Færslur: Bob Dylan

Fallið frá kynferðisbrotakæru á hendur Bob Dylan
Kona sem sakaði tónlistarmanninn Bob Dylan um kynferðislega misnotkun gegn sér þegar hún var tólf ára, hefur dregið kæru sína til baka. Konan lagði fram kæru í ágúst á síðasta ári og sagði Dylan hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi um sex vikna skeið í apríl og maí 1965.
29.07.2022 - 06:30
Heimskviður
Um hvað og hverja er sungið í American Pie?
Lagið American Pie eftir Don McLean varð 50 ára á dögunum. Lagið er langt, meira en átta mínútur. Textinn hefur valdið mörgum vangaveltum í áratugi. Höfundurinn, Don McLean, hefur verið spar á ítarlegar útskýringar á við hvað og hverja er átt í textanum. Hann elskar lagið sitt samt jafn heitt og hann gerði þegar hann samdi það fyrir hálfri öld og ætlar í tónleikaferðalag á næsta ári til að fagna tímamótunum.
09.11.2021 - 07:30
Dylan sakaður um brot gegn 12 ára stúlku
Bandaríski tónlistarmaðurinn Bob Dylan er sakaður um að hafa misnotað tólf ára stúlku kynferðislega vorið 1965. Kæra á hendur Dylan var lögð fram fyrir dómstól í New York fyrir helgi að sögn AFP fréttastofunnar.
17.08.2021 - 01:36
Munir tengdir Dylan seldust fyrir hálfa milljón dala
Munir tengdir tónlistarmanninum og ljóðskáldinu Bob Dylan seldust fyrir hálfa milljón Bandaríkjadala á uppboði fyrir skemmstu. Hlutirnir voru úr dánarbúi tónlistarmannsins og vinar Dylans Tony Glover sem lést á síðasta ári.
23.11.2020 - 01:47
Víðsjá
Ballaða Bobs Dylans um heimsins böl
Á dögunum kom út nýtt lag með Bob Dylan. Lagið heitir Murder Most Foul og þar syngur Dylan um morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta og margt fleira.
05.04.2020 - 10:52
Gagnrýni
Sundurlaus Zimmerman kemur víða við
„Þetta er ævisaga í þeim skilningi að hann er að reyna, og tekst finnst mér, að segja okkar hvernig er að vera Bob Dylan,“ segir Þorgeir Tryggvason gagnrýnandi Kiljunnar um bókina Annála eftir söngvaskáldið Bob Dylan. Hann var mjög hrifinn af bókinn en Ólína Þorvarðardóttir er á öndverðum meiði.
06.10.2019 - 15:18
Myndskeið
„Ég hef alltaf verið óttaslegin við Bob Dylan“
„Ég hef litið upp til hans og hlustað á hann mikið en fundist hann ógnvænlegur náungi,“ segir Eva María Jónsdóttir um goðsagnakennda tónlistamanninn Bob Dylan. Í Lestarklefanum var rætt um hálfskáldaða heimildamynd um goðið sem nýverið kom út í leikstjórn Martins Scorsese.
01.07.2019 - 14:37
Leiðréttingar, Bob Dylan og miðsumarmúsik
Í Lestarklefanum sem hefst 17:03 verður rætt um myndlistarsýninguna Leiðréttingar, heimildarmyndina Rolling Thunder Review sem fjallar um tónleikaferðalag Bob Dylan og tónlistarhátíðina Reykjavík Midsummer Music.
Bob Dylan opnar Gullna hliðið
Eftir að hafa bankað lengi hefur Bob Dylan loksins fengið lykla að Gullna hliðinu. Hann hefur tilkynnt hvenær hann ætlar að opna Heaven's Door: sitt eigið brugghús og tónleikastað í Nashville.
11.04.2019 - 15:30
Stal Bob Dylan Nóbelsræðunni?
Í ræðunni sem Bob Dylan sendi sænsku Nóbelsnefndinni þann 4. júní eyddi hann meðal annars talsverðu púðri í að fjalla um bókina Moby Dick eftir Herman Melville. Nú hafa komið upp grunsemdir um að Dylan hafi stolið köflum úr ræðunni um bókina af heimasíðunni Sparknotes.
14.06.2017 - 16:58
Dylan tók loks við Nóbelsverðlaunum
Bob Dylan tók við Nóbelsverðlaunum sínum fyrir bókmenntir á lokuðum fundi með sænsku akademíunni í dag. Sænska ríkisútvarpið fékk þetta staðfest frá Horace Engdahl, sem situr í Nóbelsakademíunni.
Gauti 27 og Dylan 25
Í Konsert kvöldins eiga þeir Emmsjé Gauti og Bob Dylan sviðið.
Af Nóbelsskáldum og Poppdrottningum
Bob Dylan, Madonna og Svalhildur Jakobsdóttir erum ín aðalhlutverki í Rokklandi dagsins.
Söngvar um lífið, Guð og kynsvelti
Bon Iver - Hórmónar og Bob Dylan.
15.10.2016 - 22:51
Músík-kokteill - ferskir ávextir og saltkjöt..
Ég þykist ætla að bjóða upp á bragðmikinn og litríkan músík-kokteil í Rokklandi að þessu sinni og hann er búin til bæði úr fersku og eldra hráefni.
25.06.2016 - 22:05
Af látnum útlögum og Músíktilraunum
Í Rokklandi dagsins er allt í bland - útlagakántrí hinna eldri og látnu í útlöndum, og svo Músíktilraunir unga fólksins á Íslandi.
10.04.2016 - 20:41