Færslur: Björt framtíð

Viðreisn býður fram sér í Hafnarfirði
Viðreisn býður fram eigin lista við sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði í vor. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn hafi átt mjög gott samstarf og samtal við fólk í Bjartri framtíð um sameiginlegt framboð. Að lokum hafi þó ekki orðið af því vegna deilna sem risið hafa innan Bjartrar framtíðar undir lok kjörtímabilsins. Þess í stað hafi verið ákveðið að bjóða fram C-lista Viðreisnar, meðal annars til að nýta tímann fram að kosningum vel.
Sameiginlegt framboð í uppnámi
Fyrirhugað sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði er í uppnámi eftir deilur innan Bjartrar framtíðar. Þetta segir Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins. Hún segir að innan Bjartrar framtíðar sé fólk þreytt eftir átök og rugling, og að fulltrúar flokksins sem áttu að skipa annað og þriðja sæti á sameiginlegum framboðslista hafi dregið sig í hlé.
Sækist ekki eftir forystu hjá Bjartri framtíð
Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, ætlar ekki að gefa kost á sér í forystu Bjartrar framtíðar í sveitarstjórnarkosningum í vor. Hún greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.
Færri styðja ríkisstjórnina
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar um þrjú prósentustig milli mánaða, en rúmlega 70 prósent landsmanna styðja hana, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Fylgi Framsóknarflokksins dalar um rúm tvö prósentustig.
Stundum ógnandi að vera innflytjandi á Alþingi
Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar segir að hún hafi upplifað mikið tómarúm eftir að Björt framtíð féll af þingi í vetur, eftir að hafa ákveðið að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 
21.01.2018 - 19:45
Björt: Kusu of snemma um stjórnarslit
Kosning innan Bjartrar framtíðar um það hvort ætti að slíta stjórnarsamstarfi síðustu ríkisstjórnar var haldin of snemma, að mati Bjartar Ólafsdóttur, fyrrum umhverfisráðherra og núverandi formanns flokksins. Hún segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að betra hefði verið að bíða aðeins. 
02.12.2017 - 09:45
Guðlaug segir af sér stjórnarformennsku
Guðlaug Kristjánsdóttir sagði í gær af sér embætti stjórnarformanns Bjartrar framtíðar eftir tvo mánuði í því hlutverki. Hún greindi frá ákvörðun sinni í bréfi til stjórnar flokksins í gær og birti status á Facebook í dag.
03.11.2017 - 12:04
Fannst hann hættur að gera gagn
„Mér finnst það bara eðlileg viðbrögð forystumanns að axla ábyrgð á svona tíðindum eins og við fengum í kosningunum,“ segir Óttarr Proppé, fráfarandi formaður Bjartrar framtíðar, um ákvörðun sína að hætta sem formaður eftir að flokkurinn þurrkaðist út af þingi í kosningum á laugardag. Hann segist hafa upplifað það fyrir kosningar að hann væri hættur að gera gagn.
31.10.2017 - 16:41
„Fullviss um að þetta var rétt ákvörðun“
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sér ekki eftir ákvörðun flokksins að slíta stjórnarsamstarfinu. Það sé góður minnisvarði um flokkinn og kærkomin breyting í íslenskum þjóðfélagi að stjórnmálaafl hafi tekið fast á því þegar reynt var að hylma yfir kynferðisbrot og óþægilega hluti þeim tengdum.
Fréttaskýring
Fimm ára þingsögu Bjartrar framtíðar lokið
Flokkurinn sem virtist á leið með að verða einn stærsti flokkur landsins í aðdraganda kosninga fyrir fjórum árum er nú að þurrkast út af þingi. Björt framtíð var stofnuð snemma árs 2012 og átti þá tvo fulltrúa á þingi. Það voru Guðmundur Steingrímsson, sem kosinn hafði verið á þing fyrir Framsóknarflokkinn, og Róbert Marshall, sem náði kjöri fyrir Samfylkinguna í kosningunum árið 2009. Þeir sögðu skilið við sína gömlu flokka og stofnuðu nýja hreyfingu sem átti að boða nýja tíma í stjórnmálum.
29.10.2017 - 03:03
Myndskeið
Allir forystumennirnir búnir að kjósa
Allir forystumenn stjórnmálaflokkanna voru búnir að kjósa á fimmta tímanum í dag. Kjörfundur stendur yfir allt til klukkan 22 í kvöld.
Myndskeið
Flestir forystumenn kusu fyrir hádegi
Kjörstaðir vegna Alþingiskosninga voru opnaðir klukkan níu og verða víðast hvar opnir til tíu í kvöld. Forystumenn stjórnmálaflokkanna kusu flestir með fyrra fallinu. Að venju stilltu þeir sér upp við kjörkassann á meðan ljósmyndarar og myndatökumenn festu augnablikið á filmu.
Myndskeið
Hvað vildu forystumennirnir vita?
