Færslur: bókmenntir

Upplýst um Nóbelsverðlaunatilnefningar í næstu viku
Tilkynnt verður um tilnefningar til Nóbelsverðlauna í Stokkhólmi og Ósló dagana 4. til 11. október næstkomandi. Líkt og áður hvílir mikil leynd yfir því hver eru tilnefnd en fjöldi nafna hefur verið nefndur.
Pistill
„Konur skulu þegja á safnaðarsamkomum“
Í Tengivagninum var litið aftur til fortíðar og rýnt í árþúsundalanga sögu af kúgun kvenna. Melkorka skoðaði tvo kvenhöfunda frá gjörólíkum tímum og gerði samanburð á bókmenntaverkum Simone de Beauvoir og Kristínar frá Pizan
02.08.2021 - 09:00
Pistill
Vitleysan er sannleikanum samkvæm
Melkorka Gunborg Briansdóttir skoðaði markleysu (á ensku nonsense) sem menningarfyrirbæri íslenskum barnagælum, Lísu í Undralandi og verkum austurríska myndlistarmannsins Erwin Wurm.
01.08.2021 - 12:00
Pistill
Er heimsendir í nánd?
Í þessum pistli eru áhrif Opinberunarbókar Jóhannesar, heimsendalýsingar Biblíunnar, á hamfaraumræðu nútímans skoðuð: Allt frá loftslagsbreytingum til COVID-19. Hvernig varpar upprunaleg merking orðsins apocalypse ljósi á heimsendafrásagnir?
24.07.2021 - 14:00
Fækkar í fjölmiðlum og menningargreinum
Fjöldi starfsmanna í fjölmiðlun hefur dregist saman frá árinu 2013. Þá störfuðu um 2.000 í greininni en þeim hefur nú fækkað í tæplega 900. Þá störfuðu tæplega 460 í sviðslistum árið 2020 og hafði fækkað úr tæplega 640 ári áður.
25.06.2021 - 09:41
Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú?
Síðustu fimm árin hefur myndlistar - og ræktunarkonan Hildur Hákonardóttir leitað í heimildum eftir konum sem frá siðaskiptum og fram til ársins 1805 gegndu virðingarstöðu biskupsfrúar í Skálholti en það ár var embættið flutt til Reykjavíkur. Þetta voru fjórtán konur og að minnsta kosti helmingur þeirra tengdist ættarböndum sem afkomendur sona síðasta katólska biskupsins á Íslandi.
26.05.2021 - 16:48
Sögur verða til þegar eitthvað vantar upp á
„Það er sama hvað við höfum það gott, það vantar alltaf eitthvað upp á og þar verða sögurnar til,“ segir Einar Lövdahl annar af tveimur handhöfum viðukenningarinnar Nýjar raddir í íslenskum bókmenntum 2021 sem Forlagið kynnti í fyrstu viku maímánaðar.
18.05.2021 - 14:06
Viðtal
Það er miklu skilvirkara að skrifa ljóð á ensku
„Þegar ég skrifa ljóð á íslensku get ég bara deilt þeim með íslenskum vinum mínum en ekki þeim sem skilja ekki íslensku. Þess vegna fannst mér þetta mjög rétt,“ segir Kjartan Ragnarsson tvítugur Reykvíkingur sem nýlega sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók, Here We Are, þar sem öll ljóðin eru á ensku.
03.05.2021 - 15:17
hið stutta bréf og hin langa kveðja - Peter Handke
Hið stutta bréf og hin langa kveðja eftir Nóbelsverðlaunahafann árið 2019, Austuríkismanninn Peter Handke, er bók vikunnar. Verkið kom út fyrir tæpum fimmtíu árum eða árið 1972 og vakti eins og önnur verk Peters Handke á þessum tíma mikla athygli.
29.04.2021 - 18:09
Myndskeið
Bautasteinn á áður týnda gröf skáldsins
Bautasteinn prýðir nú gröf Páls Ólafssonar stórskálds og konu hans Ragnhildar Björnsdóttur í Hólavallagarði. Gröf hjónanna fannst í fyrra, eftir að hafa verið týnd um árabil.
