Færslur: Blönduós

Lét höggin dynja á vagnstjóra þegar til Akureyrar kom
Lögreglan á Norðurlandi Eystra rannsakar líkamsárás strætófarþega á bílstjóra strætisvagnsins fyrr í þessum mánuði. Farþegi í strætisvagni á leið frá Reykjavík til Akureyrar gekk í skrokk á vagnstjóranum þegar til Akureyrar var komið, kýldi hann ítrekað og réðst svo á hann aftur skömmu síðar við annan mann. Fréttablaðið greinir frá.
Hugmyndasmiðir fóru hamförum — Aftökusveit og Húnabyggð
Bangsabyggð, Aftökusveit, Húnvetningabyggð, Svínavatnsþing og Húnabyggð eru meðal fjörutíu og tveggja tillagna sem bárust í hugmyndasöfnun um nafn á nýtt sameinað sveitarfélag Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps.
Uppbygging á Blönduósi
Mikil uppbygging hefur verið á Blönduósi síðustu ár og er nú verið að byggja ríflega 4000 fermetra iðnaðarhúsnæði auk íbúðarhúsnæðis. Sveitarstjóri segir þó nauðsynlegt að styrkja flutning rafmagns á svæðið til að styðja við atvinnustarfsemi.
25.10.2021 - 12:54
Sluppu án teljandi meiðsla úr hörðum árekstri
Sex manns sluppu án teljandi meiðsla þegar húsbíll og fólksbíll skullu saman á þriðja tímanum í dag. Slysið varð á þjóðvegi eitt á Hrútafjarðarhálsi við gatnamótin að Heggstaðanesi.
Stefna á að kjósa um sameiningu strax í janúar
Mikill meirihluti kjósenda í sveitarfélaginu Húnavatnshreppi vill að hreppurinn fari í sameiningarviðræður við Blönduósbæ. Þetta er niðurstaðan í skoðanakönnun á vegum sveitarfélagsins sem fór fram samhliða þingkosningum. Oddviti sveitarstjórnar Húnavatnshrepps vonar að hægt verði að kjósa um sameiningu í sérstökum kosningum í janúar.
Snjallnet nýtt í gagnaver
Landsnet hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við rekstraraðila gagnavers á Blönduósi um aukinn flutning raforku til starfseminnar þar. 
04.08.2021 - 09:20
Skoðanakönnun til að athuga sameiningarvilja
Tillaga um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu var felld í byrjun júní. Tvö þeirra, Húnavatnshreppur og Blönduósbær, hafa síðan rætt sín á milli um að fara í viðræður um sameiningu. Skoðanir eru þó skiptar hversu hratt eigi að fara í viðræðurnar.
Morgunútvarpið
Heyskapur nyrðra seinni af stað en í meðalári
Anna Margrét Jónsdóttir, bóndi á bænum Sölvabakka nærri Blönduósi segist ekki muna eftir jafn hvössu veðri og verið hefur undanfarið á þessum árstíma. Heyskapur er seinna á ferðinni en í meðalári og sláttur  varla byrjaður.
01.07.2021 - 08:35
Sameining ekki tímabær að sinni
Ekki verður af sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar að sinni. Tillaga um að kosið yrði um sameiningu samhliða alþingiskosningum í haust var felld.
Sameining Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps enn möguleg
Íbúar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar samþykktu sameiningu sveitarfélaganna í gær. Um tveir af hverjum þremur kjósendum voru samþykkir sameiningunni í hvoru sveitarfélagi. Ekkert verður hins vegar af sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Formaður kjörstjórnar í Húnavatnshreppi telur ekki ólíklegt að fljótlega verði greidd atkvæði um sameiningu sveitarfélagsins við Blönduósbæ.
Bjartsýnn á samþykki í öllum sveitarfélögum
Lagt er til að níu fulltrúar skipi sveitarstjórn í nýju sameinuðu sveitarfélagi í Austur-Húnavatnssýslu. Sveitarstjórinn í Blönduósbæ segir að undirtektir íbúa séu betri en nokkru sinni fyrr. Kosið verður um sameiningu fimmta júní.
Segir ótækt að sjúkrabílar séu eins og jójó um sýsluna
Bæjaryfirvöld á Blönduósi skora á samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið að veita sjö milljónir króna í endurbætur á flugvelli bæjarins. Formaður byggðarráðs segir flugvöllinn ekki aðeins vera öryggisatriði fyrir íbúa á svæðinu heldur alla landsmenn.
06.03.2020 - 11:30