Færslur: Bókaútgáfa

Spegillinn
Hljóðbækur hafa bylt bókamarkaðnum
Hljóðbækur eru engin nýjung, þær hafa verið til í áratugi en með breyttri miðlun hafa þær gerbreytt bókamarkaðnum á síðustu árum. Titlum hefur fjölgað úr örfáum í mörg hundruð; velta hljóðbóka er nú um þriðjungur af bókamarkaði í landinu og þriðjungur af lestri er hlustun, segir Halldór Guðmundsson, rithöfundur og stjórnarformaður Forlagsins. Hann telur að hefðbundnar bókaútgáfur hafi sofið á verðinum líkt og plötuútgáfurnar gerðu margar þegar streymisveiturnar tóku völdin á tónlistarmarkaðnum. 
10.12.2021 - 06:45
Pappírsskortur kom á óvart en olli ekki vanda
Bókaútgefandi segir pappírsskort hafa komið á óvart en hann hafi þó ekki valdið vanda. Hins vegar hafi óvænt útbreiðsla COVID-19 þar sem bækur eru prentaðar neytt fyrirtækið til að flytja hluta prentunarinnar annað.
Bókin lifir áfram þrátt fyrir hækkandi pappírsverð
Bókaútgefandi telur að bækur hækki lítið sem ekkert í verði þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð pappírs hafi hækkað. Fréttir af dauða bóka á pappír segir hann ótímabærar en kveðst bjartsýnn á jólabókaflóðið.
11.10.2021 - 13:25
Mikil samþjöppun á íslenskum bókamarkaði
Samþjöppun er mikil á íslenskum bókamarkaði og útgáfa og smásala hljóðbóka er í miklum vexti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu, Markaðsgreining á bókamarkaði, sem Samkeppniseftirlitið var að senda frá sér.
01.07.2021 - 16:53
Hlutfall útgefinna barnabóka tvöfaldast á 20 árum
Útgáfa barna- og unglingabóka á Íslandi hefur aukist mjög hlutfallslega frá aldamótum. Útgefnum bókum á hvern Íslending heldur hins vegar áfram að fækka.
18.01.2021 - 16:17
Myndskeið
Sala á bókum eykst um 30%
Bóksala fyrir jól hefur aukist um þrjátíu prósent miðað við sama tíma í fyrra. Þetta segir formaður Félags íslenskra bókaútgefanda. Hægt er að prenta harðspjaldabækur hér á landi að nýju, eftir þriggja ára hlé.
09.12.2020 - 19:38
„Frekar ætti að banna pólítískan rétttrúnað en Tinna“
Umdeildasta bókin um Tinna, belgíska blaðamanninn knáa, er komin út í nýrri íslenskri þýðingu. Tinni í Kongó hefur löngum valdið deilum vegna þeirrar kynþáttahyggju sem í bókinni má finna.
18.11.2020 - 06:20
Myndskeið
Vongóð um góð bókajól
Jólabókaflóðið er hafið en í allt öðru ástandi en áður. Bóksalar og útgefendur eru vongóðir. Bókabúðir eru fullar af bókum en þar eru afar fáir viðskiptavinir.  Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn því það er betra fyrir sálina og taugakerfið, segir bókaútgefandi. 
Ný bók um Donald Trump selst sem heitar lummur
Bók Mary Trump bróðurdóttur Donalds Trump um frænda sinn Bandaríkjaforsetann seldist í nærri milljón eintökum á fyrsta degi eftir útkomu.
17.07.2020 - 04:49
„Sennilegt“ að Penninn hafi misnotað stöðu sína
Samkeppniseftirlitið beinir þeim tilmælum til Pennans að taka bækur bókaútgáfunnar Uglu aftur til sölu í verslunum sínum. Í bráðabirgðaúrskurði, sem eftirlitið sendi frá sér í dag, segir að það telji sennilegt að með því að senda til baka söluhæstu bækur Uglu í maí, hafi Penninn misnotað markaðsráðandi stöðu sína á smásölumarkaði fyrir bækur.
