Færslur: boko haram

Sex hermenn féllu í hryðjverkaárás í Níger
Sex hermenn úr stjórnarher Níger féllu í árás suðvestanvert í landinu nærri landamærunum að Búrkína Fasó á fimmtudag. Þetta kom fram í tilkynningu varnarmálaráðuneytis landsins í dag.
Leiðtogi Boko Haram sagður allur
Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram, Abubakar Shekau, fyrirfór sér eftir bardaga við vígasveit íslamska ríkisins í Vestur-Afríku, ISWAP. Frá þessu er greint á hljóðupptöku sem barst fréttastofu AFP frá ISWAP. Orðrómur um andlát Shekau barst fyrst fyrir um hálfum mánuði.
06.06.2021 - 22:48
Nígerískir skóladrengir lausir úr haldi
Vel á fjórða hundrað nemenda við heimavistarskóla í Nígeríu eru sloppnir úr prísund vígamanna. Nemendurnir, allt drengir, voru numdir á brott í síðustu viku úr Vísinda- og tækniskólanum í Kankara í Katsina-ríki.
18.12.2020 - 01:37
Yfir 330 drengja enn saknað eftir árás á skóla
Á fjórða hundrað unglingspilta er enn saknað eftir að vopnaðir menn réðust á heimavistarskóla í Nígeríu að kvöldi föstudags og höfðu hundruð nemenda á brott með sér. Árásarmennirnir, sem voru vopnaðir hríðskotarifflum, réðust inn í Vísinda- og tækniskóla ríkisins í bænum Kankara í Katsina-ríki, þar sem á níunda hundrað piltar eru við nám.
14.12.2020 - 02:10
Óttast um afdrif allt að 400 skóladrengja í Nígeríu
Óttast er um afdrif allt að 400 nemenda í heimavistarskóla í norðvesturhluta Nígeríu, eftir að hópur þungvopnaðra manna réðst þar til atlögu seint á föstudagskvöld og nam fjölda nemenda á brott með sér. Árásarmennirnir komu að skólanum akandi mótorhjólum og skjótandi af hríðskotarifflum sínum.
12.12.2020 - 23:43
Nígerískir vígamenn skáru yfir 40 verkamenn á háls
Óþekktir vígamenn myrtu í dag yfir fjörutíu landbúnaðarverkamenn, sem voru að störfum á hrísgrjónaökrum í Borno-héraði norðaustanverðri Nígeríu, samkvæmt yfirvöldum og fjölmiðlum í héraðinu. Morðin voru með hrottalegasta móti. Haft er eftir sjónarvottum að árásarmennirnir hafi bundið mennina og skorið þá á háls í þorpinu Koshobe, nærri héraðshöfuðborginni Maiduguri.
29.11.2020 - 02:54
Sex ferðamenn og leiðsögumenn myrtir í Níger
Vopnaðir menn á mótorhjólum myrtu sex franska ferðamenn og tvo Nígermenn í þjóðgarði í Níger í dag. Reuters fréttaveitan segir árásina hafa átt sér stað í friðlandi gíraffa á Kouré svæðinu. Frakkarnir voru starfsmenn frönsku hjálparsamtakanna ACTED.
09.08.2020 - 18:12
 · Níger · boko haram · ISIS
Vígamenn Boko Haram urðu tíu að bana
Vígamenn íslömsku hryðjuverkasamtakanna Boko Haram myrtu í dag tíu almenna borgara og rændu sjö í árás á þorpið Tenana við Tsjad-vatn.
01.08.2020 - 00:13
Eitrað fyrir 44 föngum úr röðum Boko Haram
44 fangar sem handteknir voru hernaðaraðgerðum gegn vígasveitum Boko Haram í Tjad, fundust látnir í fangageymslunni á fimmtudag. Grunur leikur á að þeim hafi verið byrlað eitur. Ríkissaksóknari Tjad greindi frá þessu á laugardag.
