Færslur: Blóðbankinn

Opið í dag í Blóðbankanum vegna mikils skorts
Mikil vöntun er á blóði í öryggisbirgðir Blóðbankans. Biðlað hefur verið til skráðra blóðgjafa um að mæta á aukaopnun í dag í Reykjavík til þess að mæta aukinni þörf í heilbrigðiskerfinu. Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir hjá Blóðbankanum, segir fyrst og fremst vanta blóð í flokkunum O+,O- og A+.
Lagt til að samkynhneigðir karlar megi gefa blóð
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur lagt til breytingu á reglugerð, sem yrði til þess að óheimilt yrði að mismuna blóðgjöfum vegna kynhneigðar. Í dag er reglan sú varðandi blóðgjafir, að karlmaður sem hefur einhvern tímann haft kynmök við annan karlmann má ekki gefa blóð.
Blóðsöfnun minni í faraldrinum
Blóðsöfnun hefur verið minni hjá Blóðbankanum í faraldrinum en í venjulegu árferði. Vigdís Jóhannsdóttir einingastjóri blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum segir að bankinn hafi þó alltaf geta fylgt þörf heilbrigðiskerfisins.
20.06.2021 - 18:42
Hefur gefið blóð 200 sinnum: Gott að geta orðið að liði
Óli Þór Hilmarsson náði þeim merka áfanga á föstudaginn að gefa blóð í tvö hundraðasta skipti. „Það að gefa blóð er nokkurs konar keppni í heilbrigði,“ segir Óli Þór. Hann hefur lengi gefið blóðflögur og hvetur fólk til að gefa blóð eins lengi og það hefur heilsu til.
Myndskeið
Hvítu blóðkornin flogin til Kanada
Hvít blóðkorn úr þremur Íslendingum voru flutt utan í gærkvöld. Þau verða notuð til þess að búa til mótefni fyrir kórónuveirunni. 
Neyðarkall frá Blóðbankanum
Það hefur verið góð tíð og margir frídagar að undanförnu sem hafa valdið því að ástandið í Blóðbankanum er með verra móti. Af þeim sökum vantar blóð frá blóðgjöfum í öllum flokkum þessa dagana, segir hjúkrunarfræðingur.
21.06.2019 - 09:10