Færslur: Blóðmör

Tónleikar
Graðhestarokk til að lina þjáningar
Tónleikar Undirtóna þessa vikuna eru í boði Blóðmör, hljómsveitarinnar sem stóð uppi sem sigurvegari á Músíktilraunum 2019. Tónleikarnir eru í beinu framhaldi af þætti um sömu sveit sem frumsýndur var í gær.
13.11.2020 - 11:59
Undirtónar - nýr þáttur
Líkþorn ljótasta orð íslenskrar tungu
Hljómsveitin Blóðmör er gestur vikunnar í Undirtónum. Tríóið stóð uppi sem sigurvegari Músíktilrauna 2019 með hressandi graðhestarokk sem ansi langt var síðan að heyrst hafði á verðlaunapöllum keppnarinnar. Á meðal vinsælustu laga sveitarinnar eru Líkþorn, Barnaníðingur og Skuggalegir menn.
12.11.2020 - 11:37
„Fyrirgefðu að ég rotaði þig um jólin“
Blóðmör komu fram á aðventugleði Rásar 2 fyrir skemmstu og tóku kraftmikla ábreiðu af laginu Jólasveinninn sem Tvíhöfði gerði ódauðlegt á sínum tíma. Tónlistarveislan stendur yfir frá klukkan 9 til 16, þar sem fjöldi landsþekktra tónlistarmanna kemur og tekur lagið í beinni útsendingu á Rás 2 og í hljóði og mynd á RÚV.is.
06.12.2019 - 13:51
Myndskeið
Koma með graðhestarokkið aftur
Hljómsveitin Blóðmör úr Kópavogi bar sigur úr býtum í Músiktilraunum í vor og hefur verið á fleygiferð síðan. Fimm laga hljómplata er væntanleg á vínyl í júní og segja liðsmenn Blóðmörs að þeir spili pönkað og taktvisst graðhestarokk.
Þarf rapp meiri athygli?
Gestir Lestarklefans voru viðstödd úrslitakvöld Músíktilrauna. Þau dáðust að kurteisinni og vinskapnum sem þar ríkti en furðuðu sig á fjarveru rappsins og landans.
16.04.2019 - 14:26