Færslur: Björt framtíð

Engar falsanir á listum Bjartrar framtíðar
Engar falskar undirskriftir var að finna á meðmælendalistum eða framboðslistum Bjartrar framtíðar sem skilað var á föstudag. Ranglega var fullyrt í frétt RÚV fyrr í dag að yfirkjörstjórn hefði gert athugasemdir við slíkar undirskriftir á meðmælendalistum flokksins í Suðvesturkjördæmi.
16.10.2017 - 18:31
Samfylkingin á uppleið
Vinstri græn mælast með mest fylgi allra flokka en Samfylkingin er í mestri sókn samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið sem birt var í morgun. Vinstri græn mælast með rúmlega 27 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn tæplega 23 prósent. Samfylkingin mælist með rúmlega fimmtán prósenta fylgi, sem er tvöfalt fylgi flokksins eins og það mældist í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir hálfum mánuði.
Vaðlaheiðargöng mistök eða gæfuspor?
Í kjördæmaþætti á Rás 2 með fulltrúum flokkanna sem bjóða fram í Norðausturkjördæmi var meðal annars rætt um hvort rétt hafi verið að ráðast í lagningu Vaðlaheiðarganga. Ýmis önnur mál voru rædd. Hvernig ætti að afla tekna til að auka framlög til heilbrigðismála og menntamála, svo eitthvað sé nefnt.
Ellefu framboð þar sem þau eru flest
Framboðsfrestur fyrir Alþingiskosningarnar 28. október rann út núna klukkan tólf á hádegi. Níu flokkar bjóða fram í öllum kjördæmum og þrír í nokkrum þeirra.
Frambjóðendur í Reykjavík norður mætast
Fyrsta kjördæmaþættinum af sex var útvarpað á Rás tvö í dag. Þar komu fram oddvitar og fulltrúar þeirra 11 flokka sem bjóða fram í kjördæminu. Rætt var um húsnæðismál, málefni aldraðra og öryrkja og skilvirkni á Alþingi svo eitthvað sé nefnt. Næsti kjördæmaþáttur verður á Akureyri 12. október klukkan 17:30 og verður útvarpað á Rás 2.
Myndskeið
Leiðtogarnir settir í spyrilshlutverkið
„Við ætlum aðeins að skipta um gír en vitum ekki alveg hvaða,“ sagði Þóra Arnórsdóttir, annar af stjórnendum Leiðtogaumræðunnar á RÚV í kvöld þegar bryddað var upp á nýjum dagskrárlið – að bjóða hverjum leiðtoga upp á að bera fram eina spurningu til annars leiðtoga.
Myndskeið
Um þetta snúast kosningarnar að mati leiðtoga
Forystumenn þeirra 12 flokka sem bjóða fram í þingkosningunum þann 28. október fengu eina mínútu í upphafi Leiðtogaumræðunnar, sem sýndar voru í beinni útsendingu á RÚV, til að segja sína skoðun á því um hvað kosningarnar eiga að snúast.
Guðlaug, Jasmina og Arngrímur nýir oddvitar
Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti nú í kvöld tillögur að uppstillingu í efstu sæti framboðslista sinna í öllum kjördæmum fyrir kosningarnar í lok mánaðar. Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður flokksins og forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, leiðir listann í Norðvesturkjördæmi. Auk hennar koma Jasmina Crnac og Arngrímur Viðar Ásgeirsson inn sem nýir oddvitar. Þá skipta Óttarr Proppé, formaður flokksins, og Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra um kjördæmi á milli kosninga.
Forval hjá Vinstri grænum í Suðvesturkjördæmi
Ákveðið var á fundi kjördæmisráðs Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi í gærkvöld að halda forvalsfund á mánudag og kjósa í sex efstu sæti framboðsliðsta flokksins. Flokkurinn stillir upp í flestum kjördæmum. Langflestir flokkarnir stilla upp á lista fyrir alþingiskosningarnar 28. október.
Langflestir stilla upp á framboðslista
Nær allir stjórnmálaflokkar ætla að stilla upp á framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar 28. október. Forsvarsmenn flokkanna vísa margir hverjir í að það sé vegna tímasparnaðar því mjög stutt sé til kosninga. Píratar eru eini flokkurinn sem heldur prófkjör í öllum kjördæmum. Vinstri græn stilla upp í flestum kjördæmum en ekki er fullvíst að svo verði í Suðvesturkjördæmi. Það verður ákveðið á fundi kjördæmisráðs í Hafnarfirði í kvöld.
Guðlaug kosin stjórnarformaður
Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, var í dag kjörin stjórnarformaður Bjartrar framtíðar. Hún hafði betur í baráttu við G. Valdimar Valdimarsson í stjórnarformannskjörinu sem fór fram á ársfundi Bjartrar framtíðar. Guðlaug fékk 48 atkvæði en G. Valdimar 28. Guðlaug tekur við embættinu af Evu Einarsdóttur, varaborgarfulltrúa í Reykjavík.
