Færslur: Bóluefni gegn COVID-19

Ísland komst bakdyramegin að bóluefnum þökk sé Svía
Íslendingar eiga Svíanum Richard Bergström mikið að þakka ef marka má nýlega umfjöllun NRK. Þegar öll sund virtust lokuð laumaði Bergström Íslandi og Noregi bakdyramegin að bóluefnasamkomulagi Evrópusambandsins. „Ráðuneytinu hefur fram að þessu ekki verið kunnugt um þá atburðarás í aðdraganda samkomulagsins sem NRK lýsir, það er um hversu stóran þátt Bergström átti í því að þetta gekk eftir og það er svo sannarlega þakkarvert,“ segir í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn RÚV.
03.05.2022 - 21:32
Moderna vill bólusetja yngsta aldurshópinn
Bandaríska líftæknifyrirtækið Moderna sótti í dag um neyðarleyfi fyrir því að bóluefni fyrirtækisins gegn COVID-19 verði gefið börnum frá sex mánaða aldri upp að sex ára. Fyrirtækið tilkynnti í síðasta mánuði að tilraunir til að bólusetja þennan aldurshóp tvisvar hefði gefið góða raun og veitt sterka vörn gegn kórónuveirunni.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mælir með notkun Paxlovid
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, mælir eindregið að þeim sem fá væg covid-einkenni en eiga sjúkrahúsvist á hættu verði gefið lyfið Paxlovid. Lyfið, sem Pfizer og BioNTech hafa þróað, er gefið í töflum og því er ætlað að draga úr líkum á að fólk í áhættuhópi þurfi að leggjast inn á sjúkrahús eða deyi af völdum COVID-19.
Enn 200 þúsund skammtar af bóluefni til taks
Skammtar af bóluefnum gegn COVID-19 eru enn að berast til landsins, en þó í minni mæli en áður. Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri dreifingarfyrirtækisins Distica, segist búast við að á næstu mánuðuðum muni skömmtunum fækka enn frekar.
09.04.2022 - 16:21
Telja of snemmt að bjóða öllum upp á fjórða skammtinn
Mat lyfjastofnunar Evrópu (EMA) og Sóttvarnarstofnunar Evrópu (ECDC) er að gefa megi einstaklingum 80 ára og eldri fjórða skammtinn af bóluefnum Pfizer og Moderna.
Afríkuríki vilja afnám einkaleyfa á bóluefnum
Afrískir þjóðarleiðtogar biðja evrópska kollega sína að leggjast á árar með sér í baráttunni fyrir afnámi einkaleyfa á bóluefnum gegn COVID-19, þannig að hægt verði að hefja framleiðslu þeirra í Afríku og byrja bólusetningu þar af krafti. Þetta er á meðal fjölmargra mála sem til umræðu eru á sameiginlegum leiðtogafundi Evrópusambandsins og Afríkusambandsins í Brussel.
Covid-lyf Pfizer fær skilyrt markaðsleyfi í Kína
Paxlovid Covid-lyfi Pfizer hefur verið veitt skilyrt markaðsleyfi í Kína. Frá þessu var greint í morgun en Lyfjastofnun Evrópu heimilaði tiltekna notkun þess í lok janúar.
Hálf milljón dauðsfalla af völdum COVID frá í nóvember
Yfir 130 milljónir nýrra kórónuveirutilfella hafa greinst um heim allan frá því að omíkron-afbrigðið skaut upp kollinum í nóvember. Um hálf milljón hefur látist af völdum sjúkdómsins síðan þá.
Hagnaður Pfizer tvöfaldast
Lyfja- og bóluefnafyrirtækið Pfizer hagnaðist um 22 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 2750 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári.
08.02.2022 - 16:38
Læknar í Vancouver beðnir um að halda sig innandyra
Heilbrigðisyfirvöld í Vancouver í Kanada hvetja starfsfólk heilbrigðisstofnana til að halda sig innandyra í dag eða grípa til annarra ráðstafana vegna mótmæla sem skipulögð eru í borginni. Hópur bólusetningarandstæðinga og andstæðinga gegn samkomutakmörkunum hafa boðað fjölmenn mótmæli í borginni, sem svipar til þeirra sem verið hafa í höfuðborginni Ottawa. 
Spotify bregst við gagnrýni tónlistarmanna
Stjórnendur tónlistarveitunnar Spotify hafa ákveðið að bregðast við gagnrýni tónlistarfólks og benda þeim sem hlusta á hlaðvörp sem fjalla um COVID-19 á frekari upplýsingar tengdar faraldrinum.
Vonar að umræða um bólusetningu verði á vitrænum nótum
Á morgun verður byrjað á seinni bólusetningu grunnskólabarna á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóra lækninga Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er ekki kunnugt um að tilkynnt hafi verið um alvarleg tilvik til Lyfjastofnunar.
Öldungadeildarþingmaðurinn Mitt Romney með COVID
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Mitt Romney hefur greinst með COVID-19 en er einkennalaus. Hann er í einangrun og sinnir störfum sínum heima við að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá skrifstofu þingmannsins.