19.04.2020 - 00:35
Þúsund vígamenn felldir við Tsjad-vatn
Stjórnarherinn í Tsjad kveðst hafa fellt eitt þúsund vígamenn úr Boko Haram við Tsjad-vatn. 52 hermenn létu lífið í aðgerðinni að sögn Azem Bermendoa Agouna, talsmanns hersins. 
10.04.2020 - 04:49
Meira en níutíu féllu í árás Boko Haram
Níutíu og tveir hermenn féllu og 47 særðust í árás hryðjuverkasamtakanna Boko Haram á bækistöð hersins í Tsjad í fyrradag. Idriss Deby, forseti Tsjad, greindi frá þessu í gærkvöld og sagði þetta mesta manntjón sem herinn hefði orðið fyrir.
25.03.2020 - 09:23
Boko Haram myrti átta og rændi tveimur
Vígamenn úr röðum Boko Haram myrtu átta og höfðu tvo á brott með sér í árásum á bændur og þorp í norðausturhluta Nígeríu í gær. AFP fréttastofan hefur þetta eftir íbúum og vopnuðum sveitum í nágrenninu. Vígamennirnir réðust inn í þorpið Balumri á föstudagskvöld. Það er um 15 kílómetrum frá borginni Maiduguri. Þar drápu þeir fjóra karla og rændu tveimur. Í gær réðust þeir svo á bændur við vinnu á akri í útjaðri Maiduguri.
01.09.2019 - 06:13
Myrtu 23 syrgjendur eftir jarðarför
Vígamenn úr hryðjuverkasamtökunum Boko Haram myrtu í morgun 23 syrgjendur við jarðarför í Norðaustur-Nígeríu. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir sjónarvottum á staðnum. Illvirkjarnir komu akandi á mótorhjólum og hófu skothríð á hóp karlmanna á heimleið frá jarðarför nærri Maiduguri, höfuðborg Borno-ríkis, segir Bunu Bukar Mustapha, sem fer fyrir vopnaðri varnarsveit heimamanna.
27.07.2019 - 23:02
Tugir þúsunda flýja Boko Haram
Um 30.000 manns flýðu frá borginni Rann í norðausturhluta Nígeríu um helgina af ótta við árás hryðjuverkasamtakanna Boko Haram.
29.01.2019 - 10:45
Boko Haram nær valdi á herstöðvum
Hryðjuverkasamtökin Boko Haram náðu völdum á minnst þremur herstöðvum í norðausturhluta Nígeríu á þriðjudag. AFP fréttastofan hefur eftir hermönnum að vígamenn hafi hrakið hermenn á flótta úr varðstöð í Kimba í Borno-fylki, og svo hertekið varðstöð fimm kílómetrum frá í Sabon Gari.
03.01.2019 - 04:46
18 myrtir og 10 konum rænt af Boko Haram
Átján manns féllu í hrottafenginni árás hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í nágrenni Tsjad-vatns á fimmtudaginn og tíu konum var rænt. Frá þessi greinir heimildarmaður AFP-fréttastofunnar innan hersins í Tsjad.
22.07.2018 - 06:48
Chibok-ræningjar handsamaðir
Nígeríska lögreglan hefur á undanförnum hálfum mánuði handsamað 22 liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Boko Haram, þar á meðal átta sem tóku þátt í að ræna 276 skólastúlkum í bænum Chibok árið 2014.
19.07.2018 - 12:04
Mannfall í kjölfar árásar Boko Haram á herstöð
Óttast er að tugir hermanna liggi í valnum eftir að hryðjuverkasamtökin Boko Haram réðust á herstöð í afskekktum hluta norðaustur Nígeríu um helgina. Samtökin hafa sótt í sig veðrið að undanförnu eftir að lítið hafði til þeirra spurst í nokkurn tíma.