02.09.2017 - 17:25
Mynd með færslu
Ræða formanns á ársfundi Bjartrar framtíðar
Ársfundur Bjartrar framtíðar verður haldinn í dag á Hótel Reykjavík Natura. Fundurinn hefst klukkan 11 með ávarpi Óttarrs Proppé formanns flokksins.
02.09.2017 - 10:24
Guðlaug vill verða stjórnarformaður BF
Guðlaug Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði og forseti bæjarstjórnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til stjórnarformennsku í flokknum. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu Guðlaugar á Facebook.
Sjálfstæðisflokkurinn efstur í borginni
Sjálfstæðisflokkurinn fær mestan stuðning í borginni í nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, sem birt er á Vísi.is og í Fréttablaðinu í dag. Flokkurinn fengi rúman þriðjung atkvæða.
„Hjartað slær í Kópavogi“
Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar vill nýta tímann þar til hún hættir á Alþingi um áramót til að upplýsa um brot banka gegn þeim sem sviptir voru eignum sínum eftir hrun á grundvelli ólögmætra lána.
28.08.2017 - 19:35
Umrót í stjórnmálum í vetur
Landslag stjórnmálanna gæti breyst mikið á næstu vikum og mánuðum því allir flokkar á Alþingi boða til landsfunda þar sem skerpt verður á stefnu þeirra og forystusveit kosin. Að minnsta kosti tveir nýir varaformenn verða kjörnir og einn stjórnarformaður.
Tíu hyggja á framboð til sveitarstjórna
Að minnsta kosti tíu stjórnmálaflokkar stefna að framboði fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík á næsta ári. Undirbúningur fyrir kosningarnar er víða hafinn.
90 prósent líkur á nýrri stjórn í næstu viku
Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata er bjartsýn á að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir lok næstu viku. Hún var meðal gesta í Vikunni með Gísla Marteini í kvöld. Aðspurð um gang viðræðna þeirra fimm flokka sem nú ræða saman í umboði Pírata sagði Birgitta að hún telji um 90 prósent líkur á því að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir næsta föstudag.
Samfylkingin til í stjórn
Samfylkingin er til í að taka þátt í fimm flokka stjórn, segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann segir að ef málefni sem flokkurinn leggur áherslu á fá inni í slíku samstarfi sé flokkurinn til í stjórnarsamstarf. Logi var fyrsti formaðurinn sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna, ræddi við í morgun. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, mættu á fund hennar klukkan hálf tólf.
Viðræðum haldið áfram
Stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður framhaldið í dag. Forystumenn og málefnanefndir flokkanna hittust á fundum í gær, þeim fyrstu eftir að flokkarnir ákváðu að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Fjögur eru í málefnanefnd hvers og eins flokks, tólf í allt, auk þess sem búast má við að fleiri komi að starfinu.
Viðræður um nýja stjórn hefjast í dag
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hefja í dag formlegar viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Formenn flokkanna þriggja komust að samkomulagi í gær að byrja á formlegum viðræðum eftir að hafa rætt óformlega saman síðan Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk stjórnarmyndunarumboð fyrir tíu dögum. Bjarni sagði í viðtali við RÚV í gær að best væri ef hægt væri að ljúka gerð stjórnarsáttmála fyrir miðja næstu viku.
Gætu varið minnihlutastjórn falli
Róbert Marshall, fráfarandi þingmaður Bjartrar framtíðar, telur hvorki Bjarta framtíð né Samfylkingu hafa fylgi sem geti skilað þeim í ríkisstjórn. Flokkarnir geti hinsvegar varið minnihlutastjórn Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna falli. Willum Þór Þórsson, fráfarandi þingmanni Framsóknar lýst betur á sterkan meirihluta Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Framsóknarflokksins. 
Ólík sýn á veiðigjöld
Stjórnarandstæðingar töluðu fyrir aukinni gjaldtöku af sjávarútvegi meðan formenn stjórnarflokkanna vöruðu við því í leiðtogaumræðum RÚV. Formenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar hvöttu til uppboðs á veiðiheimildum meðan forsætisráðherra sagði að allar þær þjóðir sem hefðu reynt slíkt hefðu horfið frá þeirri leið.
Svipmyndir frá leiðtogaumræðum
Hart var tekist á um stjórnarskrárbreytingar í kappræðum leiðtoga stjórnmálaflokkanna á RÚV í kvöld. Stjórnarandstæðingar lögðu flestir áherslu á að breyta þyrfti stjórnarskrá og fara að niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór 2012. Stjórnarliðar vöruðu hins vegar við miklum breytingum á stjórnarskrá. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, benti á að stjórnvöld í Venesúela hefðu ítrekað breytt stjórnarskrá og þar væri verðbólgan 2.200 prósent.
Tímamótavalkostur eða ekkert nema loft
Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sögðu viðræður sínar um stjórnarmyndun eftir kosningar marka tímamót með því að gefa kjósendum hugmynd um hvaða ríkisstjórn tæki við eftir kosningar. Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna sögðu ekkert nema loft hafa komið út úr viðræðunum og þrátt fyrir loforð um slíkt hefðu engin málefni verið kynnt.