Áhyggjur af kaupum Storytel á Forlaginu
Rithöfundasamband Íslands telur ástæðu til að hafa áhyggjur af fákeppni í bókaútgáfu eftir kaup Storytel AB á sjötíu prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Rithöfundar og bókaútgefendur hafa lýst yfir áhyggjum af samningnum um kaupin og hélt Rithöfundasambandið fund um málið í morgun.
Viðtal
Una útgáfuhús gefur út J.M.Coetzee
Þó Una útgáfuhús sé nokkuð nýtt af nálinni hefur verið mikið um að vera þar á bæ frá stofnun. Nýlega hlaut útgáfan þýðingastyrk til að gefa út verkið Beðið eftir barbörunum eftir nóbelsverðlaunahafann J.M. Coetzee. Stefnt er að útgáfu bókarinnar í haust.
14.05.2019 - 10:16
Segir beinan stuðning betri en skattaafnám
„Við erum að gera gott betur,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra um þau tíðindi í fjárlagafrumvarpi næsta árs að hætt hafi verið við afnám virðisaukaskatts á bækur. Í staðinn verða bókaútgefendur styrktir beint með endurgreiðslum á fjórðungi af beinum kostnaði við útgáfuna.
11.09.2018 - 12:30
Útgefendur styrktir en bækur áfram skattlagðar
Áform um afnám virðisaukaskatts á bækur, sem lofað var í sáttmála ríkisstjórnarinnar í lok síðasta árs, hafa verið lögð á hilluna. Í staðinn mun Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra á nýju þingi leggja fram frumvarp um beinan stuðning við bókaútgefendur með það að meginmarkmiði að efla íslenska tungu. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Lagt er til að bókaútgefendur fái 25% af kostnaði við útgáfu bóka á íslensku endurgreiddan.
Ekkert grín að skipta kostnaði við bókaútgáfu
Róttækni íslenskra listamanna á ýmsum sviðum kallaði á kröfuna um raunsæja túlkun á veruleikanum á síðari hluta áttunda áratugarins. Í bókmenntum voru ljóðskáld og jafnvel hópar þeirra áberandi og í myndlistinni varð hugtakið „nýlist“ þess valdandi að margir klóruðu sér í höfðinu.
Bókmenntalegt gildi 80 ára hatursskrifa?
Endurútgáfa á þremur 80 ára gömlum bæklingum hefur vakið deilur í frönsku menningarlífi. Víðsjá á Rás 1 sagði frá deilunum sem ýfa upp gömul sár en vekja líka spurningar um tjáningarfrelsið. Hér fyrir ofan má hlusta á pistilinn.
20.01.2018 - 10:52
Bjart yfir bókajólunum
„Jólabókaflóðið er farið af stað af meiri krafti en oft áður þannig að við göngum bjartsýn til vertíðarinnar. Bókin er þrátt fyrir allt langvinsælasta jólagjöf landsmanna, hefur verið það í að minnsta kosti 60 ár og ljóst að svo verður áfram þessi jólin,“ segir Egill Örn Jóhannsson, formaður íslenskra bókaútgefenda. Hann rýndi í stöðu bókaútgáfu ásamt Dögg Hjaltalín, framkvæmdastjóra Sölku.
07.12.2017 - 08:00
„Slæmt að fagið detti upp fyrir“
Í Prentsmiðjunni Odda er nú verið að búa síðustu harðspjalda bækurnar til prentunar. Til stendur að hætta að prenta harðspjalda bækur í byrjun næsta árs og selja sérhæfðar vélar sem nýttar eru við framleiðsluna úr landi. Forlagið, sem lengi prentaði sínar bækur hjá Odda, samdi í ár við finnsku prentsmiðjuna Bookwell, það gera raunar flestir útgefendur á Íslandi í dag. Listin að binda harðspjalda bækur virðist því vera að deyja út hér á landi. 
10.11.2017 - 17:05