17.07.2018 - 01:55
10 hermenn fallnir eftir árás Boko Haram
Hryðjuverkasamtökin Boko Haram réðust gegn hermönnum í suðausturhluta Níger í dag, nærri landamærum landsins að Nígeríu. Í það minnsta tíu létust og fjögurra er saknað samkvæmt varnarmálaráðuneyti Níger.
01.07.2018 - 21:40
149 frelsuð úr klóm Boko Haram
Talsmaður Nígeríuhers greindi frá því í dag að sveitir hersins hefðu á laugardag frelsað 149 konur og börn sem vígamenn hinna illræmdu Boko Haram-samtaka höfðu rænt í norðausturhluta landsins. Talsmaður hersins, Onyema Nwachuku, sagði í tilkynningu sem nígeríska NAN-fréttastofan vitnar til, að 54 konur og 95 börn hefðu verið leyst úr haldi hryðjuverkamannanna og flutt í öruggt skjól, þar sem þau undirgengust læknisskoðun og fengu nauðsynlega aðhlynningu.
09.04.2018 - 01:14
Um 100 stúlkur enn í haldi Boko Haram
Mikil angist og vaxandi reiði ríkir meðal foreldra fjölda nígerískra skólastúlkna, sem talið er að hryðjuverkasveitir Boko Haram hafi rænt úr heimavistarskóla í bænum Dapchi í Yobe-héraði í norðausturhluta landsins á mánudag. Yfirvöld í Yobe-héraði lýstu því yfir á miðvikudag, að Nígeríuher hefði fundið og frelsað minnst 76 hinna horfnu stúlkna, en sú frétt reyndist ekki á rökum reist. Hafa héraðsyfirvöld beðist afsökunar á þessari tilkynningu.
23.02.2018 - 06:29
Stúlkur komust undan árás Boko Haram
Stúlkum í grunnskóla í norðausturhluta Nígeríu tókst ásamt kennurum sínum að flýja undan árás vígamanna Boko Haram í kvöld. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir vitnum að vígamennirnir hafi komið á pallbíl að skólanum í bænum Dapchi í Yobe-héraði, hafið skothríð og sprengt sprengjur. Í öllum skarkalanum tókst stúlkunum og kennurunum að flýja.
20.02.2018 - 02:12
17 fórust í tveimur sjálfsmorðsárásum
Minnst sautján létu lífið í tveimur sjálfsmorðsárásum á útimarkaði í borginni Biu í Borno-héraði í Nígeríu á laugardag. Hátt í 50 manns særðust í árásunum, margir þeirra lífshættulega, að sögn yfirvalda. Ahmed Idris, fréttaritari Al Jazeera í Nígeríu, segir engan hafa lýst árásunum á hendur sér ennþá, en að líklegast sé talið að útsendarar Boko Haram hafi verið að verki.
03.12.2017 - 03:17
Leystu 212 úr haldi Boko Haram
Sveitir Nígeríuhers frelsuðu á miðvikudag 212 manns sem voru í haldi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram. Talsmaður hersins greindi fjölmiðlum frá því að hermennirnir hefðu jafnframt fellt fjóra vígamenn úr röðum samtakanna og handtekið einn af leiðtogum þeirra í aðgerðinni. Föngunum var haldið í nágrenni borgarinnar Sana í Borno-héraði, í norðausturhluta landsins.
30.11.2017 - 02:15
13 dóu í þrefaldri sjálfsmorðsárás í Nígeríu
13 fórust og 16 særðust í sjálfsmorðsárás í borginni Maiduguri í Nígeríu á sunnudagskvöld. Þrjár konur sprengdu sig í loft upp með skömmu millibili á fjölfarinni götu í borginni. Sú fyrsta lét til skarar skríða utan við lítinn veitingastað þar sem fólk sat að snæðingi laust fyrir klukkan tíu að staðartíma. Allir sem fórust í árásunum týndu lífinu í þessari fyrstu sprengingu, að sögn heimildarmanns AFP-fréttastofunnar í Nígeríuher.
23.10.2017 - 03:51