Færslur: Boeing

Stórtap hjá Boeing á fyrsta ársfjórðungi
Verð á hlutabréfum í Boeing flugvélasmiðjunum bandarísku hrapaði um níu prósent þegar viðskipti hófust í dag á Wall Street. Ástæðan er 1,2 milljarða dollara tap fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi.
27.04.2022 - 16:25
Stökk út í næturmyrkrið fyrir 50 árum og hvarf
Að kvöldi 24. nóvember 1971 keypti tilkomulítill og harla venjulegur maður sér flugmiða aðra leiðina frá Portland til Seattle í Bandaríkjunum. Maðurinn sagðist heita Dan Cooper en örfáum klukkustundum síðar hvarf hann og hefur ekki sést síðan.
Boeing fær leyfi til að skjóta gervihnöttum á sporbaug
Bandarísk stjórnvöld veittu í dag bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing heimild til að hefja undirbúning gervihnattaáætlunar sinnar. Boeing hyggst skjóta á loft hnöttum sem ætlað er að veita netþjónustu í Bandaríkjunum og á heimsvísu.
04.11.2021 - 00:12
Löng bið um borð í þotu sem snúið var til Keflavíkur
Boeing 737 MAX þotu Icelandair á leið frá Akureyri til Reykjavíkur í kvöld var snúið til Keflavíkur sökum sviptivinds við Reykjavíkurflugvöll. Farþegi segir að í Keflavík hafi tekið við glundroði og ríflega einnar og hálfrar stundar bið um borð í þotunni.
Atlanta tekur sjö nýjar flutningavélar í notkun
Eftirspurn eftir fraktflugi hefur aukist mjög samhliða samdrætti í farþegaflugi. Flugfélagið Atlanta bætir á næstu mánuðum sjö nýjum Boeing og Airbus flutningaþotum í flota sinn en þegar hefur það á níu þotum að skipa.
Bilun í flugvél Icelandair á leið til Parísar
Flugvél af tegundinni Boeing 757-300 frá Icelandair var kyrrsett á Paris Charles de Gaulle flugvellinum í París á dögunum þegar tilkynnt var um gangtruflanir í hreyfli. Vélin var á lokastigi flugs þegar atvikið kom upp, að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair.
20.08.2021 - 17:47
Boeing Starliner skotið í átt að geimstöðinni í dag
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hyggst senda ómannað Starliner far að alþjóðlegu geimstöðinni á morgun, þriðjudag. Farinu verður skotið frá Canaveral höfða í Florida klukkan ríflega fimm síðdegis að íslenskum tíma.
Boeing hagnast á ný
Boeing flugvélasmiðjurnar skiluðu hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Það hafði ekki gerst síðan árið 2019. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að hagnaður á öðrum ársfjórðungi rekstrarársins hafi numið 587 milljónum dollara. Á sama tíma í fyrra var tapið 2,4 milljarðar dollara. Jafnframt var tilkynnt að hætt hefði verið við að fækka um tíu þúsund manns í hópi starfsfólksins. 140 þúsund verði við störf hjá fyrirtækinu eins og verið hafi. 
28.07.2021 - 14:37
Ísraelsk flugfélög hefja ferðir til Íslands
Þota ísraelska flugfélagsins El Al lenti á Keflavíkurflugvelli í gær með hóp ísraelskra farþega innanborðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia en ferðin í gær var sú fyrsta af fimm sem El Al býður upp á í sumar.
Bjartsýni ríkir þrátt fyrir samdrátt á fyrsta fjórðungi
Bjartsýni ríkir í herbúðum Icelandair Group þrátt fyrir að heildartekjur félagsins hafi lækkað um 73% á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt fyrsta ársfjórðungsuppgjöri árs. Tekjurnar námu 7,3 milljörðum króna eða 57,4 milljónum bandaríkjadala. Tap var því 3,9 milljarðar króna en var 30,8 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs. 
Icelandair tekur eina MAX véla sinna úr notkun
Icelandair hefur tekið eina af Boeing 737 MAX farþegaþotum sínum úr rekstri tímabundið. Það er gert í framhaldi af því að nokkrum tugum flugvéla sömu tegundar var lagt í síðustu viku meðan hugsanlegur galli í rafkerfi sætir rannsókn. Í fyrstu var talið að sú ráðstöfun hefði engin áhrif á starfsemi Icelandair. Nú er hins vegar komið í ljós að sambærilegt atriði á við um eina af þotum Icelandair og verður hún því ekki notuð í flugi félagsins á næstunni.
16.04.2021 - 16:24
Lítið um að farið væri fram á breytingu flugmiða
Fyrsta áætlunarflug Boeing 737 Max þotu Icelandair eftir afléttingu kyrrsetningar var farið til Kaupmannahafnar í morgun. Þotan Mývatn TF-ICN lenti heilu og höldnu klukkan 11:38 að staðartíma á Kastrup-flugvelli eftir tæpra þriggja stunda flug.
08.03.2021 - 12:58
MAX-vélarnar í loftið eftir tveggja ára kyrrsetningu
Icelanda­ir ætl­ar að hefja farþegaflug með tveimur MAX-vél­um nú í mars. Fyrsta flugið var í dag með starfsmönnum Icelandair en svo verður vélinni flogið til Kaupmannahafnar á mánudag. Forstjórinn segir vélarnar geta gjörbylt rekstri fyrirtækisins.
