Færslur: Bloomberg

Ísland sagt hafa tryggt sér lítið af bóluefni
Ísland er eina landið meðal Vesturlanda sem hefur ekki tryggt sér kórónuveirubóluefni sem dugar fyrir alla íbúa landsins. Þetta fullyrðir Bloomberg fréttaveitan, en samkvæmt úttekt hennar hafa Íslendingar tryggt sér bóluefnaskammta fyrir 103.000 manns, sem er 29% af íbúafjölda landsins. Það er talsvert lægra hlutfall en heilbrigðisyfirvöld hér á landi hafa greint frá, en þau hafa tryggt sér bóluefni sem dugar fyrir 350.000 manns.