Færslur: Blaðamannafélagið

Kjarasamningar samþykktir í atkvæðagreiðslu
Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg og ríki samþykktu í atkvæðagreiðslu kjarasamninga sem undirritaðir voru í byrjun mars. Þá hafa félagsmenn í Blaðamannafélaginu einnig samþykkt kjarasamning sinn við Samtök atvinnulífsins.
27.03.2020 - 17:57
Blaðamannafélagið skrifaði undir samning við SA
Kjarasamningar milli Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins voru undirritaðir í gærkvöldi. Samningarnir eru afturvirkir frá 1. mars. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku.
19.03.2020 - 17:50
Telur ótækt að verktakar gangi í störf í verkföllum
Formaður Blaðamannafélags Íslands, Hjálmar Jónsson, segir jákvætt að komin sé afdráttarlaus niðurstaða Félagsdóms varðandi það að blaðamenn geti gripið til skæruverkfalla. Það hafi þó komið á óvart sú niðurstaða dómsins að verktakar megi ganga í störf blaðamanna í verkföllum og að það sé leyfilegt að skrifa fréttir og tímasetja fram í tímann og birta á meðan blaðamenn eru í verkföllum, líkt og gert var á mbl.is á síðasta ári.
Ekki verkfallsbrot að birta fréttir í verkfalli
Útgáfufélag Morgunblaðsins var sýknað af nær öllum ásökunum um verkfallsbrot í verkfalli blaðamanna 8. nóvember í Félagsdómi í dag. Blaðamannafélag Íslands stefndi Árvakri vegna þeirra frétta sem birtust á vefnum mbl.is á meðan verkfallið stóð yfir.
13.02.2020 - 17:35
Enn hlé á kjaraviðræðum blaðamanna
Þráðurinn í kjaraviðræðum félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands og Samtaka atvinnulífsins hefur ekki verið tekinn upp á ný eftir áramót, að sögn Hjálmars Jónssonar, formanns félagsins. Beðið sé eftir fundarboði frá ríkissáttasemjara.
Kjaradeila BÍ og SA í jólahlé
Kjaradeila Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins er komin í jólahlé og engir fundir hafa verið boðaðir fyrir jól. Kjaradeilan er í hnút og ekkert hefur þokast í samkomulagsátt síðustu mánuði.
Fundi hjá Ríkissáttasemjara slitið - verkföll á morgun
Fundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara, sem hófst klukkan ellefu í dag, hefur verið slitið. „Við vorum sammála um að vera ósammála,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Næst verði fundað á þriðjudaginn. Blaðamenn leggja því niður störf á morgun í tólf tíma, frá klukkan 10 til 22 og svo aftur á fimmtudaginn í næstu viku.
Útilokar ekki að samið verði áður en vinnustöðvun hefst
Það er enn langt í land í samningaviðræðum Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins. Það sé sannarlega ekki útilokað að samningar náist áður en tólf tíma vinnustöðvun brestur á í fyrramálið. Samninganefndir sátu á sjö klukkustunda löngum fundi í gær og næsti fundur er boðaður klukkan hálf tvö í dag. 
Fundur BÍ og SA stendur enn – Félagsdómur starfar
Samningafundur í deilu Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins stendur enn hjá ríkissáttasemjara, en fundurinn hófst klukkan hálf tvö. Takist ekki samningar fara félagsmenn Blaðamannafélagsins á vefmiðlunum Mbl.is, Fréttablaðið, Vísir og RÚV í verkfall, sem og ljósmyndarar og myndatökumenn þessara miðla sem eru í félaginu.
14.11.2019 - 18:10
Enginn Félagsdómur starfandi
Enginn Félagsdómur er starfandi og því ekki hægt að taka fyrir stefnu Blaðamannafélagsins á hendur Samtökum atvinnulífsins. Átta stunda verkfall félaga í Blaðamannafélaginu, sem hefur áhrif á stærstu fjölmiðla landsins, er boðað á morgun takist ekki að semja í dag.
14.11.2019 - 12:37
Ánægjulegar samræður en er ekki bjartsýnn
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að sáttafundur dagsins hjá Ríksisáttasemjara hafi gengið ágætlega. Samræður fundarins hafi verið ánægjulegar og hreinskiptar. Félagið kemur saman á vinnufundi á morgun og fundar svo hjá sáttasemjara á fimmtudag. Vinnustöðvun er fyrirhuguð á ný á föstudag. Samningar félagsins hafa verið lausir frá því um áramót.