Fulltrúar stjórnmálaflokkanna, sem bjóða fram um land allt á morgun, fengu í leiðtogaumræðunum í kvöld tækifæri til að spyrja einhvern hinna spurningar og sköpuðust líflegar umræður.
Konur kjósa frekar VG, karlar Sjálfstæðisflokk
Á morgun verður gengið til kosninga. Um 250 þúsund eru á kjörskrá og ef miðað er við kjörsóknina í fyrra, sem var rúmlega 79%, má búast við því að um 197 þúsund kjósendur mæti á kjörstað og ráðstafi atkvæði sínu.  Gera þeir það eins og í fyrra?  Má greina fylgni við kyn, menntun og tekjur þegar kemur að því að velja flokk? 
Fjör á hæfileikakeppni stjórnmálamanna
Hæfilega lítil alvara var í fyrirrúmi hjá fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna sem komu saman í Stúdentakjallaranum í Háskóla Íslands í kvöld. Þetta var án efa óvenjulegasta samkoman fyrir þessar kosningar enda var það boðið upp á listrænt frelsi í hæfileikakeppni stjórnmálamanna.
Skatta- og jafnréttismál í Reykjavík suður
Frambjóðendur í Reykjavíkurkjördæmi suður tókust á um skattamál, fjármögnun kosningaloforða, kynbundinn launamun og húsnæðismál á rás2 í dag.
Tekist á í Suðurkjördæmi
Oddvitar og fulltrúar þeirra tíu flokka sem bjóða fram í Suðurkjördæmi gerður grein fyrir sínum sjónarmiðum og áherslum í kjördæmaþætti á Rás 2 í dag. Rætt var meðal annars um vegatolla og samgöngur í kjördæminu, virkjunaráform og stöðu ungs fólks í Suðurkjördæmi.
Flokkarnir fengu nær 700 milljónir í fyrra
Stjórnmálaflokkar landsins fengu 678 milljónir króna í fyrra í framlög frá ríki, sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum auk annarra rekstrartekna sinna. Sjálfstæðisflokkurinn hafði úr mestu fé að spila, samtals 239 milljónum króna sem jafngilda rúmlega þriðjungi allra fjármuna sem flokkarnir öfluðu sér í fyrra.
Myndskeið
Mestar líkur á fjögurra flokka stjórn
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að miðað við niðurstöður nýjasta Þjóðarpúls Gallup sé líklegast að mynduð verði fjögurra flokka ríkisstjórn eftir kosningar. Engin tveggja flokka stjórn er í spilunum ef könnunin gengur eftir og þriggja flokka stjórn verður ekki mynduð nema Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri-græn snúi bökum saman.
Vinstri-græn og Sjálfstæðisflokkur stærst
Vinstri-græn og Sjálfstæðisflokkurinn mælast með mest fylgi allra flokka rúmri viku fyrir kosningar, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Vinstri-græn mælast með rúmlega 23 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn tæplega 23 prósenta fylgi. Munurinn er innan skekkjumarka. Litlar breytingar verða á fylgi flokka frá síðasta Þjóðarpúlsi en fylgi Bjartrar framtíðar fer úr þremur prósentum í rúmt eitt prósent.
Frambjóðendur í Norðvestur takast á
Fulltrúar þeirra 9 flokka sem bjóða fram í Norðvesturkjördæmi gerðu grein fyrir sínum áherslumálum í kjördæmaþætti á Rás 2. Kjördæmið er stórt en jafnframt það fámennasta. Þingsæti eru 8 og þar af er eitt jöfnunarsæti.
Ekki búið að gera upp mál vegna uppreistar æru
Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, segir að flokksmenn séu ósammála þingmönnum Viðreisnar, um að Sjálfstæðismenn hafi gert hreint fyrir sínum dyrum varðandi uppreist æru.
Óttarr kennir Ingileif að æla upp rokkinu
Nýr þáttur af Hvað í fjandanum á ég að kjósa? er kominn inn á vefinn. Ingileif Friðriksdóttir er þar með hálfnuð með að hitta fulltrúa stjórnmálaflokkanna fyrir komandi alþingiskosningar.
Fréttaskýring
Hamskeri, þakdúkari og kerfóðrari í framboði
Einkaþjálfarar, viðburðastjórnendur og guðfræðingar eru á meðal frambjóðenda til alþingiskosninganna í lok mánaðarins. Framkvæmdastjórar, lögfræðingar, bændur og kennarar eru eftir sem áður stór hluti frambjóðenda. Starfsheiti eru tilgreind við nöfn flestra frambjóðenda á framboðslistum flokkanna. Fréttastofa fór yfir listana og kynnti sér starfsreynslu frambjóðenda.
Viðtöl
Tekist á í Suðvesturkjördæmi
Frambjóðendur stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í Suðvesturkjördæmi tókust á og gerðu grein fyrir sínum áherslum í kjördæmaþætti Rás 2. Að þessu sinni eru tíu flokkar sem bjóða fram. Alls eru í boði 13 þingsæti í kjördæminu, 11 er kjördæmakjörin og 2 uppbótarþingsæti.