Færslur: Björn Halldórsson

Pistill
Ástæður þess að ég skrifa
„Ég geri alltaf mitt besta til að kjósa „rétt“ en get þó varla sagt að sú ákvörðun sé byggð á öðru en eigin innsæi – sem þýðir efalaust ekki annað en að ég kjósi nákvæmlega eins og búist er við af mér; í fullkomnu samræmi við mann í minni stöðu, með mína menntun, minn bakgrunn og mitt eignarhald.“ 
09.06.2022 - 16:05
Pistill
Hér er bannað að taka myndir​​​​​​​
„Ég hef oftar en einu sinni orðið vitni að því hve fólk verður hvumsa þegar því er sagt að það megi ekki taka myndir þar inni. Það er greinilega alls óvant því að vera í rými þar sem slíkt er ekki leyft. Sumir bregðast jafnvel við eins og það sé hálfgert mannréttindabrot að eiga sér stað.“
07.06.2022 - 15:51
Pistill
Hugtakið „kafkaískt“ er úr sér gengið
Hvenær er eitthvað kafkaískt og hvenær ekki? Björn Halldórsson veltir fyrir sér sögum og sögusögnum og hvernig þær eru háðar vilja, túlkunum og fordómum lesandans eða áheyrandans, og fer þaðan óhjákvæmilega að hugsa um verk rithöfundarins Franz Kafka og hið gatslitna hugtak sem kennt er við hann.
03.06.2022 - 13:48
Pistill
Karlar sem lesa ekki konur
„Að uppgötva að ég læsi ekki konur var í alla staði óskiljanlegt. Það var eins og að uppgötva að ég læsi ekki bækur sem væru með oddatölufjölda af blaðsíðum; fáránlegt skilyrði sem ég hafði enga hugmynd um og gat ekki gefið neina rökrétta ástæðu fyrir,“ segir Björn Halldórsson pistlahöfundur Víðsjár.
02.05.2022 - 15:54
Pistill
Tíminn og natnin
„Þú munt aldrei nokkurn tímann hafa nógan tíma til þess að skrifa. Það sem eftir er áttu eftir að þurfa að stela augnablikum og andartökum frá fjölskyldu og vinnuveitendum til að fá næði til að setjast niður og skrifa.“ 
01.05.2022 - 12:51
Pistill
Tilfinningar á torgum samfélagsmiðla
„Hvað gerist þegar rýmið til að halda hamingju og harmi í hjarta okkar, þetta tilfinningarými sem við hleypum eingöngu okkar nánustu inn í, tekur að skreppa saman, samhliða því að líf okkar fer að sístækkandi hluta fram á opinberum vettvangi?“
27.04.2022 - 09:54
Danskir fjárfestar leita hófanna varðandi minkarækt hér
Hópur danskra fjárfesta er væntanlegur til landsins áhugasamur um að kanna möguleika á minkaeldi hérlendis. Fyrrverandi formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda sem hefur kannað möguleikana hér segir ekkert fast í hendi en að fjárfestunum sé full alvara.
22.07.2021 - 15:52
Gagnrýni
Sneitt framhjá gryfju væmni og sjálfsvorkunnar
Skáldsagan Stol eftir Björn Halldórsson er ágætis byrjun hjá ungum höfundi, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.
07.03.2021 - 10:00
Viðtal
„Sumir eru heppnir og fá tækifæri til að kveðjast“
„Þegar foreldri deyr er svo margt sem tapast úr minninu og er bara horfið,“ segir Björn Halldórsson rithöfundur. Hann á það sameiginlegt með aðalsöguhetju nýrrar skáldsögu sinnar að hafa misst föður sinn eftir glímu við veikindi. Bókin fjallar um feðga sem fara í hinsta bíltúrinn til að gera upp fortíðina og tengjast.
13.02.2021 - 09:38
Viðtal
Lymskufullir bókaþjófar herja á íslenska höfunda
Óprúttnir svikahrappar hafa síðustu ár freistað grandalausra rithöfunda um heim allan til að láta af hendi óútgefin handrit. Nú eru íslenskir höfundar komnir í sigtið hjá þjófunum en enginn veit með fullri vissu hver tilgangurinn er.
01.02.2021 - 20:13
Gagnrýni
Sprettur fram sem mjög fær höfundur
Smásagnasafnið Smáglæpir er býsna sterkt verk að móti gagnrýnenda Kiljunnar en það er fyrsta bók höfundarins Björns Halldórssonar.