06.03.2021 - 18:30
Innlent · Icelandair · viðskipti · flug · Boeing
Bogi telur eðlilegt að farþegar séu hikandi í garð MAX
Tvær Boeing 737 MAX þotur Icelandair verða teknar í notkun nú í mars. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir enga ástæðu til að vantreysta vélunum.
Hreyflar Boeing 777 verða rannsakaðir
Bandaríska flugöryggisstofnunin, FAA, tilkynnti í gær að ákveðnir þotuhreyflar, framleiddir af Pratt & Whitney, verði teknir til ítarlegrar skoðunar. Hreyflarnir eru sömu tegundar og sá sem brann á Boeing 777 þotu United Airlines skömmu eftir flugtak í Denver í Bandaríkjunum síðustu helgi.
24.02.2021 - 05:17
Boeing-777 vélar kyrrsettar vegna atviksins í Denver
Bandaríska flugfélagið United Airlines ætlar að kyrrsetja allar 24 Boeing-777 farþegaþotur sínar, sem útbúnar eru samskonar hreyflum og vélin sem nauðlenda þurfti í Denver í gær. Japönsk flugmálayfirvöld tilkynntu í gær tímabundið flugbann véla með slíka hreyfla.
22.02.2021 - 01:50
Myndskeið
Brak úr Boeing-þotu féll í byggð
Íbúar einbýlishúss í bænum Broomfield, skammt frá Denver í Colorado í Bandaríkjunum, mega teljast heppnir eftir að brak úr þotu sem flaug yfir þeim féll í garðinn þeirra.
21.02.2021 - 01:18
Myndskeið
Telur að hægt verði að endurvinna traust farþega
Þjálfun flugmanna Icelandair á Boeing Max flugvélar er í fullum gangi og styttist í að þær verði teknar í notkun. Bæði flugrekstrarstjóri og þjálfunarflugstjóri segja vélarnar öruggar, enda búnar að fara í gegnum afar strangt endurskoðunarferli. 
19.02.2021 - 19:45
Max vélarnar snúa aftur til Íslands
Tvær Boeing Max-vélar í eigu Icelandair lenda á Keflavíkurflugvelli í dag en þær eru að koma frá Spáni þar sem þær hafa verið í geymslu í eitt og hálft ár. Max-vélarnar voru kyrrsettar í mars árið 2019 eftir tvö alvarleg flugslys þar sem hátt í 350 manns létu lífið.
14.02.2021 - 11:49
Icelandair stefnir á að senda MAX í loftið í mars
Gangi áætlanir eftir tekur Icelandair að minnsta kosti sex flugvélar af gerðinni Boeing-737 MAX í notkun í mars. Kanadísk flugmálayfirvöld samþykktu notkun vélanna í gær, áður hafði notkun þeirra verið samþykkt í Bandaríkjunum og búist er við að leyfi verði veitt í Evrópu í næstu viku. MAX-vélar verða allt að þriðjungur flugflota Icelandair á næstu árum.
20.01.2021 - 12:20
Tæki notað til staðsetningar svarta kassans í ólagi
Tæki það sem indónesískir leitarmenn beita til að finna svörtu kassa Boeing-þotu Sriwijaya flugfélagsins sem fórst í Java-hafi á laugardag, er bilað.
12.01.2021 - 06:23
Erlent · Indónesía · flugslys · Boeing · Banaslys · Asía · Flugvél
Svörtu kassar indóneskísku þotunnar fundnir
Kafarar hafa fundið svarta kassa Boeing 737-500 þotu indónesíska flugfélagsins Sriwijaya Air sem hrapaði í sjóinn skammt frá Jakarta í gærmorgun. Rannsakendur vinna nú að bera kennsl á lík þeirra sem fundist hafa í hafinu.
11.01.2021 - 03:24
Boeing greiðir 2,5 milljarða dala í sektir og bætur
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur fallist á að greiða ríflega 2,5 milljarða bandaríkjadala, eða sem nemur 316 milljörðum íslenskra króna, í bætur og sektir fyrir að hafa leynt upplýsingum um ástand 737 MAX flugvélanna eftir tvö mannskæð flugslys.
08.01.2021 - 06:22
Fyrsta farþegaflugið eftir kyrrsetningu MAX-véla í dag
Fyrsta farþegaflug MAX-véla Boeing er áætlað í Bandaríkjunum í dag, nærri tveimur árum eftir að vélarnar voru kyrrsettar vegna tveggja mannskæðra flugslysa þar sem 346 létust.
29.12.2020 - 08:06
Icelandair selur tvær MAX-vélar og tekur þær á leigu
Icelandair skrifaði í gær undir samning um sölu á tveimur þeirra Boeing 737 MAX 9 flugvéla sem fyrirtækið pantaði hjá Boeingverksmiðjunum á sínum tíma. Kaupandinn er Sky Aero Management (SKY Leasing), fyrirtæki sem sérhæfir sig í útleigu og kaupleigu á flugvélum. Jafnframt var samið um að Icelandair myndi leigja vélarnar tvær af Sky Aero Management í tólf ár frá því að þær verða afhentar, sem að líkindum verður í vor.
25.12.2020 - 04:48