Færslur: Bóluefni gegn COVID-19

Tvær innlagnir á spítala í gær
Óbólusettir komufarþegar fá ekki lengur að fara í skimunarsóttkví á farsóttarhúsum og segir forstöðumaður húsanna að það létti verulega á álaginu. 83 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær.
Hátt í þrjúhundruð tilkynningar um röskun á tíðahring
Rúmlega þúsund konur eru í facebookhópnum Tíðahringur bólusettra kvenna gegn C19 þar sem þær deila reynslusögum um möguleg áhrif bóluefna á blæðingar. Lyfjastofnun hafa borist tæplega 300 tilkynningar þess efnis. Lyfjastofnun kannar hvort hægt sé að framkvæma sérstaka rannsókn á tilkynntum tilfellum á Íslandi um röskun á tíðahring í tengslum við bólusetningar gegn Covid-19.
Landamæri Sádi Arabíu opnuð að nýju
Yfirvöld í Sádi Arabíu tilkynntu í dag að landamæri ríkisins verði opnuð fullbólusettum, erlendum ferðamönnum eftir sautján mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Ströng skilyrði um aðgang óbólusettra að mannamótum verða tekin upp um mánaðamótin.
Bólusetning eða grímuskylda með reglulegri sýnatöku
Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum eru nú skyldugir til að fara í bólusetningu gegn Covid. Að öðrum kosti eiga þeir að vera með grímu, fara reglulega í sýnatöku, halda fjarlægðarmörkum og fá ekki að ferðast vegna vinnu sinnar.
Kennarar fá örvunarskammt áður en skólinn hefst á ný
Kennurum landsins, sem fengu janssen bóluefnið, verður boðið að fá örvunarskammt af pfizer bóluefninu til að auka öryggi þeirra fyrir skólaárið sem hefst í ágúst.
Mjög alvarleg staða og einn óbólusettur á gjörgæslu
Fimm covid-smitaðir voru lagðir inn á Landspítalann í gær, flestir með undirliggjandi sjúkdóma. Einn er á gjörgæslu, sá er óbólusettur. Að minnsta kosti 115 greindust innanlands í gær. Rýmum verður fjölgað á farsóttardeild í dag, farsóttarnefnd spítalans vill vera viðbúin fleiri innlögnum.
Íslendingum ráðið frá ferðalögum nema til Grænlands
Íslendingum er ráðlagt frá að ferðast að nauðsynjalausu til skilgreindra hættusvæða í ljósi fjölgunar kórónuveirusmita í öllum löndum heims. Það á í raun við um öll lönd og svæði veraldar að Grænlandi undanskildu.
Sjónvarpsfrétt
Aldrei fleiri smit og framhaldið óskrifað blað
Metfjöldi smita greindist innanlands í gær og landlæknir segir delta-afbrigðið breyta leikreglum faraldursins. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að næstu dagar skeri úr um framhaldið.
27.07.2021 - 19:58
Hefur ekki áhyggjur af verslunarmannahelginni
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, hefur ekki teljandi áhyggjur af skemmtanahaldi um verslunarmannahelgina. Hann segir nóg hægt að gera þótt allt meiriháttar skemmtanahald hafi verið blásið af.
Vonar að lönd fari að horfa á annað en fjölda smita
Ferðamálaráðherra vonast til að á næstum vikum muni nágrannaríkin breyta viðmiðum sínum samhliða bólusetningu, þannig að ríki hætti að horfa til fjölda smita þegar flokka á lönd í rauð, appelsínugul eða græn.
Myndskeið
Heilu rúturnar skila af sér ferðamönnum í sýnatöku
„Það er alveg stöðugt streymi fólks sem að hlykkjast hérna í næstu götur,“ segir Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mikil ásókn er í að komast í sýnatöku á Suðurlandsbraut og er búist við álíka fjölda og í gær þegar um 4.300 manns mættu.
Eðlilegt að skima bólusetta á landamærunum
Lektor í faraldsfræði segist binda vonir við að útbreidd bólusetning hér á landi komi í veg fyrir mjög alvarleg veikindi vegna Covid-19. Skoða þurfi hvort taka eigi aftur upp skimanir á bólusettum einstaklingum við landamærin.
88 greindust með Covid-19 í gær
88 greindust með Covid-19 hér á landi í gær. Af þeim sem greindust var 71 fullbólusettur, sem er svipað hlutfall og verið hefur síðustu daga. Í gær voru tekin rúmlega þrjú þúsund sýni samanborið við um 4.500 í fyrradag.
Helstu takmarkanir og reglur sem tóku gildi á miðnætti
Samkomutakmarkanir og ýmsar reglur aðrar sem hugsaðar eru til að hamla gegn mikill fjölgun á COVID-19 smitum tóklu gildi á miðnætti í gærkvöld og gilda til og með 13. ágúst að óbreyttu. Hér að neðan má sjá lista yfir allar helstu takmarkanir og reglur sem gilda munu næstu þrjár vikurnar.
