusetningar hefjast.
Bóluefni Pfizer öruggt og með 95% virkni
Bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Pfizer og þýska lyfjaþróunarfyrirtækisins BioNTech gegn COVID-19 hefur fulla virkni í 95% tilfella og engar alvarlegar aukaverkanir. Þetta er niðurstaða þriðja stigs prófana með efnið.
Dolly Parton leggur sitt af mörkum í baráttu við COVID
Bandaríska söngkonan Dolly Parton færði lyfjarannsóknarstofnun við Vanderbilt háskólann í Nashville eina milljón Bandaríkjadala að gjöf til rannsókna á bóluefni gegn COVID-19.
Viðtal
Bólusett um allt land við kórónuveirunni
Um leið og framlínufólk og þau sem eru í viðkvæmustu hópunum hafa verið bólusett getum við farið að sjá í land með venjulegra líf en við erum að horfast í augu við núna frá degi til dags,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Bólusett verður fyrir kórónuveirunni á öllum heilsugæslustöðvum landsins en ekki er ljóst hvenær.
17.11.2020 - 22:49
Tafir á viðræðum við ESB tefja dreifingu bóluefnis
Tafir á samningaviðræðum lyfjarisans Moderna við Evrópusambandið tefja dreifingu á bóluefni fyrirtækisins til Evrópuríkja og ef fram heldur sem horfir verða Evrópuríki ekki á meðal þeirra fyrstu til að fá skammta. Greint var frá því í gær að fyrstu niðurstöður úr stórri tilraun á bóluefninu bentu til þess að það veitti 95 prósent vörn gegn veirunni. Ísland fær aðgang að bóluefninu í gegnum Evrópusambandið.
17.11.2020 - 19:28
Viðtal
Heilsugæslan tilbúin um leið og kallið kemur
Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan verði tilbúin til að bólusetja um leið og efnið kemur til landsins. Nú þegar sé hafinn undirbúningur á tæknilegri útfærslu á bólusetningu. Óskar var gestur í Síðdegisútvarpinu á Rás 2.