Færslur: Bókasöfn

Viðtal
Segja COVID hafa eyðilagt allt það skemmtilega í lífinu
Í næsta mánuði klára fjórir þrettán ára félagar barnaskólann og hefja nám í gagnfræðaskóla. Þeir eru sammála um að þá taki við bjartari tímar með meira frelsi en barnaskólinn bjóði upp á. Og vonandi engu COVID.
20.04.2021 - 14:40
Þremur útibókasöfnum komið upp á Akureyri
Þremur útibókasöfnum hefur verið komið upp á Akureyri. Söfnin voru hönnuð og smíðuð af ungmennum í vinnuskóla Akureyrarbæjar. Þau voru svo vígð á Alþjóðadegi læsis sem haldin var hátíðlegur víða um land á mánudaginn.
10.09.2019 - 14:32
Opna hlaðvarpsstúdíó
„Bókasöfn eru að breytast mikið og hratt,“ segir Sunna Dís Másdóttir, verkefnastjóri á Borgarbókasafni Reykjavíkur, en þar er meðal annars hægt að nýta sér þrívíddarprentara, hlaðvarpsstúdíó og hangsa í hengirúmi.
12.09.2017 - 11:09
Fréttaskýring
Hljóðbækur: Skortur þrátt fyrir kampavínstölur
Viðskiptavinir nýs Rafbókasafns á netinu virðast sólgnir í rafbækur, sérstaklega hljóðbækur. Þeir verða þó að láta sér enskar bækur duga. Íslenskar rafbækur safnsins eru örfáar. Hljóðbókasafn Íslands gefur út yfir 200 hljóðbækur á ári hverju en þær eru ekki ætlaðar almenningi. Formaður stjórnar félags bókaútgefenda segir hljóðbókina ekki hafa náð sér á strik hér á landi og telur umsvif Hljóðbókasafns Íslands eiga á því einhverja sök. 
22.08.2017 - 17:38
„Bókasöfn eru á mótunarskeiði“
Einhverjir héldu að bóksöfnin myndu deyja út í heimi rafbóka og nýrrar tækni. En með því að þróa þau í takt við breyttar þarfir íbúa þá eru þau að lifna við og verða að stöðum þar sem hjartað slær í samfélögum. Um allan heim eru nýjar eða endugerðar bóksafnsbyggingar að verða að sterkum kennileitum í borgarmiðjum og sú þróun er hafin hér á landi.
20.06.2017 - 16:34