Færslur: Bláa lónið

Sjónvarpsfrétt
Jarðskjálftar í þúsundavís á Reykjanesskaga
Vísindaráð segir ennþá hættu á jarðskjálfta upp á sex komma fimm sem hefði veruleg áhrif á höfuðborgarsvæðinu. Sjónum er nú þó einkum beint að Grindavík og Svartsengi þar sem landris, kvikuinnskot og þúsindir jarðskjálfta valda ugg. Forstöðumaður hjá HS Orku í Svartsengi segir starfsfólk ekki sérlega áhyggjufullt núna enda áætlanir til reiðu. 
Landris og kvikusöfnun skammt frá Bláa lóni og HS Orku
Nærri einn og hálf milljón rúmmetra af kviku hefur safnast upp nokkra kílómetra undir yfirborði skammt frá Bláa lóninu. Land hefur risið um nokkra sentimetra. Þetta sýnir nýtt líkan jarðvísindamanna sem gert var í morgun. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni segir að þó að þetta sé nauðsynlegur undanfari eldgoss sé óvíst hvort það endi þannig.
Hundruð manna strandaglópar í Bláa lóninu
Hundruð fólks frá öllum heimshornum voru strandaglópar í veitingasal Bláa lónsins við Svartsengi í kvöld, þar sem Grindavíkurvegur var ófær og illa gekk að opna hann vegna bíla sem þar eru fastir í snjónum. Enn er fjöldi fólks í Bláa Lóninu en unnið að því að koma því í burtu.
19.02.2022 - 23:37
Nokkrir endurráðnir hjá Bláa lóninu
Bláa lónið hefur ákveðið að opna baðstaðinn og hótel að nýju um helgar. Þá hafa verið endurráðnir nokkrir starfsmenn, sem sagt var upp eftir að faraldurinn braust út. Lítið sem ekkert er að gera hjá öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum.
Uppsagnir hjá Bláa lóninu í þriðja sinn vegna COVID
Bláa lónið hefur sagt upp 26 starfsmönnum frá og með næstu mánaðamótum. Lónið verður áfram lokað eins og það hefur verið frá því snemma í þessum mánuði, en stefnt er að því að hafa opið um helgar í desember.
29.10.2020 - 17:52
Tveir snarpir skjálftar við Grindavík
Tveir jarðskjálftar af stærðinni 3,2 og 4,1 riðu yfir með skömmu millibili laust fyrir klukkan sex í morgun.
Hefðu sagt upp fleiri starfsmönnum - greiða engan arð
Bláa lónið hefði sagt upp enn fleira fólki en þeim 160 sem þegar hefur verið sagt upp, ef hlutastarfaúrræði ríkisstjórnarinnar hefði ekki komið til. Þetta segir Grímur Sæmundsen, forstjóri fyrirtækisins. Enginn arður verði greiddur út hjá fyrirtækinu á þessu ári.
Á annað hundrað starfsmenn Bláa lónsins missa vinnuna
Bláa lónið hefur sagt upp 164 starfsmönnum, Þetta er gert til að bregðast við þeim afleiðingum sem heimsfaraldur COVID-19 hefur haft á ferðaþjónustu. Í febrúar störfuðu 764 starfsmenn hjá fyrirtækinu.
26.03.2020 - 18:20
Ekki ástæða til að takmarka aðgengi að Bláa lóninu
Starfsemi Bláa lónsins verður áfram með reglubundnum hætti, en almannavarnir lýstu yfir óvissustigi vegna kvikusöfnunar undir fjallinu Þorbirni, rétt sunnan við lónið, síðdegis í dag. Jarðskjálftahrina hefur verið í gangi á svæðinu að undanförnu og land risið óvenju hratt sem bendir til kvikusöfnunar.
Myndskeið
Basalt baðað verðlaunum
Basalt arkitektar hlutu á dögunum Hönnunarverðlaun Íslands fyrir framlag sitt til baðmenningar á Íslandi.
08.12.2018 - 13:56