Tónlist Joni Mitchell burt af Spotify vegna hlaðvarps
Kanadíska söngkonan og listamaðurinn Joni Mitchell lýsti því yfir í gær að allar lagasmíðar hennar yrðu fjarlægðar af streymisveitunni Spotify vegna hlaðvarps sem hún segi halda úti lygum um bólusetningar. Þar með fetar hún í fótspor landa síns Neil Young.
Landlæknir Færeyja telur stutt í hámark smitbylgjunnar
Landlæknir Færeyja álítur að hámarki yfirstandandi bylgju kórónuveirufaraldursins verði senn náð. Nú er mánuður í að öllum takmörkunum verði aflétt þar.
Tónlist Neils Young ekki lengur aðgengileg á Spotify
Streymisveitan Spotify hefur orðið við kröfu kanadíska tónlistarmannsins Neils Young um að tónlist hann verði fjarlægð af veitunni.
Örvunarskammtur gegn omíkron í þróun
Bandaríska líftæknifyrirtækið Moderna greindi í dag frá því að meðferðartilraunir væru hafnar á bóluefni sem ætlað er að glíma við omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Efnið yrði gefið sem örvunarskammtur.
Fresta kjötkveðjuhátíðinni annað árið í röð
Borgaryfirvöld í tveimur stærstu borgum Brasilíu, Sao Paulo og Ríó de Janeiró, hafa ákveðið að fresta kjötkveðjuhátíðum ársins vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í landinu að undanförnu. Kjötkveðjuhátíðirnar, með sínum litríku og metnaðarfullu skrúðgöngum og skrautlega skemmtanahaldi við upphaf lönguföstu, draga hundruð þúsunda ferðafólks til borganna á hverju ári.
Ánægjuleg þróun á Landspítala þrátt fyrir fjölgun smita
Sóttvarnalæknir segir erfitt að meta hvers mörg smit séu úti í samfélaginu enda fari ekki allir í sýnatöku. Þróun mála á Landspítalanum sé þó ánægjuleg þrátt fyrir mikinn fjölda smita dag hvern.
Metfjöldi kórónuveirusmita í Moskvu
Aldrei hafa fleiri greinst með covid í Moskvu, höfuðborg Rússlands en í gær. Rússar búa sig nú undir nýja bylgju faraldursins þar sem omíkron-afbrigðið verður ráðandi. Smitum á heimsvísu hefur fjölgað mjög frá því omíkron afbrigðisins varð vart.
Lyfjastofnum Evrópu
Mæla eindregið með bólusetningu þungaðra kvenna
Viðamikil rannsókn á vegum Lyfjastofnunar Evrópu, EMA, sýnir glöggt að bólusetning með bóluefnum Pfizer/BioNTech og Moderna gegn COVID-19 er hvorki hættuleg heilsu þungaðra kvenna né börnunum sem þær bera undir brjósti. Sama rannsókn sýnir að bóluefnin draga jafnmikið úr hættu á alvarlegum veikindum og dauðsföllum af völdum COVID-19 meðal þungaðra kvenna og annarra sem bólusett eru.
Covax afhendir milljarðasta bóluefnaskammtinn
Milljarðasti skammturinn af bóluefni var afhentur í gegnum Covax-samstarfið í dag. Markmið þess er að tryggja að öll lönd fái bóluefni og var komið á laggirnar þegar árið 2020.
Örvunarskammtur Janssen öflugur gegn omíkron
Janssen bóluefnið gegn COVID-19 virðist gefa góða raun gegn alvarlegum veikindum af völdum omíkron afbrigði kórónuveirunnar. Suður-afrísk rannsókn bendir til þess að líkur á spítalainnlögn vegna omíkron minnki um 85 prósent um einum til tveimur mánuðum eftir að einstaklingur hefur hlotið örvunarskammt af Janssen.
Óbólusettir sjúklingar flestir kosið að vera það
„Mín reynsla af þeim sem hafa lagst inn óbólusettir eru einstaklingar sem hafa kosið að vera óbólusettir. Ekki vegna þess að þeir hafi fengið leiðbeiningar um það frá lækni að láta ekki bólusetja.“ Þetta sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir COVID-göngudeildar Landspítalans á fundi með velferðarnefnd Alþingis í gær. Þorri þeirra sem stæði höllum fæti gagnvart bólusetningum vegna annarra veikinda og meðferðar væru bólusettir.
Hefur áhyggjur af fjölda óbólusettra þungaðra kvenna
Sextán covid-smitaðar barnshafandi konur hafa lagst inn á Landspítala í fjórðu bylgju faraldursins, þar af ellefu óbólusettar. Af því hefur yfirlæknir áhyggjur, konurnar séu að setja sig og ófædd börn sín í ákveðna hættu með að hlusta ekki á ráðleggingar yfirvalda um að þiggja bólusetningu.
11.01.2022 - 22:58