Færslur: Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Guðrún og Andri tilnefnd til verðlauna Norðurlandaráðs
Bækurnar Aðferðir til að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur og Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason eru tilnefndar fyrir Íslands hönd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021.
Tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Bergsveinn Birgisson og Fríða Ísberg eru tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Tilkynnt verður um verðlaunahafann á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í Reykjavík í október.
Myndskeið
Pia Kjærsgaard: „Skammastu þín, Jonas Eika“
Danski rithöfundurinn Jonas Eika, sem hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í gær, hefur hlotið mikla gagnrýni danskra stjórnmálamanna fyrir þakkarræðu sína í gær. Meðal þeirra sem hafa látið í sér heyra er Pia Kjærsgaard, fyrrverandi forseti danska þingsins.
Kristín Ómars og Kristín Eiríks tilnefndar
Kristín Eiríksdóttir og Kristín Ómarsdóttir eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019, fyrir bækurnar Elín, ýmislegt og Kóngulær í sýningargluggum.
Viðtal
Skandínavar sjá myrkur en suðrænar þjóðir ljós
Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur fylgir eftir bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs með því að keyra vestur í Dali í næstu viku og lesa upp í fjósi.  
Saga um þjáningu sem óx líkt og rótarskot
„Mér fannst, í ljósi heimsins í dag og þessa miðaldra valds karlmannsins, gaman að skoða þann sem hefur ekki vald og á ekkert og er ekkert,“ segir Auður Ava Ólafsdóttir um skáldsöguna Ör. Auður fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina í gær.
Hafsteinn og Kristín tilnefnd til verðlauna
Í morgun var tilkynnt á barnabókamessu í Bologna á Ítalíu hvaða bækur eru tilnefndar til barna-og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Tilnefningarnar voru líka kynntar í Norræna húsinu í morgun. Eitt af tólf verkum fær svo verðlaunin sem verða afhent í Helsinki 1. nóvember.  Af Íslands hálfu eru tvær bækur tilnefndar.  
Frjáls eins og „pólitíkus sem losnar af þingi“
Linda Vilhjálmsdóttir hefur verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017 fyrir ljóðabókina Frelsi. Bókin á sér langan aðdraganda en hún byrjaði að skjóta rótum þegar Linda flutti fyrsta ljóð bókarinnar á Ljóðahátíð Nýhils 2008.
Elísabet og Guðbergur tilnefnd
Á fimmtudag var tilkynnt í öllum höfuðborgum Norðurlandanna hvaða rithöfundar væru tilnefndir til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2016. Í Reykjavík fór þessi athöfn fram í Gunnarshúsi við Dyngjuveg, húsi Rithöfundasambands Íslands og var þar tilkynnt að af Íslands hálfu væru Elísabet Jökulsdóttir tilnefnd fyrir ljóðabókina Engin dans við Ufsaklett og Guðbergur Bergsson fyrir skáldsöguna Þrír sneru aftur.
Verður það íslenskur höfundur ...
... sem tekur við Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs á miðvikudaginn. Undanfarnar vikur hefur í þættinum Orð*um bækur verið fjallað um allar bækurnar 26 sem tilnefdar eru til beggja bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2014, 13 bækur ætlaðar börnum og unglingum og 13 ætluð fullorðnum.
Íslendingar tilnefna Tímakistu Andra Snæs
Það kemur ekki beinlínis á óvart að íslenska dómnefndin skuli hafa ákveðið að tilnefna skáldsöguna Tímakistan eftir Andra Snæ til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2014. Tímakistan er stórskemmtilegt og fallega skrifað ævintýri, fyrir börn á öllum aldri (og fullorðna líka!).
Samíska málsvæðið tilnefnir póltíska sögu
Ilmmiid gaskkas eða Milli heima er bókarinnar sem samíska málsvæðið tilnefnir til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Þetta er fyrsta skáldsaga ungrar samískrar myndlistarkonu Máret Ánne Sara sem augljóslega hefur talsverðar áhyggjur af framtíðinni í landi Sama.
17.10.2014 - 19:16
Norðmenn tilnefna bók um ofurhetju
Hin bókin sem Norðmenn tilnefna er Brune eða Brúni eftir ljóðskáldið Håkon Övreås með myndum eftir Öyvind Torseter. Þetta er bók um strákling, átta eða níu ára sem þarf að takast á við ágang ofureflis eldri stráka sem hann í raun ræður ekki við.