Sögusagnir eru ekkert slúður
Sögusagnir er titill bókar sem bókmenntafræðingurinn og rithöfundurinn Jón Karl Helgason sendi frá sér á síðasta ári. Orðið sögusagnir í þessu tilviki vísar ekki, eins og alla jafna, til slúður- eða kviksagna heldur er merking þess í samræmi við orðanna hljóðan sögur um sagnir.
29.03.2021 - 16:10
Bók vikunnar
Uppljómun í eðalplómutrénu – Shokoofeh Azar
Uppljómun í eðalplómutrénu er fyrsta skáldsaga íranska rithöfundarins og blaðamannsins Shokoofeh Azar. Hún er bók vikunnar á Rás 1.
24.03.2021 - 10:33
Á tímum sem þessum er nauðsyn að huga að eftirlífinu
Sonur grafarans, draugabók er ljóðabók með dramatis personae eftir Brynjólf Þorsteinsson sem fyrir tveimur árum sendi frá sér ljóðabókina Þetta er ekki bílastæði. Um þá bók var sagt að hún væri fjörugur óður til ímyndunaraflsins og skýrum tengingum við samtímann. Sonur grafarans er ekki síður óður til ímyndunaraflsins og með skýrum tengingum við samtímann bara allt öðruvísi.
18.03.2021 - 14:35
Bókmenntir Rómafólks
Sunnudagsmatur og fleiri sögur Rómafólks er sjöunda bókin í einmálaritröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum í tungumálum. Verkið inniheldur valdar sögur eftir sex af þekktustu höfundum heims af Róma-uppruna. Sögurnar koma frá ólíkum löndum, enda á Rómafólk sér ekkert eitt heimaland eins og viðurnefni þeirra í gegnum aldirnar, flökkufólk, tatarar og sígaunar, vitna um.
15.03.2021 - 14:50
Absúrd og hillarius harmsaga
Ljóðabókin Klón: Eftirmyndasaga eftir Ingólf Eiríksson inniheldur heimspekilegar frásagnir um þann eiginleika mannsins að vilja alltaf aðeins meira en honum er hollt. Í samræmi við þá aðferðafræði skopsagna að teygja sig sig aðeins út fyrir mörkin og inn í heim fáránleikans eru þessar frásagnir bráðfyndnar. Eins og einnig er gjarnan eðli góðra skopsagna þá vill hláturinn festast í hálsinum á þeim sem les og snúast upp í andhverfu sína og frásögnin verður harmsöguleg.
12.03.2021 - 18:16
Bara það að skapa og líka að ná utan um tilveruna
„Þeir sem að eru að yrkja og gefa út, tel ég, að geri það fyrst og fremst út af því sem það gefur að skapa,“ segir Kristian Guttesen sem hefur sent frá sér tólf ljóðabækur á rúmum tuttugu árum bæði i eigin forlagi og hjá öðrum auk þess sem forlag hans Deus hefur gefið út all margar ljóðabækur eftir aðra. Nýjasta ljóðabók Kristians kom út seint á síðasta ári og heitir Röntgensól.
10.03.2021 - 15:01
Lesum saman, myndir og texta!
Á laugardaginn var í Gerðubergi haldin árleg barna- og unglingabókmenntaráðstefna. Þegar viðburðum fækkaði, mannamót voru bönnuð og ýmis starfsemi lagðist af dró þjóðin sig í hlé með bók. Börn og fullorðnir lásu saman upphátt og í hljóði, í sófanum, undir teppi, í baðkarinu og í bílnum. Í skólum er börnum kennt að tengja saman hljóð í orð en það er fyrst og fremst á heimilunum sem ungir lesendur þjálfast í lestri og læra sömuleiðis að meta bókmenntir.
08.03.2021 - 15:33
Flugfreyjustarfið sem mynd af lífi og sögu konunnar
Síðastliðið vor kom út hjá danska forlaginu Gladiator íslensk/dönsk skáldsaga Crash Kalinka. Höfundurinn Sigríður Larsen er íslensk í húð og hár en hefur stærsta hluta lífs síns verið búsett í Danmörku. Crash Kalinka segir frá flugfreyjunni Sólveigu Kalinku Karlsdóttur sem býr í Kaupmannahöfn en á rætur að rekja norður í land á Íslandi. Þetta er samtímasaga en einnig ættarsaga auk þess að fjalla um söguleg tengsl Íslands og Danmerkur.
