Færslur: Blúshátíð í Reykjavík

Blúshátíð í Reykjavík
Bein útsending á Rás 2 frá íslenskri blúsveislu. Meðal þeirra sem koma fram eru: Tryggvi Hübner, Berglind Björk Jónasdóttir, Haraldur Þorsteinsson, Ásgeir Óskarsson, Magnús Jóhann, Björgvin Gíslason, Sigurður Sigurðsson, Halldór Bragason, Stefanía Svavarsdóttir og Róbert Þórhallsson.
29.03.2018 - 19:45
Tilfinningarík gítarsólo og tregafullur söngur
Tregafullur söngur og tilfinningarík gítarsóló óma á Blúshátíð í Reykjavík í kvöld þegar tvær tónlistarkonur stíga á svið. Þetta er í fimmtánda sinn sem blúshátíðin er haldin. Hin finnska Ina Forsman syngur frumsamin lög í bland við sígilda blússlagara og Laura Chavez frá Bandaríkjunum leikur á gítar.
27.03.2018 - 19:25
Sko þetta heita Músíktilraunir
Við byrjum þáttinn í dag í Norðurljósum í Hörpu þar sem Músíktilraunir fóru fram í gær í 36. sinn. Hljómsveitin sem sigraði er stúlknatríó úr vesturbæ Reykjavíkur sem samanstendur af systrum og frænku þeirra sem er 12 ára.
Dóri Braga - Stevie Ray og T. Rex
Gestur Füzz í kvöld er herra blús, framkvæmdastjóri og listrænn stjórnandi Blúshátíðar í Reykjavík, Dóri Braga – Halldór Bragason sem hóf blúsinn á Íslandi upp til mikilla vinsælda fyrir mörgum árum með reglulegum blúskvöldum á hótel Borg. Hann stofnaði Vini Dóra og síðan Blue Ice band sem hefur ferðast víða um heim á undanförnum árum.
Menn deyja en blúsinn lifir..
Í Konsert vikunnar er í aðalhlutverki blúsmaðurinn Magic Slim sem spilaði á Blúshátíð Reykjavíkur á Hótel Nordica árið 2008.
Blúsupphitun með afmælisblús
Í Konsert í kvöld rifjum við upp 10 ára afmælishátíð Blúshátíðar Reykjavíkur sem fór fram á skirdag 2013 á hótel Nordica, en þar komu meðal annara fram; Andrea Gylfa og blúsmennirnir hennar, Vinir Dóra, Ragnheiður Gröndal, Björn Thoroddssen, Ásgeir Óskarsson, Sigurður “Kentár “Sigurðsson, Berglind Björk Jónasdóttir, Tregasveitin ofl.
16.03.2017 - 22:11
Lifandi áramótabland...
Í Konsert kvöldins verður boðið upp á brot af því best, eða blöndu, tóndæmi frá hinum ýmsu Konsert þáttum ársins 2016.
Meira helvíti - meiri blús!
Í Konsert kvöldsins heyrum við blús, en spilaðar verða upptökur frá Blúshátíð í Reykjavík í fyrra og 2013.
Folk og blús í Reykjavík
Í Konsert kvöldsins verður boðið upp á folk og blús frá Reykjavík Folk Festival 2015 og Blúshátíð í Reykjavík 2015.