Færslur: Boeing

British Airways leggja Júmbó
Breska flugfélagið British Airways hyggst nú þegar hætta notkun allra Boeing 747 Jumbo þotna sinna.
17.07.2020 - 04:11
Stjórnandi hjá Boeing víkur vegna gamallar greinar
Samskiptastjóri bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing hætti störfum í gær vegna greinar sem hann skrifaði fyrir rúmum þrjátíu árum. Þar viðraði hann þá skoðun sína að konur ættu ekki heima í hernum.
03.07.2020 - 04:29
Flugprófanir 737 Max véla gengu vel
Þriggja daga flugprófunum á Boeing 737 Max farþegaþotunum lauk í dag með góðum árangri, að sögn bandarískra embættismanna. Prófin eru stórt skref í áttina að því að hægt verði að nýta þoturnar aftur. Nokkur lykilverkefni eru þó eftir, til að mynda að rýna í gögnin sem var safnað úr flugprófunum. Kyrrsetningu vélanna verður ekki aflétt fyrr en öryggissérfræðingar bandaríska flugmálaeftirlitsins gefa grænt ljós á það.
02.07.2020 - 00:18
Prófanir á Boeing 737 Max að hefjast
Áætlað er að prófanir á Boeing 737 Max þotna hefjist í Bandaríkjunum í dag. Slíkar vélar hafa ekki flogið með farþega síðan í mars í fyrra.
29.06.2020 - 04:35
Icelandair vill losna undan kaupum á 10 Max-vélum
Stjórnendur Icelandair Group skoða nú hvort að fyrirtækið geti komist undan kaupskyldu á Boeing 737-Max flugvélunum sem fyrirtækið á inni pöntun hjá Boeing flugvélaframleiðandanum fyrir. 
10.06.2020 - 06:26
Segir viðræður við Boeing ganga ágætlega
Viðræður Icelandair við Boeing um bætur vegna kyrrsettra flugvéla ganga ágætlega, að söng Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair. „Eins og ég sagði í kynningunni áðan, áður en við förum í sölu hlutafjár þá verður sú mynd skýr hvað varðar pöntunina á þessum tíu vélum sem við höfum ekki tekið við enn þá,“ sagði Bogi eftir hluthafafund flugfélagsins í dag.
22.05.2020 - 21:21
Boeing seldi skuldabréf fyrir 3.600 milljarða
Stjórn bandarísku Boeing-verskmiðjanna lýsti því yfir í gærkvöld að fyrirtækið hyggist ekki leita eftir fjárhagsstuðningi úr opinberum sjóðum, þar sem viðbrögð almennings og fjárfesta við skuldabréfaútgáfu þess hefðu verið mjög góð.
01.05.2020 - 04:45
Vona að framleiðsla 737 MAX hefjist í maí
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að hefja framleiðslu 737 MAX véla sinna að nýju í maí. Samkvæmt heimildum Reuters fréttastofunnar voru stjórnendur Boeing búnir að biðja framleiðendur íhluta um að vera reiðubúna að senda þá til Boeing í næsta mánuði. Kórónuveirufaraldurinn sem ríður nú yfir heimsbyggðina seinkaði þeim fyrirætlunum hins vegar um einn mánuð að sögn Reuters. 
25.03.2020 - 01:40
Ekki bótaskylt vegna staðgengils Max-vélanna
Samgöngustofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Icelandair sé ekki bótaskylt vegna þeirra véla sem notaðar eru í stað 737 Max-vélanna en þær hafa verið kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys. Þrír farþegar á leið frá Keflavík til Billund í Danmörku kröfðu flugfélagið um bætur og sögðu að vélin sem Icelandair hefði notað í staðinn fyrir Max-vélina hefði verið ósnyrtileg, með litlu fótaplássi og óþægilegum sætum.
12.02.2020 - 15:15
Hluti vantaði í lendingarbúnað á slysstað
Ákveðna hluti vantaði í lendingarbúnað Boeing vélar Icelandair, sem gaf sig á föstudag, þegar rannsókn hófst. Rannsóknarnefnd samgönguslysa skoðar hvort yfirfara þurfi aðrar flugvélar með sambærilegan lendingarbúnað. Flugöryggisstofnun Evrópu hefur verið gert viðvart um málið.
09.02.2020 - 18:13
Lendingarbúnaðurinn sem gaf sig var glænýr
Lendingarbúnaður Boeing vélar Icelandair, TF FIA, sem gaf sig í lendingu á föstudag, var glænýr. Skipt hafði verið um hann í umfangsmikilli skoðun sem vélin fór í í Kanada í lok síðasta árs. Þetta staðfestir forstjóri Icelandair. Fullyrt er á erlendri flugsíðu að bolta hafi vantað á mikilvægan stað í búnaðinum.
09.02.2020 - 12:10
Stórtap hjá Boeing í fyrra
Boeing flugvélaverksmiðjurnar í Bandaríkjunum voru reknar með tapi í fyrra, í fyrsta sinn í yfir tvo áratugi. Ástæðan er rakin til vandamála sem 737 MAX þoturnar hafa valdið. Á síðasta ársfjórðungi nam tapið einum milljarði dollara og 636 milljónum allt árið í fyrra.
29.01.2020 - 13:58
Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum í sumar
Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing MAX vélum í flota sínum næsta sumar en áhrif þessa á flugáætlun og fjárhag félagsins eru óveruleg, að því er segir í tilkynningu frá félaginu.
