Færslur: Björn Leví Gunnarsson

Björn Leví ræðukóngur Alþingis
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er ræðukóngur Alþingis þennan veturinn. Björn Leví talaði í 1.547 mínútur í ræðustól Alþingis eða sem nemur tæpum 26 klukkustundum. Hann hélt ræður í 1.014 mínútur og aðrar athugasemdir í 533 mínútur.
20.06.2022 - 15:42
Fjármálaáætlun samþykkt
Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2023 til 2027 var samþykkt á Alþingi laust fyrir klukkan þrjú í dag, með 35 atkvæðum gegn 12 atkvæðum. 11 þingmenn greiddu ekki atkvæði. 
Segir Ólaf Ragnar hafa skemmt gallaða stjórnarskrá
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, hafi skemmt stjórnarskrá lýðveldisins með tveimur gjörðum sínum á forsetastóli. Hann vísar annars vegar til þess þegar forsetinn synjaði fjölmiðlalögum staðfestingar 2004 og hins vegar til þess að hann hafi ekki orðið við þingrofsbeiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar 2016. Björn Leví segir að stjórnarskráin hafi verið gölluð en að gallarnir hafi opinberast þegar Ólafur Ragnar hafi látið á þá reyna.
Myndbönd
Stjórnarandstaðan: Draumsýnir, kjarkleysi og ójöfnuður
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Í kjölfarið fóru fram umræður þar sem tóku til máls þrír fulltrúar hvers þingflokks. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar sögðu stefnu ríkisstjórnar uppfulla af draumsýnum. Þá sögðu aðrir hana skorta kjark og boða samfélagslegan ójöfnuð.
B-seðill í auðum bunka seinkar ekki niðurstöðu
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og fulltrúi í undirbúningskjörbréfanefnd, segir að allt kapp sé lagt á að nefndin ljúki störfum í lok næstu viku. Fundur á atkvæði merktu Framsóknarflokki í röngum bunka breyti engu þar um. Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, fann á miðvikudag í bunka auðra seðla og ógildra, atkvæðaseðil þar sem merkt hafði verið við B-lista Framsóknarflokks.
Hæstvirtur forsætisráðherra, hvað eru mörg kyn?
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur beint fyrirspurn til forsætisráðherra þar sem spurt er hve mörg kyn mannfólks eru, að mati ráðuneytisins.
Halldóra og Björn Leví fara fyrir Pírötum í Reykjavík
Framboðslistar Pírata í Reykjavíkurkjördæmunum báðum liggja nú fyrir eftir sameiginlegt prófkjör. Þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson og Halldóra Mogensen fara fyrir hvoru kjördæmi, Halldóra í því nyrðra en Björn Leví í því syðra.
Björn Leví spurði Katrínu hvað þorri þjóðar þýddi
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir enn töluverða óvissu um hvernig afhendingaráætlun bóluefna muni ganga eftir á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Það sé hins vegar raunhæft að reikna með því að afhending bóluefna muni aukast verulega á öðrum ársfjórðungi frá þeim fyrsta. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á Alþingi í dag út í þessa óvissu og hversu margir væru þorri þjóðarinnar.