01.03.2021 - 11:59
Minningar frá langri göngu og ljóð sem þar urðu til
Margrét Lóa Jónsdóttir gekk Jakobsveginn fyrir rúmu ári. Á þessu ferðalagi „þar sem þrautseigja okkar er mæld í dagleiðum,“ eins og segir í einu ljóðanna, hélt hún dagbók en orti líka stök ljóð. Úr þessu varð til ljóðabókin Draumasafnarar í þremur köflum: Stök ljóð með yfirskriftinni „Allt sem lifir deyr“, dagbókin „Vegurinn framundan“ og svo síðasti kaflinn, sem er elegia eða harmljóð, ort í faraldri og ber nafn bókarinnar „Draumasafnarar“.
28.02.2021 - 20:27
Bók er bók, er hljóðbók, er rafbók
Ó, Karítas heitir ný hrollvekjandi skáldsaga eftir Emil Hjörvar Petersen. Bókin er að því leyti óvenjuleg að hún hefur ekki og mun að öllum líkindum aldrei koma út á prentuðum síðum milli spjalda og með kili. Bókin er eigi að síður öllum aðgengileg til hlustunar og/eða lesturs sem rafbók sem hvort tveggja má nálgast hjá útgefandanum Storytel Original.
28.02.2021 - 18:06
Aprílsólarkuldi – Elísabet Jökulsdóttir
Aprílsólarkuldi er sjálfsævisöguleg skáldsaga um unga stúlku sem lendir í rússibanareið áfalla sem leiðir til áfengis- og vímuefnaneyslu og endar með því að aðalpersónan, Védís, missir alla stjórn á tilveru sinni. Hún ranglar um bæinn full ranghugmynda um sjálfa sig og umhverfi sitt og er að endingu svipt sjálfræði og lögð inn á geðsjúkrahús.
Stundum er pikkað í mann og maður bara fylgir
Tilurð ljóðabókarinnar Urð eftir Hjördísi Kvaran Einarsdóttur á rætur sínar í því að það var pikkað í hana. En þótt Urð sé fyrsta ljóðabók Hjördísar Kvaran Einarsdóttur sem ber ISBN númer eins og allar formlega útgefnar bækur þá hefur Hjördís gegnum tíðina sent frá sér ein fimm ljóðahefti sem hún hefur dreift í afmörkuðum hópi.  
Myndskeið
Guðrún fékk þýðingarverðlaunin fyrir Dyrnar
Íslensku þýðingaverðlaunin voru veitt á Gljúfrasteini í dag. Guðrún Hannesdóttir hlýtur þýðingarverðlaunin fyrir þýðingu sína á bókinni Dyrnar eftir ungversku skáldkonuna Mögdu Szabó.
20.02.2021 - 19:12
Orðin og sorgin
Ljóðabókin Jarðvegur eftir Rebekku Sif Stefánsdóttur er afar persónuleg bók, í raun sorgarviðbragð. Eigi að síður hefur bókin ríka almenna skírskotun. „Allir geta tengt við sorgina með einhverjum hætti og hvernig hún getur tekið yfir líf manns“ segir Rebekka Sif meðala annars í viðtalinu hér.
Skáldskapur tæki til að kafa ofan í tilfinningar
Í skáldsögu sinni Stol kafar Björn Halldórsson ofan í þær erfiðu tilfinningar sem fylgja því að horfa upp á foreldri sitt missa hæfni og getu á fjölmörgum sviðum vegna hælaæxlis. Rammi sögunnar er ferðalag sonar með dauðvona föður með skerta hæfni á þær slóðir sem þeir feðgar fóru gjarnan í tjaldferð í bernsku sögumanns. Nöfnum öllum er breytt, staðsetningum, starfsferli fólks og jafnvel kynhneigð.
16.02.2021 - 00:54