Hraðinn í útbreiðslu og fjöldi smita kemur á óvart
Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir það hafa áhrif á útbreiðslu smita að fólk sé í sumarfríi og á faraldsfæti. Síðustu fjóra daga hafa samtals 248 greinst með COVID-19 innanlands og á tíunda þúsund hefur mætt í sýnatöku.
Segir ástandið tvísýnt og hvetur til varkárni
Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir mesta áherslu nú lagða á að koma útsettum í sóttkví. Í gær greindust 76 smituð af COVID-19, 54 þeirra teljast fullbólusett. Smit eru dreifð um allt land, sem er ólíkt fyrri bylgjum faraldursins.
Þeir sem fengu Janssen fá líklega aðra sprautu
Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir seg­ir að lík­lega muni þeir sem voru bólu­sett­ir gegn Covid-19 með bólu­efni Jans­sen fá aðra sprautu. Mbl.is greindi frá.
Hefja framleiðslu bóluefnis í Suður-Afríku
Líftækni- og lyfjafyrirtækin BioNTech og Pfizer hafa náð samningum við suðurafríska fyrirtækið Biovac um að hefja framleiðslu á bóluefni gegn kórónuveirunni í Suður-Afríku. Í yfirlýsingu frá fyrirtækjunum segir að Biovac sjái um síðasta stig framleiðsluferils efnanna, sem kallast að fylla og ljúka.
Sjónvarpsviðtal
Nýtt minnisblað sóttvarnalæknis komið til ráðherra
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent nýtt minnisblað til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vegna fjölgunar COVID-smita síðustu daga. Ríkisstjórnin kemur saman klukkan 12 á hádegi og ræðir um innihald minnisblaðsins. Sóttvarnalæknir vill ekki gefa mikið upp um innihaldið að öðru leyti en því að hann leggi til að hert verði á reglum á landamærunum.
Öldruð kona lögð inn á Landspítala með COVID-veikindi
Öldruð kona var lögð inn á Landspítalann í gær með COVID-tengd veikindi. Runólfur Pálsson, yfirmaður COVID-göngudeildarinnar, segir innlögnina tengjast slappleika og vökvaskorti og konan sé ekki mikið veik. Þetta sé þó eitthvað sem sé viðbúið að geti gerst. Hann segir að af þeim 110 sem nú eru í einangrun séu sárafáir að glíma við einhver alvarleg einkenni.
Tekist á um upplýsingaóreiðu í „faraldri óbólusettra“
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir fólk hafa látist vegna upplýsingaóreiðu um COVID-19 og bóluefni á samfélagsmiðlum. Þeir þurfi að girða sig í brók og fjarlægja slíkt. Facebook vísar gagnrýni forsetans á bug og telur sig hafa bjargað mannslífum með því að halda staðreyndum á lofti.
Segja opnun Englands „ógn við umheiminn“
Vísindamenn segja að ef yfirvöld á Bretlandi standi við þau fyrirheit að afnema allar sóttvarnaaðgerðir á mánudag sé slíkt „ógn við umheiminn“. Tilraunin sé „siðferðislega röng“ og geti orðið til þess að ný afbrigði, ónæm fyrir bóluefnum, dreifist um heimsbyggðina. Nærri 52 þúsund ný smit greindust á Bretlandi síðasta sólarhringinn og landlæknir Englands óttast að álagið á heilbrigðiskerfið næstu vikur geti orðið „hættulegt“.
Stjórnvöld gangi ekki á bak orða sinna
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segist ekki hafa séð nein rök síðustu daga sem réttlæti það efnahagslega högg sem myndu fylgja auknum sóttvararaðgerðum gagnvart erlendum ferðamönnum. Hann segir enga þolinmæði hjá ferðaþjónustunni fyrir hertum takmörkunum á landamærunum.
Tvo skammta þarf til að verjast delta-afbrigðinu
Lyfjastofnun og sóttvarnastofnun Evrópu hvetja lönd til að hraða bólusetningum eins og kostur er til að koma í veg fyrir smit og að kórónuveiran þróist áfram í enn önnur afbrigði. Delta-afbrigðið er talið 40 til 60 prósent meira smitandi en alpha-afbrigðið sem greindist fyrst Í Bretlandi. Sóttvarnastofnun Evrópu reiknar með að 90 prósent allra smita í Evrópu verði af delta-afbrigðinu fyrir lok ágúst.
Viðtal
Nauðsyn að draga úr álaginu frá landamærunum
Sóttvarnalæknir kveðst ætla að halda að sér höndum varðandi nýjar aðgerðir vegna aukningar smita undanfarið. Brýnt sé þó að minnka álagið frá landamærunum.