Færslur: Bóluefni gegn COVID-19

Bólusetning með bóluefni Janssen hefst í byrjun apríl
Bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen fær skilyrt markaðsleyfi hjá Lyfjastofnun Evrópu þann 11. mars og bólusetning með bóluefninu hefst líklega í byrjun apríl. Þetta kemur fram á vef Bloomberg. Glæra sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kynnti á leiðtogafundi í gær sýnir fram á mikla aukningu bóluefna til þeirra landa sem eiga aðild að bóluefnakaupum sambandsins. Ísland er eitt þeirra.
Spegillinn
Bólusetningarskírteini – leiðin úr veiruhömlum
Bólusetning gegn Covid-19 virðist besta leiðin út úr veirulokunum. Í Bretlandi hefur tæplega þriðjungur landsmanna nú verið bólusettur. Breska stjórnin er bæði að huga að útgáfu bólusetningarskírteina heima fyrir, sem ýfir upp gamlar deilur um nafnskírteini og kenntitölur. Stjórnin telur líka að það þurfi alþjóðleg skírteini, sem gerði þá mögulegt að slaka á hömlum á millilandaferðum.
26.02.2021 - 17:00
Spegillinn
Bólusetningarvottorð brátt viðurkennd í Evrópu
Unnið er að því að rafrænt bólusetningarvottorð verði tekið gilt um allan heim. Ungverjaland er eina landið sem tekur íslensk vottorð gild og þar sleppa Íslendingar við skimun og sóttkví. Sviðstjóri hjá Landlækni segist vona að vottorðin verði orðin samræmd fyrir vorið í Evrópu og fleiri vestrænum ríkjum.
Danir vilja nýta sér vandræðin með AstraZeneca
Dönsk yfirvöld vilja kaupa þá skammta sem önnur lönd í Evrópusambandinu nota ekki. Bæði Þjóðverjar og Frakkar hafa lent í vandræðum með bóluefni AstraZeneca þar sem fjöldi fólks hefur neitað að láta bólusetja sig með bóluefninu.
Góður gangur í bólusetningum í Bretlandi
Búið er að bólusetja 18,7 milljónir Breta gegn kórónuveirunni, að því er heilbrigðisyfirvöld greindu frá í dag. Þeim hefur fjölgað um 449 þúsund frá því í gær. Þá hafa yfir 700 þúsund verið bólusett tvisvar.
25.02.2021 - 17:49
Ingileif: Bóluefni AstraZeneca veitir mjög góða vernd
Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands, segir nýlega rannsókn sýna að bóluefnið frá AstraZeneca veiti mjög góða vernd gegn COVID-19. Því lengur sem beðið er með seinni sprautuna því meiri verður verndin eða 81,3 prósent. 12 vikur líða milli fyrri og seinni sprautunnar hér á landi. Þjóðverjar og Frakkar hafa áhyggjur af því hversu margir hafa afþakkað bóluefnið frá AstraZeneca og íhuga aðgerðir.
Nýtt veiruafbrigði veldur áhyggjum í New York
Heilbrigðisyfirvöld í New York hafa áhyggjur af enn einu afbrigði kórónuveirunnar sem breiðist hratt úr í borginni. Tveir hópar vísindamanna hafa rannsakað það. Þeir óttast að þau bóluefni sem notuð eru gegn veirunni veiti minni vörn gegn þessu nýja afbrigði en þeim sem áður eru komin fram.
Fólk afþakkar að láta bólusetja sig með AstraZeneca
Dæmi eru um að fólk hér á landi afþakki að láta bólusetja sig með bóluefni bresk/sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca. Það telur aukaverkanir meiri eftir fyrri sprautuna og virkni þess minni.
Heimsglugginn: Fátæk ríki fá bóluefni
Gana fékk í gær fyrst ríkja bóluefni við kórónuveirunni í gegnum COVAX-samstarfið, sem á að tryggja fátækum ríkjum bóluefni óháð efnahag, þeim sem ekki hafa efni á því að kaupa bóluefni. Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu þessa áætlun og stöðu heimsfaraldursins við Boga Ágústsson í Heimsgluggaspjallinu.
Myndskeið
Bólusetningar á landsbyggðinni ganga samkvæmt áætlun
Bólusetningar við Covid-19 á landsbyggðinni hafa að mestu gengið samkvæmt áætlun og vel gengið að bólusetja helstu forgangshópa. Hlutfallslega flestir hafa verið bólusettir á Austurlandi.
Bóluefni Johnson & Johnson gefur góða raun
Prófanir bandarísku Matvæla- og lyfjastofnunarinnar á bóluefni Johnson & Johnson hafa leitt í ljós að það veitir góða vörn gegn COVID-19, þar á meðal afbrigðum sem kennd eru við Suður-Afríku og Brasilíu. Í gögnum sem birt voru í dag segir að í umfangsmiklum klínískum rannsóknum á lyfinu hafi komið í ljós að það hafi gefið 85,9 prósent vörn hjá sjálfboðaliðum í Bandaríkjunum, 81,7 prósent í Suður-Afríku og 87,6 prósent í Brasilíu.
Grunur um 18 alvarleg tilfelli eftir bólusetningar
Tvö prósent þeirra sem hafa verið bólusett hafa tilkynnt um grun um aukaverkanir af Covid-bóluefnum. Átján alvarleg tilfelli hafa verið tilkynnt og af þeim eru 10 dauðsföll. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar segir að þó sé ekki talið líklegt að þau tengist bólusetningunni sjálfri.  
