Færslur: Bláfjöll

Yfir sex hundruð skelltu sér á skíði í góðviðrinu
Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í morgun. Magnús Árnason framkvæmdastjóri svæðisins segir að um sex hundruð manns séu nú í brekkunni og þá eru einnig margir á gönguskíðum. Miklu hvassviðri er spáð í kvöld, svo líklega þarf að loka um tvö í Bláfjöllum, þegar veðrið tekur að versna.
09.01.2022 - 15:07
Sjónvarpsfrétt
Fjölmenni í Bláfjöllum á öðrum degi jóla
Þótt jólin hafi verið rauð í byggð voru þau það svo sannarlega ekki í Bláfjöllum. Fjöldi fólks lagði leið sína þangað í dag og skemmti sér hið besta.
26.12.2021 - 19:20
Svíður að skella í lás aðra páskana í röð
Skíðasvæðin á Íslandi eru lokuð frá og með deginum í dag, 25. mars og næstu þrjár vikur þar á eftir. Forstöðumenn skíðasvæða svíður að þurfa að skella í lás aðra páskana í röð en segja sigur í glímunni við kórónuveiruna þó mikilvægari.
Snjóleysi gott fyrir vegfarendur, síðra fyrir skíðafólk
Mjög lítið hefur snjóað á höfuðborgarsvæðinu í vetur. Búast má við að þau sem þurfa að komast leiðar sinnar um götur og gangstíga fagni því en að brúnin sé þyngri á skíðafólki.
Bláfjöllum lokað að beiðni almannavarna
Skíðasvæðinu í Bláfjöllum hefur verið lokað vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins fór fram á að skíðasvæðum á höfuðborgarsvæðinu yrði lokað þegar hættustig almannavarna var virkjað eftir hádegi í dag. Bláfjöll búast við að í hádeginu á morgun skýrist hvenær hægt verði að opna aftur.
24.02.2021 - 15:35
Snjóframleiðsla og lyfta komist í gagnið 2021
Tveimur útboðum vegna uppbyggingar á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins í Bláfjöllum og Skálafelli lýkur 8. október. Annað þeirra snýst um tvær nýjar stólalyftur á skíðasvæðinu í Bláfjöllum sem setja á upp á næsta ári og árið 2023.
22.09.2020 - 13:39
Myndskeið
Vonbrigði að uppbygging skíðasvæða tefjist
Tafir á uppbyggingu skíðasvæða á höfuðborgarsvæðinu eru vonbrigði, að mati Inga Júlíussonar formanns skíðaráðs Reykjavíkur. Umhverfismat á framkvæmdinni er nauðsynlegt að mati Veitna vegna vatnsverndarsjónarmiða.
13.10.2019 - 20:45
Fjölmenni á skíðum í sólskini í Bláfjöllum
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Bláfjöll í dag. Þar skín sólin og skíðafærið er gott. Þar var opnað í fyrsta sinn í vetur síðasta miðvikudag og dagurinn í dag er því fyrsti frídagurinn síðan opnað var. Skíðafólk hefur því eflaust margt verið orðið óþreyjufullt.
26.01.2019 - 15:40
3,6 milljarðar í betrumbætur á skíðasvæðum
Skíðaaðstaða á höfuðborgarssvæðinu verður bætt til muna á næstu árum, samkvæmt nýju samkomulagi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélögin ætla að verja til þess 3,6 milljörðum króna frá árinu 2019 til 2024..
07.05.2018 - 20:30
Skíðalyftur ekki í notkun vegna viðhaldsleysis
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sett fram framtíðarsýn um skíðasvæðin í Bláfjöllum og Skálafelli. Stefnt er að því að skipta út tveimur stólalyftum á allra næstu árum og einnig að bæta aðstöðu í skálum á báðum svæðum.
02.03.2018 - 08:08
Útlit fyrir góðan skíðadag í Bláfjallabrekkum
Búist er við að mikill fjöldi skíðafólks leggi leið sína í Bláfjöll í dag, en þar er nú verið að troða og gera allt tilbúið. Fjögur þúsund manns komu í Bláfjöll í gær, en þar - rétt eins og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu - er nógur snjór, eftir mikla úrkomu aðfaranótt sunnudags.
28.02.2017 - 13:41