Færslur: bókmenntir

Pistill
Karlar sem lesa ekki konur
„Að uppgötva að ég læsi ekki konur var í alla staði óskiljanlegt. Það var eins og að uppgötva að ég læsi ekki bækur sem væru með oddatölufjölda af blaðsíðum; fáránlegt skilyrði sem ég hafði enga hugmynd um og gat ekki gefið neina rökrétta ástæðu fyrir,“ segir Björn Halldórsson pistlahöfundur Víðsjár.
02.05.2022 - 15:54
Besta glæpasaga ársins „myrk og spennuþrungin“
Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur er handhafi glæpasagnaverðlaunanna blóðdropans þetta árið. Verðlaunin hlýtur hún fyrir bók sína Farangur sem hlaut einróma lof dómnefndar.
25.03.2022 - 04:40
Allskonar öðruvísi og íslenskar barnabækur
Laugardagin 5. mars 2022 var loks í Gerðubergi hægt að halda ráðstefnu um barnabókmenntir sem um langt árabil hefur verið árlegur viðburður. Að barnabókmenntráðstefnu stendur fagfólk á skólabókasöfnum, Ibby á Íslandi - félag um barnamenningu, skóla – og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Síung, sem er barnabókmenntaafl innan Rithöfundasambands Íslands eins og Hilmar Örn Óskarsson rithöfundur sem stýrði ráðstefnunni orðaði það.
23.03.2022 - 10:24
Horft til baka og haldið áfram í ljóðum
Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir leikskáld og dramtúrg hefur sent frá sér sína fyrstu ljóðabók – Skepna í eigin skinni heitir hún – titill sem nær athygli, rammur og viðkvæmnislegur í senn. Hér eru stórar tilfinningar á ferð, líf og dauði, blóð og kuldi, núið og hið liðna og hin síbreytilega manneskja sem tekst á við þetta allt í stóru og smáu
08.03.2022 - 12:11
Fangelsismálastjóri sest í dómarasætið í Morgunblaðinu
Páll Winkel, lögfræðingur og fangelsismálastjóri, hefur nýlega hafið að skrifa bókmenntarýni í Morgunblaðið. Blaðamaðurinn Marta María Winkel Jónasdóttir, sem ritstýrt hefur Smartlandi Morgunblaðsins í áraraðir, er eiginkona Páls. Hann segist nálgast rýnina sem áhugamaður þar sem hann hafi hvorki menntun né bakgrunn í bókmenntafræðum, eða skrifum um menningu og listir.
14.12.2021 - 15:38
Spegillinn
Hljóðbækur hafa bylt bókamarkaðnum
Hljóðbækur eru engin nýjung, þær hafa verið til í áratugi en með breyttri miðlun hafa þær gerbreytt bókamarkaðnum á síðustu árum. Titlum hefur fjölgað úr örfáum í mörg hundruð; velta hljóðbóka er nú um þriðjungur af bókamarkaði í landinu og þriðjungur af lestri er hlustun, segir Halldór Guðmundsson, rithöfundur og stjórnarformaður Forlagsins. Hann telur að hefðbundnar bókaútgáfur hafi sofið á verðinum líkt og plötuútgáfurnar gerðu margar þegar streymisveiturnar tóku völdin á tónlistarmarkaðnum. 
10.12.2021 - 06:45
Landinn
Köttur ræður öllu í bókaútgáfu á Patreksfirði
Það er í nógu að snúast hjá bókaútgefendum landsins þessa dagana. Birta Ósmann Þórhallsdóttir og kötturinn Skriða eru þar engin undantekning. „Hún ræður öllu, velur inn hvaða bækur prentast og hvernig og velur liti og pappír og ég er eiginlega bara talsmaður hennar og sé um öll mál sem er erfitt fyrir ketti að sinna,“ segir Birta.
02.12.2021 - 07:50
Pistill
Útópía er sleipt hugtak
Umfjöllun um mótsagnakennda femíníska útópíu bandaríska rithöfundarins Charlotte Perkins Gilman, sem leit dagsins ljós fyrir meira en öld síðan.
