Færslur: Boeing

Myndskeið
Styttist í endurkomu Max-vélanna
Flugrekstrarstjóri hjá Icelandair telur líklegt að flugbanni á Boeing Max-vélunum verði aflétt í næsta mánuði. Flugprófanir vestanhafs og í Evrópu hafa gengið vel og reiknar Icelandair með því að taka vélarnar aftur í notkun snemma á næsta ári.
03.10.2020 - 20:00
Fljúgandi virki á klettarana við Gígjökul
Fjórir félagar fóru um helgina í leit að flaki bandarískrar herflugvélar sem brotlenti á norðanverðum Eyjafjallajökli árið 1944.
13.09.2020 - 13:39
Reynsluflugi 737 Max véla lokið
Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, lauk í gær reynsluflugi á Boeing 737 Max flugvélum. Samkvæmt flugmálavefnum Simple Flying var vél af gerðinni Max7 flogið sex sinnum, alls í níu og hálfa klukkustund. Max7 eru minnstu 737 Max vélarnar. 
12.09.2020 - 03:37
Hræringar í flugvélaflota Icelandair á næstu árum
Icelandair ætlar að byggja leiðakerfi sitt á næstu árum að hluta á Boeing 737 MAX vélum sem félagið vonast að fái að fljúga í árslok. Félagið hyggst bæta 16 nýjum vélum við í flotann eftir fjögur ár en óvíst er hvaða tegund verður þá fyrir valinu.
19.08.2020 - 18:01
Boeing enn í kröppum dansi
Í júlí voru 43 Boeing 737 MAX þotur afpantaðar til viðbótar við þær ríflega 350 sem flugfélög höfðu þegar hætt við að kaupa á árinu. Engar nýjar flugvélar voru pantaðar í júlí.
11.08.2020 - 18:45
Fjárhagslegri endurskipulagningu ekki lokið
Vinna við fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair er enn í gangi. Þetta staðfestir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við fréttastofu.
Fjárhagsleg endurskipulagning háð hlutafjárútboði
Allir angar fjárhagslegrar endurskipulagningar Icelandair eru háðir því að hlutafjárútboð sem stefnt er að í ágúst gangi vel.
04.08.2020 - 06:19
FAA leggur til fjórar breytingar á hönnun 737 MAX
Bandaríska flugmálastjórnin (FAA) hefur lagt til fjórar grundvallarbreytingar á hönnun flugvéla af gerðinni Boeing 737 MAX í því skyni að gera þær öruggari. 346 létust í tveimur flugslysum sem rekja má til galla í hugbúnaði flugvéla af þessari tegund. Vélar af gerðinni Boeing 737 MAX voru kyrrsettar í mars 2019.
03.08.2020 - 22:10
British Airways leggja Júmbó
Breska flugfélagið British Airways hyggst nú þegar hætta notkun allra Boeing 747 Jumbo þotna sinna.
17.07.2020 - 04:11
Stjórnandi hjá Boeing víkur vegna gamallar greinar
Samskiptastjóri bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing hætti störfum í gær vegna greinar sem hann skrifaði fyrir rúmum þrjátíu árum. Þar viðraði hann þá skoðun sína að konur ættu ekki heima í hernum.
03.07.2020 - 04:29
Flugprófanir 737 Max véla gengu vel
Þriggja daga flugprófunum á Boeing 737 Max farþegaþotunum lauk í dag með góðum árangri, að sögn bandarískra embættismanna. Prófin eru stórt skref í áttina að því að hægt verði að nýta þoturnar aftur. Nokkur lykilverkefni eru þó eftir, til að mynda að rýna í gögnin sem var safnað úr flugprófunum. Kyrrsetningu vélanna verður ekki aflétt fyrr en öryggissérfræðingar bandaríska flugmálaeftirlitsins gefa grænt ljós á það.
02.07.2020 - 00:18
Prófanir á Boeing 737 Max að hefjast
Áætlað er að prófanir á Boeing 737 Max þotna hefjist í Bandaríkjunum í dag. Slíkar vélar hafa ekki flogið með farþega síðan í mars í fyrra.
29.06.2020 - 04:35
Icelandair vill losna undan kaupum á 10 Max-vélum
Stjórnendur Icelandair Group skoða nú hvort að fyrirtækið geti komist undan kaupskyldu á Boeing 737-Max flugvélunum sem fyrirtækið á inni pöntun hjá Boeing flugvélaframleiðandanum fyrir. 
10.06.2020 - 06:26
Segir viðræður við Boeing ganga ágætlega
Viðræður Icelandair við Boeing um bætur vegna kyrrsettra flugvéla ganga ágætlega, að söng Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair. „Eins og ég sagði í kynningunni áðan, áður en við förum í sölu hlutafjár þá verður sú mynd skýr hvað varðar pöntunina á þessum tíu vélum sem við höfum ekki tekið við enn þá,“ sagði Bogi eftir hluthafafund flugfélagsins í dag.