11.11.2019 - 17:13
SA og BÍ greinir á um framkvæmd verkfalls blaðamanna
Í dag hefst fyrsta verkfall blaðamanna síðan árið 1978. Fréttamenn á vefmiðlum, ljósmyndarar og myndatökumenn Ríkisútvarpsins, Fréttablaðsins, Morgunblaðsins og Sýnar, sem eru í Blaðamannafélagi Íslands, leggja niður störf í fjórar klukkustundir frá klukkan 10 í dag. Blaðamannafélagið og Samtök atvinnulífsins, sem fer með samningsumboð miðlanna, greinir á um framkvæmd verkfallsins.
„Þetta gefur okkur byr undir báða vængi“
Félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands samþykktu með afgerandi meirihluta að fara í verkfall í næstu viku. Atkvæðagreiðsla fór fram í dag en samningar við Samtök atvinnulífsins hafa ekki náðst eftir 10 mánaða samningaumleitanir. Blaðamenn hafa ekki farið í verkfall í rúmlega 40 ár. 
30.10.2019 - 17:39
Segja fullyrðingar Hjálmars rangar
Blaðamenn eru ekki lægst launaða háskólamenntaða stéttin, segir í pistli á vef Samtaka atvinnulífsins sem birtist í dag. Þar eru staðhæfingar Hjálmars Jónssonar, formanns Blaðamannafélags Íslands, hraktar og sagðar rangar.
Blaðamenn greiða atkvæði um verkfall
Blaðamenn í Blaðamannafélagi Íslands greiða atkvæði í dag um hvort grípa eigi til verkfallsaðgerða, en samningar við Samtök atvinnulífsins hafa ekki náðst eftir 10 mánaða samningaumleitanir.
Myndskeið
Ekki miðar í samningaviðræðum BÍ og SA
Fulltrúar Blaðamannafélags Íslands funduðu með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Þeim fundi er nú lokið án þess að nokkuð hafi miðað í viðræðum.
„Fráleit aðför að ritstjórnarlegu sjálfstæði“
Blaðamannafélag Íslands segir það fráleita aðför að ritstjórnarlegu sjálfstæði fjölmiðla að Íslandsbanki ætli að hætta viðskiptum við þá fjölmiðla sem ekki standast tiltekin skilyrði um kynjahlutföll á þáttagerðarmönnum og viðmælendum. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að slík aðgerð þjóni ekki hagsmunum jafnréttisbaráttunnar og jafnframt verði að gera þær kröfur til banka í eigu almennings að vandað sé betur til verka.
25.10.2019 - 15:04
Meinsemd að greiða blaðamönnum ekki yfirvinnu
Á sumum fjölmiðlum á Íslandi tíðkast að blaðamenn fái ekki greitt fyrir yfirvinnu. Það er meinsemd í blaðamennsku, að sögn Hjálmars Jónssonar, formanns Blaðamannafélags Íslands. Sveinn Arnarsson, blaðamaður hjá Fréttablaðinu, sem lætur senn af störfum, greinir frá því í færslu á Facebook að hann hafi oft unnið fram á kvöld án þess að fá aukalega greitt fyrir það.
21.10.2019 - 15:19
Hjálmar fordæmir framsal Assange
Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands fordæmir þá ákvörðun innanríkisráðherra Bretlands að samþykkja framsalsbeiðni bandríska yfirvalda um framsal á Julian Assange stofnanda WikiLeaks.
13.06.2019 - 12:33
Fékk blaðamannaverðlaun fyrir Kaupthinking
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fékk blaðamannaverðlaun ársins 2018 fyrir bók sína Kaupthinking. Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands voru veitt í dag.
Blaðamenn hætta að starfa í fjölmiðlanefnd
Blaðamannafélag Íslands ætlar að draga fulltrúa sinn í fjölmiðlanefnd út úr starfi fjölmiðlanefndar. Ástæðan er „eðlisbreyting á starfi nefndarinnar“ að undanförnu og að fjölmiðlanefnd sé komin langt út fyrir valdsviðs sitt. Fjölmiðlanefnd telur sig hafa heimild í lögum.
15.03.2019 - 16:34