Færslur: bókmenntir

Bók vikunnar
Sem ég lá fyrir dauðanum – William Faulkner
„Þarna eru þau að lifa sínu lífi með líkið á milli sín. Þannig við erum alltaf í slagtogi við dauðann, við ferðumst með dauðanum í gegnum líf okkar,“ segir Rúnar Helgi Vignisson þýðandi um skáldsögu Williams Faulkners, Sem ég lá fyrir dauðanum, sem er bók vikunnar á Rás 1.
08.12.2020 - 11:12
Frumraun Douglas Stuart fær Booker bókmenntaverðlaunin
Skoski rithöfundurinn Douglas Stuart hlaut í dag hin virtu Booker-verðlaun fyrir frumraun sína Shuggie Bain.
20.11.2020 - 00:28
Íslendingar hafa sjaldan lesið jafn mikið og nú
Bókin lifir góðu lífi, samkvæmt niðurstöðum lestrarkönnunar Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem kynntar voru í dag, á degi íslenskrar tungu. Þær sýna að Íslendingar hafa sjaldan lesið jafn mikið síðan farið var að kanna bóklestur þjóðarinnar og þeim sem hvorki lesa né hlusta á bækur hefur fækkað síðan í fyrra. 
Óska eftir sjónarmiðum vegna kaupa Storytel á Forlaginu
Samkeppniseftirlitið óskar nú eftir sjónarmiðum vegna kaupa Storytel á 70% hlutafjár Forlagsins. Það veitir þannig þeim sem telja sig hafa hagsmuna að gæta vegna samrunans færi á því að koma að sjónarmiðum vegna hans.
06.08.2020 - 13:36
Segir sölu Forlagsins hafa komið öllum í opna skjöldu
Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands, segir kaup sænska raf- og hljóðbókafyrirtækisins Storytel á sjötíu prósenta hlut í Forlaginu, hafa komið rithöfundum í opna skjöldu enda hafi útgáfuréttur á íslenskum verkum fylgt með. Hún segir ekki tímabært að sambandið bregðist opinberlega við. Stjórnin fundi um málið í fyrramálið.
Spegillinn
„Lína Langsokkur skrifar námskrár skóla í dag“
Ein ástsælasta barnabókapersóna síðustu aldar, já og kannski þessarar líka, hún Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda Efraímsdóttir Langsokkur, fagnar um þessar mundir 75 ára afmæli. Fyrsta bók sænska rithöfundarins Astridar Lindgren um þessa sterku og óútreiknanlegu stelpu á Sjónarhóli kom út árið 1945. Brynhildur Þórarinsdóttir, rithöfundur og bókmenntafræðingur, segir að samfélagsleg áhrif Línu séu meiri en við getum ímyndað okkur. Segja megi að hún skrifi námskrár skóla í dag. 
22.05.2020 - 16:21
Myndskeið
Íslensk barnabók um heimsviðburð
Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti segir að barnabók um kjör hennar sé góð leið til að útskýra og kynna fyrir börnum hversu mikil tímamót það voru að kona var í fyrsta sinn kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum.
10.11.2019 - 18:41
Fátækt, ofbeldi og vesalingar samtímans
Édouard Louis er ört rísandi stjarna í bókmenntaheimi Evrópu um þess mundir. Hann er 26 ára gamall, fæddur árið 1992 inn í verkamannafjölskyldu í Hallencourt í Norður-Frakklandi.
Pistill
Um víðlendur mannlegs eðlis, á fund morðingja
Ég sit á Keflavíkurflugvelli og bíð eftir flugi til Amsterdam en þaðan liggur leiðin til Lissabon. Leifsstöð er þétt setin, ég borga allt of mikinn pening fyrir samloku og kaffi, tylli mér við laust borð og dreg bókina Flights, eftir pólska rithöfundinn Olgu Takarzcuk, upp úr töskunni.
07.04.2019 - 14:54
Pistill
Túskildingsóperan og Brecht
1928, fyrir heimskreppuna miklu, setti Bertolt Brecht á svið leikritið Túskildingsóperuna eins og það heitir á íslensku, Dreigroschenoper á þýsku, en það var þýðing og aðlögun Brechts og félaga á ballöðuóperunni The Beggar‘s Opera eftir breska leikskáldið John Gay, sem rituð var nákvæmlega tvö hundruð árum áður og sló í gegn og þykir merkileg enn í dag.
„Hann er stórkostlegur í þessari mynd“
„Hún var nýkomin út á vídjóspólu. Ég og bróðir minn fengum sérstakt leyfi til að leigja þessa snarbönnuðu mynd,“ segir Ævar Þór Benediktsson sem var 16 ára gamall þegar draugamyndin The Sixth Sense fór sigurför um heiminn árið 1999.
08.02.2019 - 15:30
Rauður maður / Svartur maður – Kim Leine
„Þetta er margradda saga um yfirgengilega atburði sem Kim Leine segir frá með sínu gróteska raunsæi og sinni makalausu stílgáfu sem að lyftir botnlausu klandri og skefjalausri ógæfu þessa fólks upp á annað plan,“ segir Jón Hallur Stefánsson þýðandi um Rauður maður / Svartur maður, annað bindið í sögulegri Grænlandstrílógíu Kim Leine.