Norðmenn tilnefna bók um stríð
Mæðgurnar Gro Dahle og Kaia Linnea Dahle Nyhus hljóta tilnefningu Norðmanna fyrir bókina Krigen eða Stríðið. Þetta er fjórða bókin sem þær mæðgur vinna að í sameiningu og mjög áhrifaríkt verk um áhrif skilnaðar á börn
Finnar tilnefna ljóð fyrir smábörn
Finnar tilnefna samkvæmt venju tvær bækur, aðra frumsamda á finnsku og hina á sænsku og er sænska bókin að þessu sinni ljóðabók fyrir allra yngstu bókmenntaunnendurna.Råttan Bettan och masken Baudelaire (Rottan Bettan og maðkurinn Baudelaire) eftir þær Anniku Sandelin og Karoliinu Pertamo.
Svíar tilnefna Andrzej Tichý á nýjan leik
Kairos er fjórða bók Andrzejs Tichý en hann er nú tilnefndur í annað sinn til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, fyrst hlaut hann tilnefningu fyrir Fält eða Engi árið 2009. Viðfangsefni Tichý í Kairos er það sama og í fyrri verkum; hroðaverk sögunnar og áhrif þeirra á hvert og eitt okkar.
Íslendingar tilnefna Auði Jónsdóttur
Bók Auðar Jónsdóttur Ósjálfrætt er sannarlega í takt við þær bókmenntir norrænar sem núna vekja hvað mesta athygli, samanber bækur Norðmannanna Tomas Espedal og Karl Ove Knausgård sem báðir skrifa um sjálfan sig og fólk sem þeir þekkja og hefur haft áhrif á þá. Einmitt þetta gerir Auður líka!
Íslendingar tilnefna Eirík Örn Norðdahl
Íslendingar tilnefna að þessu sinni skáldsöguna Illsku eftir Eirík Örn Norðdahl til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, en hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2012 en einstök og mjög spennandi skáldsaga!
Finnar tilnefna ljóðskáldið Henriiku Tavi
Finnar tilnefna að vanda eina bók eftir sænskumælandi höfund og eina eftir finnskumælandi höfund. Finnskumælandi höfundurinn er ljóðskáld, Henriikka Tavi fædd árið 1978 og bókin sem hún er tilnefnd fyrir er ljóðabókia Toivo, Vonin (Teos, 2011).
Finnar tilnefna Kjell Westö
Kjell Westö heitir sænskumælandi rithöfundurinn sem Finnar tilnefna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014 fyrir bókina Hägring 38 eða Hilling 38 og segir frá lífi tveggja persóna lögfræðingi og kontórdömu hans árið 1938 þegaþegar heimsstyrjöldin fyrri er orðin fortíð en sú síðari enn framtíð.
Bergeners eftir Thomas Espedal
Norðmenn tilnefna nú í þriðja sinn Thomas Espedal til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Í bókinni Bergeners raðar Espedal saman bókmenntalegum atvikum lífs síns og tengir við fæðingarborg sína Bergen þar sem hann hefur búið lengi. Nú er hann sestur að í húsi foreldra sinna, umkringdur minningum.
Camillas lange netter eftir Monu Hövring
Bók Monu Hövring önnur af bókunum tveimur sem Norðmenn tilnefna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014 er aðeins öðrum þræði eftir Monu Hövring. Hér er á ferðinni nokkurs konar endurvinnsla eða „remix“ af sjálfsævisögulegu verki norska rithöfundarins og kvenréttindakonunnar Camillu Collett.
Danir tilnefna Claus Beck-Nielsen
Danir tilnefna tvo höfunda sem báðir hafa fyrir löngu skapað sér nafn í dönskum bókmenntum og er annar þeirra Claus Beck-Nielsen sem í fyrra sendi frá sér skáldsöguna Mine möder med de danske forfattere.
Danir tilnefna Idu Jessen
Danir tilnefna tvo höfunda sem báðir hafa fyrir löngu skapað sér nafn í dönskum bókmenntum. Þetta eru Ida Jessen sem árið 2013 sendi frá sér smásagnasafnið Postkort til Annie og Claus Beck-Nielsen sem sama ár sendi frá sér skáldsöguna Mine möder med de danske forfattere.
Færeyingar tilnefna kunnuglegt ljóðskáld
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs verða afhent 29. október næstkomandi. Fram að því verða öll verkin sem tilnefnd eru kynnt í þættinum Orð*um bækur. Hér má hlusta á kynningu á færeysku ljóðabókinni Planker eftir Tórodd Poulsen.