Heilsugæslan boðar 90 ára og eldri í bólusetningu í dag
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins býður öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu í aldurshópnum 90 ára og eldri, sem voru bólusettir 2. febrúar við COVID-19, í seinni bólusetningu á Suðurlandsbraut 34 í dag.  
23.02.2021 - 07:19
Einn skammtur af bóluefni skilar mikilli vernd
Greining raungagna sem safnað hefur verið í tengslum við bólusetningarherferð stjórnvalda í Englandi og Skotlandi leiðir í ljós að einn skammtur af bóluefni Pfizer-BioNTech og AstraZeneca veitir mikla vörn gegn alvarlegum veikindum af völdum COVID-19 og dregur þannig verulega úr þörf á sjúkrahúsinnlögnum vegna sjúkdómsins.
23.02.2021 - 05:37
Tilslakanir í nokkrum löndum
Yfirvöld í nokkrum löndum heims ætla að slaka á aðgerðum sem gripið hefur verið til varnar gegn COVID-19. Ísraelsmenn slökuðu á ströngum sóttvarnarráðstöfunum í gær, skólar, verslanir og söfn mega nú vera opnar almenningi en grímuskylda og fjarlægðarreglur eru enn í gildi. Stærri hluti þjóðarinnar í Ísrael hefur verið bólusettur en í nokkru öðru landi eða um helmingur.
22.02.2021 - 08:21
Norðmenn ólmir í bólusetningu en efins um framkvæmdina
Norðmenn eru ákafir í að láta bólusetja sig gegn COVID-19 en efast um skilvirkni bólusetningaráætlunar heilbrigðisyfirvalda. Þetta er megin niðurstaða skoðanakönnunar sem Opinion gerði á dögunum.
22.02.2021 - 06:47
Myndskeið
Klæddu sig upp sem gamlar konur og fengu bóluefni
Víða hefur komist upp um fólk nýlega sem svindlar sér fram fyrir forgangshópa í bólusetningaröðinni. Í flestum tilfellum eru það ráðamenn sem eiga sökina en þó ekki alltaf. Tvær konur Flórída klæddu sig upp sem gamlar konur og fengu fyrri sprautuna en voru nappaðar þegar þær ætluðu að fá þá seinni.
Ráðherra kominn með minnisblað frá Þórólfi
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, er búinn að senda heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum sínum um tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum. Þetta staðfestir hann í svari til fréttastofu. Búast má við að ráðherra kynni minnisblaðið og ákvörðun sína um mögulegar tilslakanir á fundi ríkisstjórnarinnar á þriðjudag.
Búið að gefa yfir 200 milljónir bóluefnaskammta
Búið er að bólusetja yfir 200 milljónir skammta af bóluefni við COVID-19 að minnsta kosti 107 og yfirráðasvæðum, samkvæmt yfirliti AFP fréttastofunnar. Um 45 prósent efnisins hefur verið bólusett í ríkari þjóðum heims, þar sem aðeins um tíu prósent heimsbyggðarinnar búa.
20.02.2021 - 14:20
AstraZeneca og Oxford byrjuð að prófa bóluefni á börnum
Alls 300 börn taka nú þátt í rannsókn á bóluefni AstraZeneca og Oxford háskóla gegn COVID-19. Tilgangurinn er að finna út hvort bóluefnið veiti börnum vörn gegn sjúkdómnum.
20.02.2021 - 13:00
Forstjóri Pfizer varar við að bíða með seinni sprautuna
Ný ísraelsk rannsókn bendir til þess að virkni fyrri sprautunnar af bóluefni Pfizer/BioNTech sé 85 prósent. Þetta stangast á við niðurstöðu hjá fyrirtækinu sjálfu sem sýndi að virkni bóluefnisins væri 52,4 prósent eftir fyrri sprautuna en 95 prósent eftir þá seinni. Forstjóri Pfizer varar við að bíða með seinni sprautuna því frekari rannsókna sé þörf.
Bólusetning hafin á Nýja Sjálandi
Bólusetning gegn COVID-19 hófst á Nýja Sjálandi í dag og byrjar í Ástralíu á mánudag. Heilbrigðisyfirvöld í Auckland segja fyrstu bólusetningarnar marka tímamót en þær séu þó aðeins fyrsta skrefið á langri leið.
Argentína
Ráðherra rekinn fyrir að redda vinum sínum bólusetningu
Alberto Fernández, forseti Argentínu, fór í gærkvöld fram á afsögn heilbrigðisráðherra landsins vegna trúnaðarbrests og grun um spillingu. Ginés González García, varð uppvís að því að hleypa vinum og vandamönnum fram fyrir í bólusetningarröðinni. Ráðherrann hefur þegar farið að tilmælum forsetans og sagt af sér embætti.
Myndskeið
Bólusetningardagatalið liggur fyrir
Heilbrigðisráðuneytið hefur, í samvinnu við sóttvarnalækni, útbúið bólusetningardagatal vegna COVID-19, miðað við fyrirliggjandi upplýsingar og áætlanir um afhendingu bóluefna.Því er ætlað að gefa fólki vísbendingu um hvenær líklegt er að bólusetning hefjist í einstökum forgangshópum. Dagatalið verður uppfært eftir því sem nýjar upplýsingar berast.
Yfir 100 þúsund dauðsföll í Afríku
Dauðsföll af völdum COVID-19 faraldursins eru komin yfir eitt hundrað þúsund samkvæmt samantekt AFP fréttastofunnar. Tekið er fram í fréttinni að þau séu að öllum líkindum mun fleiri, þar sem skráningu sé víða ábótavant. Verst er ástandið talið vera í Suður-Afríku. Þar er fjöldi látinna kominn yfir 48 þúsund.
19.02.2021 - 14:17