Færslur: Björk Guðmundsdóttir

Björk aflýsir tónleikum í Moskvu
Björk Guðmundsdóttir hefur aflýst tónleikum sem hún fyrirhugaði að halda í Moskvu í Rússlandi í júní. Tónleikunum hafði tvívegis verið frestað vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Í tilkynningu á Facebook segir að í ljósi núverandi ástands hafi tónleikunum verið aflýst. Ekki er vísað beint í stríð Rússa gegn Úkraínu.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Björk Orkestral í Hörpu
Björk flytur tónlist sína ásamt Hamrahlíðarkórnum og eru tónleikarnir sýndir í beinni útsendingu á RÚV og Rás 1. Hægt er að kaupa sér aðgang að streymi á vefnum og rennur hluti ágóðans til Kvennaathvarfsins.
Lestin
„Það verður bara grátið í klukkutíma krakkar“
„Ég er að fara að tattúvera Alice Cooper maskara á mig og það verður rosalegt,“ segir Björk Guðmundsdóttir um lokatónleikana í tónleikaröð hennar Björk Orkestral sem nú stendur yfir. Björk kemur vel undan COVID-faraldrinum, kveðst aldrei hafa verið jafn jarðtengd en hún hugsar til kvenna af erlendum uppruna sem lokuðust inni í slæmum aðstæðum. Hún styrkir Kvennaathvarfið til að styðja þær.
Myndskeið
Björk styrkir þjónustu við börn í Kvennaathvarfinu
Björk heldur ferna tónleika hér á næstu vikum, þá fyrstu í kvöld, í beinni útsendingu. Þetta verða fyrstu tónleikar Bjarkar á Íslandi í þrjú ár. Hluti ágóðans af tónleikunum rennur til Samtaka um kvennaathvarf. Peningarnir verða nýttir til að efla þjónustu við börn sem dvelja í athvarfinu en þau eru yfirleitt ellefu á degi hverjum.
Bjarkartónleikar í beinni útsendingu
Björk flytur tónlist ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hamrahlíðarkórnum og öðru tónlistarfólki í beinni útsendingu á RÚV og Rás 1. Hægt er að kaupa sér aðgang að streymi á vefnum og rennur hluti ágóðans til Kvennaathvarfsins.
Útgáfufyrirtæki Bjarkar skiptir út rasísku nafni
Útgáfufyrirtækið One Little Indian, sem meðal annars gefur út tónlist Bjarkar Guðmundsdóttur, Emilíönu Torrini og Ásgeirs Trausta, hefur skipt um nafn. Útgáfustjórinn, Derek Birkett, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar á fyrra nafninu sem honum sé nú ljóst að hafi ýtt undir skaðlegar staðalmyndir af innfæddum Bandaríkjamönnum.
11.06.2020 - 15:09
Breskir blaðamenn agndofa yfir stórtónleikum Bjarkar
Tónleikar Bjarkar Guðmundsdóttur í O2-höllinni í Lundúnum fá glimrandi dóma í bresku tónlistarpressunni. Listakonunni tekst með yfirþyrmandi fallegu sjónarspili að blása lífi í gríðarstóra og öllu jafna líflausa höllina.
20.11.2019 - 15:10
Pistill
Gnægtarbrunnur Bjarkar
Tónleikaröð Bjarkar Guðmundsdóttur, Cornucopia, í listamiðstöðinni The Shed í New York vekur mikla athygli þessa dagana og hefur fengið lofsamleg viðbrögð. Cornucopia er sannkallað sjónarspil þar sem gerðar eru meiriháttar tilraunir með hljóð og mynd. Freyr Eyjólfsson fór á Cornucopiu-tónleika.
Björk ekki liðið eins og stjörnu í áratugi
Björk Guðmundsdóttir segir frá metnaðarfullri tónleikaröð sinni í nýju viðtali við New York Times. Þar segist hún hafa hætt hefðbundnum tónleikaferðalögum, meðal annars vegna þess að hún hafi þurft að laga ferilinn að fjölskylduvænni lífsstíl.
09.05.2019 - 14:37
Myndskeið
Björk spilar í sjónvarpi í fyrsta sinn í 8 ár
Björk Guðmundsdóttir kom fram í þætti hins breska Jools Holland í gær en þetta er í fyrsta sinn í átta ár sem að tónlistarkonan leikur lög sín í sjónvarpi.
23.05.2018 - 08:44
Tók Björk ár að jafna sig eftir áreitni
Tónlistarkonan Björk segir á Facebook-síðu sinni í dag að hún hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu kvikmyndaleikstjóra þegar hún þreytti frumraun sína sem leikkona í kvikmynd. Þó Björk nafngreini leikstjórann ekki að öðru leyti en því að segja að hann sé danskur má greina að þar sé um að ræða Lars von Trier sem leikstýrði henni í kvikmyndinni Dancer in the Dark.
Fyrsta innlitið í Útópíu Bjarkar
Björk Guðmundsdóttir var að senda frá sér myndband við lagið „The Gate“, sem er það fyrsta til að heyrast af breiðskífunni Utopia sem von er á í nóvember.
Ísskúlptúr af Björk í Vilníus
Þann 11. febrúar árið 1990 voru Íslendingar fyrstir þjóða til að viðurkenna sjálfstæði Litháens. Af þessu tilefni blása íbúar Vilníus til veislu til heiðurs Íslendingum einu sinni á ári, á svokölluðum Íslandsdegi, og hefur siðurinn viðhaldist í nokkur ár.
16.06.2017 - 12:29
Björk gefur út sína fyrstu nótnabók
Björk Guðmundsdóttir hefur nú gefið út sína fyrstu nótnabók, en hún spannar lög frá öllum ferli söngkonunnar.
29.04.2017 - 16:17
„Létt lýðræðisleg“ og ráðrík í senn
Björk Guðmundsdóttir segir að eftir að hún hætti að vinna í hljómsveitum hafi samvinnan sem því fylgdi færst yfir á sjónræna þáttinn í hennar eigin verkum. 
24.11.2016 - 15:51