Færslur: Bókajól 2018

Gagnrýni
Fín þorpslýsing en framvindan flöt
Útlagamorðin er fjórða skáldsaga Ármanns Jakobssonar en hans fyrsta glæpasaga. Gagnrýnendur Kiljunnar segja frásögnina stirða og persónur bókarinnar ekki nógu eftirminnilegar.
Engin þjáning er ómerkileg
Auður Ava Ólafsdóttir fjallar um sársaukann og örin sem táknmynd um þjáningu mannsins í skáldsögunni Ör. Sagan er ein fimm hljóðbóka í jólapakka Rásar 1 og menningarvefs RÚV.
23.12.2018 - 13:10
Sköpunarsaga rithöfundar
Auður Jónsdóttir gengur nærri sjálfri sér og fjölskyldu sinni í skáldævisögunni Ósjálfrátt. Sagan er ein fimm hljóðbóka í jólapakka Rásar 1 og menningarvefs RÚV.
Fórnargjald listarinnar
Gyrðir Elíasson skoðar íslenskt samfélag frá jaðrinum í Sandárbókinni, nóvellu sem tekst á við einsemdina, starf listamannsins og fórnirnar sem hann þarf stundum að færa. Sagan er ein fimm hljóðbóka í jólapakka Rásar 1 og menningarvefs RÚV.
Gagnrýni
Ljóð um ferðalög og lífið sjálft
„Ástin fer aldrei langt í skáldskap Steinunnar en í þessari nýju bók hefur ástin þroskast. Hún hefur náð nýrri sátt,“ segir Guðrún Baldvinsdóttir um nýjustu ljóðabók Steinunnar Sigurðardóttur.
Gagnrýni
Persónur sem vinna hug lesanda og hjarta
„Þannig heldur stíllinn uppi lágstemmdri spennu sem kallar á lestur, ekki með flugeldum heldur alveg eins þögulli ákefð,“ segir Gauti Kristmannsson um nýjustu bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur.
Ýktur heimur sem hentar gömlum súrrealista
Mánasteinn, skáldsaga eftir Sjón, gerist á miklum örlagatímum í sögu þjóðarinnar. Í henni er sjónum beint að afkimum höfuðstaðarins og íslensks samfélags á öndverðri 20. öld sem ekki höfðu verið mikið í dagsljósinu. Sagan er ein fimm hljóðbóka í jólapakka Rásar 1 og menningarvefs RÚV.
20.12.2018 - 10:37
Gagnrýni
Morðfyndin en skortir aðeins upp á heildarsvip
Gagnrýnendur Kiljunnar eru sammála um að Kópavogskrónika eftir sé stórfyndin og skemmtileg aflestrar en eilítið skorti þó upp á heildarsvipinn.
Gagnrýni
Afhjúpar samtímann og skýtur í allar áttir
„Hans Blær er kynuslinn holdi klæddur,“ segir Sunna Dís Másdóttir um bók Eiríks Arnar Norðdahls sem gagnrýnendur Kiljunnar eru sammála um að sé áhugaverð, fyndin og afhjúpandi.
Gagnrýni
Merkilega gott og frábært persónugallerí
Áhangendur spennubóka Stefáns Mána þekkja vel til sögupersónunnar Harðar Grímssonar. Í Krýsuvík sýnir lögreglumaðurinn Hörður Grímsson á sér nýja hlið og segjast gagnrýnendur Kiljunnar tengja betur við hann en fyrr.
19.12.2018 - 20:30
Minningarnar búa um sig líkt og hrúðurkarlar
Álfrún Gunnlaugsdóttir rithöfundur varpar sérstæðu ljósi á stóra atburði í skáldsögu sinni Hringsól. Bókin kom út árið 1987 og með henni tryggði Álfrún sér sess meðal okkar fremstu rithöfunda. Hægt verður að njóta hennar í hljóðbókarútgáfu í boði Rásar 1 og menningarvefs RÚV um hátíðarnar.
Krakka-Kiljan: Jólasveinarannsóknin
Í Krakka-kiljunni segja fulltrúar bókaormaráðs KrakkaRÚV frá nýjustu barnabókunum. Hér segir Salka frá bókinni Jólasveinarannsóknin eftir Benný Sif Ísleifsdóttur.
18.12.2018 - 15:35
Krakka-Kiljan: Henrí rænt í Rússlandi
Í Krakka-kiljunni segja fulltrúar bókaormaráðs KrakkaRÚV frá nýjustu barnabókunum. Soffía Rún fjallar hér um bókina Henrí rænt í Rússlandi eftir Þorgrím Þráinsson.
17.12.2018 - 13:44
Viðtal
„Ekki mínar uppáferðir og fyllirí“
Kópavogskrónika er fyrsta skáldsaga Kamillu Einarsdóttur en hún fjallar um unga konu sem lendir í ástarsorg og dvelst þess vegna langdvölum í Kópavogi.