22.05.2020 - 21:21
Boeing seldi skuldabréf fyrir 3.600 milljarða
Stjórn bandarísku Boeing-verskmiðjanna lýsti því yfir í gærkvöld að fyrirtækið hyggist ekki leita eftir fjárhagsstuðningi úr opinberum sjóðum, þar sem viðbrögð almennings og fjárfesta við skuldabréfaútgáfu þess hefðu verið mjög góð.
01.05.2020 - 04:45
Vona að framleiðsla 737 MAX hefjist í maí
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að hefja framleiðslu 737 MAX véla sinna að nýju í maí. Samkvæmt heimildum Reuters fréttastofunnar voru stjórnendur Boeing búnir að biðja framleiðendur íhluta um að vera reiðubúna að senda þá til Boeing í næsta mánuði. Kórónuveirufaraldurinn sem ríður nú yfir heimsbyggðina seinkaði þeim fyrirætlunum hins vegar um einn mánuð að sögn Reuters. 
25.03.2020 - 01:40
Ekki bótaskylt vegna staðgengils Max-vélanna
Samgöngustofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Icelandair sé ekki bótaskylt vegna þeirra véla sem notaðar eru í stað 737 Max-vélanna en þær hafa verið kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys. Þrír farþegar á leið frá Keflavík til Billund í Danmörku kröfðu flugfélagið um bætur og sögðu að vélin sem Icelandair hefði notað í staðinn fyrir Max-vélina hefði verið ósnyrtileg, með litlu fótaplássi og óþægilegum sætum.
12.02.2020 - 15:15
Hluti vantaði í lendingarbúnað á slysstað
Ákveðna hluti vantaði í lendingarbúnað Boeing vélar Icelandair, sem gaf sig á föstudag, þegar rannsókn hófst. Rannsóknarnefnd samgönguslysa skoðar hvort yfirfara þurfi aðrar flugvélar með sambærilegan lendingarbúnað. Flugöryggisstofnun Evrópu hefur verið gert viðvart um málið.
09.02.2020 - 18:13
Lendingarbúnaðurinn sem gaf sig var glænýr
Lendingarbúnaður Boeing vélar Icelandair, TF FIA, sem gaf sig í lendingu á föstudag, var glænýr. Skipt hafði verið um hann í umfangsmikilli skoðun sem vélin fór í í Kanada í lok síðasta árs. Þetta staðfestir forstjóri Icelandair. Fullyrt er á erlendri flugsíðu að bolta hafi vantað á mikilvægan stað í búnaðinum.
09.02.2020 - 12:10
Stórtap hjá Boeing í fyrra
Boeing flugvélaverksmiðjurnar í Bandaríkjunum voru reknar með tapi í fyrra, í fyrsta sinn í yfir tvo áratugi. Ástæðan er rakin til vandamála sem 737 MAX þoturnar hafa valdið. Á síðasta ársfjórðungi nam tapið einum milljarði dollara og 636 milljónum allt árið í fyrra.
29.01.2020 - 13:58
Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum í sumar
Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing MAX vélum í flota sínum næsta sumar en áhrif þessa á flugáætlun og fjárhag félagsins eru óveruleg, að því er segir í tilkynningu frá félaginu.
22.01.2020 - 06:34
Boeing frestar endurkomu MAX-vélanna enn á ný
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing tilkynnti í dag um enn frekari seinkun á endurkomu 737 MAX-véla fyrirtækisins í háloftin. Boeing segir nú að vonir standa til að vélarnar geti fengið að fara á loft um miðbik árs. Áður hafði verið vonast til að þær færu í loftið í mars, en Boeing hélt því fram í fyrstu að kyrrsetning vélanna yrði skammvinn. Síðan eru liðnir 10 mánuðir.
21.01.2020 - 21:32
Nýr galli fannst í 737 Max vélunum
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing greindi frá því í dag að nýr galli hafi fundist í hugbúnaði 737 Max véla fyrirtækisins. Tegundin var kyrrsett í mars í fyrra eftir tvö flugslys á skömmum tíma.
17.01.2020 - 23:47
Þingmaður Viðreisnar vill upplýsingar um MAX þoturnar
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, hefur óskað eftir því að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis ræði ferlið við afnám kyrrsetningar MAX 8 þotanna. Óskar hún eftir því að fulltrúum frá Isavia, Samgöngustofu og Icelandair verði boðið á fundinn.
12.01.2020 - 08:18
Fulltrúar margra ríkja taka þátt í rannsókn slyssins
Bandarísk flugmálayfirvöld hafa þegið boð stjórnvalda í Íran um að taka þátt í rannsókninni á afdrifum úkraínsku farþegaþotunnar sem hrapaði nærri Teheran í fyrrinótt með 176 manns innanborðs. Háværar raddir eru uppi um að vélin hafi verið skotin niður með írönsku flugskeyti, að líkindum fyrir mistök. Þessu vísa Íranar alfarið á bug og hafa boðið stjórnvöldum allra hlutaðeigandi ríkja, auk Bandaríkjanna, að senda fulltrúa sína til að taka þátt í og fylgjast með framvindu rannsóknarinnar.
10.01.2020 - 03:03