08.11.2021 - 17:00
Upplýst um Nóbelsverðlaunatilnefningar í næstu viku
Tilkynnt verður um tilnefningar til Nóbelsverðlauna í Stokkhólmi og Ósló dagana 4. til 11. október næstkomandi. Líkt og áður hvílir mikil leynd yfir því hver eru tilnefnd en fjöldi nafna hefur verið nefndur.
Pistill
„Konur skulu þegja á safnaðarsamkomum“
Í Tengivagninum var litið aftur til fortíðar og rýnt í árþúsundalanga sögu af kúgun kvenna. Melkorka skoðaði tvo kvenhöfunda frá gjörólíkum tímum og gerði samanburð á bókmenntaverkum Simone de Beauvoir og Kristínar frá Pizan
02.08.2021 - 09:00
Pistill
Vitleysan er sannleikanum samkvæm
Melkorka Gunborg Briansdóttir skoðaði markleysu (á ensku nonsense) sem menningarfyrirbæri íslenskum barnagælum, Lísu í Undralandi og verkum austurríska myndlistarmannsins Erwin Wurm.
01.08.2021 - 12:00
Pistill
Er heimsendir í nánd?
Í þessum pistli eru áhrif Opinberunarbókar Jóhannesar, heimsendalýsingar Biblíunnar, á hamfaraumræðu nútímans skoðuð: Allt frá loftslagsbreytingum til COVID-19. Hvernig varpar upprunaleg merking orðsins apocalypse ljósi á heimsendafrásagnir?
24.07.2021 - 14:00
Fækkar í fjölmiðlum og menningargreinum
Fjöldi starfsmanna í fjölmiðlun hefur dregist saman frá árinu 2013. Þá störfuðu um 2.000 í greininni en þeim hefur nú fækkað í tæplega 900. Þá störfuðu tæplega 460 í sviðslistum árið 2020 og hafði fækkað úr tæplega 640 ári áður.
25.06.2021 - 09:41
Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú?
Síðustu fimm árin hefur myndlistar - og ræktunarkonan Hildur Hákonardóttir leitað í heimildum eftir konum sem frá siðaskiptum og fram til ársins 1805 gegndu virðingarstöðu biskupsfrúar í Skálholti en það ár var embættið flutt til Reykjavíkur. Þetta voru fjórtán konur og að minnsta kosti helmingur þeirra tengdist ættarböndum sem afkomendur sona síðasta katólska biskupsins á Íslandi.
26.05.2021 - 16:48
Sögur verða til þegar eitthvað vantar upp á
„Það er sama hvað við höfum það gott, það vantar alltaf eitthvað upp á og þar verða sögurnar til,“ segir Einar Lövdahl annar af tveimur handhöfum viðukenningarinnar Nýjar raddir í íslenskum bókmenntum 2021 sem Forlagið kynnti í fyrstu viku maímánaðar.
18.05.2021 - 14:06
Viðtal
Það er miklu skilvirkara að skrifa ljóð á ensku
„Þegar ég skrifa ljóð á íslensku get ég bara deilt þeim með íslenskum vinum mínum en ekki þeim sem skilja ekki íslensku. Þess vegna fannst mér þetta mjög rétt,“ segir Kjartan Ragnarsson tvítugur Reykvíkingur sem nýlega sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók, Here We Are, þar sem öll ljóðin eru á ensku.
03.05.2021 - 15:17
hið stutta bréf og hin langa kveðja - Peter Handke
Hið stutta bréf og hin langa kveðja eftir Nóbelsverðlaunahafann árið 2019, Austuríkismanninn Peter Handke, er bók vikunnar. Verkið kom út fyrir tæpum fimmtíu árum eða árið 1972 og vakti eins og önnur verk Peters Handke á þessum tíma mikla athygli.
