Færslur: Björn Þór Vilhjálmsson

Gagnrýni
Tíðarandinn og tískuhvíslarinn
Það er margt vel gert í skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur, Götu mæðranna, segir Björn Þór Vilhjálmsson gagnrýnandi. Lesendur sem kunnað hafa að meta fyrri verk hennar séu líklegir til að una vel við sitt. Tilraunir höfundarins með tíðarandaformið gangi þó ekki nógu vel upp.
Gagnrýni
Viðnám gegn hinu þögula algleymi dauðans
Fjarvera þín er myrkur, eftir Jón Kalman Stefánsson, er um margt epísk skáldsaga, segir Björn Þór Vilhjálmsson gagnrýnandi. Bókin veiti lestrarlega nautn fyrir vitsmuni og tilfinningalíf.
Gagnrýni
And-karllægni, kvenhetjur og róttæk góðvild
Í nýrri ljóðabók Kristínar Svövu Tómasdóttur, skálds og sagnfræðings, má greina áhrif og viðveru beggja athafnasviða hennar, segir Björn Þór Vilhjálmsson gagnrýnandi. „Raunar má segja að sagnfræðingurinn stigi hér fram alls ófeiminn, öruggur um samlegðaráhrifin sem skapa má með ljóðskáldinu.“
Gagnrýni
Utan úr heljarmyrkri framtíðarinnar
„Höfundur í algjörum sérflokki sendir hérna frá sér sína bestu bók,“ segir Björn Þór Vilhjálmsson, gagnrýnandi, um nýjustu bók Steinars Braga, Truflunina.
Gagnrýni
Langbrókarskvísa í Vesturbænum
Margir eru eflaust æstir í skemmtisögu nú í svartasta skammdeginu og lokahnykknum á leiðinlegu ári. Bókarýnir Víðsjár segir 107 Reykjavík eftir Auði Jónsdóttur og Birnu Önnu Björnsdóttur ætlað að fullnægja þessari löngun en takist því miður ekki ætlunarverk sitt.
Síðdegisútvarpið
„Gríðarlega hættulegt“ að ritskoða fortíðina
Streymisveitur og framleiðslufyrirtæki hafa síðustu daga fjarlægt einstaka kvikmyndir, þætti og jafnvel heilu þáttaraðirnar í kjölfar mótmælaöldunnar sem geisar í Bandaríkjunum. Björn Þór Vilhjálmsson lektor í bókmennta- og kvikmyndafræði segir að það sé misráðið. „Við eigum að horfast í augu við þetta. Við verðskuldum ekki að sópa þessu undir teppið.“