Að ljóði munt þú verða – Steinunn Sigurðar
„Þetta er eitthvað sem ég hef ekki verið að yrkja áður, og ég held að það eigi við formið og líka innihaldið. Ég hugsa að þetta sé persónlegasta ljóðabókin mín,“ segir Steinunn Sigurðardóttir um nýjustu ljóðabók sína, Að ljóði munt þú verða.
15.12.2018 - 12:30
Gagnrýni
Að komast lifandi frá hlutverki konunnar
„Ungfrú Ísland fjallar um baráttukonuna Heklu, hún berst ekki á torgum eða á þingpöllum, heldur verður líf hennar eins konar andófsgjörningur gegn ríkjandi hefðum samfélagsins,“ segir Andri M. Kristjánsson um nýjustu skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur. Bókin tali auk þess beint inn í samtíma okkar þrátt fyrir að sögusvið hennar sé Reykjavík árið 1963.
Krakka-Kiljan: Handbók fyrir ofurhetjur
Í Krakka-kiljunni segja fulltrúar bókaormaráðs KrakkaRÚV frá nýjustu barnabókunum. Hákon Árni fjallar hér um Handbók fyrir ofurhetjur, þriðja bindi.
Auður Ava fær verðlaun bóksala
Ár hvert kýs starfsfólk bókaverslana á Íslandi bestu bækur ársins í átta flokkum. Verðlaunin voru tilkynnt í Kiljunni. Meðal höfunda sem ná inn á lista bóksala eru Auður Ava Ólafsdóttir, Hildur Knútsdóttir og Gerður Kristný.
13.12.2018 - 11:15
Merkilegar heimildir á alþjóðavísu
„Þessi dagbók er ótrúlega merkileg heimild, ekki bara á íslenskan heldur alþjóðlegan mælikvarða. Svona sjálfslýsingar á eigin tilfinningum og hvötum til samkynja elskhuga eru ekki algengar,“ sagði Þorsteinn Vilhjálmsson á Morgunvaktinni á Rás 1 um bókina Hundakæti, sem hefur að geyma óritskoðaðar dagbækur Ólafs Davíðssonar, 1881-1884. Þær eru merkilegar heimildir um líf og hugsunarhátt skólapilta - og af ástum skólasveinanna Ólafs Davíðssonar og Geirs Sæmundssonar, síðar vígslubiskups.
13.12.2018 - 11:12
Gagnrýni
Tregafull en bráðfyndin saga um hið ógnarstóra
„Textinn í skáldsögunni er hlaðinn táknum og myndlíkingum, og það er kannski ekki hægt að biðja um minna frá bók sem ber titilinn Ritgerð mín um sársaukann,“ segir Guðrún Baldvinsdóttir um nýjustu skáldsögu Eiríks Guðmundssonar. Bókin sé þó ekki eintómur tregi og sorg. „Skáldsagan er bráðfyndin á köflum og persónurnar eru litríkar og töfrum blandnar.“
Gagnrýni
Snillingur í hversdagsleikanum
Bókin Ég hef séð svona áður, eftir Friðgeir Einarsson, hefur að geyma tólf smásögur innblásnar af smáatriðum hins daglega amsturs.
Gagnrýni
Góð hugmynd sem hefði þurft meiri úrvinnslu
Bók Bjarna Harðarsonar, Í gullhreppum, fjallar um Þórð Jónsson í Reykjadal, samkynhneigðan prest á skjön við samtíma sinn. Gagnrýnendur Kiljunnar eru sammála um að hugmyndin sé góð en meira hefði þurft að vinna með uppbyggingu og stíl.
Gagnrýni
Hressandi sálumessa bókarinnar
Ragnar Helgi Ólafsson fjallar um stöðu bókarinnar á persónulegan hátt í Bókasafni föður míns, hans nýjasta verki. „Það mun líða langur tími áður en þessi bók fer í tunnuna hjá mér,“ segir Sigurður Valgeirsson gagnrýnandi Kiljunnar.
Gagnrýni
Tekist á við tabúin og rótað í forminu
„Með öllum sínum flækjum, líkamlegum, andlegum, pólitískum er hán eitthvað sem við höfum ekki áður séð í íslenskum bókmenntum,“ segir Gauti Kristmannsson um titilpersónu Hans Blævar, eftir Eirík Örn Norðdahl.
Bömmer sem er samt upplífgandi
Kópavogskrónika er fysta skáldsaga Kamillu Einarsdóttur. Þetta er stutt skáldsaga, gerist nær einvörðungu í Kópavogi sem Kamilla segir besta staðinn til að átta sig þegar bömmerarnir og uppáferðirnar verða að alvarlegri krísu.
12.12.2018 - 11:27