29.04.2021 - 18:09
Myndskeið
Bautasteinn á áður týnda gröf skáldsins
Bautasteinn prýðir nú gröf Páls Ólafssonar stórskálds og konu hans Ragnhildar Björnsdóttur í Hólavallagarði. Gröf hjónanna fannst í fyrra, eftir að hafa verið týnd um árabil.
Sögusagnir eru ekkert slúður
Sögusagnir er titill bókar sem bókmenntafræðingurinn og rithöfundurinn Jón Karl Helgason sendi frá sér á síðasta ári. Orðið sögusagnir í þessu tilviki vísar ekki, eins og alla jafna, til slúður- eða kviksagna heldur er merking þess í samræmi við orðanna hljóðan sögur um sagnir.
29.03.2021 - 16:10
Bók vikunnar
Uppljómun í eðalplómutrénu – Shokoofeh Azar
Uppljómun í eðalplómutrénu er fyrsta skáldsaga íranska rithöfundarins og blaðamannsins Shokoofeh Azar. Hún er bók vikunnar á Rás 1.
24.03.2021 - 10:33
Á tímum sem þessum er nauðsyn að huga að eftirlífinu
Sonur grafarans, draugabók er ljóðabók með dramatis personae eftir Brynjólf Þorsteinsson sem fyrir tveimur árum sendi frá sér ljóðabókina Þetta er ekki bílastæði. Um þá bók var sagt að hún væri fjörugur óður til ímyndunaraflsins og skýrum tengingum við samtímann. Sonur grafarans er ekki síður óður til ímyndunaraflsins og með skýrum tengingum við samtímann bara allt öðruvísi.
18.03.2021 - 14:35
Bókmenntir Rómafólks
Sunnudagsmatur og fleiri sögur Rómafólks er sjöunda bókin í einmálaritröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum í tungumálum. Verkið inniheldur valdar sögur eftir sex af þekktustu höfundum heims af Róma-uppruna. Sögurnar koma frá ólíkum löndum, enda á Rómafólk sér ekkert eitt heimaland eins og viðurnefni þeirra í gegnum aldirnar, flökkufólk, tatarar og sígaunar, vitna um.
15.03.2021 - 14:50
Absúrd og hillarius harmsaga
Ljóðabókin Klón: Eftirmyndasaga eftir Ingólf Eiríksson inniheldur heimspekilegar frásagnir um þann eiginleika mannsins að vilja alltaf aðeins meira en honum er hollt. Í samræmi við þá aðferðafræði skopsagna að teygja sig sig aðeins út fyrir mörkin og inn í heim fáránleikans eru þessar frásagnir bráðfyndnar. Eins og einnig er gjarnan eðli góðra skopsagna þá vill hláturinn festast í hálsinum á þeim sem les og snúast upp í andhverfu sína og frásögnin verður harmsöguleg.
12.03.2021 - 18:16
Bara það að skapa og líka að ná utan um tilveruna
„Þeir sem að eru að yrkja og gefa út, tel ég, að geri það fyrst og fremst út af því sem það gefur að skapa,“ segir Kristian Guttesen sem hefur sent frá sér tólf ljóðabækur á rúmum tuttugu árum bæði i eigin forlagi og hjá öðrum auk þess sem forlag hans Deus hefur gefið út all margar ljóðabækur eftir aðra. Nýjasta ljóðabók Kristians kom út seint á síðasta ári og heitir Röntgensól.
10.03.2021 - 15:01
Lesum saman, myndir og texta!
Á laugardaginn var í Gerðubergi haldin árleg barna- og unglingabókmenntaráðstefna. Þegar viðburðum fækkaði, mannamót voru bönnuð og ýmis starfsemi lagðist af dró þjóðin sig í hlé með bók. Börn og fullorðnir lásu saman upphátt og í hljóði, í sófanum, undir teppi, í baðkarinu og í bílnum. Í skólum er börnum kennt að tengja saman hljóð í orð en það er fyrst og fremst á heimilunum sem ungir lesendur þjálfast í lestri og læra sömuleiðis að meta bókmenntir.
08.03.2021 - 15:33