22.01.2020 - 06:34
Boeing frestar endurkomu MAX-vélanna enn á ný
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing tilkynnti í dag um enn frekari seinkun á endurkomu 737 MAX-véla fyrirtækisins í háloftin. Boeing segir nú að vonir standa til að vélarnar geti fengið að fara á loft um miðbik árs. Áður hafði verið vonast til að þær færu í loftið í mars, en Boeing hélt því fram í fyrstu að kyrrsetning vélanna yrði skammvinn. Síðan eru liðnir 10 mánuðir.
21.01.2020 - 21:32
Nýr galli fannst í 737 Max vélunum
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing greindi frá því í dag að nýr galli hafi fundist í hugbúnaði 737 Max véla fyrirtækisins. Tegundin var kyrrsett í mars í fyrra eftir tvö flugslys á skömmum tíma.
17.01.2020 - 23:47
Þingmaður Viðreisnar vill upplýsingar um MAX þoturnar
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, hefur óskað eftir því að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis ræði ferlið við afnám kyrrsetningar MAX 8 þotanna. Óskar hún eftir því að fulltrúum frá Isavia, Samgöngustofu og Icelandair verði boðið á fundinn.
12.01.2020 - 08:18
Fulltrúar margra ríkja taka þátt í rannsókn slyssins
Bandarísk flugmálayfirvöld hafa þegið boð stjórnvalda í Íran um að taka þátt í rannsókninni á afdrifum úkraínsku farþegaþotunnar sem hrapaði nærri Teheran í fyrrinótt með 176 manns innanborðs. Háværar raddir eru uppi um að vélin hafi verið skotin niður með írönsku flugskeyti, að líkindum fyrir mistök. Þessu vísa Íranar alfarið á bug og hafa boðið stjórnvöldum allra hlutaðeigandi ríkja, auk Bandaríkjanna, að senda fulltrúa sína til að taka þátt í og fylgjast með framvindu rannsóknarinnar.
10.01.2020 - 03:03
Forstjóri Boeing fær milljarða eftir að hann hættir
Öfugt við flesta sem verða fyrir þeirri ógæfu að missa vinnuna þarf Dennis Muilenburg, sem gert var að hætta sem forstjóri Boeing-flugvélaverksmiðjanna á mánudag, ekki að hafa minnstu áhyggjur af fjárhag sínum næstu árin - eða aldirnar, ef út í það er farið. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að stjórn Boeing hafi verið svo áfram um að losna við Muilenburg úr forstjórastólnum að hún gerði við hann starfslokasamning sem tryggir honum 26,5 milljónir Bandaríkjadala í peningum og hlutabréfum.
25.12.2019 - 08:07
Forstjóraskipti hjá Boeing
Boeing flugvélasmiðjurnar bandarísku tilkynntu í dag að Dennis Muilenburg forstjóri hefði látið af störfum. David Calhoun, stjórnarformaður fyrirtækisins, verður eftirmaður hans á forstjórastóli. Hann tekur við starfinu um miðjan næsta mánuð.
23.12.2019 - 15:01
Enn fatast Boeing flugið
Tilraunaflug Starliner geimskutlu flugvélaframleiðandans Boeing mistókst í dag. Að sögn starfsmanna NASA og Boeing leiddi villa í klukku stýribúnaðar skutlunnar til þess að hún brenndi of miklu eldsneyti, og verður að snúa fyrr til jarðar en ella.
21.12.2019 - 01:45
Segja Boeing ætla að stöðva framleiðslu 737 MAX í bili
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing tilkynnir mögulega síðar í dag að framleiðslu á 737 MAX-vélum verksmiðjanna verði hætt eða hún dregin enn frekar saman frá því sem nú er, þangað til kyrrsetningu véla af þeirri gerð verður aflétt. Bandaríska blaðið Wall Street Journal greindi frá þessu í gær. Þar er haft eftir ónefndum heimildarmönnum að stjórn Boeing hallist æ meira að því að framleiðsluhlé sé hagstæðasti kosturinn í stöðunni.
16.12.2019 - 05:31
United skiptir úr Boeing í Airbus
Bandaríska flugfélagið United Airlines ætlar að endurnýja flugflota sinn með 50 Airbus A321 flugvélum að verðmæti um 6,5 milljarða dollara, jafnvirði nærri 800 milljarða króna. Airbus vélarnar koma í stað Boeing 757-200 véla flugfélagsins.
04.12.2019 - 06:29
Boeing reiknar með að Max fari á flug í janúar
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing býst við að 737 Max vélar fyrirtækisins taki á loft að nýju í janúar. Áður vonaðist fyrirtækið til þess að geta hafið þær á loft í næsta mánuði. Boeing vonast enn til þess að fá öll tilskilin leyfi frá bandarískum flugmálayfirvöldum í næsta mánuði svo fyrirtækið geti sent Max vélarnar aftur til eigenda sinna. 
12.11.2019 - 04:34
737 Max vélar aftur á loft í mars
Bandaríska flugfélagið American Airlines segist ætla að taka Boeing 737 Max flugvélar aftur til notkunar í áætlunarflug 5. mars á næsta ári. Þetta kemur fram á vefsíðu flugfélagsins. Þar segir að fyrirtækið sé í stöðugu sambandi við flugmálayfirvöld, bandaríska samgönguráðuneytið og Boeing.
09.11.2019 - 02:06
50 eldri Boeing 737 kyrrsettar vegna sprungu
Boeing-flugvélaverksmiðjurnar hafa kyrrsett um 50 vélar af gerðinni 737 Next Generation, eða 737NG, eftir að sprungur fundust í burðarbita sem tengir vængi vélanna við skrokkinn. Fyrstu sprungurnar fundust við reglubundna skoðun vélar af þessari tegund í síðustu viku.
31.10.2019 - 07:04