Því miður eru allir þjónustufulltrúar
Nýlega kom út ljóðabókin Því miður eftir Dag Hjartarson. Bókakápan er skopstæling á einkennismerki Dominos þar sem merkið fellur tár. Öll ljóð bókarinnar byrja á orðunum „Því miður eru allir þjónustufulltrúar okkar“.
01.11.2018 - 15:05
Viðtal
Verðlaunin mikil viðurkenning fyrir Íslendinga
Það er mikil viðurkenning fyrir Íslendinga að hljóta tvenn af fimm verðlaunum Norðurlandaráðs, að sögn Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra. Hún segir verðlaunin mikinn heiður fyrir listamennina sem hafi lagt hart að sér. Kvikmyndaverðlaunin hlutu leikstjóri, handritshöfundur og framleiðendur kvikmyndarinnar Kona fer í stríð og bókmenntaverðlaunin hlaut Auður Ava Ólafsdóttir fyrir skáldsöguna Ör.
Viðtal
Tileinkar þýðendum verðlaunin
Íslendingar voru sigursælir á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í Osló í kvöld. Auður Ava Ólafsdóttir hlaut bókmenntaverðlaun fyrir bókina Ör og Benedikt Erlingsson var verðlaunaður fyrir kvikmynd sína Kona fer í stríð.
30.10.2018 - 22:53
Óbreytt ástand frá ungskáldi
Nýlega kom út öragnasafn eftir ungskáldið Magnús Jochum Pálsson. Bókina skrifaði hann í sumar þegar hann hjá skapandi sumarstörfum í Reykjavík en þetta er hans fyrsta bók. Örsögurnar taka á ýmsu allt frá gömlum körlum í heitum potti til þúfna.
20.08.2018 - 16:36
Hin upphaflega kvenhetja norrænu glæpasögunnar
„Lucy Catherine lætur sína Guðrúnu vera á flækingi erlendis að bjarga dóttur sinni Sigríði, sem hvergi er getið í Laxdælu,“ segir Bogi Ágústsson um leikritaröðina Guðrún sem flutt er á BBC 4. Leikritin eru eftir breskt leikskáld og samin undir áhrifum frá Laxdælu.
19.06.2018 - 13:35
Lærdómurinn af harðstjórn 20. aldar
Fyrr á þessu ári skrifaði bandaríski sagnfræðingurinn Timothy Snyder um þann lærdóm sem við getum dregið af harðstjórnartíð 20. aldar í ljósi stjórnmálaþróunar samtímans. Snyder verður gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík í september síðar á þessu ári.
12.07.2017 - 16:42
Skógarhögg er Norðmönnum í blóð borið
Bókin Hel Ved eftir norska skáldsagnahöfundinn Lars Mytting er ekki skáldverk. Hún er yfirlit yfir menningarlegt mikilvægi skógarhöggs í Noregi ásamt nákvæmum lýsingum um aðferðir við að höggva, stafla og þurrka eldivið en hefur engu að síður selst í mörg hundruð þúsund eintökum og verið þýdd á 18 tungumál.
06.07.2017 - 13:40
Viðtal
„Skömmin er hluti af mér“
Rithöfundurinn Karl Ove Knausgård olli fjaðrafoki í heimalandi sínu þegar sjálfsævisaga hans, Min kamp, kom út í sex bindum á árunum 2009-2011. Hann hefur brennt nokkrar brýr að baki sér, en sér ekki eftir ferðalaginu.
14.06.2017 - 10:10
„Í hugum margra vekur líf svartra óhug“
Bandaríski rithöfundurinn Aisha Sabatani Sloan telur að listamenn séu betur til þess fallnir að gagnrýna og endurhugsa samfélagsgerðina heldur en stjórnmálamenn. Hún er fædd í Los Angeles og var einn aðalfyrirlesara á ráðstefnunni NonfictionNOW sem stóð yfir síðastliðna helgi, þar sem fjallað var um óskáldaðar bókmenntir.
11.06.2017 - 15:40
Hundrað ára einsemd hálfrar aldar gömul
Í dag eru 50 ár síðan bókin Hundrað ára einsemd eftir kólumbíska nóbelsverðlaunahafann Gabriel García Márquez kom út.
Töfrandi táknmyndir Neil Gaiman
American Gods eða Amerískir guðir eftir breska rithöfundinn Neil Gaiman er margverðlaunuð metsölubók, auk þess að vera ein af kanónum nútíma fantasíuskáldskapar. Hún hefur nú hefur verið sett fram í metnaðarfullri sjónvarpsaðlögun.
29.05.2017 - 15:42
Viðtal
Auður Ava: Ímyndunaraflið er líka veruleiki
„Þegar ég var að skrifa þessa bók hafði ég mikinn áhuga á hugmyndum um minninguna og minnið,“ segir rithöfundurinn Auður Ava Ólafsdóttir sem nú er að lesa skáldsögu sína Undantekninguna sem kvöldsögu á Rás 1.
Undantekningin ný kvöldsaga Rásar 1
Skáldsagan Undantekingin eftir Auði Övu Ólafsdóttur er ný kvöldsaga á Rás 1. Auður hefur lestur sögunnar í kvöld. Að því tilefni var tekið ýtarlegt viðtal við Auði um bókina sem birt verður hér á vefnum næstu dögun en gripið var niður í viðtalið og lestur Auðar Övu í Víðsjá í dag. Innslagið má heyra hér fyrir ofan.